Tíminn - 03.08.1950, Side 1

Tíminn - 03.08.1950, Side 1
Ritstjóri: Þ&rarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 \ Prentsmiðjan Edda 34. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 3. ágúst 1950 167. blað Lögreglukórinn, sem fór til Stokkhólms: Fremri röS frá vinstri til hægri: Kjartan Bjarnason, Matthías Guðmunds son, Matthías Sveinbjörnsson, Friðjón Þórðarson farar stjóri, Páll Kr. Pálsson söngstjóri, Guðbjörn ílansson, Ásmundur Matthíasson, Elís Hannesson. — Efri röð: Krist inn Óskarsson, Garðar Guðmundsson, Gunnar Einarsson, Kristján Jóhannesson, Ingólfur Sveinsson, Bogi Bjarnason, Páll Eiríksson fánaberi, Þorleifur Jónsson og Magnús Aðalsteinsson. íslenzki lögreglukórinn hlaut góða dóma ytra Lögreglukórinn úr Reykjavík, er fór til Stokkhólm á mót norrænna lögreglukóra, kom heim á sunnudagskvöldið, eft- ir rösklega viku fjarveru. Friðjón Þórðarson, fulltrúi lög- reglustjóra, var fararstjóri og skýrði hann Tímanum í gær i stuttu máli frá ferðalaginu. — Var þetta í fyrsta skipti að íslenzk lögreglusveit kom fram erlendis. Afla togaranna mætti full- nýta, hefðu þeir gúanóvélar laeíí !i»i veiði í Hvítahafiiiii við Giiðmtind Pétarssoii stýrimaim a Goðanesi'Síi Átta eða níu íslenzkir togarar fóru á veiðar til Hvílahafs i vor og eru þeir nú allir komnir nema Keflvíkingur, sem enn mun vera þar að veiðum. Flestir togaranna munu hafa verið’ mánuð í túrnum. Reyndist afli allsæmilegur, og komu ogararnir með um 239 til 280 lestir af fiski. Felix Guðmundsson andaður . .. ... i Felix Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kirkjugarðanna i Reykjavík, andaðist í Land- spítalanum í fyrrakvöld, 66 ára að aldri. Felix var ættaður úr Holt- um í Rangarþingi, fæddur að Ægissíðu, sonur Guðnýjar Jónsdóttur og Guðmundur Felixsonar. Felix gegndi fjöldamörgum trúnaðarstörfum um dagana og stóð um langt skeið fram arlega í Alþýðuflokknum og var þar ótrauður liðsmaður. Hann var og einlægur bind- indismaður og tók mikinn þátt í starfi góðtemplara, og margvísleg mannúðarmál lét hann til sín taka. Með hon- um er i valinn hninginn drengur góður og vinsæll maður. Niðaþoka við Sléttu Glórulaus þoka var í gær á sildarmiðunum norðaustan land, en mjög lygnt. Um þrjú þúsund mál bræðslusíldar bárust til Rauf arhafnarverksmiðjunnar síð- asta sólarhring, og um fimm hundruð tunnur til söltunar. Von var á fleiri skipum þangað í nótt, meðal annarra Víði S.U. með 700 mál. —- Sumt af þessari síld var veitt á mánudaginn. Rannsókn á þara- gróðri við Breiða- fjörð Gerð af rannsóknar- ráði ríkisins Rannsóknarráð ríkisins hefir í sumar látið vinna að athugunum á þara- gróðri við norðan verðan Breiðafjörð með það fyrir augum, hvort unnt muni að efna þar til þaravinnslu á jarðhitasvæðinu að Reyk hólum í Reykhólasveit. Hef ir Þorbjörn Sigurgeirsson stjórnað þessum rann- sóknum. Innan skamms mun kaf ari athuga þaragróðurinn á þessum slóðum, og mæla, hversu mikið sé af þara á fermetra hverjum. Þaravinnsla er sumstað- ar erlcndis allmikil og arð «öm starfsgrein. Eru unn- ar úr þara sýrur í sápur, krem og gerviefni og hlaup til matargerðar. Svíar lánuðu fargjaldið. í förinni voru sextán lög- reglumenn, en söngstjóri var Páll Kr. Pálsson. Hafði flokk- urin litla fyrirgreiðslu hlot- ið hér heima, og engan gjald- eyri fékk hann til fararinn- ar. En Svíar lögðu mikla áhei’zlu á, að íslenzkur lög- reglukór sækti þetta mót. Var flogið með íslenzkri vél til Osló, en þaðan lánuðu Svíar fargjaldið með járnbrautar- 1-est til Stokkhólms. En ís- lenzk flugvél sótti höpinn til Stokkhólms. HIuiu góða dóma. Mót þetta sóttu, auk Reykja vikurkórsins, kórar frá Osló, Helsingfors og Kaupmanna- höfn og þrír sænskir kórar — frá Stokkhólmi, Gautaborg og Norrköping. Þegar lög- reglustjóri Stokkhólmsborgar bauð kórana velkomna, minntist hann sérstaklega íslenzka kórsins, er komið hafði um svo langan veg við mikla erfiðleika. Frábærar móttökur. Tvennir söngleikar voru haldnir — á Skansins og í ráðhúsinu. Daginn, sem sug ið var í ráðhúsinu, var geng- ið í fylkingu undir fánum frá lögreglustöð Stokkhólmsborg ar til ráðhússins. Söngur íslenzka kórsins hlaut hina beztu dóma, og var þess sérstaklega getið, hversu