Alþýðublaðið - 30.03.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.03.1920, Blaðsíða 1
ýðublaðið Oefld lit af JLlþýÖnflokifnunna.. 1920 Þriðjudaginn 30. marz 72. tölubl. P6IM stírli 1 DaiiBi Verður Danmörk lýðveldi? Hraðskeyti frá Khöfn 29. marz kl. 8 e. h. Konungurinn hefir vikið Zahle- ráðuneytinu frá wöldum. Zihle neitar að starfa, þar til nýtt ráðuneyti verði myndað. [Þetta eru , þau stórfenglegustu } tíðindi sem gerst hafa í Danmörku frá dögum Estrups, og getur hæg- lega leitt til þess — á þeim bylt- ingatímum sem nu eru — að Dan mörk verði lyðveldi. Það atriði, að Zahleráðuneytið neitar að starfa þar til nýtt ráðuneytí verði roynd- að, sýnir hve afar hörð.er deila sú er risin er upp milli konungs- valdsins og hinnar kjörnu stjórnar dönsku þjóðarinnar. Ekki vita menn með vissu hvert deiluatriðið er, en geta má þess til, að það sé Suður-Jótland. Menn rninnist þess, er stóð í Aþlbl. fyrir nokkrum dögum um það, að Bandamenn munu hafa hugsað sér það fyrir fram, að Danir fengju 2. atkv. hérað Suður-Jótl. án til- lits til þess hvernig atkvæða- greiðslan færi, en slíkt kemur al- gerlega f bága við margyfirlystan vilja Zahlestjórnarinnar]. Friðarsamnmgar míllí Pól- yerja op Soíjet-Mi Khöfn 28. marz Frá Kovno er símað að Pól- verjar og Rússar (Bolsivíkar) séu nú íarnir að semja frið. [Samskonar fregn hefir borist hingað aður, en reyndist óábyggi- leg Ýmislegt bendir þó á að þessi fregn sé rétt ] Bandalag Frakka 09 Eng- lendinga í þjdðþíngi Frakka. Khöfn 28. marz. Frá París er símað, að umræð- ut hafi orðið f franska þinginu um 'bandalag Englendinga og Frakka, og hafi Barthou komið fram sem andstæðingur þess, en Millerand haidið fram nauðsyn þess. Áliiið er að Barthou hafi haft samhug þjóðarinnar að baki sér í þessu máli. Ðenikin úr sogunml Khöfn 28. marz. Frá Konstantínópel er símað, að Denikin sé haldinn brott af Krímskaga með lið sitt. [Denikitt var einn þriðji helzti foringinn fyrir liði því sem sótti að Bolsivíkum. Hinir voru Juden- itsch sem beið algerðan ósigur fyr- ir Bolsivíkum í fyrraháust, og Kolt- chak, sem var aðalforinginn, skutu Bolsivíkar nú í febrúar. Koltchak var fyrir Hðlega ári siðan foringi fyrir herliði stjórnar þeirrar sem jafnaðarmenn (Mensivíkar) og aðrir frjálslyndir fiokkar höfðu sett á stofn í Síberíu, og réði sú stjórn öllu því mikla landi. En Koltchak gerði uppreisn með liði því er hon- um hafði verið trúað fyrir, tók stjórnina höndum, sem kosin hafði verið á iöglegan hátt, og varpaði henni í fangelsi, og hóf svo árás á Bolsivíka í Rússlandi. Árangur- inn af tiltektum hans er að tugir þúsunda manna hafa fallið og að Sfbería er nú öll austur að Vladi- vo^tok í höndam Bolsivíka, e«s Koltchak sjálfur hefir fengið mak- leg málagjötd.] Sjönennimir og borgarsijórakosntngin. í Morgunbl. 27. þ. m. er borg- arstjórakosningin gerð að umtals- efni. Er sú skoðun látin í ljósi, að heppilegri tími til að kjósa borgarstjóra , sé maí, heldur en janúarmánuður, eins og samþykt var á síðasta bæjarstjórnarfundi. Eg fyrir mitt leyti er þakklátur þeim, sem brey tingartillöguna fiuttu, og skal í stuttu máli reyna a5 leiða rök að því, að sá tími er miklu heppilegri fyrir sjómenn, en sá, er frumvarpið gerir ráð fyrir og sem greinarhöf. í Morgunbl. virðist mæia fast með, af ein- skærri umhyggju fyrir okkur sjó1- mönnum. Greinarhöf. gerir ráð fyrir að sjómenn sóu hér fjöl- mennastir um „lokin", bg vitnar þar til togaranna, að þá sé skiít um menn á skipum o. s. frv. Hér viiðist mér vera litið aftur, en ekki fram í. tímann, engu líkara en þilskipafiotinn, sem nú er að mestu leyti hoffinn úr sögunni, hafi verið í huga höf- undarins. Það mun flestum vitan- legt, að togararnir stunda fiski- veiðar af kappi í maímánuði, eða gerðu það fyrir stríðið, og munu gera framvegis, þegar alt kemst í sitt gamla horf. f maímánuði er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.