Tíminn - 03.08.1950, Side 4

Tíminn - 03.08.1950, Side 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 3. ágúst 1950 167. blað Tíminn birti á sínum greinargerð þá„ sem Torfi Ásgeirsson sendi stjórn Al- þýðusambands íslands, þar sem hann gerði grcin fyr- ir brottför sinni úr kaup- Iagsnefndinni. Tímanum hefir nú borizt svar frá Birni Ólafssyni viðskipta- málaráðherra við þessari greinargerð Torfa og fer það hér á eftir. Ritstj. Ég hafði ekki hugsað mér að taka þátt í þeim blaðadeil- um, sem nú standa yfir út af vísitölu framfærslukostnaðar í júlímánuði, en vegna grein- argerðar þeirrar, er einn nefndarmaður kauplagsnefnd ar, Torfi Ásgeirsson, hefir gefið Alþýðusambandsstjórn- inni, tel ég ástæðu til þess að ræða málið í því sambandi. Sökum þess, að ég var fjar- verandi alla síðustu viku, kom greinargerðin ekki mér í hend ur fyrr en í gær. Af greinargerð Torfa Ás- geirssonar verður ekki annað skilið en að úrsögn hans úr nefndinni sé vegna samtals er nefndin átti við mig 14. júlí, Hann segir, að hann hefði talið sér skylt að starfa áfram í nefndinni þrátt fyrir djúptækan ágreining við með- nefndarmenn hans „ef ekki hefði annað komið til.“ Mun hann þar eiga við áðurnefnd- an samtalsfund er síðar verð- ur að vikið. Til þess að gera sér grein fyrir málinu í öllu því mold- viðri, sem þyrlað hefir verið upp i sambandi við það, er nauðsynlegt að benda á nokk ur atriði sem hafa meginþýð- ingu fyrir þá, er vilja mynda sér rétta skoðun á málinu. Við útreikning húsaleigu- vísitölu undanfarin ár, hefir Kauplagsnefnd farið eftir mjög einföldum reglum. Hún hefir reiknað út þær verð- breytingar, sem orðið hafa á viðhaldskostnaði húsa og á- kveðið húsaleiguvísitöluna eftir því. Sú visitala hefir svo verkað beint á framfærslu- vísitöluna, sökum þess, að gengið var út frá því, að húsa leiga yfirleitt hækkaði sjálf- krafa í samræmi við húsa- leiguvísitöluna. Nefndin hafði aldrei notað aðra aðferð en þessa við ákvörðun húsaleigu liðsins í framfærsluvísitöl- unni þegar lögin um gengis- breytinguna tóku gildi. Með lögum þessum var gerð sú breyting á húsnæðislið framfærsluvísitölunnar, að miða skyldi við leigu í hús- um, sem fullgerð voru eftir árslok 1945. Nefndin fann þann grundvöll, ekki með því að leita upplýsinga um leigu í öllum húsum, sem byggð eru eftir 1945 heldur með því, að leggja til grundvallar mat húsaleigunefndar á húsaleigu á árunum 1946—49, sem var kr. 6,92 á fermeter, að við- bættri húsaleiguvísitölu 158. Á þennan hátt varð húsaleigu liðurinn á hinni nýju vísitölu samsvarándi kr. 10,93 á hvern meter húsnæðis. Fyrsta hvers mánaðar er leitað upplýsinga um raun- verulegt útsöluverð eða há- marksverð ýmis konar nauð- Greinargerð frá Birni Ólafssyni viðskipta- málaráðherra synjavara, sem koma inn í vísitöluna. Þetta hefir jafnan verið gert og enginn ágrein- ingur verið um. Þessi verð- könnun sýnir breytingar, sem verða frá mánuði til mánað- ar á verði líísnauðsynja. Slík könnun hefir aldrei verið gerð í sambandi við raunveru lega húsaleigu sem greidd er. Nefndin hefir aldrei ákvcðið húsaleiguliðinn í framfærslu- vísitölunni samkvæmt upp- lýsingum um raunverulega húsaleigu