Tíminn - 20.10.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.10.1950, Blaðsíða 5
233. blað. TÍMlNN, föstudaginn 20. október 1950. 5. Föstud. 20. oht. Friðarraálin og kjarnorkusprengjan Kommúnistar láta svo um þessar mundir sem þeir séu miklir baráttumenn gegn notkun kjarnorkusprengjunn ar. Þeir hafa sent erindreka sina á stúfana með undir- skriftaskjal, sem lýsa á and- úð á notkun kjarnorku- sprengjunnar. Það er auðséð, að kommún istar gera ráð fyrir því, að almenningur sé fljótur að gleyma staðreyndum. Fyrir rúmum þremur árum upplýsti Byrnes, sem var utanríkisráð herra Bandaríkjanna kring- um stríðslokin, að Stalin hefði verið skýrt frá því á Potsdam ráðstefnunni. að kjarnorku- sprengjan yrði notuð gegn Japönum og hefði Stalin hvatt til þess að þeirri aðgerð yrði hraðað. Þessu hefir aldr- ei verið mótmælt af Rúss- um, og láta þeir þó ekki standa á því að bera sakir af Stalin, ef þeim þykir ranglega á hann deilt.Staðreynd er líka það, að tveimur dögum eftir að fyrstu sprengjunni vár varpað á Hirosima.sögðu Rúss ar Japönum stríð á hendur. Meiri var nú ekki samúðin með þeim, sem fyrir kjarn- orkusprengjunni urðu. Af- staða Stalins á Potsdamfund- inum virðist hafa verið hin nákvæmlega sama og Banda ríkjanna. Hann hafði ákveðið að berjast við Japani og hann vildi reyna að komast hjá miklum blóðfórnum, sem lang vinnri styrjöld hlaut að fylgja með því að láta kjarnorku- sprengjuna binda endahnút á styrjöldína. Hér skal svo ekki frekar rætt um þessa afstöðu Banda ríkjanna og Stalins. Um hana má deila og finna rök með henni og móti. En vert er að festa athygli' við þann þátt kjarnorkumálanna.sem á eft ir kom. Fyrir frumkvæði Bandaríkjanna var skipuð á vegum Sameinuðu þjóðanna sérstök kjarnorkunefnd, er skyldi semja tillögur um fram tíðarskipan kjarnorkumál- anna. Meirihluti nefndar- innar gerði tillögur um að koma yrði á alþjóðlegu eftir liti með kjarnorkuframleiðslu og framleiðsla kjarnorku- sprengja skyldi stöðvuð strax og því væri komið á. Lýðræð- isríkin hafa um þriggja ára skeið lýst sig reiðubúin til að fallast á þessar tillögur, en Rússar hafa hafnað þeim. Þeir hafa viljað fá neitunar- vald í eftirlitsnefndinni, en neitunarvald eins eða annars stórveldis í slíkri nefnd get- ur hæglega gert eftirlitið einskisvert. Þeir hafa aðeins heimtað, að Bandaríkin eyði- legðu kjarnorkusprengjur sínar, en slíkt hafa þau eðli- lega ekki viljað fallast á, nema það væri tryggt, að Rússar eða aðrir ynnu ekki að framleiðslu kj arnorku- sprengja. Sú afstaða Rússa að neita raunhæfu kjarnorku- eftirliti hefir þannig hindrað samkomulag um kjarnorku- málin og aukið kapphlaupið á kjarnorkusviöinu. Annars mun það sannast að segja um kjarnorkusprengj una, að það gildir sáma um ERLENT YFIRLIT: Austur-þýzku kosningarnar Kommimistar bæta met Hitlers I ofbeielis- aðgerðum við kosnin«ar Um seinustu helgi fóru fram þingkosningar í Austur-Þýzka- landi, sem mikla athygli hafa vakið. Aðeins einn listi var í kjöri og greiddu 97% kjósenda honum já-atkvæði sitt sam- kvæmt úrslitatölum þeim, sem stjórnarvöldin hafa birt. Það er nokkrum % meira en naz- istar fengu, þegar þeim gekk bezt í kosningunum í valdatíð Hitlers. Skorti þó ekki á, að nazistar beittu öllum hugsan- legum aðferðum og ofbeldi til þess að ná sem bestum árangri. Hinum kommúnistisku stjórnar huguðu þingkosningum í