Tíminn - 20.10.1950, Síða 8

Tíminn - 20.10.1950, Síða 8
„ERLEiVI YFIRLIT« t DAG: Austur-þfizku kosningarnar 34. árg. Reykjavík „4 FÖRAUm VEGI“ t DAG: Himur á heljarþröm 20. október 1950. 233. blaff. Gólfrenningar framleidtíir úr notuðum fiskilínum Til framleiðslunnar eieiu'öiig'u notaöar vél- ar fundnar upii og smíðaðnr liér á lantli í gömlum herskálum á horni Sltúlagötu og Barónsstígs hefir gólfteppagerðin bækistöð sína. Þar eru gólfteppi bæj- armanna hreinsuff og þar eru framleiádir fallegir og traust- ir gólfrenningar úr notuffum fiskilínum. Eigandi Gólfteppa- gerðarinnar, Hans Kristjánsson, bauð frétíamönnum að 3íta á síarfsemina í gær. — Gólfteppagerðin hóf .starf- semi sína í október 1945, og er því fimm ára. Starfsemin hefir vaxið mjög og tekið miklum breytingum síðustu árin, og nýlega hefir hún haf- íð framleiðslu, sem telja má til nýjunga hér á landi og hin mesta búbót er að. Er það framleiðsla gólfrenninga úr notuðum fiskilinum. Er hér breytt í nytsama og nauðsyn- lega vöru úrgangsefni, sem áður var fleygt eða brennt. Er starfsemin nú í þremur aðalþáttum: Gólfteppagerð úr dreglum, gólfteppahreins- un og framleiðsla gólfrenn- inga. — Gólfteppahreinsunin. Gólfteppahreinsunin var áð ur tafsöm og erfið vegna slæmra og óhentugra véla, en nú hefir fyrirtækið fengið full komnar vélar, sem hreinsa teppin mjög vel á stuttum tíma. Tekur hreinsunin nú að eins 2—3 daga. Dreglaframleiðslan. Eigendum gólfteppagerðar- innar var frá stofnun fyrir- tækisins umhugað um að reyna að beina framleiðsl- unni inn á einhver þau svið, þar sem hægt væri að nota efnivörur, er til falli í land- inu sjálfu. Eftir mikil heila- brot og margskonar tilraunir varð það úr, að hafin var fram leiðsla á gólfdreglum. og efni varan var fiskilína, sem sjó- menn treystu sér ekki til að nota lengur, en ýmist köst- uðu í sjóinn eða brenndu. Sökum styrkleika línunnar reyndist hún mjög hentug til gólfdreglaframleiðslu. Erfitt að framkvæma hugmyndina. Það reyndist miklum erf- (Framhald á 7. síðu.) á-Kína ræít í franska þinginu Franska þingið ræddi í gær hið alvarlega ástand í Indó- Kína. Pleven forsætisráöherra flutti ýtarlega skýrslu um málið og kvað frönsku stjórn ina staðráðna í því að berj- ast 11 hins ýtrasta og þoka ekki um set þótt illa horfði í bili. Ilann sagði að fjölmenn- ar hersveitir væru nú æfð- ar innan kínversku landa- mæranna og sendar uppreisn armönnum til aðstoðar. Nytu þeir bæði beinnar og óbeinn- ar aðstoðar kínversku komm- únistastjórnarinnar. Ýmsir þingmenn gagnrýndu stefnu stjórnarinnar í þessum mál- um og kváðu hana skorta festu og öryggi. — Þær hertu upp hugann Sigríður Eiríksdóttir bar fram á bæjarstjómarfundi í gær þá tillögu, að hjúkrunar- konu yrði bætt við í nefnd þá, sem skipuð hefir verið til þess að gera tillögur um ráðstafan ir til loftvarna. En sú nefnd er skipuð að frumkvæði Þórð- ar Björnssona*, sem flutti til- lögu um þetta á bæjarstjórn- arfundi fyrir nokkru. Sigríður benti á, að æski- legt væri, að kona tæki sæti í slíkri nefnd. þar sem senni- lega yrði meðal annars fjallað um brottflutning barna, ef til ófriðarátaka kæmi, og væri eðlilegt, að það væri hjúkrun- arkona, meðal annars með til liti til þess, að hjúkrunarfólk myndi koma mjög við sögu og eiga mikið á hættu, ef til ein hvers kæmi. Þessi sjálfsagða tillaga Sig- ríðar Eiriksdóttur var felld með atkvæðum allra Sjálf- stæðisfulltrúanna. Varð for- seti þó að tvítaka atkvæða- greiðsluna, áður en konurnar í hópi Sjálfstæðisfulltrúanna hertu upp hugann og réttu upp hendurnar gegn þvi að kona tæki sæti í þessari nefnd. Pyongyang á valdi hers S.