Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1950, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFIRLIT" I DAG Leynivopn Uommúnista „A FÖRVLR VEGI“ I DAGr Rt/kið í strœtisvöf/nunum Helztu Marshall- vörur í apríl í marz voru íslandi veitt- ar innkaupaheimildir alls að upphæð 583,000 dollarar. Er þetta hæsta mánaðarlega framlagið það sem af er þessu ári. Hæsta heimildin er fyrir brennsluolíum að verðmæti 209,000 dollaraj'. Innkaupa- heimildir fyrir hveiti er næsthæsti liðurinn, eða 100,000 dollarar. Helztu innkaupaheimildir fyrir öðrum vörum eru sem hér greinir: Pappi og pappír í fiskum- búðir 70,000 dollarar. Soju- baunaolía til smjörlíkisgerð ar 50,000 dollara. Hrísgrjón 30,000 dollarar. Jarðýtur (einkum í þágu landb) 30,000 dollarar. Varahlutir í landbúnaðarvélar (hjóla og beltisdráttavélar) 25,000 dollarar. Varahlutir til iðn- aðarvéla 25,000 dollarar. Þurrkaðar baunir 10,000 dollarar. Hjóladráttavélar 5,00 dollarar. Landbúnaðar- vélar (herfi og plógar 25,000 dollarar. Heildarfjárhæð innkaupa- heimilda til íslands samkv. Marslhal^áætlluninni á tíma bilinu 3. apríl 1948 til 3. april 1950 nam 10,893,000 dollurum. BOnaðarsamband Kjalarness stofnar sæðingarstöð að Lágafelli Fjárskipti ráðgerð á félagssvseðinu innait skantms. Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings var hald inn í Reykjavík 21. apríl s. 1. Formaður sambandsins, Krist- inn Guðmundsson, stjórnaði fundi. Ýmis mál varðandi land búuað á félagssvæðinu voru rædd. R.K.Í. stofnar Reykjavíkurdeild Stofnfundur að Reykjavík urdeild Rauða Kross íslands verður haldinn í 1. kennslu- stofu Háskólans kl. 8.30 f mmtudags kvöld. Skipulags breyting þessi var samþykkt á síðasta aðalfundi félagsins. 5(yrir 25 árum hóf Rauði Krossinn starfsemi sína hér á landi og var hún þá aðal- iega bundin við Reykjávík. Deildir voru stofnaðar víðs- vegar um land en í Reykja- vik hefir engin sérstök deild verið starfandi heldur hefir yfirstjórn félagsins farið með öll málefni og starfsemi félagsins hér í bænum. En nú þykir þörf á sérstakri deild er taki að sér þessi mál því starfsemi félagsins hér er orðin mjög víðtæk. Yfir- stjórn R. K. í. lieldur áfram að starfa sem fyr en sérstök stjórn verður kosin fyrir deild félagsins í Reykjavík. Starfsemi R. K í. er ís- lendingum vel kunn m. a. hafa þeir annast alla sjúkra flutninga innan bæja og víða út um sveitir. Sjúkrabílar R. K. í. eru mönnum jafn kunn ir og bílar slökkviliðsins. Á styrjaldartímum eykst líkn- arstarfsemi margfallt við hjúkrun. fyrirgreiðslu og annað. R. K. í. Hefir undan- farin ár unnið að því að koma upp sumarheimili fyr- ir börn að Laugarási í Biskups tungum, en byggingu heimil- ísins er ekki lokið að fullu. Þeir sem að stofnun deild arinnar standa vonast til að bæjarbúar sýni þann skiln- Frá ,-;álTerkasýningu Ásgeirs Bjarnþórssonar: Dr. Páll Eggert Ólason Brezka stjórnin hélt velli með 5 atkvæða meirihluta Verkamannaflokkurinn vann aukakosn- ing’u í Skotlandi í gær osí hefir nú sex atkv. meirihlnta I þinginu Við tvær þýðlngarmikljir atkvæðagreiðtjur í brezka þinginu í gær hélt verkamannaflokksstjórnin velli með fimm atkvæða meirihluta. Hefir meirihluti hennar aldrei verið svo naumur síðan hún settist að völdum. Um stál- J frumvarpið fyrir nokkru síðan hafði hún 14 atkvæða meiri- 1 hiuta. i Skattur á benzíni og bifreiðum. Tillögur þær, sem greidd voru atkvæði um voru liður i afgreiðslu fjárlaga og voru um hækkaðan skatt á benzíni og bifreiðum sem seldar eru á innlendum mark aði. Hlaut stjórnin 304 atkv. en andstæðingar hennar 299. Allir þingmenn frjáls- ' lynda flokksins greiddu at- kvæði gegn stjórninni. Beðið með óþreyju. Úrslita þessarar atkvæða- kvæðagreiðslu var beðið með mikilli óþreyju í London, og bjuggust margir við, að stjórnin mundi falla. Mikill mannfjöldi safnaðist að þing húsinu og beið úrslitanna og öll hlustendasvæði þingsins voru þéttskipuð. Þingmenn neðri málstofunnar höfðu ekki einu sinni sæti allir í deildarsalnum. Unnu aukakosningu. í gær urðu kunn úrslit í aukakosningu í Dumburton í Skotlandi og sigraði fram- bjóðandi Verkamannaflokks ins þar með naumum meiri hluta. Er meiri hluti stjórn- arinnar þá sex þingmenn ing og vildarhug til R. K. I. eins og ávallt og fjölmenni á fundinn. sem stendur í neðri málstof- unni. Frambjóðandi þessi hlaut 293 atkvæði fram yfir frambjóðanda* íhaldsmanna, en í febrúar sigraði frambjóð andi verkamannaflokksins með rúmum 600 atkv. meiri- hluta. Eftir þessi úrslit eru þingmenn Verkamannafloks- ins 314, íhaldsmanna 298, frjálslyndra 9, annarra flokka 3 og forseti þingsins. 