Tíminn - 20.10.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.10.1950, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, föstudaginn 20. október 1950. 233. bla3. HÓLAR f HJALTADAL Niðurlag. Fáir geta skilið og gert sér ljóst hve geigvænlega erfið- leika var við að etja fyrsta aldarfjórðunginn fyrir þá er störfuðu að viðreisn Hóla frá því að búnaðarskólinn hóf starf sitt 1882. Engin risa- skref voru tekin og stundum virtist lítið miða áfram. Án efa hafa forstöðumenn skól- ans oft haft þungar áhyggj- ur af því, að allt væri að fara í kaldakol, en reynslan hefir leitt í ljós, að svo var ekki. Hér var um margskonar brautryðjendastörf að ræða. Hafist var handa um ræktun jarðar og í þjónustu þess ræktunarstarfs notaðar nýj- ar aðferðir fluttar frá ná- grannaþjóðum vorum. Tekið var til að rækta búpeninginn og náðist skjótt allmikill ár- angur. Jafnhliða var ungum mönnum kennd bókleg og verkleg búfræði. Endurreisnarsaga Hóla verð ur ekki rakin að öðru leyti en hér hefir verið gert, þess þarf heldur ekki áheyrend- ur góðir. Þið hafið sjálfir fyr ir augum, hvert sem litið er, hvað gerst hefir. Hér blasa við reisulegar byggingar sem falla glæsilega við hina fögru umgerð, sem Hjaltadalur myndar um Hóla. Hin stóru, grösugu, víðlendu tún eru nú, þar sem áður voru mýrar- svakkar, sem hvorki mönnum né skepnum var fært yfir. Hvar sem litið er hér um hús eða umhverfi sést að ágætur búskapur er nú rekinn á hinu forna höfuðbóli. Góð um- gengni og snyrtimennska lýs ir sér hvar sem litið er, enda er það almennt viðurkennt að núverandi skólastjóri er búhöldur ágætur og stýrir búi ríkisins hér með mesta sóma. Hitt dylst fremur, þegar vér lítum yfir Hólastað í dag, sú mannrækt, sem hér hefir átt sér stað um hartnær 60 ára skeið. En héðan hefir ár- lega, þetta tímabil allt kom- ið hópur nemenda sem orðið hafa forvígismenn um búnað arframkvæmdir og fleiri menningarmál. Þótt almenningur hér á landi hafi oft viljað gera lít- ið úr búfræðingum og bú- fræðimenntun, þá hefir þó 60 ára reynsla sannað, að menn er menntun hafa hlot- ið í bændaskólum, fyrr og síð ar, hafa yfirleitt skarað fram úr sem bændur og orðið for- göngumenn um búnaðarum- bætur. Þá er það hin aldna ekkja. — dómkirjan. — Unnið hefir verið að því að bæta þar það sem fátækt, fáfræöi og vesal- dómur fyrri tíma lét viðgang ast að eyðilagt væri. Kirkjan hefir verið, eftir því sem hægt er, færð í sinn fyrri búning, bæði hvað dómkirkjuna sjálfa snertir og lausa muni, sem henni fylgdu. t)ómkirkjan er nú eins og annað hús, sé mið að við það; sem var fyrir hálfri öld síðan. Nú færa Skagfirðingar dómkirkjunni á Hólum, Hólastað, — þjóð- inni allra — hið glæsilegasta minnismerki — turn er bendir til himins — til minningar um einhvern stórbrotnasta og mikilhæfasta kirkjuhöfð- ingja, er hér hefir setið og starfað. Ég leyfi mér að flytja forgöngumönnum þessa máls og Skagfirðingum öllum hugheilar þakkir fyrir þann stórhug og ræktarsemi, Ræða Steing'ríms Steinþórssonar forsætis- ráðherra við aflijiipun mlnnismerkis Jóns Arasonar að Hólum 13. ágúst s.l. sem þeir hafa sýnt Hólum og héraðinu öllu á þennan hátt. Er það mjög í samræmi við það, þegar feður þeirra, er nú úyggja þetta fagra hérð, hóf- ust handa um endurreisn Hóla fyrir 60 árum siðan. Þó vantar margt til þess, að enn sé búið að Hólum eins og sögufrægð staðarins og gæði Hóla sem bújarðar á nú tímavísu, á skilið. Hér skal aðeins eitt atriði nefnt: Hól- ar er ekki prestssetur og hef- ir ekki verið um 90 ára skeið. Það er óviðeigandi og nauð- synlegt úr að bæta. Raddir hafa komið fram um það, að á Hólum yrði að vera dóm- kirkjuprestur. Ýms félaga- ■ samtök, sérstaklega úr Skaga i firði hafa sent áskoranir um 'að fá staðarprest að Hólum. ! Kirkjumálaráðuneytinu hafa I nú borist áskoranir um þetta efni frá herra biskupi ís- lands, Prestafélagi Hólastiptis og fieiri félagasamtökum. Ráðuneytinu hefir þótt hlíða