Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 27. apríl 1950 91. blaff Þjóðleikhúiið J Sá íslenzkur listamaður, sem einna víðast hefir far , ið, er Eggert Stefánsson , söngvari. Það hefir þó ekki dregið úr ættjarðarást hans, því að fáir munu unna ættjörðinni fölskva- , lausar en hann, eins og „Óðurinn tii ársins 1944“ bar ljóst merki um. Af þess um ástæðum er Tímanum það mikil ánægja að birta eftirfarandi grein hans. Ég hafði undirbúið mig vel til að koma til þín, Thalía, þegar þú opnaðir dyr þínar í þínu eigin húsi. Ég hafði far- ið á safn Einars Jónssonar, þessa sérstæðasta mynd- höggvara veraldarinnar, þar sem hið andlega ísland hefir eignazt meistara, tengdan náttúru þess. — Og ég hafði litið yfir hinar sólríku mynd- ir, séð hinn skáldlega blæ töframannsins við Háteigs- veg, Gunnlaugs Blöndals, og þá aðra list, sem ég hafíSi að- gang Og svo á aðfangadags- kveldi opnunar leikhússins farið í Dómkirkjuna og heyrt Vitali, Hándel og Baeh. Þann ig gert allt til að stemma mig hátt í félagsskap systragyðj- anna, svo ég hefði hið rétta hugarfar þegar ég kæmi til þin. Kjarval hafði sagt við mig, að hverníg maður væri stemmdur, þegar maður sæi málverk, hefði mikið að segja, maður tæki oft feil á mynd, ef maður væri ekki í því fíítta hugarfari þegar maður sæi list. Svo ég ætlaði ekki nú að verða þröskuldur minnar eig- in ánægju — og það tókst. En þótt ég hefði verið það, hefðir þú. unnið sigur, því strax þegar ég kom í hús þitt, töfraðir þú mig með yndis- þokka þinum, gyðjunnar fagra blæ. En það sem mest er geðþekkt og unaðslegt af öllum yndisþokka, er þó mál- rómurinn og tónn þinn, sem er hið fegursta skraut þitt og prýði. Þegar byrjað var að tala heyrðist hvert orð, endurbor- ið út í hvern krók og kima hússins af tíbrá hljómgrunns ins, þannig að ég hefi hvergi heyrt annan eins hljóðburð (akustik), nema ef vera skyldi á Scala í Milano, þar sem sagt er að maður heyri saumnál falla. Þarna hafði mikið krafta- verk gerzt, sem á eftir að hafa mikla þýðingu fyrir leik list landsins, fyrir málið og lyrir tónlistina. Það er leitað að þessu kraftaverki af bygg ingarsnillingum jarðarinnar, en lögmál þess er ekki fund- ið, svo leikhúsið hefir fengið þessa Guðs gjöf, sem lætur orðið lifa í húsinu, og vekja bergmál í huganum og hjart anu og er það ekki það, sem ieikhús er reist fyrir? Hús þitt er Stradivarius meðal leikhúsa, með alla töfra þeirrar snilldar fiðlu, og nú mun framtíðin sýna, hvernig á það verður leikið. Leikhús hefir ætíð verið mér virkileikinn — þar skeði oftast það, sem maður óskaði og þráði og vildi að yrði. Lif- ið þar á móti var alltaf slæmt ieikhús. í Nýársnótt Indriða Einars sonar er hin dulbúna þrá ís- iendingsins eftir fána sínum Eftir Ejíjíort Stefánsson, söngvara. og sjálfstæði, sem auðvitað skeður í álfheimum á þeim tíma, fyrir aldamótin sein- ustu. í heimi draumanna í álfheimum, og þetta verk hef ir því táknræna þýðingu nú þótt takmarkinu sé náð. Það sýnir manni hvað leikhús geta til að brjóta draumun um braut til raunveruleikans. í þessu leikriti gafst tæki- færi til að sýna margar hlið- ar tækni og forms, er leikhús ið ræður yfir. Hin skínandi náttúrlega aðferð ljósanna við snjóbylinn manaði raun- veruleikann fram á töfrandi hátt. Ballettinn, sem kom þeysandi inn á senuna var ein listtegundin, sem naut sín hvað bezt í