Tíminn - 20.10.1950, Side 1

Tíminn - 20.10.1950, Side 1
Is~—--------------- Ritatjóri: Þórarinn Þórarinsson Tréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Tramsóknarflokkurinn 1 34. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. október 1950. Skrifstofur t Edduhúsinu Fréttasirnan 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglysingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 233. blað. Haustvertíðin brást Aflaíjpögð Iijá Fá- skrúðsf jarðarbát- nni fyrir neðan alSar liclliir í suniar Frá fréttaritara Tímans á Fáskruðsfirði. Héðan róa ennþá 10 bátar til fiskveiða, átta með línu og tveir með dragnót. Afli er tregur og eru menn orðnir vondaufir um að vel ætli að fiskast í haust, en menn höfðu gert sér vonir um að aflabrögð myndu glæðast með haustinu. Hefir aflinn verið heldur rýr í allt sumar hjá bátunum og útkoman eftir sumarver- tiðina fyrir neðan allar hell- ur. — Hins vegar mun vel hafa tekizt til með nýtingu aflans. Öll ýsa, sem numið hefir helm ing af afla, er fryst til sölu í Bandaríkjunum og einnig steinbítur og Jítið eitt af þorski. En meginhluti þorsk- aflans er saltaður. Heyjaskoðun gerð í S.-Þingey ja rsýslu Ekki er enn ráðið, hyort slátrun hefst að nýju i Suður- Þingeyjarsýslu vegna hey- brestsins. Verið er að athuga gaumgæfilega heybirgðir bænda og fara fuiltrúar fóð- urbirgðafélaga um sveitir, þeirri athugun er nú lokið að mestu í Aðaldal, en fer nú fram í Reykjadal. Mæla þeir upp hey manna og segja til um þann fjárfjölda, sem for- sjált má telja, að setja á. Að þessari athugun lokinni mun verða ákveðið, hvort viðbót- arslátrun er óhjákvæmileg. Mjög mikið af fóðurbæti hefir þegar verið keypt og flutt í sveitirnar. Veður er hið versta þessa daga, snjó- koma i uppsveitum og á heið- um en krapahríð og rigningar i dölum. | Fjölmennið á Fram | 1 sóknarvistina | | Munið fyrstu Framsókn- | | arvistina á þessu hausti í j | Listamannaskálanum í: I kvöld. Hún hefst kl. 8,30 og : 1 er vissara að koma timan- ! | lega að spilaborðunum. I | Guðmundur Kr. Guðmunds j j son, skrifstofustjóri mun! i stjórna spilunum. Fleira j ! verður til skemmtunar og j | eftir verðlaunaafhendingu f i verður dansað. Tryggið j j ykkur aðgöngumiða og vitj i Í ið þeirra í skrifstofu Fram j j sóknarflokksins í Edduhús i i inu við Lindargötu 9A fyrir j i klukkan 4 í dag. — fllililllllljllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllltllllllllllllll ! Hér ræða „hinir stóru“ um landvarnir í New York. Talið frá vínstri eru Bevin (í morgun- skóm vegna líkþornanna), Shinwell, Schuman, Moch, Acheson og Marshall. Vel búinn björgunarleiðangur fer næstu daga á Vatnajökul Björgunardeild Bandaríkja- hers hyggst ná skíðavélinni Moim «íí tscki koiiiin til Kcflavíkur. FI»»i«> austur yfip jökul til atliugana í »íi>p Tíminn fékk í gær þær upplýsingar hjá flugumferða- stjórn Keflavíkurflugvallar, að flugvélar og menn úr björg- unardeild bandaríska hersins hafi síðustu daga kom- ið til Keflavíkur í því skyni að bjarga C-47, eða með öðrum orðum, skíðaflugvélinni, sem lenti á jöklinum hjá flaki Geys- is og ekki náðist aftur á loft. — Yfirmaður þessa björgunar- leiðangurs er kapteinn Perry C. Emmons, sem er yfirmaður í björgunardeild ameríska hersins. Felld inn í æfingakerfi. Yfirmaður leiðangursins segir, að tilgangur leiðang- ursins sé ekki einvörðungu sá, að bjarga flugvélinni af Vatnajökli, heldur að æfa mennina í að bjarga sér og ferðast á jöklum og við erfið- ar aðstæður í óbyggðum. Áætlun björgunarstarfsins er sú, að farið verði á bilum frá Keflavík að vesturenda Vatnajökuls og settar þar, upp tjaldbúðir og bækistöð og gengið síðan á skíðum yf- ir jökulinn að flugvélinni. þeir hingað frá stöðvum hers- ins í Nýfundnalandi og Labra dor. Auk þess var Patrick J. Fiores, sem einnig er með í förinni, annar þeirra flug- manna, er lentu vélinni á jöklinum. Þarf að þjappa flugbraut. Áður en flugtak verður reynt, búast þeir við að verða að merkja flugbraut og að líkindum þjappa snjóinn á henni. Þá verður einnig að koma fyrir rakettum til hjálp ar við flugtakið. Borgarfógetinn