Alþýðublaðið - 09.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.07.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 m irp Reynið dósamjólk. Hún er ódýr, en sérstaklega góð. " i ste'öleysum um langsamlega þjóö- nýtustu stefnuna í landsmálum, jafnaðarstefnuna. Þeim er óhætt, því a& hið glæpsamlega þjóðfé- iagsshipulag verndar þá fyrir svipu réttlætisins. En að því kem- ur, að ykkur verður hrundið af stöllum þeim, sem ykkur hafa verið hlaðnir fyrir féð, sem hinn réttlausi öreigi skapaði. Nágustur blæs af stöllunum, og honum bregður fyrir vit hvers einasta fs- lendings, sem stendur utan við hið rotnandi íhald. Hann vekur al-, þýðuna til meðvitundar um þá hættu, sem sú rotnun getur leitt af sér í þjóðfélaginu. Hafnfirðmgar hafa nú þegar bolað flestum rotplöntum íhalds- ins úr ráðsætum bæjarins. Hefir það orðið bænum til heilla, sem eðlilegt er. Munurinn er auðsær frá því, sem áður var. Nýjar um- bætur hafa verið gerðar. Sem dæmi um þær má nefna hið veg- lega nýja baxnaskólahús, sem kall- ast má aðalsmerki nýja timans. Bygging þess felur í sér hug þann, sem jafnaðarmenn bera til góðrar alþýðufræðslu og andlegs heilbrigðis alþýðunnar. Ihalds- vnönnum bæjarins þykir þessi nýja bygging óþörf, — töldu hægt fyr- ir alþýðuna að una við gamla skölann eins og áður; sverja þeir feig í því efni 'í ætt við einn litlu gáfaðri þjóðfélagsbróður sinn, sem var bóndi x sveit. Fjárhús bónd- ans voru ’að því komin að hrynja, og er hann var spurður, hvort hann ætlaði ekki að byggja þau upp, svaraði bóndinn: „Nei; þann óþarfa geri ég ekki, þvi að þessi hús hafa staðið í 20 ár og aldrei hrunið, og þau rnunu hanga uppi einn veturinn enn.“ En morgun einn lítur hann hús sín hrunin og sauðfé sitt dautt undir þök- .unum. Slíkar eru hugsanir heimsk- ustu ihaldsmanna, sem ég hefi kynst. 9. júlí eiga verkamenn í Hafnar- firði ásamt íbúurn Kjósar- og Gullbringu-sýslu að kjósa tvo full- trúa á alþingi. Eðlilegast er, að smábændur og verkalýðurinn kjósi saman, því að báðir þessir að- iljar eiga það stóra, sameiginlegt að vera ekki sníkjudýr á airnara auði, heldur starfandi fólk. Smá- bændurnir og verkalýðurinn þarf að verða laus við afskifti íhalds- ins, þarf að verða ráðandi stétt í landinu með fullum umráðum yfir þeim auði, sem vinna þeirra skapar. Það verður ekki vandasamt fyr- ir ykkur, háttvirtir kjósendur í Kjósar- og Gullbringu-sýslu! að velja rétt þingfulltrúa 9. júlí; svo mikið beTa þeir af, Alþýðuflokks- frambjóðendurnir í kjördæminu. Þeir fara ekki meÖ þjóðmálin eins og „grín“-leikari á leiksviði myndi gera. Hógværð þeirra og stilling annars vegar og glöggskygni þeirra á þjóðmálxmum hins vegar hlýtur að afla þeim fylgis dag- lega meðal hugsandi kjósenda. Ég þarf ekki að taka það fram, áð bændur eru of stoltir af menn- ingu sinni tfl þess að kjósa út- sendara reykviskrar útgerðar á þing, en hún er, eins og hún er nú rekin, einhver versti þrep- skjöldur í vegi búnaðarframfara. Og verkalýðnum er orðið Ijóst, hverjir menn það eru, sem halda bezt á málum hans. 9. júlí fellur því íhaldið í Gull- bringu- og Kjósar-sýslu, fellur á hræsni sinni og svivirðilegum &krilshætti þeirra vesalinga, sem halda sér í rófu þess. Á. Konnr 05 born. Ég er ein af þeim kjósendum, sem voru á fundi þeim, er ungfrú Sigurbjörg Þorláksdóttir hélt í Bárunni. Ég þarf ekki að taka það fram, að mér fanst frammi- staða hennar svo aumleg og fá- fræði hennar í ýmsum málum svo átökanleg, að ég gat varla orða bxmdist. En ég var þó viss um, að þegar ég færi af fundinum, væri ég laus við hana. En nú er mér sent heim „Ávarp" með áskorun um að kjósa Sigur- björgu Þorláksdóttur á þing. Þó áð þessum konum, sem senda ávarpið, þyki S. Þ. hæfileg sem sinn fulltrúi á þingi, þá mun þó ýmsum, sem voru á fundinum, finnast lítið til um, að gert sé ráð fyrÍT, aö þær géu á sama stigi, hvað stjórnmálaþékkingu við kemur. Ég hirði ekki að nefna einstök atriði. Ég veit, að ung- frúin gæti vitað betur um almenn stjórnmál, ef hún vildi. Það er að eins eitt, sem mun vera þörf á að skýra fyrir henni, því að það er trúlegt, að erfitt sé fyrir thana að afla sér „praktiskrar" þekkingar á því. Hún talaði um óskilgetin börn og mæður þeirra og virtist álíta, að óskilgetnum börnum myndi fjölga mjög, ef þau og mæður þeirra nytu sömu réttinda og skil- getin börn og þeirra mæður. Ég vil nú leyfa mér að gefa ungfrúnni þær upplýsingar, að framleiðsla foarna í og Utan hjóna- bands er það lik, að ýmsar sæmi- lega heiðarlegar giftar konur telja sig ekki hafa ráð á að sparka í þær mæður, sem hafa átt börn án þess aö fá áður yfir sig lesn- ingu einhvers prests, enda segja þeir, sem reynt hafa, að í henni séu engar leiðbeiningar um aðrar aðferðir. Ég býst við, að ungfrúnni veiti ekki af að afla sér meiri þekk- ingar á manrilegu lífi, aður en gustuk er að ætlast til, að hún „taki aö sér siðgæðismál þjóðar- innar og beri þau fram til sig- urs“, eins og ein fundarkona virt- ist trúa henni til. En svo eru aðrar konur, sem vilja gjarna hafa lif- andi menn á alþingi, en ekki ein- hverjar fornleifar, og þær kjósa A-listenn. Kristín Gudmundardóttir. thalds-bréfið. I bréfi, sem frambjóðendur 1- haldsflokksins hér í Reykjavík hafa sent út meðal kjósenda, segir m, a.: „Afo vísu hefir hann (þ. e. fhaldsflokkurinn) ekki haft það afl í þinginu, sem þurft hefði til þess að koma áhugamálum hans til fulls í framkvæmd.“ — Það er líka þess vegna, að ríkisljtöreglan svo nefnda komst ekki á til þess að berja á verkalýðnum í kaup- deilum. í bréfinu segir m. a., að íhalds- flokkurinn hafi bætt bamafræðsl- una. Heyr á endemi! Var það með því *að reyna að velta sem mestu af fræðslukostnaðinum yfir á isveitirnar, í því trausti, að þá yrði horft í útgjöldin og fræðslan minkuð? Það var einmitt þess konar frumvarp, sem ihaldsstjóm- in flutti fyrir nokkrum árum. I bréfinu segir enn fremur, að I- haldsflokkurinn hafi barist fyrir umbótum á skólamálum Reykja- víkur. Þar er víst átt við samskól- ann. Áhuginn var raunar ekki meiri en svo, að lthaldsflokkurinn sjálfur svæfði málið í efri deild. í bréfinu segir, að Ihaldsflokk- urinn hafi endurbætt sveitarstjóm- aríögín og fátækralögin. Sann- feíkurinn er sá, að sveitastjómar- íögin frá siðasta þingi em að mestu samsöfnun eldri laga, en næs’tum engar lagabreytingar, og einu ákveðnu breytingamar, sem gerðar voru á fátækralögunum til gagns, eru þær af tillögum Héðins Vákiimarssonar, sem samþyktar voru. Afnám húsaleigulaganna telja þau Magnús dósent thaldsflokkn- um til gildis; en varla verður það honum til ágætis i aujgum íá- Niundi júlí. „Dótið“ med „dáta“, dáðlausa snáða, dúnmegi Dana, drotthandi rotnar. „Bláfjóla“ bifast. Byrjar til styrjar. Vöknum. Nú vakni verklýður herkinn. Skuldborgar qkildir skjálfa á bjálfum: bölvasmið býla, Bakkusar rakka, bjargleysit „burgeis“, brestanda presti, klökkvandi „krukkum“, Kvelríúlfi getdum. Fljótir! I flýti fátœkir, smáir, bágstaddir, beygðir, bognir og sognir, hraktir af hroka heimsligra beima! (Fólkstjóri fylkir.) Fjölríinn á völdin! Fjötur af fœti fljót skulum brjóta; helsi af hálsi hristum; oss lystir Magnúsar mögnum megna að hegna. Heilir til hildar! Herðum að ,.Merði‘‘. Rauður. tækra leigjenda, að hann kipti . burtu þessum verndarlögum þeirra. Loks er því hampað í bréfiim, áð ihaldswokkurinn hafi komið skriði á járnbrautarmálið. — 'Ó-já! Skriðurinn er sá, að félausu félagi hefir verið veitt einkaleyfi íil að leggja járnbrautina. Og svo ætlast Ihaldsflokkurinn til, að kjósend- umir séu ánægðix með þann skrípaleik. Briemur og sona-senur. Baugfingri Jóns Þorlákssonar, sem er ráðherxa yfir öllu islandi að Hnífsdal ógleymdum, er beint að kvenkjósendum bæjarins. Um 40 konur af „hærri“ stig- um senda út ávarp til kvenkjós- enda. í því er mælt fágaÖ og fagurt. Meiningin er að blekkja kven- kjósendur til að kjósa B-listann vegna þess, að Sigurbjörg ráð- herrasystir er þar með þremur karlmönnum. Inn um kjallaraglugga fátæk- linganna er þeim smeygt, bréfxm- um. Sjálfar koma þær ekki, kosn- ingakonurnar. Þær mta ekki heldxir gem bezt yfir þrepskyldi vinnulýðsms. Alter eru þær uppdubbaðar með ættarnöfnum, þessar undirskrifta- konur. Þar úir og grúir af Briemúm,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.