Þ. í gærkveldi Skipulagslans flótli norðnrhersiiis suhur vestur á liógiim eftir uiikið afhroð í gærmorgun hófu hersveitir S.Þ. úr suffri og vestri aðal- árás sína á Pyongyang. Voru allharðir bardagar fram eftir degi, en í gærkvöldi mátti heita, að öll borgin væri á valdi suðurhersins og vörn norðurhersins á flótta eða í molum. 54 nemendur í tón- listarskólanum á ísafirði Á aðalfundi Tónlistarfé- lags ísafjarðar var samþykkt að reka tónlistarskólann sem sjálfstæða stofnun á vegum iélagsins frá og með nýbyrj- uðu skólaári. Voru þrír menn Kosnir í skólanefnd — séra Óli Ketilsson, sem er formað- ur hennar, Jón Jónsson frá Hvanná og Jóhann G. Ólafs- son. Skólastjóri tónlistarskól- ans er nú sem áður, Ragnar | H. Ragnar, en aðrir kennar- ar Elisahet Kristjánsdóttir, Jónas Tómasson og Harry f Herlufsen. Nemendur skólans eru 54 í vetur. Flest:r þeirra eru frá ísafirði, en þó hafa j einnig sótt hann nemendur j úr Strandasýslu og hér og þar j af Vestfjörðum. Er tónlistar- skólinn myndarlegt átak til eflingar tónmennt á Vest- Sir Stafford Cripps lætur af störfum Það var tilkynnt í Bretlandi í gær, að sir Stafford Cripps, fjármálaráðherra Breta hefði beðizt lausnar frá störfum fjármálaráðherra og sagt af sér þingmennsku. Ritaði hann Attlee forsætisráðherra bréf um þetta og kvaðst neyðast til að stíga þetta spor að ein- dreginni ráðleggingu lækna sinna, sem segðu, að hann væri heilsubilaður vegna þreytu, áreynslu og mikilla starfa. Mundi hann þurfa al- gera hvíld í tvö ár, áður en hann gæti gert sér vonir um að takast á hendur opinber störf á ný. Hann kvaðst vera samþykkur brezku stjórninni og verkamannaflokknum í stjórnarstefnu hans og vona að brezka þjóðin nyti slíkrar stjórnar sem lengst. Kvaðst hann veita verkamannastjórn inni stuðning sinn af alhug. Attlee forsætisráðherra svaraði beiðninni og kvaðst neyðast til að verða við beiðn inni, þar sem orsökin væri heilsubrestur, en hann sagði, að þetta væri mesti hnekkir, sem brezka stjórnin hefði beð ið í sinni forsætisráðherra- tíð. Sir Cripps hefði í raun- inni borið hita og þunga dags ins við hinar erfiðu fjárhags- ráðstafanir, sem brezka stjórn in hefði orðið að gera og hon um væri það fyrst og fremst að þakka, að þær hefðu náð tilgangi sinum og Bretar væru á öruggri leið í þessum efnum. Búizt er við að Gateskill efnahagsmálaráðherra taki við embætti fjármálaráðherra eftir Cripps. Það voru bandarískar og suðurkóreanskar hersveitir, sem hófu árásina á úthverfi borgarinnar sunnan Taedong árinnar, sem fellur gegnum borgina. Aðalborgin er þó noröan árinnar. Komust yfir ána. Bardagar nrðu allharðir og reyndi norðurherinn að tefja framsóknina eftir mætti, en auðséð var að hann var van- búinn. Varð hann brátt að hörfa norður yfir ána og voru þó margir fangar teknir sunn an hennar. Reyndi norðurher inn að sprengja allar brýr yfir ána að baki sér en varð svo síðbúinn, að suðurherinn kom allmiklu liði yfir ána áð- ur. — Skömmu eftir fyrstu árás- ina komu hersveitir að borg- inni úr suðvestri og komust þar yfir ána og inn í aðal- borgina. Stóðu götubardag- ar fram eftir degi, en í gær- kvöldi voru allar helztu stöðv ar og byggingar í aðalborginni á valdi suðurhersins. Skipulagslaus flótti. Suðurherinn tók í borginni og nágrenni hennar um fimm þúsund fanga í gær. Leifar hersins héldu á skipulagslaus um flótta vestur og norður