Tíminn - 20.09.1950, Page 6

Tíminn - 20.09.1950, Page 6
6. TÍMINN, miðvikudaginn 20. september 1950. 206. blað. Sími 81936 Ástartöfrar Norsk mynd alveg ný, með | óvenjulega bersöglum ástar- § æfintýrum. Byggð á skáld- f sögu Alve Mogens og hefir | vakið geysimikla athygli og I er enn sýnd við metaðsókn | á Norðurlöndum. Sýnd kl. 5, 7 og 9 TRIPOLI-BÍÓ) Óður Síbería (Rapsodie Siberienne) Hin gullfallega rússneska lit | mynd, verður sýnd aftur | vegna fjölda áskorana. Ör-1 fáar sýningar. Sýnd kl. 5, 7 og 9 .................... ~ NÝJA B í Ó I Franskar nætur { („snj»aj“) Ástar og sakamálamynd, f prýðilega vel leikin. i Aðalhlutverk: Fernandei og . I Simone Simon. Bönnuð yngri en 16 ára. | Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nl.I....... II. .......I......M.M. •II......I....IHI 11111.11111 “ ....................... - s BÆJARBÍÓ] HAFNARFIRÐI j ViSureign á Norð-f ur-Atlantshafi Action of the North-Atlantic f Mjög spennandi amerísk | stríðsmynd um viðureign | kaupskipaflotans við þýzku | kafbátana í Norður-Atlants | hafi í síðustu heimstyrjöld. I Danskur texti. Aðalhlutverk: Humphere Bogart, Raymond Massey, Julie Bishop, Dane C'larks. Bönnuð börnum innan I 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9,15. Simi 9184. j ELDURINN1 | gerir ekki boð á undan sér. | | Þeir, sem eru hyggnir, I tryggja strax hjá I Samvinnutryggjngum I ViAsamlegast greiðið blaðgjaldið til innbeimtu- manna vorra. TOUKN IIMIMI.IMIII.MIIMIIMIIIIIIIM.IIM..IMI.. I.llilll IIIIIIIIMMI. Austurbæjarbíó | Attræður í dag \ Þetta allt og liimna I ríki líka Aðalhlutverk: Bette Davis, Charles Boyer. Sýnd kl. 9. Meðal mannaæta og villidýra (Afrika Screams) Abbott og Costello. Sýnd kl. 5 og 7. I.M.M....... TJARNARBIO MÓÐLRÁST Afar áhrifamikil og vel leik- in þýzk mynd. Aðalhlutverk: Zarah Leander. Hans Stuwe. Sýnd kl. 7 og 9. Allra síðasta sinn Seldur á leign Aðeins örfá skipti eftir. (Out of this world) Bráðskemmtileg amerísk söngva og gamanmynd. Aðalhlutverk: Eddie Bracken Veronika Lake Sýnd kl. 5. Allra síðasta sinn GAMLA BIÓ( FLÖTTABÖRN (The Search) Víðfræg og athyglisverð sviss nesk-amerísk kvikmynd, sem hvarvetna hefir hlotið ein- róma lof. Aðalhlutverk: Montgomery Clift, Aline MacMahon og tékkneski drengurinn Ivan Jandl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ Mnnaðarlausi drengurinn Áhrifarík og ógleymanleg finnsk stórmynd um oln- bogabörn þjóðfélagsins og baráttu þeirra við erfiðleika. Aðalhlutverk: Ansa Ikonen, • Edwin Laine, Veli Matti (13 ára) Sýnd kl. 7 og 9. Léttlyndi sjóliðinn (Flottans Kavaler) Afar spennandi ný sænsk | gamanmynd. Sýnd vegna mik | illar eftirspurnar kl. 5. | Vatnsþéttir lampar og raf- | lagnir. Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI h. f. I Laugaveg 79. — Sími 5184 1 I .* | i TÍMINN á hvert fslenzht i heimiU. 5 Z aMiniiiiunmiMMiiMiiiMiMMMiiiMiiMiMmmiiMnnmMii (Framhald af tiOu.) um nöfnum er oftast slöngvað framan í þá, sem mikinn á- huga hafa á einhverju, sem nýtt er eða óvenjulegt. Öfga- kennd fastheldni við það, sem gamalt er, og búið að vinna sér hefð, er aftur á móti síð- ur nefnt ofstæki, og er í þessu lítið samræmi. — Um Jónas Kristjánsson er það aftur á móti að segja, að ef hann er „ofstækismaður“, er hann elskulegur ofstœkis- maður", og mætti gjaran vera meira af slíkum mönnum. Það, sem einkennir hann einna mest, er róleg festa, hógværð og yfirlætisleysi, og þó að hann muni engan veg- inn geðlaus vera, veit ég til, að móðgunum kann hann að taka með miklu umburðar- lyndi. Hann er og andlega sinnaður maður, sem hefir opin augu fyrir fánýti efnis- hyggjunnar, en er frjálslynd- ur og víðsýnn og vill í andleg- um efnum sem öðrum það eitt hafa, er sannast reynist og bezt. í stuttu máli: Hér skal ekki hlaðið neinu „lík- ræðulofi" á Jónas Kristjáns- son, og sjálfsagt hefir hann einhverja galla, eins og aðrir dauðlegir menn. En ég tel hann hiklaust með merkustu mönnum, sem ég hefi kynnzt, og er þakklátur guðunum (ör- lagavöldunum) fyrir að hafa átt þess kost að kynnast hon- um, og hið sama ætla ég að margir aðrir muni geta sagt. í dag munu margir hlýir hugir hvarfla um þenna unga öldung og margar óskir um sem lengst framhald á lífi hans og hinu heillaríka starfi, er hann hefir svo fagurlega vígt heilsu og hamingju með- bræðra sinna. — Grétar Fells. JCHtt kNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM 109. DAGUR Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Sími 