Austur Þýzkalandi og aðförum stjórnar valdanna í sambandi við þær,' með því að senda borgarstjórn- ' inni í Vestur- Berlín úrelt.ar skömmtunarbækur frá seinasta skömmtunartímabili. Þessi á- skorun Reuthers fékk svo góðar undirtektir, að borgartjórninni bárust skömmtunarbækur frá næstum helming kjósenda í Austur- Berlín. Á seinustu [ stundu reyndu þó austur- þýzku stjórnarvöldin að hindra þetta ! með því að gefa gildi nokkrum miðum, er verið höfðu ónotaðir völdum Austur-Þýzkalands hef ur tekizt að fullkomna og endur bæta kosningaaðferðir nazist- anna. Tilhögun kosninganna. Kosningarnar fóru fram með þeim hætti að aðeins einn listi var í kjöri, listi sameining- armanna. Kjósendur höfðu ekki nema um tvennt að velja, að kjósa listann óbreyttann eða hafna honum. Ef þeir kusu listann, áttu þftir að setja at- kvæðaseðilinn í kjörkassann, án þess að setja nokkur merki á hann. Ef þeir höfnuðu listanum áttu þeir að ógilda seðilinn og setja hann þannig í kassann. 1 kjörstofunum gátu kjósendur farið á bak við skerm og ógilt þar seðilinn, ef þeim sýndist svo, en kappsamlega var skörað á þá kjósendur, sem ætluðu að greiða listanum já- atkvæði að vera ekki að tefja tímann með því, heldur láta seðilinn strax í kassann og þeim var afhentur hann. Með þess- um hætti hafði kjörstjórnin að- stöðu til að fylgjast með því, hverjir það voru sem ógiltu seðlana. Kosningin var því ekki frjáls, nema að nafninu til, enda varð niðurstaðan sú, að undantekningarlítið allir tóku þann kost að greiða já-atkvæði í viðurvist kjörstjórnarinnar. Menn töldu sig í hættu ella fyrir ofsóknum stjórnarvaldanna. Herbragð Reuthers. Fullsannað þykir, að stór hluti kjósendanna og sennilega meiri hluti þeirra hafi greitt atkvæði með sameiningarlist- anum gegn sannfæringu sinni af ótta við hefndarráðstafanir stjórnarvaldanna. Af stjórn- málamönnunum í Vestur-Þýzka landi hafði líka verið yfirlýst, að fylgismenn þeirra í Austur- Þýzkalandi skyldu ekki tefla sér í neina hættu vegna þessara kosninga, þar sem litið væri á þær sem hreina markleysu og þingið það, sem kosið væri með slíkum hætti, myndi ekki hljóta neina viðurkenningu vestrænna stjórnarvalda. Ernst Reuther, borgarstjóri í Vestur- Berlín, gerði rétt fyrir kosningarnar athyglisverða til raun til þess að prófa hina raun verulegu afstöðu kjósendanna í Áustur- Þýzkalandi. Hann skor aði á kjósendur í Austur- Berl- ín að mótmæla hinum fyrir- í bókunum. Saga sameiningarlistans. Eins cg áður segir, áttu kjós- endur aðeins um einn lista að velja. Kommúnistar kröfðust þess strax i upphafi að ekki kæmi fram nema einn listi, en kristilegi flokkurinn (CDN) og frjálslyndi flokkurinn (LDP), sem enn eru til í Austur-Þýzka- landi að nafninu til, yoru því andvígir. Seinast 14. mars í ár lýstu þeir yfir því, að þeir ætluðu að bera fram sérstakan lista, en að öðrum kosti myndu þeir ekki taka þátt í kosningun um. Að undirlagi kommúnista var haldinn fundur fjórum dög um síðar, þar sem mættir voru allir þeir aðilar, er höfðu leyfi til framboðs. Þar settu komm- únistar fram kröfu um sameig inlegan lista og lögðu fyrir hina flokkana að hafa svarað henni innan 14 daga, en þá myndu kommúnistar taka til sinna ráða, ef svarið yrði ekki já- kvætt. Svo fór, að hinir flokk- arnir gugnuðu fyrir hótuninni og 14. mai var endanlega geng- ið .frá sameiningarlistanum Kommúnistar fengu 