Alþýðublaðið - 08.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐ0BLA.0I® __ « Kosningln á morgun. Á morgun á hrer sá inadur, karl og kona, sem kosningarrétt hefir, fyrir höndum ai vinna eitt skyldurerk, sem framar öllu ö'ðru ber að sinna, og pað er að neyta réttar síns og kjósa. Kcsningin fer frmm í barnaskólah úsinu, og þegar kjósandi kemur í kjördeiki sína, fær haaa í hendur seðil, sem þannig irtur út: við alþingiskpsningar í Reykjavik þ. 9. júlí 1927. A-listi B-listi C-listi Héðinn Valdimarsson, forstjóri. Magnús Jónson, dócent. Jakob Möller, bankaeftirlitsm. SigurjónÁ.Ólafss.,form.sjóm.fél.Rv. Jón Olafsson, framkvæmdastj, Páll Steingrímsson, ritstjóri! Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi. Sigurbjörg Þorláksd., kensluk. Baldur Sveinsson, ritstjóri. Kristófer Grímsson, búfræðingur. Stefán Sveinsson, verkstjóri. Eftir að alþýðukjósandi hefir kosið rétt, iítur seðillinn þannig út: Kjörseðill við alþingiskosningar í Reykjavík þ. 9. júlí 1927. X A-listi . B-listi C-listi Héðinn Valdimarsson, forstjóri. Magnús Jónsson, dócent. Jakob Möller, bankaeftirlitsm. SigurjónÁ.Óiafss.,form.sjóm.fél.Rv. Jón Olafsso i, framkv.stj. Páll Steingrímsson, ritstjóri. Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltr. Sigurbjörg Þorláksd., kensluk. Baldur Sveinsson, ritstjóri. Kristófer Grímsson, búfræðingur. Stefán Sveinsson, verkstjóri. Kosningaskrifstofa A-listans verður í Good-Templarahúsinu, opin alian daginn. Þar verða all- ar upplýsingar gefnar viðvikjandi kosningunum. Margir simar! Biðjið um A-lÍstann, ef þér þuríið að síma til skrifstofunnar. getðarinnar á. Hann getur heidur ékki um, hver þjóðarsómi og þjóðarblessun því muni fylgja itð láta ríkið okra á áfengissölu í skjóli Spánarsamningsins. Hann sleppir að minnast á það. Þar hefði samt verið verkefni fyrir vandlætarann að skrifa um. Hann telur þó vist ekki áfengisflóðið líka nauðsynlegt til að afia rík- issjóði tekna? Eða er paÖ mein- ing yðar, Kristján Albertsson? Og í annan stað: Dettur yður í hiug, a'ð spœnska pjódin sé svo áfjáð í að losna við íslenzlta salt- fiskinn, a'ð hún myndi kæra sig um að láta gera sér hann ókaup- and i ? I þriðja lagi: Þegar þér talið um iftgerð, — meínið þér þá að elns útgerðarféfögin eða alla, sem að fisköfluninni starfa? Ef þér meínið annað og méira en hluta- félögin eða eigendur togaranna, — dettur yður þá í hug að fólkinu, öllum almenningi, sé það að mein- fangalausu, að áfengisflóðinu er veitt yfir Jandið? Eða haldið þér þýðuna svo grunnhyggna, að hún ætli það ? — Ef svo er, þá er víst, að hún er vitrari en þér ætlið hana. Sorpblaðamál yðar getið þér og er hæfast að þér helgið „Verði“ sjálfum, „Mgbl.“ og „Stormi*, þessum þríhyrningi íhaldsins hér í Reykjavík. Hvað er Jakob Möller? Einkenning sjálfs hans. Jakob Möller býður sig nú fram sem þingmannsefni „frjálslynds flokks. Uppistaðan í þessum svo kallaða „frjálslynda" flokki eru ýmsar leifax „sjálfstæðisflokksins sálaða, en bverja trú „Sjálfstæð- is“-mennirnir hafa á þessum nýja flokki og framtíð hans má marka á því, að þeir, sem eftir voru á al- þingi fyrir utan Jakob, Sögðu skil- ið við hann og gengu í annan flokk. En annars er ekki von á neinu bjargföstu tfausti á .