Alþýðublaðið - 04.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.07.1927, Blaðsíða 3
ALBYÐUBLAÐÍÐ 3 Höfum fyrirliggjandi: rauðan og fallegan. Sviplegt slys, Maður bxður bana. í fyrri nótt voru fjórir menn á lei'ð héðan inn að Elliðaám, og voru ]>eir allir á sama vélarreið- fcjólinu. Sátu tveir þeirra í körfu, én tveir voru á hjólinu sjálfu. "Þegar ]>eir voru komnir inn fyrir Sogin, bilaði hjólið eitthvað, að |>ví, er talið er, og féll um koll. Við pað meiddist annar mað- nrinn, sem í körfunni sat, svo mjög á höfðinu, að hann dó morg- tininn eftir. Hann hét Sigurður Jónsson og átti heima á Berg- Iþórugötu 6 hér í bærnim, kvænt- «r maður og átti þrjú börn ung. Þetta sorglega slys ætti að verða mönnum alvarleg viðvörun am áð hrúgast ekki margir sam- an á vélarreiðhjól, því að slik ferðalög eru mjög hættuleg. Innlend tíðindl. .0 ' Akureyri, FB., 2. júlí. Aðalfundur „Gefjunnar". Aðalfundur „Gefjunnar" er ný- afstaðinn. Hreinn reksturságóði á árinu 14 þúsund. Á fundinum var Samþykt að gefa 5 þúsund til Kristnesshælijs. Kosnir voru í stjórn „Gef junnar": Ragnar Ólafs- son ræðism, Sigtryggur Jónsson byggingameistari og Davið Jóns- Son hreppstjórí á Kroppí. Afli. Stöðugt mokfiski. Margir bátar hafa fengið hátt á annað hundrað skpd. á vertiðinni. Tiðarfar. Ágætis-tíð. Góð grasspretta. Hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma. Það hendir, að út úr brjáluð- um mönnum koma svo gáfulegar setningar, að jafnsnjallar verða ekki nema örfáum heilvita mönn- um á munni. Á líkan hátt hendir það, að auðvaldssinnar segi þá hhxti, sem alþýðu er gott að veita eftirtekt og leggja sér á hjaTta. Svo er um það, er Jóni Berg- sveinssyni varð í ræðu á kjós- endafundinum síðari í barnaskóla- garðinum, er hann gekk fram fyrir skjöldu ihaldsins og réðst í móði gegn hagsmunum alþýðu, að benda á góða lífsreglu handa al- þýðu. Hann var að tala um kjör alþýðu og mælti á þá leið, að henni væri í lófa lagið að bæta kjör sín, e/ hún hefd^ traust á sjálfri sér. Þó að ræðumanni hafi ekki orðið að þessu sjálfum, þá er það satt. Ef alþýða hefir það traust á sjálfri sér að hætta að fela fulltrúum andstæðinga sinna að fara með mál hennar, heldur felur þau sínum eigin fulltrúum, þá er henni leikxxr að bæta kjör sín, hrista af sér áþján fátækt- arinnar og yfirráð burgeisanna með tollafargani þeirra, lágkaupi, þrældómi og mentunarfjandskap og skapa sér velgengni við nýtt og betra skipulag. Þess vegna skyldi reykvísk alþýða láta sér tþessa benídíngíu að kenningu verða, treysta sjálfri sér til að leysa úr vandamálxmum og sýna það þegar í verki með því að kjósa að eins alþýðulistann, A-listann, við kosninguna 9. þ. m. „Hafa skal holl ráð, hvaðan sem þau koma." Frá útlondum. (Or Kaupmannahafnarbréfi.) Fólksfjöldi og verkamenn í Bandarikjnnum. Eftir skýrslum frá árinu 1920 lifir nú meir en helmingur allra íbúa Bandaríkjanna í bæjum með yfir 2500 íbúum. Á árunum 1910 —20 jókst xbúatala í bæjunum xxm 28,8 o/o; á sama tima jókst íbúa- tala í sveitum að eins 3,2«/o; straumurinn er, eins og annars staðar, úr sveitunum í kaupstað- ina. Menn gizka á, að á síðustu 10 árum hafi flutningur úr sveit- íxnum> í kaupstaðina til iðnaðarins verið 63/2 millj. manna. Mikill hluti þessa innflutnings úr sveit- pnnum í bæina eru innfæddir menn, sem þannig helga iðnaði og daglaunavinnu sfarf sitt; áð- ur var sá verkalýður að mestu leytí innflytjendur. Daglaunamenn eru nú 67,7 °/o af íbúum Banda- ríkjanna. — Það virðist þannig veiia jarðvegur fyrir jafnaðajy mann'nafélög í Bandaríkjunum. " Þorf. Kr. Sænska flatbrauðlð (Knackebröd) er bezta skipsbrauðið. Um feitan mann. Þó andi sé hér einhver til, sem ekki er háður leti, ég