Alþýðublaðið - 29.03.1920, Page 2

Alþýðublaðið - 29.03.1920, Page 2
ALfÝÐUBLAÐIÐ 2 sig úr stað, einhverra hluta vegna, þá eru vængirnir teknir inn, þó þannig, helzt í góðu veðri, að nokkur hluti þeirra, ásamt botn- rúllum þeirra, er látinn lafa út af borðstokknum. En þegar nokkuð er að veðri, og œfinlega, þeg- ar skipið hleypir í illviðri, eru vængirnir innbyrtir og bundið um þá, svo þeir skolist ekki út, en hlerunum er hleypt niður milli gálga og öldustokks. Er þetta, að því viðbættu, að vírarnir eru lás- aðir úr hlerunum, alment talið að „búlka troll“. Þess skal getið, að þetta er Lmesta lagi 10—15 mín- útna verk fyrir fáa menn. Þegar þetta nú er borið saman við ummæli hr. Thórs, sést fljótt að hann fer með ýkjur, líklega af ókunnugleika, því hann hefir aldrei sjómaður verið, og honum því fyrirgefanlegt, þó honum reyndar hefði verið vorkunnarlaust að leita sór upplýsinga um þetta efni, ef hann á annað borð hefir viljað vita hið sanna í málinu. Einkennileg er þessi klausa bjá hr. Thors, þegar hann er að tala um hve ástæðulítið hefði verið að taka réttinn til að vera með ó- búlkaða vörpu innan landhelgi af íslenzkum togurum: „ . . . Það er fullvíst, að ís- lendingar fiska mjög sjaldan inn- an landhelgi, sízt þar sem ein- hver skaðast fl/al). Og síðar: „ . . .. enda gera þeir það yfirieitt ekki“. Heldur hr. Thórs það í fullri alvöru, að hægt sé að fiska svo í landhelgi, að enginn skaðist af? Eg á bágt með að trúa því, Það er auðvitað sa.tt, að togararnir skemma ekki veiðarfæri manna, þegar þeir hópum saman, jafnt íslenzkir sen útlendir, eru að veið- um upp í harða landi fram af Söndunum. En engum getur dul- ist það, að fiskigöngurnar raskast og fiskiklakið truflast að meiru eða minna leyti, og með því gera togaraveiðar í landhelgi landinu stórtjón. Það getur vel verið, að hr. Thórs sé ekki kunnugt um aunað, en að skip hans fiski aldrei í landhelgi, og má vel vera að svo sé. En mér er nær að halda, þeir séu færri, isl. togararnir, sem ekki eru sekir uni það að bregða sér inn fyrir línuna. Og ekki er 1) Leturbreyting hér. svo að sjá, sem hr. Thors sé al- veg ókunnugt um sekt togaranna, samkvæmt ummælum hans hér á undan. Eitt af því, sem hr. Thórs fettir fingur út í, er að það skuli fang- elsissök, ef skipstjóri gerist sekur um ítrekað brot. Talar hann mik- ið um það, hve gagnstætt þetta sé öllu réttlæti og venjum laga. Vill hann láta hegna stýrimanni, ef svo atvikast, að hann sé á verði, þegar togari er staðinn að landhelgisbroti. Má vel vera, að svo mætti vera. En ber ekki skip- stjóri yfirleitt ábyrgð á skipi sínu og gerðum stýrimanns? Svo er víst. Og ólíklegt er að stýrimaður leyfði sér að veiða í landhelgi, ef skip3tjóri hefði harðlega bannað honum það. Þá finnur hr. Thórs að því, að útgerðarmenn skuli þurfa að bera hallann af, ef upp kemst um land- helgisbrot. En hann virðist ekki hafa athugað það, að skipshafn- irnar eru allajafná ekki svo vel stæðar, að þær geti staðið straum af háum fjársektum, enda verður að líta svo á, sem landhelgisveið- i in sé miklu frekar stunduð í þágu eigenda, en áhafna, jafnvel þó út- gerðarmenn hafi ekki hvatt til hennar. Og þeim ætti líka að vera í lófa lagið að venja skipstjóra sína af slíkum ósið, með því einu að hóta þeim tafarlausum brott- rekstri, ef þeir veiði í landhelgi. Hr. Thors ætti að athuga það, að lög stoða lítið, ef allir hafa likan hugsunarhátt og þann, sem kem- ur fram sumstaðar í grein hans. Hafi Alþingi í nokkuru skjöpl- ast við sainning þessara laga, þá er það 1 því, að hafa ekki sektar- ! ákvæðin enn þá hærri, jafnvel að kveða svo á, að við itrekað brot yrði skipið upptækt með öllu til- heyrandi, nema áhöfn. Af þvi, sem hér er ritað, ætti hverjum meðalgreindum manni að vera það Ijóst: að afnám sérréttinda ísl. togara til þess að hafa óbúlkaða vörpu innan landhelgi, er langt frá þvi að vera íslenzkum sjómönnum aukið erfiði, af því þeir allajafna, hvort sem er, verða. að búlka vörpuna og ætíð er þeir hleypa und an veðri; að upplýsingar hefði ekki verið að fá hjá samsorta útgerðarmönn- um og hr. Ólafi Thors; að sektarákvæðin brjóta ekki í bága við réttindi og lagavenjur; að útgerðarmenn eiga að bera hallann af landhelgisbrotum vegna þess, að þau eru gerð í þeirra þágu, þó þeir stuðli ekki til þeirra; að ekki er hægt að fiska svo í landhelgi, að enginn bíði tjón af, vegna þess að venjulega er togað, þegar það er gert innan línu, rétt við helzlu klakstöðvar hér við land. Sjómaður. Dm dagiM 09 veginn. yiðbótarstarf. Margir hafa kvartað yfir því að ekki væri hlaupið að því að hitta borgar- stjórann, þó menn ættu rrindi við hann, en ósagt skal látið hvort jafn erfitt er að ná tali af honum á skrifstofu H. M. & Co eða skrifstofu H.f. Björk, eða á skrif- stofum annara atvinnu og gróða- félaga sem hann er þátttakandi í. Nýlega hefir borgarstjóri Knud Zimsen tekist starf á hendur sem ekki er kunnugt um að hann hafi haft áður: að rita nafnlausar rit* stjórnargreinar í Morgunblaðið (sbr. greinin „Borgarstjórakosningin" f blaðinu 27. þ. ra. sem er eftir Knud Zimsen, þó hún birtist sem ritstjórnargrein). Liklegast verður ekki auðveldara eftir en áður að hitta borgarstjóra við það sem hann á að gera, ef hann fer að gera mikið að því að skrifa lang- ar ritstjórnargreinar í Morgunblað- ið, því sennilega tekur hann tím- ann, sem til þess fer, hvorki frá gróðafyrirtækjum sfnum né bæna- samkomum, heldúr af tímaafgangi þeim, sem hann nú ver til bæjar- starfanna. Yeðrið í ðag. Reykjavík....... A, -f- 6,4. ísafjörður... logn, -h 7,0. Akureyri .............. S, -5- 7,0. Seyðisfjörður ... N, -t- 4,7. Grlmsstaðir .... logn, -í- 7,5. Þórsh., Færeyjar. . logn, hiti 0,8. Stóru stafirnir merkja áttina. -f- þýðir frost. Loftvog næstum jáfnhá og stíg- andi; einna lægst fyrir sunnan land; stilt veður með nokkru frosti.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.