Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.09.1950, Blaðsíða 6
 6. TÍMINN, miðvikudaginn 6. september 1950. 194. blað. Sími 81936 [ í lelt að eiginmaniii | | (The mating of Millie) i j j ! Ný amerísk mynd frá j | Columbia, mjög hugnæm j | og fyndin, um það hvað j ! skeð getur þegar ung j I stúlka er i girtingarhug. I Aðalhlutverk: Glenn Ford Evelyn Keyes | Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ 99- Natterborn“ (High Conquest) Afar spennandi og stór- i fengleg ný, amerísk stór- j mynd tekin í svissnesku j Ölpunum. Gilbert Roland Anna Lee Sir C. Aubrey Smith Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■ liltimilllHIIIIIMMMMIMIIMItllllMIIIIIIIIIIIMtlMI | NÝJA Bípl Hættuleikur leikur [ (Dangerous Years) Athyglisverð ný am-1 erísk mynd, um hættur | unga fólksins. Aðalhlutverk: Ann E. Todd Scotty Beckett Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum innan i 14 ára. Kvenskassið og karlarnir. | Grínmyndin skemmti- | lega með: Abott og Costello Sýnd kl. 5. BÆJARBÍÓl HAFNARFIRÐI TÓMRGGN (Wir machen musik) Bráðskemmtileg þýzk f söngva- og músíkmynd. | Aðalhlutverk: Isle Werner, Viktor deKowa. Lög eftir Peter Igelhof og 1 Adolf Steinel. — Myndin I hefur ekki verið sýnd í | Reykjavik. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. tMfiiifMiuiiiiiiiiiimniHiiHimiitmiiiimiMifNimti - Viusamlegast greiðið blaðgjaldlð til iunhcimtu- manna vorra. TlNIlVN BæSfSSI \ Mildrend Pierce \ Spennandi og áhrifa-1 mikil ný amerísk stórmynd | byggð á samnefndri skáld ] sögu eftir James M. Cain. | Aðalhlutverk: Joan Crawford Zachary Scott Bönnuð börnum innan | 16 ára. 1 Sýnd kl. 7 og 9. j Villidýr og villimenn Mjcg spennandi og | skemmtileg amerisk kvik- | mynd. Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓl S GLÖTVÐ HELGI I Verðlaunamyndin fræga: | (The Lost Weekend) | Stórfengleg mynd um bar- | áttu ofdrykkjumanns. Gerð f eftir skáldsögu eftir Charl- | es Jackson. Aðalhlutverk: Ray Milland, Jane Wyman. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 14 ára. A síðasta and- artaki Spennandi og skemmtileg I þýzk hnefaleikamynd. Aðalhlutverk: Attila Hörbiger, Heinz Seidler. Sýnd kl. 5. GAMLA BÍÓ| s I ævintýraleit (L'aventure est au coin f de la rue) Fjcrug og fyndin frönsk | gamanmynd — með dönsk f um texta. Aðalhlutverk: Raymond Roulean Michéle Alfa Suzy Carrier Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 12 ára fá ekki | aðgang. lltllll>AIUIHIII illlHHIIIHIIt ; .IUHHIIHIHIHIHUIHHHIHHHHHHHHHIIHIIHIIIHIII - ÍHAFNARBÍó! j Það skeði í Hollywood (The corpse came C.O.D.) f Spennandi og skemmtileg | ný amerisk kvikmynd. Aðalhlutverk: George Brent Joan Blondell Adele Jergens Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð innan 16 ára | HUIIHIIUHIIUIIIUUHHIHIHIUIIIIIHHHIIIHHHIIHIt = Gerizt áskrifendur. Askriftarsími: 2323 TIMIVV •iiiniiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiviiiii Þing Vinimmála- stofnunarinnar (Framhald af 4. síðu.) Morse, gat ekki mætt á þing- inu vegna veikinda. Samvinna Norðurlanda Stjórnarfulltrúar frá Norð urlöndunum fimm höfðu með sér nána samvinnu á þinginu, héldu sameiginleg fundi þeg ar þurfa þótti til þess að bera sig saman um afstöðu til ein stakra mála