Tíminn - 03.08.1950, Side 5

Tíminn - 03.08.1950, Side 5
167.blað TÍMINN, fimmtudaginn 3. águst 1950 5 Fimmtud. 3. df/*tst Vöruvöndun Hér á landi er oft um það talað, og með réttu, að nauð- synlegt sé fyrir þjóðarbúskap inn að framleiða sem mest af vörum til útflutnings. Mið að við mannfjölda eru ís- lendingar ein af mestu verzl unarþjóðum heims. Innflutn- ingsþörfin er mikil, og hefir farið mjög vaxandi á síðustu árum. Auk hinna almennu lífsnauðsynja, þarf að flytja inn mjög mikið af vörum til þess að hægt sé að reka at- vinnuvegina og hefir sá inn- flutningur margfaldast í seinni tíð. En þar við bætist, að hér er mikil þörf margs- konar framkvæmda, og al- mennur framkvæmdahugur í landinu, en flestar fram- kvæmdir krefjast innflutn- ings. En möguleikarnir til innflutnings velta á því, að hægt sé að flytja út jafnvirði þess, sem greiða þarf öðrum þjóðum. Framleiðslan þarf því að vera mikil. En það er ekki nóg. Skilyrði þau, að fram- leiðsla til útflutnings komi að gagni, er að greiðlega gangi að selja hana fyrir við unandi verð. En fyrsta skil- yrðið til þess, að svo megi veröa, er vöruvöndun. Um leið og reynt er að framleiða sem mest, þarf því jafnframt að vera vel á verði um það, aö ekki gleymist, að vanda vör- una svo sem frekast er unnt. Þýðing vöruvöndunar verður aldrei ofmetin. Á meðan v.erzlun íslands var öll í höndum útlendinga voru íslenzkar útflutnings- vörur oftast í fremur iitlu áliti. Það var einn þáttur sjálfstæðisbaráttunnar á sín um tíma, að hefja íslenzka framleiðslu til vegs á erlend- um markaði. Vestfirðingar, og síðar Gránufélagið fyrir norð an, riðu á vaðið með að gera íslenzkan saltfisk að fyrsta flokks vöru. Samvinnufélög- in komu upp sláturhúsum og tókst að vekja álit á saltkjöt- inu eftir að draga tók úr út- flutningi lifandi fjár, og síð- ar tóku þau forystu í freð- kjötsframleiðslunni, er salt- kjötsmarkaðirnir brugðust á Norðurlöndum. Á síðari tlm- urn hefir tekizt að gera ís- ienzka siid að beztu vöru sinn ar tegundar á heimsmarkað- inum. Með slíkum dæmum er það sannað, að íslendingar eru fylliiega færir um að frarn ieiða fyrst flokks vöru. ef nægíleg stund er á það lögð, og þar sem efni standa til. Landbúnaðarbylcingin j Danmörku á 19. öld er ógieyrn an.’egt dæmi þess, livað hægt cr að v.nna með vöruvönd- unmni. Fram t.il þess tíma voru Danir kornvækcarþjóð. Fn þega’ ódýra kornið kom frá Vesturheimi, var danska kornræktin að mest.i úr sög unni. í þá daga var danskt kjöt og danskar mjólkuraf- urðir ekki eftirsóttar vörur. En danskir bændur létu ekki hugfallast. Með framúrskar- andi alúð, dugnaði og þraut- seigju sköpuðu þeir danska smjörið og danska fleskið, sem eru víðfrægar vörur. Ef vöndun þessara vara hefði ERLENT YFIRUT: Rene Pleven Iliim nýi forsæíisráðlicmi l'rnkka, sem oft Iiefir verið nefndur X-ið I frönskum stjjiiriiiiiálum, Um svipað leyti og Kóreu- styrjöldin hófst, felldi franska þingið stjórn Bidaúlts, sem bú- in var að lifa í nær níu mánuði og hafði því reynst furðanlega lifseig af franskri stjórn að vera. Mjög erfiðlega reyndist að koma nýrri stjórn á lagg- irnar og rak þó ástandið í al- þjóðamálum á eftir því, að það væri ekki látið dragast. Hver stjórnarmyndunartilraunin rak líka aðra og margir komust ná- lægt því að takast á hendur hið vandasama embætti for- sætisráðherrans. Að seinustu tókst