þennan dag, að verða við þess um óskum. Herra Sigurgeiri Sigurðssyni biskup yfir ís- I landi hefir af þessu tilefni iverið skrifað svohljóðandi bréf: Með skírskotun til bréfs yðar, háæruverðugi herra, dags. 24. nóv. s. 1., og er- indis prestafélags Hóla- stiptis hins forna, varðandi endurreisn prestsseturs að Hólum í Hjaltadal, tekur ráðuneytið fram, að það mun hlutast til um að prestssetrið að Vatnsleysu verði lagt niður og flutt að Hólum, svo fljótt sem við verður komið. En ekki er unnt að framkvæma breyt ingu þessa fyrr en hægt er að byggja yfir sóknarprest inn á Hólum ,en til þess er ekki fé fyrir hendi á fjár- lögum. Ennfremur þarf að undirbúa að prestinum verði jafnframt ætlað á staðnum, til afnota, hæfi- legt landrými, ræktað og ræktanlegt eftir nánara samkomulagi. Jafnframt því að tilkynna þetta öllum, er á mál mitt hlýða vil ég leyfa mér að ÍJytja yður alúðarkveðjur og árnaðaróskir kirkjumálaráð- herrans, Hermanns Jónasson ar, er nú dvelur erlendis að störfum fyrir ríkisstjórnina og getur því ekki mætt hér. Vel kann svo að vera, að ýms um, er mikinn áhuga hafa fyrir þessu máli, virðist, að hér sé aðeins um „vonarbréf‘.‘ að ræða, en brugðist geti til beggja vona um það hvenær slíkt „vonarbréf“ verði inn- leyst. Ég vil því nota þetta tækifæri til þess að lýsa því yfir að ráðuneytið mun gera ráðstafanir til þess, að prests setur verið reist hér á Hólum sem allra fyrst og hægt er. Vér væntum að þessi á- kvörðun ráöuneytisins — það er að kirkjuhöfðingjar eigi heimili á Hólastað að nýju — verði til þess að auka veg og vald Hóla. Að koma dóm- kirkjuprests að Hólum verði til þess að áhrif þau, er héð- an streyma, Jafnt til nemenda þeirra, er hingað sækja fræðslu, og á annan hátt, verði sem mest og bezt og til enn meiri þroska og blessun- ar fyrir þetta hérað og þjóð- ina alla. Ég lít svo á, að það fari á- gæta vel, að á sama stað sé aðsetur kirkjulegra leiðtoga, er sérstaklega starfa að því að efla trú og siðgæði í sönn- um anda hinna háleitustu kristulegu kenninga, og 'jafnframt stofnun er undir- býr unga menn til þess að ganga í þjónustu ræktunar- aflanna. — Ræktun jarðar — ræktun búpenings. Fá eða engin störf eru göfugri en ræktunarstörfin. Búskapur, er byggist á fullkominni ræktun er einhver heilbrigðasta og göfugasta atvinnugrein, sem til er. Slík störf stefna að þvi sama og er innsti og háleitasti kjarni kristindómsins. Að fegra, göfga, bæta. Þeir sem með réttu hugarfari ganga í þjónustu ræktunaraflanna þroska sjálfa sig og bæta. Eitt af góðskáldum vorum segir á þessa leið í ástaróð til ræktunarstarfa — til ræktunarmenningar: Ef ég mætti yrkja — yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænargjörð. Vorsins söngvaseiður sálmalögin hans. Blómgar akurbreiður blessun skaparans. Það er ósk vor og von að með því hugarfari, er fram kemur í þessum ljóðlínum, verði hið tvíþætta starf leitt og eflt eftirleiðis hér á hin- um fornhelga stað, Hólum í i Hjaltadal. Annars vegar hin kirkjulega starfsemi — rækt un mannssálarinnar — og hins vegar ræktun jarðar, ræktun búpenings. Vér ósk- um, að nemendur þeir, er hing að sækja fræðslu og annan| grundvöll að hinu göfga og mikilvæga lífsstarfi, sem þeir. ætla að gera að ævistarfi, að vinna við landbúnað, mótist sem mest og bezt af báðum þessum straumum. Með þessum fáu og ófull- komnu orðum leyfi ég mér að færa öllum, er á mál mitt hlýða, en þó sérstaklega þeim, er undirbúið hafa þessa glæsi | legu minningarhátið hér í dag, hugheilar kveðjur og árnaðaróskir ríkisstj órnar ís- lands. Ég bið ykkur að taka ekki hart á mér, þó að ég byrji á því, að eyða fáeinum orðum til að víta Hannes á horninu fyrir lubba- skap. Hann birti nýlega bréf frá ónefndri konu og var bréfs efnið það, að konur þær, sem á Alþingi sitja, kæmu sjaldan á fundi kvenréttindafélags. Hafði bréfkonan nafnlausa séð Rannveigu á einum fundi en Kristínu aldrei. Rannveig Þorsteinsdóttir