Alþýðublaðið - 08.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.07.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 1ALÞÝÐUBLAÐ19 kemur ut á hverjum virkum degi. Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9^2 —lO'/s úrd. og kl. 8 — 9 síðd. Simar: 988 (aígréiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindáika. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama húsi, sömu simar). Óstjórn atvinnuveganna og íhaldsstjórnin. Það hefir nýlega verið gannað hvernig byrðin ðf ríkisskuldun um hefir aukist á landsmönnum stjórnarárum Jóns Þorlákssonar og jafnframt heflr verið sannað að skattabyrðin hefir tvöfaldast sama tíma. En þá er að aðgæta hvaða breytingum pjóðarhagurinn yfiTleitt hefir tekið á pví tima bili. Er hér fyrst að líta á skuld ir landsmanna í útlöndum. Jón Þorláksson og, íhaldsflokkurinn yfirleitt hafa haldið því fram, að þjóðarhagurinn sé nú miklu betri árslokin 1926 heldur en hann var i árslokin 1923. Hagstofan upp lýsir, að skuldir landsmanna í út iöndum hafi verið eins og hér segir: Pappírskr. Gullkr. íárslokl923 66Vs millj. 36 millj. — —1926 53x/i millj. 43'/s millj Mism.: : 13‘Þ millj.+71/:! millj Ástandið er pví engu betra en á ríkissjóösskuldum. Á pappírn um hafa skuldirnar að vísu lækk- að um 131/i millj. pappírskrón ur, en sé talið í fullgildum pen- ingum, gullkrónum, þá kemur í í Ijós, að skuldabyrdi Íandsmanna víð útlönd hefir vaxið um 7/4> millj. gullkróna. Þessu örðugra er íjárhagsástand þjóðarinnar nú þrátt fyrir undan farandi góðæri. Afborganirnar hafa ekki nándar nærri nægt til að greiöa gengis- hækkunina þessi árin. Þjóðarskút- an er ormsmogin af jhaldinu. Sé litið á atvinnufyrirtæki Jandsmanna verður skiljanleg þessi útkoma, og er þá aðallega að líta á reikninga bankanna, sem eru miðstöð atvinnuveganna, svo að hagur þeirra speglast í banka- reikningunum. Eftir oll þessi velti- ár er útkoman sú, að Landsbank- inn hefir haft um 1/2 millj. papp- írskróna tekjur árið 1926, en töp hans hins vegar eru svo mikil, að í árslokin verðw bankinn ao af- skrifa allar tekjurnar og allan varasjóðinn. Stendur hann nú slyppur og snauður eftir, og eng- inn veit, hve mikið er eftir að afskrifa af töpurn. Islandsbanki sýnir aftur enn verri útkomu. Hann hefír haft um 700 þús. pápp- írskrónu tekjur árjð 1926, en haft svo mikil töp, að hann verður að afskrifa allm árshagnaðmn, allan varasjóðihn og 2/4 ni'llj. pappírs- krómir að auki, svo að banka- reikningarnir sýna nú stórum skert sjálft hlutaféð. Þó lízt kaupsýslu- mönnum eTlendis ékki á, að þess- ar afskriftir séu nægar, því að hlutabréf Islandsbanka eru skráð í Kaupmannahöfn í júnílok á 12 —13 krónur af hundraði. í lok stjórnartíðar Jóns Þorlálíssonar eru aðalpeningastofnanir landsins þannig staddar. Hann er æðsti maður í bankaráði íslandsbanka og sem fjármálaráðherra yfirmað- ur Landsbankans. Áhrifa hans hefir gætt allmikið urn þessar peningastofnanir, t. d. á síðasta þingi, er hann fékk Jögleitt, að opinbera féð þyrfti ekki lengur að ávaxta í Landsbanknum og á- byrgð ríkissjóðs á þeim banka hyrfi, en hins vegar, að landið [gengi í ábyrgð fyrir um 71/2 millj. gullkróna láni frá Ameríku, að- allega fengnu vegna