íslenzku tenórarnir væru bjartir og fallegir. Birtust greinar og myndir í mörgum sænskum blöðum, þar á með- al Svenska dagblaðinu, Dag- ens Nyheter og Expressen. Meðan dvalið var í Stokk- hólmi var borgin skoðuð, og meðal annars sátu lögreglu- mennirnir boð sænska sam- vinnusambandsins á Kvarn- holmen. Má segja, að Svíar hafi borið íslenzku lögreglu- mennina á höndum sér þessa daga. í Osló var verið kyrrt fyrra (Framhald á 2. síðu.) • MIIIMIMIIMIIIIMIIIIIIIMHIIHIHIIMIIIIHIItllimmimillll I Oysin var frá ( 10. öld j Dysin, sem fannst milli | j Gilsárteigs og Brennistaða 1 j í Eiðaþinghá, hefir nú ver 1 j ið rannsökuð til hlítar. Að i j því er Tíminn veit best var § j hér um allmerkan forn- 1 j minjafund að ræða. Dysin j j var frá tíundq öld. j Ólafía Einarsdóttir forn i j leifafræðingur, er gróf dys j j ina upp og rannsakaði j i fundinn, mun í dag skýra j f blaðamönnum frá, hvað j j þarna kom í dagsins ljós. i •iiiiiiiiiiMiininiiiitimitiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiMiimmia Vormánuðina er mikil þorskveiði í Hvítahafinu, og sækja þangað togarar frá svo að segja öllum löndum Vest- ur-Evrópu. Veiðisvæðið nær yfir mörg þúsund ferkíló- metra. Veðurfar er þar gott á sumrin og oftast sjólítið. Botninn er yfirleitt góður og þess vegna lítið netaslit. Mikill úrgangur af fiski. Guðmundur Pétursson, ann ar stýrimaöur á Goðanesi, segir svo frá: Við fórum fyrst til Bjarnareyjar og toguðum þar. Fiskur var þar smár og líkur því, sem veiddist fyrir Norðurlandi i vor. Fór allt að því fjórði partur aflans í úr- gang, og er ekki hægt að gera annað en henda því, þar sem við höfum ekki fiskimjöls- verksmiðju í skipinu. Svipað var um aflann í Hvítahafinu, og urðum við að kasta miklu. Hinir nýju erlendu togarar geta hirt hvert bein, sem þeir ná úr sjónum. Góðfiskinn salta þeir, en setja hitt í vinnsluvélar. Fer þarna mik- ið verðmæti til ónýtis hjá okkur. 12 stunda hvíld. Vaktir voru fjórskiptar í túrnum og gafst það mjög vel. Aldrei þurfti að stöðva veiði þótt samtímis væri unn ið að því að umstafla fiskin- um í skipinu. Tólf stunda hvíld á togurum gefur áreið- anlega betri afkomu, m. a. vegna þess, að langtum minna ber á veikindaforföllum, þeg ar sjómennirnir fá næga hvíld. Það er algengt að 3 til 4 af áhöfninni séu veikir mik inn hluta ferðarinnar. og má þar um kenna ofþreytu, þar sem mótstöðuafl gegn sjúk- dómum minnkar, þegar um ofreynslu er að ræða. Enginn gjaldeyrir. í Honningsvaag í Noregi tóku íslenzku togararnir olíu og salt. Þykir sjómönnum gott að stíga fæti á land eftir langa útivist. En þó fór svo, að mörgum íslenzka sjómann inum varð það lítið gleðiefni að koma þar i land, því að enginn gjaldeyri var þeim veittur. Vitað er, að á nokkr- um skipum fengu þeir 30 kr. norskar, en á flestum skipun um fékkst ekkert. í Honningsvaag var fót- boltakeppni, er nokkur ís- lenzk skip lágu þar inni, og kostaði aðgangseyrir 2 krón- ur. Gátu íslendingarnir ekki keypt sig inn á leikinn, en Norðmenn aumkvuðu sig yfir þá og hleyptu þeim inn ó- keypis. Þótti mörgum sjó- manninum það hart aðgöngu að vita til þess, að á sama tíma, sem þeir fá ekki tvær krónur til að kaupa sig inn á kappleik eftir að hafa verið margar vikur úti i sjó, eru fleiri tugir íslendinga að skemmta sér erlendis fyrir þann gjaldeyrir, sem sjómenn irnir hafa aflað. LIFNAR YFIR SIGLUFIRÐI Saltað í allan gær- dag á mörgEim bryggjnm f gær var talsvert af síld * á Grímseyjarsundi, veður var lygnt, en svartaþoka, til mikils baga. Allmörg skip munu þó hafa fengið talsverðan afla. Líf og fjör er nú að fær ast í allt á Siglufirði, og var síld söltuð í allan gærdag á mörgum bryggj- um. Um tíu skip komu til Siglufjarðar í gær með 200 —500 tunnur síldar til.sölt unar, og vitað var um all- mörg fleiri skip, er voru á leið til Siglufjarðar. Aflahæst skipa þeirra, er komin voru, voru Snæ- fell og Víkingur frá Bolung arvík með 500 tunnur hvort. Létti þokunni á miðun- um má vænta mikillar veiði á Grímseyjarsundi, að talið er. Er nú mikill hugur í mönnum í Siglufirði eftir síldarleysið í sumar, og verður saltað af kappi, svo lengi sem síld er til sölt- unar. -\

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.