þessu nýja ljósi og umhverfi. Það var eins og hin fagra æska íslands tæki leikhúsið í sina eign, og er ég viss um, að þessi listgrein á sér hér mikla framtíð. Hin- ar fögru, ungu stúlkur, fullar áhuga og lipurð — þótt ekki séu þær ennþá í líkingu við ballett Rússa, sem beztur þyk ir, þarf maður ekki að vera í álfheimum til að spá því, að engin takmörk séu of há fyr ir hann að ná, ef leiðsögn og kringumstæður leyfa. Sigrið- ur Ármann var lifandi ímynd sólargeislans, og eftirlætur manni yl hans og unað, og öll æskan fylgdi henni eftir, — æskan íslenzka, sem á heiminn og framtíðina, og leikhúsið er gjöf til æskunn ar. Hljómsveitin, sem lék þarna, var einnig í essinu sínu í þessu nýja heimkynni. Hvert hljóðfæri virtist heyrast ein- stætt í samhljómi tónanna i þessum töfrandi hljómburði. Það var eins og magnað af hljómi stórrar hljómsveitar, þegar húsið tók við því, og dreifði tónunum um það, með fyllingu og hljómblæ alveg nýjum í þessum bæ. Með miklu fjöri lék hún verk Páls Ísólfssonar, þar sem glettni hans og skynsemi byggði storm af tónum, er þyrluðu upp í hversdags hugsunum og áhyggjum, og skapaði strax hátíðarstemmningu. í Árna Björnssyni eigum við ungt tónskáld, sem við verð- um að reikna með. Forspii hans að Nýársnóttinni og ballett-músik var með ágæt- um, vel samin og útfærð, og öll raddfærsla þannig, að maður heyrði snillinginn bak við. Þjóðlcgin voru hugnæm og útsett í anda þeirra, og lag hans Ein sit ég úti á steini kemur áreiðanlega til að lifa, þótt þar sé við ramman reip að draga þar sem þjóðlagið er. Öll tónlist og sönglist á hér einstætt heimili, sem leitandi er að sökum hinna ágætu skilyrða, sem hljómgrunnur byggingarinnar gefur. Það verða glaðir og heillaðir gest- ir, sem ber að garði hjá okk ur og fá að heyra sjálfa sig í þessum töfra hljómbylgjum, er húsið endurkastar.og seið ir fram úr sjálfum þeim, nýja og kannske óþekkta tóna, sem Stradivarius okk- ar gefur þeim. Það var einnig gaman að heyra þessa nýju tóna, þetta spil hússins á hinar þekktu raddir Iðnós. Heyra nýjar raddir, framandi persónu- leik opnast, — eins og rétt*- ast úr öllum, fá nýja stærð, nýja krafta, nýjar sveiflur á allt hið hugsaða og talaða, er hafði verið í fjötrum, en komst nú á vængjum tónsins þróttmikið og göfugt til hlustandans. — Og þó voru þarna allt gömlu vinir okkar frá hinum fornu heimkynn- um leiklistarinnar, Iðnó, sem við nú kvöddum með djúpu þakklæti og viðkvæmni, við, sem höfðum fengið okkar veganesti ógleymanlegt þar, inn í heima draumanna og fegurðarinnar, þegar andi manns var að staulast á fæt- ur. Ef þið vissuð hve vel þið tókuð ykkur út, ekki einung- is af ljósatækninni, heldur einnig af framsögn ykkar, þegar hinn huldi tónn húss- ins tók raddir ykkar, lagði í þær kraft lífsins og bar hann til okkar, þá yrðuð þið stolt! Og þegar þið lærið á hann, þekkið hann og skiljið hann, eigið þið voldugan veldis- sprota, sem opnað getur stein hjörtu. Svo ég samgleðst ykk ur og samgleðst íslandi yfir öllu því, sem héðan á að koma. Einnig var gaman að heyra mál hinna góðu gesta, sem lieimsóttu okkur frá fram- andi löndum. Heyra Norður- landamálin, hina hljómfögru sænsku, hressilegu norsku og hina mjúku dönsku tungu og hið hjartkæra mál frænda okkar Færeyinganna. Það var eins og tónninn léti frænda- málin koma nær okkur í þess um undursamlegu hljóm- bylgjum, er