og kynna sjón- armið stjórna sinna til mála sem fjallað var um. Allar sendinefndir Norðurlandanna voru fullskipaðar nema sendi nefnd íslands. Norðmenn höfðu þó mun færri menn til aðstoðar sendinefnd sinni nú en verið hefir að undan- förnu og eins Finnar, en hinsvegar höfðu bæði Danir og Svíar jafnfjölmennar sendinefndir og undanfarin ár, Danir 12, en Svíar 15 manna sendinefnd. ísland hafði, eins og áður segir, að- eins einn fulltrúa á þinginu, Jónas Guðmundsson, skrif- stofustjóra, og var Haraldur Kröyer, fulltrúi við íslenzka sendiráðið í Oslo honum til aðstoðar vikutíma. Fjárhagsnefnd þingsins samþykkti ályktun þess efnis að fela stjórn stofnunarinn- ar að endurskoða fyrir næsta þing alla stjórnar og starfs- tilhögun stofnunarinnar með það fyrir augum, að draga úr kostnaði við reksturinn og gera starfstilhögun alla ein- faldari og óbrotnari en hún nú er. Höfuðverkefni I. L. O. um þessar mundir er að gera til- lögur og áætlanir um hvern- ig koma megi þeim þjóðum til hjálpar sem tæknilega og menningarlega eru eftirbát- ar þjóða Evrópu og Norður- Ameríku og miðast því starf semin nú meira við þjóðir Asíu, Afríku og Suður- Ameríku en áður var. Ráð gegn æðahmitum (Framhald af 3. slðu.) Með því að gæta þess að létta þannig fyrir blóðrásinni strax og fyrst fer að bóla á út víkkun á æðunum, má oft koma í veg fyrir að æðarhnút ar myndist. Blóðrásin jafnar sig og æðarnar, sem voru að byrja að þenjast út undan stöðugum þrýstingi, taka sig aftur. Ef ekkert er gert halda æðarnar að útvíkka unz komnir eru stórir útvíkkaðir pokar á æðarnar, sem verða til mikilla lýta og venjulega meiri og minni óþæginda. Þegar til lengdar lætur hætt ir konunum til að fá útbrot á fótleggina, vegna þess að holdið nærist svo illa, að skinnið verður mótstöðulítið og kemur krónísk bólga (exem) í það, með sárum, sem erfiðlega gengur að fá til að gróa. Allt þetta má losna við með því að forðast kyrrstöðurnar. Gildir þetta jafnt um ófrísk- ar konur sem togaraskip- stjóra ,sem standa klukku- tímum saman á stjórnpalli. Sá, sem gengur um í stað þess að standa kyrr, fær miklu síður æðahnúta. Vanfærar konur og hver sem þarf að hafa miklar stöð ur, ættu að hyggja að því í tíma, að hugsa vel um blóð- rás fóta sinna, því að of seint er að gera það þegar æðar- hnútarnir eru komnir. JQHN KNITTEL: FRUIN A GAMMSSTÖÐUM 97. DAGUR sagði hún. Þennan náunga þekkti ég til dæmis einu sinni. Ég hygg, að hann hafi unnið í sama gistihúsi og ég. Og hann mundi áreiðanlega eftir mér. — Getur það verið? — Það er eins og þeir, sem einu sinni hafa séð mig, gleymi mér ekki undir eins aftur, sagði hún. En ég vona aðeins, að hann hafi ekki grunað neitt. En þetta er áminning um það, að við verðum að gæta okkar. Og var þvi það, sem ég ætlaöi að tala um við þig. í kvöld kem ég ekki til þín. Á morgun för- um við heim að Gammsstöðum. En ég verð að biðja þig að verða hér eftir. Þú verður að vera hér fáeina daga, og þú mátt aldrei láta neinn verða varan við það, að þú gerir þér of títt um mig. Veikur grunur getur hleyt af stað óstöðvandi skriðu. — Teresa, sagði hann dapur í bragði. Ég veit þetta. Ég hefi hugsað um það sjálfur. Ég veit, að ég verð framvegis að fara ' á mis við margt. En ég mun sætta mig