auglýsir uppboð Eftir hádegið á morgun fer uppboð frarn í portinu á milli Arnarhólstúnsins og sænska frystihússins, og verða þar seld ýmis konar húsgögn, borð bekkir, rúm, skúffur, skápar, þvottaborð, skrifborð, og mun ir úr skipum, siglutré, bómur, bátauglur, olíugeymar, ljósa- vél, mælaborð, áttavitar, blakkir og vírar. Það er borgarfógetinn i Reykjavík, er heldur þetta uppboð. Ef að venju lætur, verður sjálfsagt boðið í. Eldur í kaupfélags- húsinu á Hofsósi Munaði minnstn að stópbpnni ypði Frá fréttaritara Tímans á Hofsósi. Síðastliðinn miðvikudag kom eldur upp í húsi Kaup- félags Austur-Skagfirðinga á Hofsósi. Varð hans vart kl. tólf á hádegi, rétt í sama mund og starfsfólkið var að fara í mat. Var þá kominn allmikill eldur í kjallaraher- bergi, sem er áfast við mið- stöðvarplássið, og allt orðið þar fullt af reyk, svo að ekki varð komizt inn. Voru þá rúður brotnar og ausið sjó inn í kjallarann. Dreif brátt að fjölmenni, og gengu menn að slökkvistarf- inu með hinum mesta dugn- aði, og tókst þannig að vinna bug á eldinum. Verður hjálp þessara sjálfboðaliða ekki fullþökkuð. Fullvíst má telja, að húsið hefði brunnið til kaldra kola með öllu, sem i því var, ef eldsins hefði ekki orðið vart einmitt á þessari stundu. Kaupfélagshúsið er gamalt timburhús, tvílyft á kjallara, og stendur rétt við sjóinn. Engin slökkvitæki voru við hendina. Eldsupptök eru ó- kunn. — ÓVENJULEGUR FARÞEGI Fyrir skömmu kom maður einn í járnbrautarstöð rétt hjá Reyrási í Noregi og bað vagnstjóra í lest, sem var á suðurleið, fyrir einkennileg- an farþega. Það var svala, sem maðurinn hafði fundið aðfram komna úti á víðavangi í frosti og snjó, Hún hafði orðið of sein fyrir að komast brott áð ur en veturinn gekk í garð á þessum kaldranalegu slóðum. Leikskóli þjóöleikhúss- ins settur í gærdag Aemcndiip ellcfn — scx slólkuiv fimm piltap Leikskóli þjóðieikhússins var settur í gær. Gengu 25 undir próf, og stóðust ellefu prófið. Hefja þeir nú nám í Jeikskól- •num á þessu fyrsta starfsári hans. Eru sex nemendanna stúlkur, en fimm piltar. Allir eru nemendurnir úr Reykjavík, Búizt við mikium mannraunum. Búast Bandaríkjamennirn- ir við hinum mestu raunum í jökulförinni og hafa marg- víslegan útbúnað til að mæta þeim. Undanfarið hefir snjóað mjög á jökulinn og fennt að vél'nni. Hefir hún skemmst mikið frá þvi hún var yfir- gefin. Má þvi búast við að erfiðleikum verði bundið að vinna að viðgerð vélarinnar. Eru með í förinni tveir sér- fróðir menn með margra ára reynslu, til að annast viðgerð- ir á vélinni við hinar erfið- ustu kringumstæður. Koma Fallhlífarlæknir og hjáíparmenn. Sérstök flugvél, C-82, mun annast flutning rakettanna, matvæla og annars nauð- synlegs útbúnaðar til leiff- angursœanna á jökulinn, og verður því varpað niður í fallhlif, eftir því, sem þcir þurfa með. Þeirri flugvél stjcrnar Robert Hensz, þaul vanur flugmaður, er hingað keniur frá stöðvum Banda- ríkjahersins í Labrador. — í þessari flugvél verður meðal annars læknir og tveir að- stoðarmenn hans, sem eru sérfræðingar í hjálp í við- (Framhald 4 7. síða,) nema ein stúlka frá Vestmanr Ávarp þjóöleikhússtjóra. Skólastjórinn, Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, ávarpaði nemendurna. Gat hann'þess, að með stofnun þessa skóla væri að hefjast allmerkur þáttur í sögu ís- lenzkrar leiklistar, og þótt skólinn yrði ekki þegar i upp- hafi eins fullkominn og skólar erlendi-a leikhúsa, væri þó eng inn efi á því, að íslenzkur skóli gæti veitt bezta tilsögn um meðferð íslenzkrar tungu og túlkun íslenzkrar skap- gerðar. Síðan flutti formaður þjóð- aeyjum og ein úr Hafnarfirði. leikhússráðs, Vilhjálmur Þ. Gislason, nemendum kveðju. Nemendurnir. Þeir, sem nú taka sæti í skólanum, eru Anna Halldórs- dóttir, Gerður Hjörleifsdótt- ir, Sólveig Jóhannsdóttir og Margrét Ólafsdóttir, all- ar úr Reykjavík, Kristín Þor- valdsdóttir úr Vestmannaeyj- um og María Þorvaldsdóttir úr Hafnarfirði, og Jóhann Pálsson, Bessi Bjarnason, Valdemar Lárusson, Knútur Magnússon og Lúðvík Hjalta- son, allir úr Reykjavík.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.