Alþýðublaðið - 08.07.1927, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.07.1927, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Mf n n Reynið ,Mllk-Man‘ dósamjélk. Egiert Stefáisson syngur í Fríkirkjunni þriðjudaginn 12. júli kl. 8 */? síðdegis. Á söngskranni verða ítölsk, ensk og íslenzk lög, og eru sum af þeim alveg ný. Syngur að eins petta eina sinn. Páll ísólfsson aðstoðar. Hún er ódýr, en sérstaklega góð. (Framhald frá 2. síðu.) urstaða þeirra, að ekkJ mætti hrjóta seöilinn oftar en einu sinni. Kva'ö Sumarli'öi Hjálmarson sig nafa tvTorotið kjörseðil sinn, og þóttist hann því hafa gert ónýtt atkvæði sitt og lét sér nú um það á sama standa héðan af, opn- aði umslagið og tók út miðann, og torá honum þá heldur en ekki, því að hann kafdi ritaö nafn Finns Jónssonar á midann, en nú stód á honum: Jón Audunn Jónsson. Hinum tveim mönnunum, sem einnnig höfðu kosið Finn, varð nú ekki um sel, og opnuðu þeir einn- ig umslög sin, — og sjá! Á seðl- unum stóð nafn Jóns Auðuns Jónssonar. Voru þeir allir viðstaddir, er umslögin voru opnuð, og auk pess fleiri vottar aðrir, en ekki, eins og „Morgunblaðið" kveðst hafa eftir bæjarfógeta, „nema einu aðvifandi, ónafngreindur maður", þó að fógeti sé ekki búinn að yfir- heyra þá enn. Síðan kæra mennimir. Fjór'ði- maður, sem kýs hjá hreppstjóra, réttir honum kjör- miða sinn samanbrotinn að af- Jokinni kosningu inn í annað her- bergi. Snýr hreppstjóri baki að mannmum og aðstoðarmaður hans. Ekki sér maðurinn þá láta miðann i umslagið, en þeir fá honum lok- eð umslag, sem hann heldur að hafi atkvæði sitt að geyma. Nú er gosinn upp kvitturinn, og verð- ur það til þess, að hann opnar umslag sitt, og er J>að enn sem fyrr, að madurinn hefir. kosíð Finn, en á kjörsedlinum stendur Jón Auöunn Jónsson. Síðan kær- ir þessi maður líka. Það er eftirtakanlegt, að i öll skiftin fjögur er atkvæði, sem greitt var jafnaðarmanni, breytt ihaldsmanni i vil. Við síðustu kosningar í Norð- ur-tsafjarðarsýslu voru þeir í kjöri Jón sál. Thoroddsen og Jób Auðunn Jónsson, sem kosninguna hlaut. Fékk Jón Thoroddsen þá um 300 atkv., en Jón Auðunn um 600. Höfðu verið greidd 251 heima atkvæði og hlaut Jón Th. 1— eitt — af þeim, en Jón Auðunn 250. Tilviljunin er að vísu blind, og ilt að reiða sig á það, upp á hverju hún kann að finna, en auð- vitað má rétta dutlungum hennar hjálparhönd. En hvar er nú sektin ? Bæjarfógetinn á ísafirði hefir þingað í málinu og hefir orðið upplýst: i.Að atkvæðaseðlar þeir, sem í umslögunum voru, voru ekki með hendi kjósendanna, og er þar með sannað sakleysi þeirra, enda rituðu þeir á papp- ír, sem hreppstjóri afhenti þeim. 2) Að atkvæðaseðlar þeirra þriggja kjósenda, er fyrst kærðu, eru með einni hendi, en atkvæða- seðill fjórða kærandans er með annari, og 3. Hafa kærendurnir fjórirstað- fest skýrslu sina með eiði. Af þessu tilefni, að samhljóða framburður fjög- urra manna, staðfestur með eiði, bendir til sektar hrepp- stjóra, hefir bæjarfögeta þótt falla sá grunur á hann um glæpsamlegt framferði, að hann hefir þózt þurfa að taka hann iastan. Allir, sem eið hafa .unnið, og líka þeir, sem aldrei hefir verið eiður stafaður, hljóta að vita, hvað eiðurinn er og hverja þýðingu það hefir, að satt sé sagt, er hann er unninn, og hvað liggur við, ef út at bregður. Þetta veitir eiðnum þann sið- ferðisþunga, að hann er talinn æðsta sönnunargagn i réttar- fari alls hins mentaða heims. Grunur sá, sem á hreppstjórann og aðstoðarmann hans fellur, er þvi afarþungur, svo þungur, að vart sýnist, sem honum geti orð- ið hrundið að óbrjáluðum lögum. Það er fölsunin á atkvæði fjórða mannsins, sem gleggsta hugmynd gefur um það, hvernig brotið