25% þing- sætanna, frjálslyndi flokkurinn og kristilegi flokkurinn 15% hvor, en 45% skiptust milli verkalýðsfélaganna og annarra félagssamtaka, er kommúnistar ráða yfir. Raunverulega fengu kommúnistar því 70% þingsæt- anna. Frambjóðendur frjálslynda flokksins og kristilega flokks- ins urðu að hljóta samþykki kommúnista. Síðan frambjóð- endalistinn var birtur fyrst 14. maí síðastl. vor, hafa verið gerð ar á honum verulegar breyting ar, þar sem þótt hefur koma í ljós síðan, að sumir hinna upphaflegu frambjóðenda voru ekki nógu trúverðugir. Lýðræði kommúnista. Það hefur þannig verið svo í pottinn búið, að hið ný- kjörna þing Austur-Þýzkalands, ef þing skal kalla, verður ein- lit hallelúja-samkoma, þar sem kommúnistar ráða einu og öllu. Aðfarirnar við kosningarnar í Austur-Þýzkalandi eru ný sönn un þess, hvers konar „lýðræði" það er, sem kommúnistar hylla. Þar sem kommúnistar ráða, fær aðeins einn listi að vera í kjöri og svo er um hnútana búið, að kommúnistar sjálfir ráða öllu hana og önnur vopn, að ekki er nema ein leið örugg til þess að koma i veg fyrir notkun hennar. Það er að koma í veg fyrir að árásarstyrjöld sé haf in. Ef ekki kemur til styrjald ar, verður kjarnorkusprengj- an ekki notuð. Komi til styrj aldar, er ekkert afl til, sem getur hindrað það, að ekki verði gripið til hinna verstu morðtóla. Þessvegna er það fyrsta og seinasta boðorðið í öllum áróðri sannra friðar- sinna, að fordæma árásar- styrjöld, og stuðla jafnframt að því með öðrum ráðum, að henni sé afstýrt. Það þarf að skapa það almenningsálit og öryggiskerfi í heiminum, að yfirgangsþjóð sé fyrirfram ljóst, að hún kallar yfir sig verðskuldaða refsingu, ef hún kemur styrjöld af stað.Á þetta höfuðatriði friðarbarátt unnar er ekkert minnst á í Stokkhólmsávarpi kommún- ista, heldur með þögninni lögð blessun yfir styrjaldir og notkun hverskonar vopna annara en kjarnorkuvopna. Þessvegna á það ekkert skylt viö frið, enda þvert á móti borið fram til að þjóna þeirri stefnu, sem nú stafar af mest stríðshættan í heiminum. Wilhelm Pieck, einn helzti leiðtogi kommún- ista í Austur- Þýzkalandi. við samsetningu hans. Síðan er efnt til kosninga með þdim hætti, að stjórnarvöldunum er aðvelt að fylgjast með því, hvernig menn greiða atkvæði og þeir, sem dirfast að greiða mótatkvæði eiga þá yfir höfði sér vísa andúð og hendarráð- stafanir þeirra. Það er ekki að undra, þótt kommúnistar þyk- ist geta fordæmt skoðanakúgun og talið sig hina sönnu merkis- bera frelsisins. Raddir nábúanna í forustugrein Mbl. í gær er rætt um ræðu Trumans forseta, sem hann hélt á þriðjudaginn í San Frans- isco. Mbl. segir: „Truman skoraði á Rússa að leggja fram „ákveðin og já- kvæð sönnunargögn fyrir því“ að þeir stefni að heimsfriði. En til þess yrðu þeir að fylgja ákvæðum stefnuskrár Samein- uðu þjóðanna, vinna að því að árásarliðið í Norður-Kóreu legði niður vopn, svipta járn- tjaldinu frá Austur-Evrópu og leyfa frjáls skipti milli þjóða i austri og vestri, vinna að því innan samtaka Sameinuðu þjóðanna, að skapa sameigin- legt öryggiskerfi, sem gerði þjóðunum kleift að afvopnast að verulegu leyti og útiloka notkun atomsprengjunnar. Það veit allur heimurinn í dag, hvaðan friðnum er ógn- að. Honum er ógnað af einræð isstjórn kommúnista í Rúss- landi. Það var með samúð Rússa í bakhendinni, sem kommúnistar Norður-Kóreu hófu innrás í lýðveldi Suður- Kóreu. Það var Stalin mar- skálkur, sem sendi ofbeldis- stjórninni heilla- og hug- hreystingarskeyti, þegar her- sveitir Sameinuðu þjóðanna höfðu rekið ofbeldisliðið til baka. Rússar verða að leggja fram sönnunargögn fyrir þvi að þeir vilji frið. Hingað til hafa þeir stefnt að ófriði og ofbeldi. Þá staðreynd dylur ekki táldúfa þeirra og hræsnisávarp.