í bænum, heldur hefir liðurinn hreyfst eftir verðlagi á vörum og vinnu til viðhalds húsanna eins og áð- ur er sagt. Með öðrum orðum, viðhaldskostnaðurinn hefir á- kveðið hreyfinguna á húsa- leigulið framfærsluvisitöl- unnar. Það er þvi hin mesta firra, að halda því fram, að nú hafi verið brotin margra ára regla með því að fara ekki eftir raunverulegri húsaleigu. Slíkt hefir aldrei verið gert, enda enga ábyggilegar upplýsingar legið fyrir um leigu almennt. Að tala um að nú hafj verið „vegið að starfsgrundvelli Kauplagsnefndar“ er brosleg fjarstæða í þessu sambandi. Þegar að því kom, að nefnd in þurfti að ákveða fram- færsluvísitölu fyrir júlímán- uð, var komið nýtt viðhorf, sem myndaðist vegna laga frá 25. maí um breytingu á húsa- leigulögunum. Er þar sett há- marksverð á húsaleigu, 7 kr. fyrir hvern fermetra í hús- um byggðum fyrir árslok 1945 en 9 kr. í húsum byggðum eftir þann tíma. Nú var greinilegt að hin nýja húsaleiguvísitala, sem reiknuð hafði verið út af nefndinni, gat því aðeins kom ið til framkvæmda, að hækk- unin kæmi ekki í bága við hið lögákveðna hámark húsa»- leigunnar. Vitanlegt var, að ( húsaleiga hafði ekkert hækk- * að raunverulega frá því sem hún er nú í húsaleigulið fram færsluvísitölunnar, eftir breyt inguna samkvæmt gengislög- unum. Ljóst var einnig, að mikil hækkun húsaleiguvísi=- tölunnar, sem byggðist á við- haldskostnaði, gat ekki með neinni sanngirni komið til góða nýju húsunum, er lítið viðhald þurfa og fá hæsta leigu. Hér var því komið í ljós viðhorf, sem nýtt var í störf- um nefndarinnar og eðlilegt var að tæki tima fyrir hana að átta sig á. Ef nefndin hefði átt að fylgja sömu reglu og hún hefir áður fylgt, þá hefði hækkun húsaleiguvísitölunn- ar átt að ganga inn í fram- færsluvísitöluna og hækka hana um 2—3 stig, vegna hækkaðrar húsaleigu. En með því móti hefði ekkert tillit verið tekið til þess, að lögin frá 25. maí banna slíka húsa- leiguhækkun í framkvæmd- inni. Auk þess sem ljóst var, að raunveruleg hækkun húsa leigu hafði ekki átt sér stað. Nefndin gat því ekki notað' sömu aðferð og hún hafði áð-1 ur haft til þess að ákveða á- hrif húsaleigunnar á fram- færsluvísitöluna. Hún fór þess vegna að þreifa fyrir sér með nýja aðferð, að leita upplýs- inga um húsaleigu í húsum byggðum eftir 1945. Þetta var aðferð, sem nefndin hafði aldrei notað fyrr og var þar með tekin ný stefna til að ákveða vísitöluna, gagnstæð hefðbundinni venju, sem und ir kringumstæðunum orkaði mjög tvímælis. Þegar hér var komið sögu, óskaði formaður nefndarinn- ar þess að nefndin fengi að ræða við mig í sambandi við útreikning vísitölunnar vegna þes§ viðhorfs, sem skapaðist af lögunum frá 25. maí. Ég varð að sjálfsögðu við þessari ósk. Á fundinum bað ég um upplýsingar varðandi reglur, sem nefndin hugsaði sér að fara eftir, ef hún ætlaði að fara út fyrir hinn hefðbundna grundvöll og með tilliti til lag anna frá 25. mai. Nefndin var þá enn óráðin í þvi, hvaða aðferð skyldi beita vegna hins breytta viðhorfs. Málið var rætt frá ýmsum hliöum en að lokum óskaði ég að nefndin léti mig vita hvaða reglu hún ætlaði að taka upp við út- reikninginn, áður en frá út- reikningnum