við það — meðan þú elskar mig. Hið eina, sem ég afber ekki, er þegar pabbi gefur í skyn eignarrétt sinn á þér. En hann gerir þetta af ásettu ráði. — Þú ert barn, sagði hún. Ekki viltu þó, að ég svipti hann þessum hugmyndum sínum? Er þér ekki nóg, að þú átt mig? Ást min til þin er ævarandi. Ég er ekki aðeins að berjast fyrir þig, heldur líka sjálfa mig. Vertu aldrei reiður við mig. Vertu aðeins tryggur. Ég skal veita þér æðri laun en nokkur kona hefir manni veitt. Hún stakk krepptum hnefanum í munn sér: Ákafur skjálfti fór um allan líkama hennar. Hann spratt á fætur og gekk til hennar, en hún rak hann frá sér, eins og hún vildi sýna honum og sanna, að tilfinningar hennar réðu ekki gerð- um hennar. Gottfreð horfið forviða á hana. Teresa dró and- ann djúpt og varir hennar skulfu. — Það mun enginn sá maður finnast, að hann fyrirgefi mér þann glæp, sem ég hefi drýgt, hélt hún áfram. Ég get ekkert fræt fram mér til afsökunar. Fólk myndi grýta mig í hel, ef það vissi, hvað ég hefi gert. En ég á heimtingu á því að ráða mér sjálf. Við erum í heiminn borin til þess að elska hvort annað. Ást mín verður að veita þér fullnægju alls lífsþorsta, Gottfreð. Grun annarra munum við eyða með hræsni og lygi. En þú verður að sverja þess dýran eið, að þú munir elska mig alla daga. — Teresa, sagði hann ásakandi. Þú skalt aldrei þurfa að iðrast ástar þinnar. Þú skalt aldrei þurfa að hallmæla mér. Það var eins og ósýnilegar hendur hefðu skyndilega varp^ ar hinni þyngstu byrgði á herðar honum. Hvert ætluðu for- lögin honum að bera þessa þungu byrgði? Orð Teresu höfðu komið honum í uppnám. — Lokaðu gluggunum, sagði hún allt í einu. Teið er orðið kalt. Komdu hingaö, leggstu á hnén og láttu höfuðuð hvíia á keltu minni. Ég ætla að gæla við þig. XXIX. Anton Möller gaf konu sinni nánar gætur á heimleiðinni frá Bern. Ferðalagið og loftlagsbreytingin höfðu sýnilega haft góð áhrif á hana. Hann virti hana vandlega fyrir sér en hann var vaniir að gera, og hann þóttist sjá, að hún var crðin unglegri en hún hafði verið — í rauninni nauðalík þeirri Teresu, sem. forðum kom vegalaus að Gammsstöðum og gekk síðan með honum upp að altarinu. Hún grúfði sig yfir bók — skáldsögu, sem hún hafði keypt í blaðasölunni í járnbrautastöðinni í Bern. Hún las hratt, og fletti blöðunum ótt. Það snart hann djúpt að sjá hana svona lífsglaða. H.ún hefir skemmt sér vel í Bern hugsaði hann, og fer ánægð heim. Ósjálfrátt varð honum hugsað til þess, að þetta ætti hann Gottfreð að þakka, og hann fylltist þakklátssemi í garð sonar síns. Hann hafði lagt sig allan fram um þáð að gera Teresu dvölina í Bern skemmti- lega. Hann hafði farið með henn í leikhúsið og í tónlistar- höllina. — Nú var gaman að vera í Bern, sagði hann laundrjúgur. Hún leit upþ. — Já, sagði hún, en hélt svo áfram að lesa. Gammstaðabóndanum varð hugsað til næstu nætur. Hann furðaði sig. á því og gladdist yfir því, að hjónband hans gat enn borið eitthvað nýtt og ferskt í skauti sínu. — Ég hlakka til þess að koma heim með þér, sagði hann. í kvöld mun ég sjálfur tína rósir í vönd handa þér, og í veitingahúsið fer ég ekki. Hún leit snöggt til hans, fletti svo við blaði í bókinni og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.