umvöfðu orð og jafnvel hugsanir flytjandans. Þegar Mr. Blythe frá Abby- leikhúsinu í Dublin, þessu rómantískasta leikhúsi ír- anna, minnti okkur á karl- mennsku okkar í fornöld, og hin góðu áhrif þess á kyn- stofn okkar, er ég viss um, að mikið af listablóði okkar er einmitt komið frá þessum á- gætu, keltnesku áhrifum, er þeir fluttu í blóð okkar, og blönduðu það með snilligáfu og menningardjúpi hins kelt- neska kynstofns. Finnst feg- urri saga um nokkra konu en Melkorku írsku og Kjartan ;ungan? Nú getur einhver sagt: Hví talar hann svo mikið um tón inn 1 Þjóðleikhúsinu? Það þarf meira en tón, það þarf að sjá líka, og einn vinur minn Sagði við mig: Fannst þér ekki kaldur þarna útbún- aðurinn? Ég tók ekki eftir því eftir að ég uppgötvaði tón- inn. En þegar ég fór í hátíð- arsalinn og sá myndirnar af Matthíasi Jochumssyni, Ind- riða Einarssyni og Einari Kvaran og mynd af vini mín- um gamla, Jóhanni Sigurjóns syni, þá tók ég þó eftir og saknaði þar Guðmundar Kambans. Hann hefði átt að hafa sína mynd hér, og eina hátíðarsýningu með ein- hverju af sínum stærstu verk um. Hann var afkastamestur leikhúsrithöfunda minnar í DAG SKULUM við hafa hérna sumarmálabrag eftir Bjarna I Hörgsholti: Góðar slægjur vaxi vel, veiti nægju fóðurs. þjóðar hagur vinnu vél vermi dagur gróðurs. Gleðilegt sumar gefi oss guðlegur kærleiks ylur. Sumarið býður blessað hnoss, sem barnslega hjartað skilur. Hugur finnur ylinn anda yfir lífi nýju. Dagur vinnur lýðum landa ljúfa, blíða hlýju. Hlakkar þjóðin birtu betur boðna gróður hlýju. Þakkar góðan, vægan vetur. Vakna hljóðin nýju. Kæri faðir, gefðu gæði gleði sumar þjóðum. Næri glaða farsæld, fæði friðarvinum góðum. Góður dagur hlýjar hlið, hlýtur veika yngja. Gróður fagur, börnin blíð brosa, leika, syngja. Sólin ljómar yfjr oss, yljar skýja tjöldin. Kjólinn jarðar, foldu, foss, fegra nýju völdin. Nýrra fræja vona völd vakna, hlæja, metta. Hlýrra bæja torfu tjöld, töðu blæjur spretta. Hlýjar, frjóar sveitir sjá, sárin grói foldar. Nýjar skógar furur fá fræin plógi moldar. Andi lífsins veki vit, vinnu menning góða. Grandi kifsins stefnu, strit, stöðvi brennur þjóða. j Gróði þjóðar drengja dáð dyggða bjóði gæði. Sjóði góða lætur láð lýðum bjóða fæði. Góði Jesú blessa börn, bróðir allra manna, gróði þjóða, veikra vörn, vinur kynslóðanna. Sumarið gefi bjart og blítt blessaður lífsins faðir. Grænmeti þiggi þarft og nýtt þjóðhollir menn og glaðir. ÉG VIL BIÐJA ÞÁ, sem eiga hjá mér efni, að vera rólegir, þó að nokkrir dagar kunni að líða þangað til það birtist. Þetta kem- ur dálítið misjafnt, og svo er ég þá að reyna að blanda fóðrið hæfi- lega, svo að fleiri fái þó einhvern tíma eitthvað, sem þeir geta fellt sig þolanlega við. Starkaður gamli. >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» Ódýr kjötkaup Tryppakjöt jj frampartar kr. 5,50 pr. kg. < ► — Útvegum söltun og tunnur, ef þess er óskað. — < ► Hnefaleikameistaramót íslands Verður haldið í íþróttahúsinu við Hálogaland, föstudaginn 28. apríl klukkan 8,30. Keppt verður í öllum þyngdarflokkum. Kepp- endur eru frá K. R., Ármanni og í. R. Aðgöngumiðar fást 1 bókaverzlun ísafoldar, bóka- verzl. Braga Brynjólfssonar, Hafnarstræti og bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar. (FramhaUl A 7. sUSu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.