Rene Pleven að leysa þennan vandasama hnút og mynda stjórn með þátttöku mið flokkanna þriggja þ. e. radikala flokksins, kaþólska flokksins og j af naðarmannaf lokksins. Allmiklar vonir virðast bundn ar við þessa nýju stjórn Plevens og mikil forvitni virðist ríkja um það, hvernig nýji stjórnar- formaðurinn reynist. Það er kannske ekki heldur undarlegt, þegar þess er gætt, að Rene Pleven hefir gengið undir nafn inu X-ið í frönskum stjórn- málum. Aðdáandi Breta. Rene Pleven, sem verður 49 ára á þessu ári, hafði ekki ætl- að sér að gera stjórnmálin að atvinnu sinni. Á uppvaxtarár- um hans beindist hugur hans fyrst og fremst að verzlun og viðskiptum. Hann dvaldi þá langdvölum við nám í Bretlandi og var þar oft síðan eftir að hann tók að sinna viðskipta- störfum. Það hefir því verið sagt um hann, að hann væri enskmenntaður. Víst er það líka, að hann er mikill vinur og aðdáandi Englendinga. Störf Plevens á viðskipta- sviðinu unnu honum brátt mik- ið álit þeirra, sem til hans þekktu. Hinsvegar varð hann ekki mikið þekktur, því að hann vann við eigið fyrirtæki og gaf sig ekki neitt að opinberum málum. Hann tókst á hendur fyrsta opinbera starfið árið 1939 er hann varð gerður formaður sendinefndar, sem franska stjórnin sendi til Bandaríkj- anna til að semja um út- útvegun á flugvélum. Pleven var því staddur vestan hafs, er Þjóðverjar lögðu Frakkland undir sig. Hann hafði þá ekki meira að gera vestra og fór því til Bretiands, þar sem hann gekk strax í lið með de Gaulle. Hann fór á vegum samtaka de Gaulle til nýlendna Frakka í Vestur- og Mið-Afríku og er tal- ið, að það hafi verið honum manna mest að þakka, að þær gengu de Gaulle og hreyfingu hans á hönd. Fylgismaður de Gaulle. Pleven vann síðan mörg önn ur þýðingarmikil störf í þágu samtaka de Gaulle og milli hans og de Gaulle tókst mikil vinátta. Pleven var einn þeirra fáu manna, sem de Gaulle virtist bera óskert traust til. Hann gerði Pleven að ný- lendumálaráðherra í fyrstu bráðabirgðastjórn sinni, en sú stjórn átti mikið undir nýlendunum. í fyrstu þingræð- isstjórninni, sem de Gaulle myndaði, var Pleven fjármála- ráðherra og féll það í hans hlut að reyna að treysta gildi frankans. Hann gerði ýmsar i ráðstafanir í þá átt, en þó færri j og minni en hann sjálfur vildi. Árangurinn varð því heldur ekki að öllu leyti sá, sem til var æ.tl- ast, en fjármálastjórn Plevens þótti þó sýna, að hann væri glöggur fjármálamaður og stjórnsamur vel. Það féll m. a. í hans hlut að sjá um þjóðnýt- ingu Frakklandsbanka. Pleven sýndi þá, að hann var óragur að ganga í berhögg við hinar margumtöluðu „200 fjölskyld- ur“, er voru taldar stjórna fjár- málum Frakka. Margar aðrar fjármálaaðgerðir hans báru þess merki, að hann var mót- stæður stórgróðastéttinni. Pleven fylgdi því fordæmi de Gaulle á þessum árum að skipa sér ekki í neinn ákveðinn stjórn málaflokk. Þegar de Gaulle lagði niður stjórnarforustu og dró sig út úr stjórnmálum í bili, varð Pleven hálfgerður utan- garðsmaður, en hafnaði að lok um í smá flokksbroti, sem haft hefir bandalag við radikala, en talið er standa til vinstri við þá. Þegar de Gaulle stofnaði hreyfingu sína, stóð Pleven ut- an við hana, en var þó talinn áfram fylgismaður de Gaulle. Leiðir þeirra virðast síðan hafa ekki tekist svona vel, er hætt við, að Danir væru ekki sllk framfara- og menningarþjóð, sem