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. i umboði Jóns Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra Wma eftir samkomulagi. Stúlka óskast. Þrennt fullorðið í heimili. — HENNY OTTÓSSON Langholtsveg 139. Til viðtals í Kirkuhvoli, til kl. 6 síðdegis. dfe ÞJÓDLEIKHÚSID Föstudag 22. sept. kl. 20,00: ÓVÆNT HEIMSÓKN eftir J. B. PRIESTLEY Leikstjóri: INDRIÐI WAAGE FRUMSÝNING Áskrifendur að 1. og 2. sýn- ingu vitji aðgöngumiða sinna eftir kl. 13,15 í dag XXXV. Hinn fimmtánda september bar upp á fimmtudag, og þá safnaðist mikill fjöldi karlmanna úr Arnardalnum saman í Gammsþorpi. Allir voru með byssur, því að þenna dag var hin árlega skotkeppni. Það komu menn frá Lindar- brekku, Arnarbúðum, Imsteg, Speuz. Þar voru líka fáeinir menn úr öðrum dölum, sem komið höfðu langa vegu yfir fjöllin þegar I morgunsárinu. Þarna voru öldungar með hvítt, sítt skegg, ungir, svartskeggjaðir bændur, sumir snar- ir og stæltir eins og gemsur, aðrir þungir og seinir í hreyf- ingum eins og skógarbirnir. Allir hópuðust saman, afar, feður og synir, undir rauðum fána með hvítum krossi, er bærðist í golunni á hárri fánastönginni. Það var messað í Gammsþorpi þenna morgun, og þótt Anton Möller á Gammsstöðum hefði aldrei verið kirkjuræk- inn um dagana, kom hann ekki til mótsins, fyrr en messu var lokið. Hann vildi vera öðrum til fyrirmyndar. Gottfreð Sixtus var í fylgd með föður sínum,-er hann ' birtist við skotbrautirnar. Við skotbrautirnar skildu þeir. Gottfreð Sixtus nam staðar, en Anton Möller gekk að braut- inni, kraup á kné og miðaði. Hinir skotmennrnir stóðu þög- ulir fyrir aftan hann. Anton Möller skaut átta skotum í mark. Hann hafði þegar unnið eitt stig umfram þá, sem ! beztir voru af þeim, sem búnir voru að keppa. Fólk hélt niðri í sér andanum. j — Það er töggur í Gammsstaðabóndanum, sagði maður við mann. Þar sér ekki á, að hann sé skjálfhentur, þó að hann sé farinn að eldast. — Vel gert, sagði Bader og lagði höndina á öxl Antons Möller. En skjóti maður bola í augað, kemur kúlan út ein- hvers staðar á hinni hliðinni, og enginn veit, hvaðan hún er komin, fyrr en slátrarinn uppgötvar það. Flestir skildu, hvað hann átti við og hlógu að. Anton Möller þerraði af sér svitann og hló lika. Gottfreð hafði staðið á tali við gamla granna, en nú leit hann til föður sins. — Má ég óska þér til hamingju, sagði. Ég vildi óska, að ég væri svona örugg skytta. — Taktu þá hólkinn og reyndu, hvað þú getur. — Nei — ég vil ekki verða til athlægis. Nú fer ég. — Ferðu? sagði faðir hans, í senn þreytulega og undr- andi. Ég sé þig vonandi við kvöldverðarborðið? — Ég verð heima í kvöld. — Sjáum til — jæja, jæja. Anton Möller litaðist um, þreytulegur í bragði. — Farðu þá, bætti hann við með illa dulinni fyrirlitningu. Gottfreð rölti heim á leið, Hann fór inn í herbergi sitt, læsti á eftir sér og lagðist endilangur á legubekkinn. Hann óskaði sér aðeins einveru. Hann vildi ekki vera meðal fólks. Hann vildi þjást einn við þrá sína til Teresu. Hvar skyldi hún nú vera? Hún hafði forðazt hann síðustu daga. Og hún hafði horft einkennilega á hann, þegar fundum þeirra bar saman, eins og hún æli í brjósti einhverjar grunsemdir. En hún hafði sjálfsagt rétt fyrir sér. Hún var vanfær, og hún gat ekki sagt, að hann ætti það. En hann átti það samt. Það hafði hún sjálf sagt. En hann skildi ekki sjálfan sig lengur. Hann var hræddur við hana. En hvílíkur munn- ur! Og hvílikur likami! Og hvílikur unaður að hvíla i faðmi hennar. Hvílkur eldur! Hann tók mynd af henni af skrif- borði sínu. — Teresa, hvíslaði hann. Þú gerir mig hræddan, og það er eitthvað ægilegt, sem þú býrð yfir. Svo kyssti hann myndina eins og brjálaður maður. Loks lét hann fallast út af, örþreyttur. Skotin kváðu við. Anton Möller skaut hverju afbragðs- skotinu af öðru. En Gottfreð Sixtus lá endilangur á legu- bekknum, og Teresa var ein á ferli á mjóum stíg úti í haust- sölnuðum skóginum. Hún gekk hratt, og mjaðmirnar hófust fagurlega við hvert spor. En andiit hennar var sem höggvið í marmara. Stór,svartur hundur, sem villzt hafði frá eig- anda sínum, einum skotmannanna, kom hlaupandi á eftir henni með trýnið við jörð. Teresa gaf honum engan gaum. Hún vissi ekki eiriú sinni, að hann var þarna. XXXVI. Anton Möller va-nn lárviðarsveiginn. Með sveiginn á höfði og byssuna um öxl skálmaði hann í taroddi fylkingar í gegn- um Gammsþorpið að „Vínviðnum.“ Þar var fyrir margt

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.