yrði gengið. Sem viðskiptamálaráðhei-ra, sem hefði með höndum verðlags- mál, taldi ég mig hafa heim- ild og skyldu til að fylgjast með því, ef nefndin tæki upp ný vinnubrögð við útreikning vísitölunnar. Nefndarmaður- inn Torfi Ásgeirsson fann ástæðu til að mótmæla þessu og kvað það vera tilraun til að hafa áhrif á gerðir nefnd- arinnar. Síðar mun hann hafa gefið blöðum stj órnarandstöð unnar þær upplýsingar, að ég hafi ætlað að „kúga nefnd- ina til að ákveða vísitöluna eftir því sem hentaði ríkis- stjórninni.“ Slíkur þvætting- ur er ekki svara verður. Þessi nefndarmaður segir í greinargerð sinni, að tilmæli mín hafi verið „óviðeigandi“, og þegar blöð kommúnista og Alþýðuflokksins túlka skoð- anir hans, þá verður ekki annað skilið en að það sé með öllu ósæmilegt fyrir. viðskipta málaráðherra að leyfa sér að ræða við nefndina í sambandi við störf hennar, jafnvel þótt það sé gert að hennar eigin beiðni. Hún sé gerðardómur og enginn megi vita um það, hvernig eða eftir hvaða regl- um hún vinnur . Ekki verður annað sagt, en að það komi úr hörðustu átt, er þessi nenfdarmaður talar um að „óviðeigandi" sé að gefa viðskiptamálaráðherra upp starfsreglur nefndarinn- ar. Það er upplýst af forseta Alþýðusambandsins, að þessi nefndarmaður hefir látið sam bandsstjórnina fylgjast með öllu sem gerðist á fundum Kauplagsnefndar og svo flj ótt og nákvæmlega gengur þessi fréttaburður nefndarmanns- ins, að hann tilkynnir sam- (Framhald 'á 7. síðu.) Allir blaðamenn kannast við prentvillupúkann og eiga honum grátt að gjalda. Þessi argvítuga persóna er sjálf- boðaliði í hverri prentsmiðju. Hann reynir að villa um fyr- ir setjaranum svo að hann styðji á skakkan staf á let- urborðinu, og i hvert sinn, sem það tekst. á hann prent,- villu í vonum. Þetta nægir þó ekki. Púkinn verður lika að koma við hjá prófarkar- lesaranum og reyna að beina athygli hans að cðru, svo. að hann taki ekki eftir þvi, sem orðið hefir á í messunni. En prófarkalesarar þekkja kauða og vtta á hverju þeir eiga von. Oftast verður prentvillupúk- inn fyrir vonbrigðum á síð- ustu stundu. En þegar próf- arkalesarinn er truflaður í starfi eða tekur að þreytast, rennur upp óskastund prent villupúkans. Um leið og það fer fram hjá prófarkalesar- anum. að einhversstaðar var staf ofaukið eða u stendur þar sem n átti að standa. er „ólukkan skeð“. Púkinn glott ir, en prentvillan siglir hrað- byri sína leið í þúsúndum ein taka, og siðan er hún geymd í Landsbókasafninu um ald- ur og æfi. í dagblöðum er prentvillu- hættan mest. Við- útgáfu þeirra verður að vinna öll verk með miklum hraða. Dag- blað án prentvillu er senni- lega ekki til. Venjulega eru þær meinlitlar, og lesendun- um sést oft yfir þær alveg eins og þeim, sem prófark- irnar lesa. Hér í blaðinu voru nýlega tilfærð eftirfarandi vísnaorð eftir Jónas Hallgrimsson: „Siglir særokinn. Sólbitinn slær. Stjörnuskininn stritar“ í þessum þrem Ijóðlínum komu fyrir tvær eða þrjár prentvillur, það var leiðiiilegt, en ekki þótti taka því að leið rétta þær, þar sem gengið var út frá. að flestir myndu lesa í málið. En maður nokkur, sem nefnir sig ,,Bprgara“ hefir nú talið sér skylt