úr borginni, en flugvélar SÞ. héldu uppi stöðugum árásum. Suður-Kóreumenn sækja að úr austri. Hersveitir Suður-Kóreu- manna, sem sótt hafa að borg inni frá austurströndinni voru komnar til járnbrautar- bæjarins Hwadongni um 15 km. austur af borginni í gær- kvöldi og mætti þar lítilli mót spyrnu. Töfðust þær mjög vegna þess, að þær mættu þar flóttaher úr borginni í dag og reyndu að loka leiðum hans. ,Týrólska dýriðf handsamað „Tyrólska dýrið., eða ..Hvíti górillann", eins og ítölsk og austurrisk blöð hafa kallað Guido Zingerle morðingjann og kynferðisglæpamanninn, hefir nú náðst. ítalska lögregl an hefir leitað hans lengi, og fyrir nokkru síðari tókst fjór- um lögreglumönnum, sem leitað höfðu hans lengi í fjöll unum klæddir sem veiðimenn, að hafa hendur í hári hans. Zingerle hefir nú játað að hafa myrt brezku kennslu- konuna Helen Munro, sem var á ferðalagi í fjöllunum í sum ar og fannst þar myrt. Hann sagðist hafa hitt hana og boð ið henni til hellis nokkurs, sem hann gisti stundum í, en þegar hún vildi ekki þekkj- ast boðið fór hann að skatt- yrðast við hana um stjórn- mál, því að hann var nazisti. Tók hann hana síðan (Framhald á 7. síðu.) iVSerkjasala Barnaverndarfél. Reykjavíkur fyrsta vetrardag fjörðum. Á aðalfundinum var einn- ig samþykkt að stofna sjóð til; minningar um Halldór Hall- j dórsson, fyrrverandi formann J félagsins, er lézt snemrrra á (Framhald á 7. sið'iJ Barnaverndarfélag Reykja- víkur efnir til merkjasölu á morgun, laugardaginn fyrsta vetrardag, til ágóða fyrir starfsemi sína. Barnaverndarfélag Reykja- víkur er ungt, aðeins ársgam alt. — Höfuðmarkmið þess er auk almennrar barnaverndar cr eins og kunnugt er að vinna að verndun og uppeidi vangæfra barna og hjálpa börnum og unglingum, sem framið hafa lögbrot eða eru á annan hátt á glapstigum. Er þar mikið verk að vinna og harla aðkallandi. Auk merkjasölunnar gefa öll bíóin i bænum ágóðann af barnasýningum sínum kl. 3 fyrsta vetrardag félaginu til styrktar. Á laugardagskvöld- ið verður skemmtun i Lista- mannaskálanum á vegum fé- lagsins. Merkjasalan hefst þegar á laugardagsmorguninn og verða merkin afgreidd til sölubarna í Listamannaskál- anum allan daginn frá kl. 9 um morguninn. Félagið vænt ir þess, aö foreldrar leyfi og hvetji börn sín til að' taka merki félagsins til sölu og greiði á þann veg götu fé- lagsins. Uppskipun stöðvuð í Gautaborg vegna Kóloradó-bjöllunnar Kólóradó-bjallan hefir valdið miklu uppþoti í Gauta- borg. Bjöllunnar hefir ekki orðið vart í Svíþjóð síðan 1876 fyrr en nú, að hún fannst í vörufarmi í skipi, sem kom til Gautaborgar frá Antwerp- en. — Uppskipunin var stöðvuð, er bjöllunnar varð vart, og bannað að taka nokkurn snefil úr beim pakkhúsum, sem vörur úr skipinu höfðu verið látnar í. Sérfræðingar | voru kvaddir á vettvang til j þess að rannsaka bjöllurnar, i sem fundust, og mjög yfir- ! gripsmiklar ráðstafanir gerð- | ar til þess að tortíma þeim j bjöllum, er kynnu að leynast í vörunum. ; Kóióradó-bjallan eyöilegg- ur gersamlega kartöfiulönd, sem hún kemst í, og viðkom- an er gífurleg. Þótt loftslag sé heldur kalt handa henni j í Svíþjóð, þykir veruleg hætta j á, aö hún geti samlagazt veðr áttunni, ef kynslóð nær að j fæðast upp í landinu. ! Það voru verkamenn við I höfn'na. sem fundu bjöllurn- ar í vörunum, enda hafa spjöld með viðvörunum og myndum af bjöllunni verið sett upp í lestum skipa og vörugeymslum í hafnarbæj- um í Sviþjóð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.