“ Það yrði mikill fögnuður í heiminum ef Rússar yrðu við áskorunum forsetans og stór veldin gætu því jafnað deilu málin á grundvelli samstarfs og afvopnunar. Þess ætti líka vel að mega vænta, því að ekkert er það í áskorunum Trumans, sem Rússar ættu ekki að geta fallist á, ef þeir hefðu frið í huga. Roosevelt, Sigur- björn og Magnús Líklega er nú Magnús Kjart ansson farinn að skammast sín. Hann er að minnsta kosti farinn að þræta með stórum orðum og ljótum fyrir það, að hrópyrði Þjóðviljans eigi við alla, sem beita sér gegn „Frið arhreyfingu“ hans. Ég hafði sagt: „Hitt er rétt, að ailir viti, að Magnús Kjartansson kall- ar meinn eins og séra Sigur- björn Einarsson „geðsjúka blóðpenna" þegar þeir neita að láta nöfn sín standa undir því ávarpi“. Þjóðviljinn hefir þrásinnis sagt, að allir þeir, sem beittu sér gegn undirskriftunum, ynnu gegn friði, ynnu í þjón- ustu múgmorða. Þess vegna hefir hann kallað þá „fífl“, „aumingja“, „geðsjúka blóð- penna“ og margt fleira þessu líkt. Frá þessu getur Magnús Kjartansson ekki hlaupið, hvað hátt sem hann æpir um I „vísvitandi uppspuna“ „lýgi“ og svo framvegis. Þegar búið er að dæma æru lausa alla þá, sem beita sér gegn undirskriftunum, þýðir ekkert að segja eftir á, að það hafi ekki verið meint til nema sumra. Enginn íslenzkur mað, ur, hefir rækilegar sýnt ógeð sitt á því, að ljá þessum und- irskriftaáróðri lið, en einmitt séra Sigurbjörn. Hitt mun ef til vill gleðja góðgjarna menn að sjá það nú, að Magnúsi óar við því, að hafa talað svona um prófessorinn, þó að hann grípi þá hið vesalmannlega ráð, að þræta fyrir það, sem honum hefir orðið á En svo á Magnús eftir að svara því, sem meira máli skiptir. Hvers vegna lét Roosevelt forseti framleiða kjarnorku- sprengjur til hernaðar? Þetta er annars allt glöggt dæmi um vinnubrögð Þjóðvilj ans. Hann vill láta menn trúa því, að andstæðingarnir séu ærulaus úrþvætti og hefir um það mörg orð og stór. En það eru til einstakir menn, sem hafa svo gott álit, að Þjóðviljinn þorir ekki að ráð ast á þá. Þessvegna reynir Þjóðvilj- inn að telja mnnum trú um að Roosevelt forseti hafi engan hlut átt að því, að kjarnorku sprengja væri notuð. Þessvegna reynir hann að telja mönnum trú um það, að séra Sigurbjörn Einarsson sé nánast samherji sinn þrátt fyrir allt. Jafnvel Magnús Kjartans- son treystir sér ekki til að rægja æruna af Roosevelt og Sigurbirni. Kjarnorkusprengjan og Stokkhólmsávarpið breytast ekki hót, hver sem afstaða þessara manna hefir verið. En málstaður æsingamann- anna þolir samt ekki sannleik ann í þeim efnum. Hið sanna um afstöðu þess- ara manna gæti orðið til þess að lesendur Þjóðviljans færu að hugsa. Við það er Magnús Kjartansson hræddastur af öllu. Á þessu stigi þorir Magnús Kjartansson ekki að kalla Roosevelt og Sigurbjörn „stríðsglæpamenn“, eins og þá aðra, sem mér virðist að hafi sömu afstöðu og þeir. Það er allt og sumt. (Framhald á 6. síðu?)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.