Alþýðublaðið - 06.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.07.1927, Blaðsíða 2
jALÞÝÐUBLAÐIB 5 kemur út á hverjum virkum degi. 1 Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við < Hverösgötu 8 opin frá kl. 9 árd. J til kl. 7 síðd. ; Skrifstofa á sama stað opin kl. J 9Va—10Vs árd. og kl. 8 — 9 síðd. j Simar: 988 íafgreiðslan) og 1294 1 (skrifstofan). • Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindá'ka. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu símar). Fjárhaosóstjórnin. 1 gær kom út í Alþýðublaöinu yfiriit yfir skuldir ríkissjóðs í arslok 1923 og 1926 í pappírs- krónum og í gullkrónum. Kemur það í Ijós, að á pappírnum hafa skuldir ríkissjóðs minkað um 6 millj. pappírskrónur eða, ef sá hluti brezka lánsins er með tek- inn, sem ríkissjóður lánaði aftur bönkunum, þá um 9V-i millj. papp- irskrónur á þessu tímabili. Papp- írskrónur okkar hafa haft mjög breytilegt verðgildi í gulli 1923 og 1926, og verður því saman- burðurinn ekki réttur, nema þær séu reiknaðar tíl gullverðs. En séu skuldirnar reiknaðar til gull- verðs, kemur i Ijós, að skulda- aukning hefir orðið á tímabMinu um eina milljón gullkvónur eda, sé bankahluti brezka lánsins tek- inn með, pá um ls/r, millj. gull- krónur. Þetta stafar af því, að gengið á ísTenzku krónunni hefir hækkað á þessu tímabili, og jafn- framt á dönskum krónum og sterl- ingspundum, svo að þó að greitt óafi verið af skuldunum í papp- irskrónum, þá hafa skuldirnar hækkað í verðgtldi á móts vfð gutí, svo að afborganir hafa ekki numið gengishækkuninni. JónPor- láksson hefir attan ttmann verio að streitast víð að greiða gengis- muninn, en ekki tekist pað einu sinni, því að skuldirnar hafa hækkað í gullverði, sem er eini viðurkencli gjdldmiðillinn landa milli og mœlikvarði alls heimsins í fjármálum. Að vísu hefir Jón Þorláksson iækkað innlendu skuldimar um rúma 3/k millj. guilkrónur, en á móti þeirri lækkun kemur aftUT hækkun á dönskum og enskum gjaldeyri um rúma 1% millj. gull- krónur, og sé bankahluti brezka lánsins tekinn með, bætist við hækkun tæp }k millj. gullkr., svo að niðurstaðan verður þá skulda- aukning, sem neinur um 70 gull- krónum á hvert 5 mahna heimili á 'landuui. Þetta er útkoma íhalds- stjórnarinnar á fjárhag ríkissjóðs- ins. Það þarf meira en lítil brjóst- heilindi hjá Magnúsi Jónssyni til að reyna að véfengja þessar töi- ur og koma með alls konar flækj- ur í því skyni, sem ekkert koma málinu við. Útreikningur minn er byggður á skýrslu Jóns Þorláks- sonar og skuidatölurnar verða þvi að álítast réttar, þar sem undir- staðan er opinber skýrsla, gefin út af fjármálaráðherra laudsins, þó að hann reikni með röngu gengi. M. J. segir, að reíkningur sá, sem ég hafi bygt á, hafi ekki reynst alveg réttur. „Hafði skotist hjá að telja tvær skuldir 1923, sam- tals um 1 milljón króna.“ Ann- aðhvort er hér um að rœða hrein opjnber ósannindi hjá M. J., eða fjármálaráðherra landsins, Jón Þorl., hefir gefið út ranga opin- bera skýrslu, týnt heilli milljón króna og ekki leiðrétf pað sjálf- ur stðar. Tölur J. Þorl. koma heim við landsreikninginn 1923, nema þar sem hann sjálfur tiltekur, og ekki finst þar milljónin. Að vísu er An frádráttarskekkja og ein samlagningarskekkja í reikningi J. Þorl., en þær hafa engin áhrif á útkomuna hjá mér. Þess vegna verða menn að ganga út frá því, að tölur J. Þorl. séu réttar að