þaó, sem Jakob er helzta máttarstoð undir. Hann hefir ekki staðið á svo stöðugu í stjórnmálunum. Fyrst komst hann á þing á and- stöðu við Jón heitinn Magnússon. Næst var hann kosinn á lista milli tveggja fylgismanna Jóns, en svo skjólgóða aðstöðu fékk hann ekki án þess að segja til, hvað hann væri í stjórnmálum, og það gerði hann líka svo eftirminnilega, að fáir munu vera svo sljóir að hafa gleymt þvi. Þó er rétt að rifja það upp- Á íundi, sem haldinn var rétt fyrir kosningamar 1927 í Bárubúð1, þar sem voru komin hundruð manna, var Jakob krafinn sagna um það frá báðum hliðum, hvaó hann væri, og eftir tiltölulega lít- ið hik sagði hann til þess. „Eg er auðvaldssinni,“ sagði Jakob. Þetta er umsögn sjálfs hans um þjóðmálastefnu sína, og það er gott að hafa hana á mörg hundr- uð vitna vitund, 'þó að hennar þyrfti ekki við; ríkislögreglutillag- an í blaði hans þá um sumarið sagði fuilskýrt til um hug hans tii alþýðustéttarinnar; hann hefir svo sem ekki leynt sér síðan, eins og rækilega hefir verið sýnt í AI- þýðublaðinu, og hann leynir gér ekki enn. Að ósviknum auðvalds- hætti reynir hann áð braska sér til kosningafylgi með alls konar brögðum og yfirskyni, og þar sem hann að vonum þykist ekki hafa of rnikið af atkvæðum, er hann reiðubúinn að 'hremma í atkvæða- nml sinn hvern mola, sem kann að kvarnast við árekstur aðaland- stöðuflokkanna úr jrví, sem um þá skipast, jafnvel þótt ekki sé samstæðara en vinstra megin við Alþýðuflokkinn og hægra megin við Ihaldsflokkinn. Vatnið og sorinn nýtur svo sem nóglegs „frjálslyndis“ i grugg- polli Jakobs Möllers. —».....-= Mannúðarniájliii. Svo nefnir almenningur þau mál, sem verkalýðurinn gerir há- værar kröiur um- að séu tekin tit ræRílegrar atíuigunar. En það eru inál eins og slysatryggíngar, sjúkratryggingar, éTli- og atvinnu- leysis-tryggíngar; umbætur á fá- tækralöggjöfinni, verndarlög gegn ofþjökun í vinnu eíns og'hvíldar- tímalögin, helgidagalöggjöfin, bann gegn næturvinnu í kaupstöð- um, mál eins og berklavarnalögin, fjö:Ig»n sjúkrahúsa, bygging lands- spítalans, geðveikrahælið, gamal- menna- og barna-hæli, menningar- mál eins og útrýming áfengisins úr landinu, fullkomnari barna- og unglinga-fræðsla og ókeypis kensla við alla skóla. Svo mætti lengi telja. Frambjóðendur íhaldsins segja: „Þessi mannúðarmál — þau eru sjálfsagt góð, ef hægt væri að koma þeim á.“ „Frjálslyndir“ menn segja þetta eitt: „Við viljum fylgja þessum málum fram.“ En sá böggull fylgir skammrifi, að þeir fylgja þeiin oftast bezt eftir á fundum fyrir hver 'ar kosningar. Ég minnist þess ekki, að hafa á seinni þingum séð svo nefnda „frjálslynda" koma fram með frumvörp eða tillögur í þessum málum. Það er fyrst eftir að Alþýðu- flokkurinn eignast mann á þingi, að farið er að rumska við þessum málum. Dánarbætur sjónmnna voru kr. 400.00, þegar Jón Bald- vinsson kom á þing, en eru nú kr. 2000,00 að við bættum 200 kr. fyrir hvert eftir látið barn. Slysatrygging var engin til, hvíld- artímaiögin ekki heldur, fátækra- löggjöfin miklu ómannúðlegri en hún er þó nú. Berklavarnalögin voru ekki til. Einnig mætti benda á mál, sem ekki hafa fundið náð fyrir augurn Thaldsins og attaníossa þess: Betra skipulag á sölu sjávarafurða, rik- isverzlun með einstakár vöruteg- undir, tóbak, steinolíu o. fl., sem ríkissjóði mættu hlotnast tekjur af. Alþýðan í landinu hefir ekki fram að þessum tímum átt nema einn og tvo fulltrúa tii þess að reka eftir þessum málum og fleir- um í þingmu. Framfarirnar hafa ekki beldur verið stórstígar, sem ekki er von, því að mótþróinn hefir ávalt verið nógur til að kæfa þær niður. Nú þykjast ýrnsir af þingmanna- efnum auðvaldsskipulagsins, er nefna sig „íhald“ og „frjálsiyndi", vera fullir af áhuga fyrir þessum málum svona rétt fyrir kosning- arnar, en það er engin ný bóla. Slíkt befir heyrst áður. Aiþýða manna hefir engum öðrum að treysta en sínum eigin mönnum í þessum málum sem öðrum, þrí að hihir hafa löngum lofað, en Jíti'ð sem ekkert efnt, og svo mun reynast nú sem fyrr. 4. Áheit á Strandarkii-kju, afhent Alþ.blaðinu: Kr. 10.00 frá M. Kr., ísafirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.