er framið. Þar er svigrúmið svo þröngt, af því að maðurinn tekur með sér atkvæðið, og það er það, sem sannar, að fölsunin hefir farið fram í skrifstofu hreppstjóra, um leið og kosið var, og er þá líklegast, að eins hafi verið um hin þrjú atkvæðin. Blaðið „SkutulT* á Isafirði lét prenta fréttamiða um 'kosninga- hneykslið, og hafði hann lítið ann- að að geyma en kæruna til sýslu- manns. Bæjarfógeti bannaði þó að dreifia út miðanum með því for- orði, áð það kynnj að hindra rann- sóknina. Þetta kann að vera mjög Sfldarfólk það, sem ég hefi ráðið til h. f. Bakki á Siglufirði í sumar, er ákveðið að fari með s. s. íslandi þriðjudag- inn 12. þ. m. Farseðlar afhentir um borð. Óskar Halldórsson gerhugult hjá yfirvaldinu, en ger- samlega óþarft, því að í smábæ eins og Isafirði er slík fregn þeg- ar borin út um alt og er þá ekki lengi í símanum út j Hnífsdal. Afstaða „MorgunbJaðsins" tíl þessa máls er einkennileg og með vægum orðum sagt óþrifaleg. Það talay mikið um, að hinum seku beri að hegna, en reynir um leið að beina grun almennings að kær- endunum og bera í bætifiáka fyr- ir hreppstjóra. Það er engu líkara en að blaðinu þyki sennilegra, að fjórir sjómenn sverji rangan eið en að einn hreppstjóri falsi eða Láti falsa fjögur atkvæði. Þetta er svívirðilegt athæfi í garð manna, sem eið hafa unnið og það er á hinn bóginn ekki beinlinis vottur þess, að stærsta dagblað landsins beri mikla virðingu fyrir eiðnum, nema „heldri menn“ svo kallaðir vinni hann. Þetta er þvi miður rétt sýnishorn af skilningi ís- lenzkrar yfirráðastéttar á góðu og illu. Og það er undir stjórn, sem við svona blað styðst, sem við nú lifum, og er þá von, að vel fari? Að siðustu lætur blaðið senda sér skeyti að vestan, þar sem seg- ir: „Sterkur grunur Ieikur á því hér, að „kommunistar" á ísafirði séu valdir að atkvæðafölsuninni.“ Þetta minnir ekki alllítið á það bragð, sem Nero keisari }ék, þeg- ar hann var búinn að kveikja í Róm sér til dægrastyttingar. Þá hefði einkaskeytí tí.1 „Mgbl.“ frá Rómaborg hljóðað svo: „Sterkur grunur leikur á því hér, að kristn- ir menn í Róm séu valdir að í- kveikjunni.“ Tímarnir breytast, en drottnararnir eru samir við sig. En því setur þá bæjarfógeti ekki hina ,grunuðu“ „kommunista“ í gæzluvarðhaid ? Þessi aðferð blaðsins bendir tíí, að það óttist, að eitthvað eða ein- hverjir, sem því eru heilagir, séu í hættu staddir, því að enginn iæt- Golftreyjur kvenna og barna^ fallegar gerðir. Rykfrakkar, margar teg- undir, sumarkjólar og svuntuefni ódýr. Verzlnn imunda irnasonar. ur sér detta í hug, að blaðið geri sér neina rellu út úr einum hieppstjóra vestur á landi. En þá gætí ef til vill farið að verða mál að spyrja um afstöðu íhaldsfiokksins til kosningasvíkanna. Götuumferðin. Borgarstjóri stýrir henni tvær og hálfa stund. Á bæjarstjórnarfundi í gær hreyfði Hallgrimur Benediktsson umTæðum um götuumferðina og slysahættu þá, sem stafaði af þvi, hve óregiuleg hún er. Þá skýrði borgarstjóri frá þvi, að honum hefði þá mn morguninn blöskr- að svo í þvarginu á vegamótum Austurstrætis og Pósthússstrætís, að hann eftir árangurslausar til- raunir til að láta götulögregluna fá vald á umferðinni hefði tekið að sér að stjórna henni hálfa þriðju Idukkustund. Það skal alls ekki dregið í efia0 að borgarstjóri hafi gengið áð þessu starfi með dugnaði, enda hafði þetta vakið mikinn fögnuð- og fjöldi hinna útlendu ferða- manna teldð mynd af honum, en Svo • hefir Aíþýðublaðinu verið slcýrt frá, að annað, sem stöð í sambandi yið þessa framtakssemi boigarstjórans, hafí ekki orðið tíl að gera umferðina greiðari. Fólk þyxptist sem sé í stórhópum að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.