þeir nú eru. Það er sagt, að Bretar hafi orðið auðugir af nýlendum sínum, verzlun og siglingum, kolum og járni. En ef til vill urðu þeir þó fyrst og fremst auðugir vegna þess, að það orð komst á, að i Bretlandi Væru búnar til beztu iðnað- arvörur í heimi. Flestir kann ast við það, hvilík eftirsókn er eftir brezkri vefnaðarvöru. Hana vilja menn kaupa. Að tala um brezka vefnaðar- vöru er sama og að tala um góða vöru. Það dregur enginn í efa. Athugasemdir bær, er fram hafa komið nú i seinni tið„ um íslenzka freðfiskinn, gefa tilefni til alvariegra hugleið- inga um þessi mál. Freðfiskur hefir árum saman verið ein helzta útflutningsvara ís- lendinga. Nú gengur mjög erf iðlega að selja þessa vöru. Það er þó viðurkennt, að íslenzk- ur fiskur upp úr sjónum sé einhver bezti fiskur í heimi, ennfremur, að hraðfrysting sé einhver fuilkomnasta að- ferð til geymslu ýmiskonar matvæla. En útlendir menn, sérfróðir um fiskverzlun, hafa látið það álit í ljós, að það sem á skorti, sé að freð- fiskurinn héðan, sé ekki eins góð vara og hann geti verið. Hér virðist vera þörf skjótra og mikilla átaka. Það er ekki vænlegt, að setja nú allt sitt traust á saltfiskinn og gefast upp við hraðfrystinguna. Það er búið að leggja stórfé í hraðfrystihúsin og allan út- búnað þeirra. Og engin t.ryg2r ing er fyrir því, að saitfisk- markaðurinn sé óþrjótandi Síður en svo. Og gera má ráð fyrir, aö sumt af honum fá- ist ekki greitt, nema í vörum sem ekki ætti að kaupa. Það verður því naumast álitamál, að nauðsynlegt sé að halda áfram að selja freðfisk eins og unnt er á viðunandi hátt. Án efa er það mjög undir vöruvönduninni komið, hver niðurstaðan verður í því efni. Rene Pleven legið meira og meira sundur, þótt enn hafi ekki orðið opin- ber friðslit milli þeirra. Þegar Bidault myndaði stjórn sína á síðastl. hausti gerði hann Pleven að landvarnarmálaráð- herra. Af ýmsum var það talið merki þess, að Bidault vildi hafa de Gaulle vinsamlegan. Það virtist þó engin slík áhrif hafa, en hinsvegar er talið, að Ple- ven hafi leyst þetta starf vel af hendi. Pleven er sagður ágætur starfsmaður, fljótur að átta sig á málum og stjórnsamur. Hann er bindindis- og reglumaður, en er þó allra manna skemmtileg- astur í viðkynningu. Erfitt starf. Pleven hefir tekist á hendur vandasamt starf, er hann gerð ist forsætisráðherra Frakka, eins og allt er nú í pottinn búið. Það varð fyrsta stjórnar- verk hans að fallast á kröfur jafnaðarmanna um launahækk anir til láglaunuðustu stétt- anpa. Slíkt var að sönnu rétt- lætismál, en hinsvegar erfitt í framkvæmd vegna fjárhagserf- iðleikanna. Jafnframt bætist nú við að auka þarf framlög til vígbúnaðar. Þá eru kosningar (Framhald á 6. síðu.) Raddir nábúanna Mbl. ræðir í gær um mark- aðsmálin í tilefni af skýrslu amerísku sérfræðinganna um íslenzka fiskiðnaðinn. Mbl. segir m. a.: „Kröfur eru bæði tíðar og háværar um, að leita þurfi markaða út um viða veröld, til þess að við getum komið framleiðslu okkar út. Og al- menningur í landinu fellst á, að allt mögulegt þurfi að að- hafast, til þess að markaðir finnist og þeir verði tryggðir fyrir lífsafkomu landsmanna. En eftir að þjóðin hefir heyrt þess getið frá fagmanni, að verkun og allri meðferð hrað- frysta fisksins sé ábótavant hér heima fyrir, að beint gæti óþrifnaðar í meðferðinni fiskurinn sé ólystugur, þegar til