70 Kínverjar drukkna í fyrradag rakst kínverskt !skip á amerískt skip fyrir ; ströndum Norður-Kína og drukknuðu 70 Kínverjar iKommúnistastjórnin í Kína jhefir nú sakað ameríska skip jið um að hafa brotið alþjóð ; legar siglingareglur og beri því ábyrgð á dauða þessa fólks. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar og ráðunautur sambandsins fluttu einnig skýrslur um sín störf. Hrein eign sambandsins er nú um 75 þús. kr. og nær 12 þús. kr. i húsbyggingarsj óði. Ú • .i. - ’it ■ ’.&ll Sæðingarstöð að Lágafelii. Á árinu var keypt húseign að Lágafelli og ætluð fyrir sæðingarstöð sambandsins. Þarf þó að gera þar viðbótar- byggingar sem kosta munu um 70 þús. kr. Meðal þeirra mála, sem rædd voru, var nautgriparækt in og hafði Ólafur Stefánsson ráðunautur framsögu, og ræddi hann þá m. a. um sæð ingarstöðina. Stofnkostnaður hennar er áætlaður um 200 þús. kr. og árlegur rekstrar- kostnaður um 107 þús. kr. Á sambandssvæðinu eru nú um 2600 kýr, og yrði sæðingar- gjald ákveðið 50 kr. þyrfti ekki nema 2000 kýr til að bera uppi kostnað. Fjárskipti ráðgerð. Einnig var rætt um fjár- skipti og hafði Kristinn Guðmundsson framsögu. Sagði hann, að í ráði væri að láta fjárskipti fara fram á sambandssvæðinu vegna sauð fjársjúkdóma á næsta hausti eða 1951 en halda svæðinu fjárlausu eitt ár. Voru sam- þykktar ályktanir um bæði þessi mál. Stjórn og búnaðarþings- fulltrúar. Fulltrúar á búnaðarþingi voru þessir kjörnir: Kristinn Guðmundsson, Mosfelli, Einar Ólafsson, Lækjarhvammi, (að almenn) Einar Halldórsson, Setbergi og Ólafur Bjarnason Brautarholti (varamenn). Úr stjócninni átti að ganga Ólafur Bjarnason en var end urkjörinn og til vara Einar Ólafsson. Endurskoðandi var kjörinn Gunnar Árnason. Forsætisráðherrar Indlands og Pakist- an hittast Nehru forsætisráðherra Ind lands er komin til Karakki til viðræðna við-forsætisráðherra Pakistan. Meðal vandamála þeirra, sem þeir munu ræða er Kashmir-deilan. F.U.F. í Reykjavík | ræðir stjórnmála- j viðhorfið Félag ungra Framsóknar i | manna í Reykjavík heldur i I fund í Edduhúsinu annað | | kvöld kl. 8,30. | Hermann Jónasson land | | búnaðarráðherra hefur um i í ræðum um stjórnmálavið- | | horfið, og fleiri mál verða i I rædd, ef tími vinnst til. i | Þetta er síðasti fundur l í F. U. F. í Reykjavík á þessu | | starfsári, og er þess vænzt, | | að félagar fjölmenni. iiiiiiiiiiii '*fiiiiiiiiniiiiiiiiiiii<iii*iiiiiiiiii iiiiiiiiiiinn 3000hermennvinna í Lundúnahöfn Verkfallið við Lundúnahöfn breiðist enn út og voru um 14500 verkamenn í verkfalli í gær. 3000 hermenn unnu að uppskipun matvæla úr 23 skip um og verkamenn unnu við nærfellt eins mörg. 81 skip beið afgreiðslu. Engin lausn fæst enn á deilunni. Reykholtsskóla sagt upp Reykholtsskóla var sagt upp síðasta vetrardag, sagði Þórir Steinþórsson skóla- stjóri í símtali við tíðinda- mann Tímans. En framhalds deild skólans starfar þó á- fram til maíloka. Eru í henni 26 nemendur. Fimm nemend ur úr fyrsta bekk skólans eru einnig á námskeiði, sem verður til maíloka, og er ætl unin, að þeir Ijúki námi, er geri þeim kleift að taka sæti í framhaldsdeild næsta vetur. I Alls voru 110 nemendur í Reykholtsskóla í vetur. I Eiðamenn í Reykja- vík efna til félags- stofnunar j Nemendur frá Eiðaskóla, búsettir í Reykjavík, eru í þann veginn að stofna félag, sem stuðla skal að kynningu og sambandi milli eldri og yngri Eiðamanna og vinna málstað Eiða og Eiðaskóla ‘ gagn. I Verður fundur haldinn í Tjarnarkaffi í kvöld, og ei þess vænzt, að Eiðamenn I Reykjavík fjölmenni þangað. Vtbreilit yítnahh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.