svar aði þessu eins og þið hafið væntanlega séð í Tímanum. Taldi hún upp ýmsa fundi, fé- lagsins, þar sem hún hefði ver- ið, en bréfkona Hannesar virt- ist ekki hafa verið eftir því sem hún talaði. Og þar með er þeim umræðum væntanlega lokið. En nú átti Hannes á horn- inu eftir að sýna innræti sitt. Nú talar hann við lesendur sina. sem sennilega hafa ekki allir séð svar Rannveigar. Hann talar ekkert um efni þess en segir, að Rannveig hafi brugð- ist „hrottalega“ við framburði bréfkonunnar. Segir hann, að „konan‘“ segist vera svo undr- andi á „hroka frökenarinnar" „að hún óski ekki eftir frekari skrifum.“ Fundarsókn í kvenréttindafé- lögum kemur mér ekki við. En almenna lesendur varðar hins vegar siðferði blaðamennskunn ar. Og því skulum við athuga þetta fyrirbæri, þó að tilefnið kunni að þykja smátt. Kona, sem felur nafn sitt, skrifar bréf, sem virðist hafa þann tilgang einan að ófrægja tvær nafngreindar konur. Það gat vel verið maklegt, og við því er ekkert að segja, þó að drengilegra hefði verið að sýna nafn sitt. Þá hefði heldur eng- inn þurft að halda, að bréf- konan héti Vilhjálmur. — Önn ur konan, sem ófrægja átti, svarar bréfinu undir nafni. Það er gert illyrðalaust með full um drengskap. Og þá hefir rit- stjórinn þessi þokkalegu við- brögð. Við leyfum stundum fólki, sem ekki vill taka opinberlega ábyrgð á því sem það segir sjálft, að koma fram með á- deilur á aðra, og það getur ver- ið fyllilega réttmætt. En við megum aldrei nota húsbónda- vajdið til að smjatta á nafn- lausum rógi skuggabarnanna, eftir að hann hefir verið hrak- inn. I Ég skil það vel, að Hannes hafi óskað konunni sinni skemmtilegri úrslita í þessum viðræðum. Hann átti samt að vera svo mikill maður, að hann lofaði henni að hverfa í friði út úr bómenntasögunni, án þess ' að vera að mannskemma sig á tilefnislausum dylgjum. Ef það er hroki að virða þessa nafn- ] lausu manntegund svars, sæm- ir það þó ekki þeim, sem _ sjálfur flutti mál bréfkonunn- ar, að vanda um það. Friðun rjúpunnar eða ófriðun virðist nú vera eitt mesta áhuga mál margra. Samkvæmt því, ' sem fuglafræðingar telja, ætti rjúpnastofninum nú að fara 1 fjölgandi og hafa náð hámarki 1 1951—53, þrátt fyrir veiði og ] friðunarleysi. Verði rjúpan því ekki friðuð nú og fjöldi hennar litlu eða engu meiri eftir svo ] sem tvö ár, eru vísindin með ] Finn okkar Guðmundsson í fylk ingarbrjósti orðin mát. Verði rjúpan hins vegar ófriðuð og fjölgi þó mikið, þrátt fyrir alla veiði, hafa vísindamennirnir unnið sigur. Ég er enginn veiðimaður, leið- ist allt fugladráp nema í nauð- syn, og hef enga samúð með neins konar skemmtidrápum eða sportveiðum. Samt þætti mér gaman að vita, hvernig úr þessu máli skærist, ef vísinda- mennirnir fengju að tefla tafl ið til enda. Rjúpunni yrði ekki útrýmt á tveimur árum. Ég held að vísindin séu í meiri hættu en nokkurn tíma rjúp- an, ef á þau hallar. En hitt er auðvitað bláber vitleysa, þegar menn segja í hita bardagans, að veiðin ráði engu um fjölda fuglsins. Annars eru það fleiri en mað urinn, sem veiða rjúpuna. Það gera refir og þeim hefir fjölgað síðustu árin, og svo er minkur- inn kominn til sögunnar. Það er því fleira en eitt, sem gefa verður gaum í þessu tilliti. Starkaður gamli. Enginn íþróttaunnandi getui verið án Sportsblaðsins, sem flytur nýjustu fréttir frá öllum löndum. Einnig birtast í blað- inu innlendar og erlendar grein- ar um íþróttir. Sportblaðið kemur út einu sinni í viku og kostar árgangurinn 30,00 krón- ur. Gerizt áskrifendur. Nafn ....................... Heimili .................... Staður ..................... SPORTBLAÐIÐ, Vesturgötu 34, Hltbniiii ~[imahh >*»*«*«m**< Hangikjöt Ný framleiðsla kemur í hverri viku Nægar birgðir fyrirliggjandi | Reykhús S.Í.S. Sími 4241 »»«»*»•»«**«•«•««< Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS AUGLVSEYGASIMI TlMANS ER 81300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.