Tíminn - 19.11.1950, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.11.1950, Blaðsíða 8
 Hjá Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík: Urræði samvinnunnar leysa vandann á hinni hafnlausu strönd Kaupfélag Skaftfellinga er í hópi elztu kaupfélaganna á landinu. Starfsemi félagsins er nú fjölþætt og öflug. Félagið stendur traustum fótum og fólkið, sem byggt hefir upp þessi mikilsverðu samtök sín, finnur og veit, að framtíð þess og lífsafkoma er að verulegu leyti komin undir því, að það styðji fast að félagssamtökum sínum, geymi sjálft fjöregg sitt, en trúi ekki öðrum er hafa gagnstæðar lífsskoðanir fyrir forsjá sinni. Blaðamaður frá Tímanum fór á dögunum austur til Víkur í Mýrdal, kynnti sér þar höfuðstöðvar samvinnusam- taka fólksins í Vestur-Skaftafellssýslu ag tók myndir af hin- um f jölþætta rekstri kaupfélagsins, sem miðar að því, eins og allur annar samvinnurekstur, að búa fólkinu betri lífskjör. Búa við ógnandi náttúruöfl. í Skaftafellssýslunum eru náttúruöflin óráðin gáta. Yfir byggðunum gnæfa hvitar jök ulhetturnar, og skriðjöklar teygja anga sina niður á lág- lendið, en úti fyrir ströndinni skellur úthafsbáran á land, stundum e'ns og hæglát Ijóð í rómantískum stíl eftir Jónas, en oft með trylltum gný, þar sem ægir saman vopnagný allra styrjalda liðinna alda. En i þessum undrahe.mi töfra og fegurðar, þar sem náttúran er eins og óráðin gáta á báðar hliðar, finnur fólkið hvert annað og skilur að einn og einn eru menn lít- ils megnugir en sameinaðir duga þeir til stórra átaka. Þessi sannindi eru flestum Skaftfellingum nú fyrir löngu orðin Ijós, og þess vegna er það engin tilviljun, að í Vest- ur-Skaftafellssýslu er rekið eitt traustasta og myndarleg- asta samvinnufélag landsins, Kaupfélag Skftfelling í Vík í Mýrdal. Úr viðjum einangrunar. Þar hafa menn á grund- velli samvinnunnar þegar fengið miklu áorkað meðal annars leyst einangrun byggð arinnar með daglegum sam- göngum við Suðurlandsundir- lendið og Reykjavík. Einangr un hinna fögru byggða er lok ið, nema þegar náttúran gríp ur óboðin og skyndilega í taumana og lokar öllum leið- um. I Til þess að skilja t'l fulls þá hugsjón og alvöru, sem kaupfélagið í Vík byggir 11- veru sína á, þarf helzt að ryfja upp i stuttu máli, hvern ig á því stendur, að einmitt Vík í Mýrdal, kauptúnið, sem er skorðað í hvosinni á hafn- lausri úthafsstrcnd, er mið- stöð hinna merku samvinnu- samtaka. Þeirri sögu svipar að vísu um margt til þess, sem gerzt hefir í mörgum öðrum kaup- j túnum, þar sem samvinnan i hefir sigrazt á blindri ein- i staklingshyggju, að vísu ekki iþegjandi og hljóðalaust, en öruggt og varanlega vegna þess, að sjálft fólkið hefir vilj að það og haft djörfung til að fylgja hugsjón sinni fram. j 1 túni tveggja jaröa. Þar sem Víkurkauptún stendur nú, voru -áður tveir sveitabæir. Suður-Vík og Norð ur-Vík. Suður-Vik var sýslu- mannssetur og kom oft við sögu. Þar var hinn konung- holli sýslumaður, Lýður Guð- mundsson, er ætlaði að leggja til orrustu við Jörund hunda- dagakonung, hinn skyndilega lausnara landsins, og þar var lika Sveinn Pálsson, land- læknir, á sínum tíma og gerði garðinn frægan. Aldir og ár liðu. Bæirnir undir Víkurfjallinu voru venjulegir íslenzkir sveita- bæir á brimóttri úthafs- strönd. En svo kom kaupfar að landi, varpaði akkerum úti fyrir brimgarðinum. Vík var orðinn verzlunarstaður. Það var upphafið að því, sem koma skyldi. Dönsk skúta fyrir landi. Það var danskur selstöðu- kaupmaður, sem hóf þessa verzlun á sjó um 1890. Hét hann J. P. T. Bryde. Kom hann þannig nokkur vor í röð og hefir líklega fundizt gott að skipta við Skaptfell- i inga, því sex árum síðar i flutti hann verzlun sína á land í Vík og byggði vönduð verzlunarhús og stór, sem ] standa enn þann dag í dag. j Eru þau notuð fyrir verzlun- arstarfsemi Skaftfellinga enn þann lag í dag. Þróunin hefir orðið sú með auknum skiln- ingi á gildi samvinnuhugsjón arinnar, að nú er það fyrir- í tæki fólksins sjálfs, Kaupfé- lagið, sem aðsetur hefir í þess um húsum, en ekki danskur selstöðukaupmaður. Nýr gróður í danska selinu. Um sama leyti og danski kaupmaðurinn komst úr-'vor- i skútunni sínni yfir brimgarð- j inn og sté á land, voru bænd- ur í hinum grösuga og fagra j Mýrdal farnir að vakna til ' nýrrar hugsjónar. | Samvinnuhugsjónin var þá . að skjóta upp kollinum í hug ! um hugsandi fólks í öllum byggðum lands'ns. Þannig var það líka í Skaftafellssýslu. Raddir þeirra, sem áttu hags (Framnald á 7. síðu.) Myndirnar á þessari síóu eru frá Vík í Mýrdal og af starf- semi Kaupfélags Skaftfellinga. Stóra myndin yfir fyrirsögn- inni, er af kaupíúninu tekin af hæðinni ofan við kirkjuna fyrir austan Vík. Efsta myndin hér að ofan er af einum brim- bátanna, sem notaður var víð uppskipun fram að siðasta stríði. Þá er mynd af tveimur hinna stóru flutningabíla kaupfélagsins, sem bera fimm smálestir hvor. Þeir eru að leggja upp frá Vík í ferð til Reykjavíkur. Næst er mynd af smurningi bílanna á smursföð félagsins í Vík og loks mynd af starfi á hinu nýja trésmíðaverkstæði kaupfélagsius í Vík. Myndin neðst í horninu til hægri á síðunni, er af Oddi Sig- urbergssyni kaupfétagsstjóra í Vik. — (Ljósm.: G. Þó.ðars.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.