öðru leyti, það sem þær ná, og M. J. fari með hrein ósannindi. En jafnvel þó ásökun hans á J. Þorl. væri rétt, sézt, að skuld- irnar hefðu samt hækkað nokkuð. Þá vill M. J. draga undan lánið 1926, um 2Vs millj. gullkróna, sem ríkissjóður lánaði aftur veðdeild- inni og er tekið af ríkissjóði og hann ber alla ábyrgð á. En jafn- framt standa tuö sams konar lán á fyrri ára landsreikningum og á skýrslu J. Þ., lánin frá 1909 og 1912. Það er því augljós blekk- ingartilraun að vilja taka und- an lánið 1926, bæði hjá J. Þorl. og Magnúsi skósveini hans. Magnús reynir þá að sýna, að eignir rikissjóðs hafi jafnframt aukist á þessu tímabili og kem- ur þar með enn eina blekkingar- tilraunina, þar sem hann ber sam- an innlendar skuldir og innlend- ar eignir rikissjóðs, en sleppir úr. samanburðinum erlendum skuld- um ríkissjóðs, pó að hann viti, að ríkissjóður eigi engar erlendar teignir móti peim. Auk þess tekur hann innlendu eignirnar í árslok 1925, en útvegar sér ekki skýrslu um þessar eignir hjá J. Þorl. í árslok 1926, þó að sjáanlegt sé t. d., að peningar í sjóði séu um V2. millj. pappírskrónum minni 1926 en 1925. Séu allar eignir rikissjóðs lagð- ar saman og bornar saman við allar skuldir ríkissjóðs í gullkrón- um 1923 og 1926, kernur þá út alt önnur niðurstaða en hjá M. en því miður get ég ekki gefið upp þær tölur, því að J. Þorl. hefir ekki birt yfirlit yfir eignír ríkissjóðs 1926. En loks ber að geta þess aðal- atriðis, að deilan hefir að eins staðið um skuldir ríkissjóðs, en ekki um eignir hans. J. Þorl. og Ihaldsflokkurinn haía stært sig af því, að skuldir ríkissjóðs hafi lækkað um 9—13 millj. kr. á stjórnarárum íhaldsflokksins, en hér hefir verið sannað, að skuld- irnar hafi einmitt aukist, þegar þær eru mæídar í fullgildum pen- ingum, skúktabyrðin á pjóðinni vaxið. Hins vegar vita allir, að eignir ríkissjóðs áukast að jafn- aði, því að 10—12 miillj. papp- írskrónu ríkissjóðstekjur fara ekki allar í súginn, hsldur er venju- lega töluverðum hluta þeirra var- ið t il framkvæmda, sem talist get- ur sem eignaaukning. Halli gæti jafnvel verið á fjárlögum ár eftir ár og pó orðið eignaaukhing hjá ríkissjóði. Það væri því auðvitað ekki neitt að stæra sig af, þótt eignir rikissjóðs hefðu aukist eitt- hvað á þessu tímabiJi, en það er pó ekki hœgt ao sjá af peim töl- um, sem fyrir liggja. Eignir ríkis- sjóðs eru líka sjaldnast þess virði, sem þær eru bókfærðar; stór af- föll yrðu á þeim flestum, ef ætti áð breyta þeim í handbært fé, en skuldirnar standa, og ekki verður komist hjá ao greiða pœr. Því er óhætt að halda sér við efnið og tala um skuldir rikissjóðs. Magnús reynir þá að bera í bætifláka fyrir J. Þorl. með þvi, að ekki skuli reikna steriings- pund og danska krónu 1923 og 1926 með sönnu gengi peitra pen- mga þa vegna pess, að um „íöng fán“ sé að ræða. Vill hann því eingöngu aðgæta, hvort a’fborgun hafi farið fram á lánum þessum í dönskum krónum og sterlings- pundum, en dregur þar raunar upp tölur, sem ekki komu heima við skýrslu fjármálaráðherrans. Hvernig á að reikna erlendu skuldirnar til verðs í ísienzkum peningum í árslok 1923 og 1926, ef ekki er tekið skráð gengi pá? Hvaða varnir er hægt fram að færa fyrir því, að gengið á sterl- ingspundum sé hjá J. Þorl. sett um 21 kr. bæði skiftin, en dönsk króna gerð jöfn ísienzkri, þó að hún sé um Ha verðmunar? Það Tntindi þykja óverjandi