engan veginn vel það skil, að við baim ráðið geti slík kynstrin öll af keti! Grétar Fells. Um dagðnn og vegina. Næturlæknir er í nótt Ðaníel Fjeldsted, Lækj- argötu 2, sími 272. Leiðbeining. Þar eð stundum ber við, að breytt er um næturlækni eftir að Alþýðublaðið kemur út, skal bent á, að lögregluvarðstöðinni er jafn- an skýrt frá því á kvöldin, hver næturlæknir verði þá nótt, og gef- ur hún upplýsingar þar um þeim, er spyrja í síma 1027. Ungbarnavernd „Liknar“ er í Thorvaldsensstræti 4. Opiin á miðvikudögum kl. 2—3. Læknir Katrín Thoroddsen. Hjálparstöð „Liknar“ í Sambandshúsinu er opin mánu- daga kl. 11—12, þriðjudaga kl. 5—6, miðvikudaga kl. 3—4, föstu- daga kl. 5—6 og laugardaga kl. 3—4. 'Á miðvikudögum og Iaug- ardögum er læknir viðstaddur. t skrifstofu A-listans í Alþýðuhúsinu fá kjósendur allar upplýsingar um alt, sem að kosningunni lýtur. Ef éinhver þarf að láta sækja sig eða aðra í bifreið á kjördag, þá gerið aðvart í skrifstofuna eöa i síma 1294. Áheit til drengsins í Skagafirði, af- tient Alþbl.: Kr. 5,00 frá ónefnd- lum. Knattspyrnukappleikurinn í gær-fór þannig, að „Víkmgur" vaxm „Fram“ meÖ 1 gegn 0. Dánarfregn. Kaiólína ísleífsdóttir prests Ein- arssonar, kona Guðmundar pró- fessors Hannessonar, andaðist snögglega að heimíli sínu á föstu- dagskvöldið var. Hafði hún ætl- Bð í utanför með „Gullfossi" það sama kvöld. Til sundkeppenda. Þátttakendur í stakkasundinu og öðrum þeim kappsundum, er fram eiga að fara næst komandi sunnudag frá suhdskálanum i Ör- firiseyju, eru beðnir að gefa sig fnam sem fyrst við Valdimar Sveinbjömsson sxmdskálavörð. Einar 5. Markan Bongvari syngur í Nýja Bíð enxrað kvöki kl. I1/? síðd. Sænskai flatbrauðið (Knackebröd) er bragðbezta brauðið. Drengir og stúlkur, sem vilja selja Alþýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsluna kl. 4 daglega. Kauptaxti verkamannafélags Siglufjarðar er auglýstur á öðrum stað hér í blaðinu, og gildir hamx frá 15. júlí til 1. október í ár. Verkamenn,, sem fara til Siglufjarðar í at- vinnnuleit, skyldu alvarlega gæta þess að ráða sig ekki fyrir Jægra kaup en taxtinn ákveður. Sam- heldni er lífsskilyrði verkalýðn- um. Skipafréttir. „Alexandrína drottning“ kom að norðan og vestan i gærkveldi. Færeysk skúta, biluð, kom hingað í gær. Áheit á Strandarkirkju, afhent Alþbl.: Frá gamalli konu úr Borgarfirði kr. 2,00. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 121,97 100 kr. sænskar . . . . — 122,34 100 kr. norskar .... — 118,13 Dollar...............— 4,563/,, 100 frankar franskir. . . — 18,08 100 gyllini hollenzk . . — 183,08 100 gullmörk pýzk. . . — 108,25 „Glataði sonurinn** heitir skáldsaga eftir Hall Caine. Höfundurinn er heimsfrægur, og bókin hefix verið þýdd á fjölda tungumála. Nú hefir hókin verið þýdd á íslenzku með leyfi höf- undarins; þýðinguna hefir gerf Guðni Jónsson, norrænunemi við Háskóla fslands. Kemur hún út í tvennu lagi, fyrra heftið í haust. Bókina er hægt að panta hjó Gunnari Einarssyni prentara., Baldursgötu 18, Reykjavik. Aimennur kjósendafundur, sem frambjóÖendur á listunum f Reykjavík öllum þremur stofna til, verður annað kvöld eða miðviku- dagskvöldið í Barnaskólagarðin- um og byrjar kl. 8. Nánar á morgun. Veðrið. Hiti 14—8 stig. Hægviðri, við- ast þurt. Loftvægislægð vestan við írland. Otlit: Þurt og stilt veður. Þoka sums staðar í öðrum fjórðungum landsins, eihkum í nótt. Til sildveiða fóru á laugaxdaginn togarinn „Bgill Skallagrímsson“ og 1 ínu- veiðararnir „Sigrlður", „Langanes" og „Anders". Hólaprentsmiðjan, Haföarstrætl 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla sxuáprentun, sírni 2170.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.