að minnast á þessar prentvillur í blaði á Akureyri og fara um þær hörð um orðum. Hann heldur vist, að sá, sem skrifaði greinina, hafi haldið að vísan væri eins og í blaðinú stóð! Ekki þurfti þó mikið hugmyndaflug til að geta sér þess til, að um prentvillur væri að ræða. — Einnig segir hann, að nafn- greindir útvarpsfyrirlesarar hafi ruglað saman Friðgeiri Berg og Valdemar Briem og haft eina ljóðlínu skakkt ef.t ir Matthíasi. Um það get ég ekkert sagt, því að ég lúeyrði ekki þau útvarpserindi, sem hér er um að ræða. Eg er sammála „Borgara“ um það, að menn eigi helzt að fletta upp kvæðum, áður en en þeir birta eitthvað úr þeim á prenti. En ekki úti- lokar það, að prentvillur geti átt sér stað. Hitt held ég, að sé til of mikils mælst, að rit- höfuhdafélögin komi í veg fyrir slys af þessu tagi. Og ég held, að hugsunarvillur Séu verri en prentvillur, þótt slæmar séu. Eg kann líka illa við, að menn séu með heilaga vandlætingu út af smámun- um. < „Kartöfluvinur" skrifar mér á þessa leið: „-----Við. sem alltaf viljum hafa kar- töflúr á bórðum. höfum stund um verið í slæmu skapi í sumar. Uppskeran var rýr í fyrra, og var það engin furða. eins og tíðin var á Suðurláiidi. Hér má alltaf búast við skorti á innlendum kartöflum öðru hverju, nema því aðeins. a.ð hægt sé að flytja út kartöfl- ur þegar vel árar. Kartöflu- ræktarmenn geta ekki átt það á hættu að þurfa að liggja með meira eða minna af uppskerunni og fá lítið eða ekkert fyrir hana. Það þyrfti endilega að athuga möguleika á þvi að selja kartöflur úr landi. Mér er sagt, að amerísku kartöflurnar hafi verið rifn- ar svo út úr verzlununum, að enginn hafi gert ráð fyrir slíku. Þær voru lika mjög ódýrar, og eiginlega bezti mat ur, þó maður eigi stundum betra að venjast. Svo kom það í tilbót, að eitt af dagblöðun- um hérna skrifaði um þessar kartöflur og talaði illa um þær, og ég hugsa, að bað hafi aukið eftirspurnina. Nýju kartöflurnar fara nú sjálfsagt að koma á markaö- inn. Eg tók undan tveim grös um i garðholunni minni í morgun, og gott var bragðið. Eg vona að íslendingar eigi eftir að verða mikil kartöflu- ræktarþjóð, en á því eru enn þá nokkrir erfiðleikar eins og ég drap á áðan. Eg var að tala um útflutning. En það getur líka vel verið, að hæ&t væri að vinna eitthvað úr úrgángskartöfíunum, og það gæti líka hjálpað-------“ Þetta segir kartöfluvinur- inn. En hvað sem því líður, held ég, að við eigum af ýms- um ástæðum að reyna að rækta svo miklar kartöflum sem við eigum hægt með. Norðanblöðin segja frá þyí. að Akureyrartogararnir þrír séu búnir að afla fyrir fimm milljónir í vor og er þá mið- að við gjaldeyrisverðmæti þeirra vara. sem verksmiði- urnar vinna úr aflanum. Við Faxaflóa eru togararnir bundir í höfn, en þjóðín lifir á lánum, en verksmiðjurnar dýru standa auðar og hafa ekkert að gera. Eitthvað mætti læra af Norðlending- um í þessu efni. Gestur. Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu, í sambandi við andlát og jarðarför konu minnar, móð- ur okkar og tengdamóður, INGIBJARGAR ÞORKELSDÓTTUR frá Óseyrarnesi Sigurður Þorsteinsson, börn og tengdabörn

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.