lánsfjárþarf- ar íslandsbanka, og réð því, að Landsbankinn lánaði íslandsbanka þegar í stað um 1 millj. króna. Vafalaust' hefir áhrifa hans gætt allmikið um útlán bankamna í stór- um dráttum. En víst er, að töp bankanna stafa eingöngu af töp- um á viðskiftamönnum þeirra. Mörgum mönnum og fyrirtækjum hafa verið eftirgefin hundruð þús- unda króna hverjum, er sýnt var, að greiðsla fékst ekki. Þessi sorg- lega útkoma bankanna stafar af því, hvernig veltufé þeirra, aðal- lega sparifé landsmanna, hefir verið lánað út. I stað þess, að í lok kreppuáranna í byrjun stjórn- artiðar Jóns Þorlákssonar htti áð gera hreint borð 'í þessum efnum láta þá viðskiftamennina, sem sýnt höfðu, að þeir ráku fyrirtæki sin illa og með stöðugu tapi, hætta, en koma nýju skipulagi á atvinnu- reksturinn, hefir alt verið látið fljóta sofandi að féigðarósi. Enda- lokin eru þau, að þessir stjómend- ur atvinnufyrirtaekjanna hafa auð- vitað haldío áfram að tapa. En peir eru flestir máttarstoðir I- haldsflokksins hver í sínu byggð- arlagi. Skuldadagarnir eru nú að koma. Útkoma þjóðarbúsins í árs- lok 1926 sýnir, hvernig atvinnu- vegunum yfirleitt hefir verið i MnífsdaS. Það saniiasi, að svikin gerast í skrifstofu hreppstjórans. Kærendur eiðfesta framburð sínn. Grunsamlegar töíur við fyrri kosnfngar f Norður-lsafjarð* arsýslu og afmanua-rómur vestra. Grunsamleg afstaða „Morg- unblaðsins“. Það má nú með ganni segja; að þaiÍL séu farin að tíðkast hér á landi, þau hin breiðu spjótin. Vér erum því að vísu vanir, að eiga við misjöfn yfjrvöld að búa. og að löggæzlan bæði til lands og sjávar hafi verið ill og stundum verri en ekki. Vér höfum og átt því að venjast, að lögin væru ekki látin ganga jafnt yfir alla, og höfum jafnvel orðið að hlusta á suma ráðherra vora segja það á þingi, að afbrotum innlendra manna skyldi hegnt vægar en sömu afbrotum erlendra manna. Þó eru það einsdæmi í sögu lands ■ vors, að það hafi orðið full- sannað, að nokkur hafi gerst sek- ur um þann glæp að falsa at- kvæði kjósenda, en það hefir nú gerst vestur í Hnífsdal. Hvert þjóðfélag byggist upp á því, að hver einstakur borgari verji réttindi hinna og hinir verndi gagnkvæm réttindi hans, þau, er þeim bera í þann og þann svip- inn að lögum, og hindra með því að þeir verði sviftir þessum rétt- indum eða þeim breytt með öðrum hætti en þeim, sem lög mæla. Kosningarrétturinn — rétturinn tii þátttöku í stjórri landsins — er einn helgasti réttur hvers mar^s. Það er því auðvitað, að það er ekki að eins hegningarvert að lög- um að falsa atkvæði manns, held- ur er það siðferðilega séð sví- virðilegur glæpur, og verður ekki sama sagt um öll brot, sem lög 'feggja víti við. Glæpur sá er bæði brot á kosningarlögunum og hegn- ingarlögunum og tvöfalt brot á stjórnað þau árin, og hvílík gæfa ■ þeim Iqgum, ef þeim, sem brýtur, er fyrir Island að hafa íhalds- stjörn, sem haldi sliku ástandi uppi. Það þarf nýja menn og nýja þjóðmálastefnu tii að rétta land- ið vjð, jafnaöarstefnuna. Héðinn Vctldimarsson. Jakob Möller vill ekki fella ihaldsstjörnina. Á þingmálafundinum um daginn Síigöi Jakob Möller, að ef það stæði á sinu atkvæði, myndi hann ekki fella stjórnina. Hvað segja hinir „frjálslyndu" við þessu ? pr samkvæmt embættisstöðu sinni sérstaklega skylt að gæta laganna og réttinda kjósenda, enda liggur afarþung hegning við. Það er ekki um annað talað þessa dagana en kosningahneyksl- 'jð í HnifsdaJ, og er það að von- um, að hver kjósandi láti sér detta í hug, að það eigi ef til viil fyrir hans atkvæði að liggja lenda í höndum samvizku- lausra fanta, sem gangi svo frá því, að það leggi annað til mál- anna, en því var j öndverðu ætlað. Saga málsins er ófögur, en einkar-eftirtektarverð um það, hvað fram getur komið við þá menn, sem ekki teijast til hinna svo nefndu „hærri stétta" í tíö íhaidsstjórnarinnar . Þrir sjómenn í Hnifsdal, seire allir efu á sama skipi, ætla til fiskjar, og er fyrirsjáanlegt, áð róður þeirra verði svo langur, að þeir verði ekki lentir fyrir kjör- dag. Þeir ganga til næsta yfir- valds, hreppstjórans Hálfdanar Hálfdanarsonar, og biðja hann að taka við atkvæði sínu, eins og honum er skylt. Hreppstjóri fær- ist að því, er „Morgunblaðið“ hermir, undan þessu, „því hann' áleit það vera óþarfa; þó þeir ætluðu á sjó, þá gætu þeir verið komnir aftur fyrir kjördag." Auð- vitað er það ekki í verkahring hreppstjórans að rannsaka þörf- ina; það skiftir ekki miklu, hvort hún er brýn; sé atkvæðið greitt, er það greitt að fullu. Þessi und- anfærsla hreppstjóra er því kyn- legri, sem hann er skyldaður <ffl! að taka við atkvæðum, til þess að sem flestir fái kosið, og gæti hæglega farið svo, ef hreppstjór- ar færðust undan, nema peim þætti þörfin brýn, að margur mað- ur misti kosningarréttar síns; þáð væru með því of hæg heimatöfe um að svifta menn atkvæðisréttf fyrir hreppstjóra. Fór nú þó svo, að mennimir greiddu atkvæði hjá hreppstjóiB, og skildu þeir eftir atkvæðin hjá honum. „Morgunblaðið4' segir, að þeir gleymi „þvi í frásögn sinni, að hreppstjóri spurði pá að pví, hvort þeir ætluðu ekki að taka atkvæðaumslögin með sér, en peir neituðu pvi“. Þetta hefír ekki komið fram í réttarpróf- unum og hvergi nema i „Morg- unblaðinu“, svo að enginn trúnaður verður á pað lagður, nema sönnur komi, enda skiftir það engu máli, eins og síðar mun sjást. Kjósendum þessum hefir, svo sem ekki er í frásögur færandi, verið ókunnugt um, að kosningalögih ætlast íil þess, að þeir komi sjálfir atkvæð- Um sínum tLl skila. Þó að það hafi aldred orðið feannanlega upþvíst, að svik hafi' verið höfð í fTammi við kosningar hér á landi, er það víst, að almannagrunur hefir leikið á, að viðsjált væri að skilja eftir atkvæði i vörzlum víssra embættismanná norður par. Það var því ekki nema vonlegt,. að þessi orðrómur bærist einnig til eyrna þessara manna. „Morg- unbiaðið“ spyr af þessu tilefni: „Hvar heyrðu þerr það talað og', hver talaði? Hvernig vaknaði grunurinn ?“ I svipuðu sambandi. og um annað mál hefir blaðið komið með sömu spurningu, en auðvitað er hún alveg þýðingar- laus, því að það hvorki sahnar né afsannar orðróminn á neinn veg, hver hefir sagt og hvar. Meimimir fóm því og sóttu at- Kvæðaumslög sín til hreppstjóra. En á leiðinni þaðan barst málefni í tal, sem oft er tfeilt um, nefni- lega, hvort megi tvibrjóta kjör- seðil eða oftar, og varð sú nið-- (Framhald á 5. siðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.