neytenda kemur, kaupend ur, sem kaupa fiskinn í stór- um stíl, geti ekki treyst að vörugæði séu jafn góð, þó góð ur fiskur sé innan um stórar sendingar, þá er sýnt, að mark aðaleitir um allan heim koma hér ekki að fullum notum. Segja verður við þá ágætis- menn, sem hafa þessi mál með höndum: „Líttu þér nær, liggur í götunni steinn“. Sá götusteinn er ekki á heims- slóðum markaðanna, heldur hér heima“. Mbl. segir síðan, að nú verði að lcappkosta að vanda framleiðslu og frágang hrað frysta fisksins og vonandi takist það jafnvel og þegar við ruddum íslenzka saltfiskn um braut í Miðjarðarhafs- löndunum fyrir unj hálfri öld síðan. Niðurjöfnun útsvara í Reykjavík Fyrir nokkrum dögum síð- an birtist grein hér í blaðinu eftir Ilannes Pálsson frá Und irfelli, þar sem vakin er at- hygli á furðulegum rangind- um, er eiga sér stað í sam- bandi við útsvarálagninguna í Reykjavík. Svo stórfurðuleg eru þessi rangindi, að ýms- ir hafa jafnvel ekki viljað trúa því, að slíkt gæti átt sér stað. Frásögn Hannesar styðst þó að öllu leyti við stað reyndir. Rangindi þau, sem hér um ræðir, eru með þeim hætti, að við útsvarsálagningu eru tekjur áætlaðar miklu lægri af húsum, sem eru byggð fyr ir 1940, en af húsum, sem byggð eru síðar. Til þess að skýra þetta nánar tilgreindi H. P. eftirfarandi dæmi: A býr í húsi, sem er byggt fyrir 1940. Hús hans er 30 þús. kr. að fasteignamati. Honum er metnar tekjur af eigin ibúð 15% af fasteigna mati eða 4,500 kr. B býr í húsi, sem er byggt 1948. Það er jafnt húsi A að gæðum og fasteignamatið er því einnig 30 þús. kr. Hon- um eru hinsvegar metnar tekjur af eigin íbúð 30% af fasteignamati eða 9,000 kr. Hér er vissulega um hin fyllstu rangindi að ræða. Öll sanngirni og réttlæti mælir með því, að báðum séu reikn aðar sömu tekjur af eigin íbúð, þar sem þær eru jafn- góðar og líka metnar sam- kvæmt því. í stað þess eru tekjur B metnar helmingi hærri og útsvar það, sem hann greiðir af hústekjunum, verður þó hlutfallslega enn meira en það, sem A greiðir. Það er svo ekkert lítilvægt í þessu sambandi, að eigend- ur gömlu liúsanna eiga þau yfirleitt skuldlaus, en eigend- ur margra nýju húsanna eru að kikna undir skuldum og vafasamt, hvort þeir geta haldið þeim. Það er því vissulega kominn tími til þess, að þessum rang indum sé hætt. Hér verður að láta réttlæti og jöfnuð leysa rangindin af hólmi. Því fer lika síður, að það þurfi að vera nokkuð flókið I fram- kvæmd. Það rétta er að leggja sömu % á fasteignamatið, hvort sem um nýtt eða gam- alt hús er að ræða. Þá er eng um mismunað, heldur öllum gert jafnt undir höfði. Þau rangindi, sem hér hafa orðið uppvís í sambandi við útsvarsálagninguna í Reykja vík, gefa það til kynna, að fleira geti fundist af svipuðu tagi í sambandi við hana, ef betur væri að gáð. Þeir þrír flokkar, sem fulltrúa eiga í niðurjöfnunarnefndinni, virð ast hinsvegar fullkomlega sammála um það að halda sem mestri leynd yfir þeim málum. Það sést m. a. ekki annað á Alþýðublaðinu og Þjóðviljanum en að fulltrúar Alþýðuflokksins og kommún ista í niðurjöfnunarnefndinni séu hjartanlega sammála meirihlutanum þar. Meðan minnihlutaflokarnir haga sér þannig, er ekki við öðru að búast cn að íhaldið fari þar sínu fram og hagi þar málum á þann veg, sem það telur henta sér og sínum bezt. X+Y.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.