bókfærsla hjá hlutafélagi eða einstaklingi að reikna eriendar skuldir í árslok- in með einhverju gengi út í loftíð, og gengi fyrirtækið flla, þá gæti þetta orðið hættulegt fyrir þá, sem slíku lrefðu ráðið, þó að lán- in hefðu verið til langs tíma. Þeir gætu fengið . ókeypis vistarveru um hríð. Á ákveðnum degi, þegar reikningar eru gerðir, verður að reikna allar skuldir, eins og þær standa þá, með dagsgengi. Eng- inn getur sagt, hvernig gengið verði síðar, en reikningarnir eru rangir og villandi, ef þeir eru ekki gerðir þannig upp, enda er slikt fyrirskipað í nágrannalönd- unum með lögum. Það dettur engum í hug að neita því, að J. Þorl. liafi borg- að af skuldum, en niðurstaðan er sú sama fyrir þjóðina, ef skuld- irnar, sem eftir eru, verða samt pungbœrari nú en 1923 í fullgild- um peningum, gulli, sem alt verð- ur að miða við, eins og J. Þorl. gerir í „Lággengi“ sínu. ’Magnús spyr, hvort ’íslenzka stjórnin hafi getað við það ráðið, að dönsk króna og sterlingspund hækkaði. Því heldur enginn frarn, en íhaldsstjórnin vissi, að sterl- ingspundið og danska krónait myndi bráðlega ná gullgengi og gat gert ráðstafanir sínar sam- kvœmt pví, enda er niðurstaðan óhagganleg, hvað sem veldur, að skuldir ríkissjóðs eru orðnar þungbærari á stjórnartímabili i- haldsflokksins. Það er greinilegt af stjórnar- ferli íhaldsflokksins, að hann hefir staðið á móti umbótum í allri felmennri löggjöf og í mannrétt- indamálum, en þó kastar tólfun- um, áð veltiárin og góðærin hafi ekki verið notuð svo, að skulda- byrði landsmanna léttist. Það hefði verið hægt að ná meiri tekj- um í ríkissjóð með hærra tekju- skatti af stórtekjum 1924 og 1925, og sérstaklega hefir verið inn- an hamdar fyrir J. Þori. að skerpa eftirlitið með tekjuskattslögunum, ná sköttum, sem að réttu áttu að fara í rikissjóð, en komist hafa undan. Eftir því, sem reynsJ- an hefir sýnt erlendis og almenn- ingur veit um hér á landi, myndu tekjur ríkissjóðs hafa vaxið svo mikið við skarpara eftirlit, að skuldirnar væru að minsta kostí minni nú í fullgildum peningum heldur en 1923. En íhaldsflokkur- inn hefir brugðist í því sem öðru. Ég vil ekki fara mörgum orðum um Mammons-þjóninn Magnús Jónsson. Það getur hver maður sjálfur séð og reiknað út, hver það er, sem reynir með alls konar ósannindum og málaflækjum að hlekkja kjósendur Jandsins. Ég öfunda guðfræðidósentinn ekkert af samvizkunni hans. Héðinn Valdimarsson. Úr Árnessýslu. Kjóséndalundir voru haldnir á sunnudaginn á Stokkseyri og Eyrarbakka, og voru þar allir frarnbjóðendurnir. Fundirnir vorn vel sóttir og; fanst mönnuin mjög um, hve síra Ingimar Jónsson bar af hininn frambjóðendunum í um- ræðunum, en,da er hann vafa- laust álitlegasta þingmannsefn- ið, sem Árnesiilgar eiga völ á; nú. Felix Guðmundsson var á fundunum og minti á kaupgjald það, er greitt er nú í landssjóðs- vinnu, og lcvað gott, að fram- lijóðendur og landstjórnin svör- uðu því, hvað þeir vildú gera til að lagfæra það. Jón Þorláksson; var á fundinum, eftir ósk í- haldsmanna. Varð Jóni svara- fátt um kaupgreiðslu ríkisins. Kvaðst ekki um það vita, og; varð nokkur metningur milli íhalds og „Framsóknar“ um sökina. Nú vildu hvorugir við kannast. Ingimar bendi á fjárhagsmont íhaldsstjórnarinnar og sýndi ljóslega fram á, að fjárhagur- inn hefði sízt batnað í höndum ihaldsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.