Alþýðublaðið - 11.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ iALÞÝÐUBLAÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. 3 Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við j Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 úrd. J til kl. 7 síðd. < Skrifstofa á sama stað opin kl. 3 9VS — 10l/a árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 j (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ; hver mm. eindálba. < Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan < (í sama húsi, sömu simar). < „Sveitlr og bæir“. 1 ,,Degi“ frá 14. apríl þ. á. er grein me'ð þessari yfirskrift. Grein- in er svar við samnefndri grein eftir G. B, sem birtist í „Verka- manninum“ 26. marz þ. á. „Dag- ur“ getur þess til, að iiöfundur þeirrar greinar sé séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ. Það er nú ekki ætlun mín, að fara að bera skjöld fyrir G. B. Sé rétt til getið hjá „Degi“ um höf- undinn, þá veit ég, að þess mun ekki þurfa, jafnvel gæti eg trúað, að „Degi“ veitti ekki af öllum vopnum sínum í viðureigninni, þó að enginn gerist til þess að halda skildi fyrir Gunnari. En þótt ég ætli ekki að gerast vamarmaður þess, sem skrifað hefir greinina i „Verkam.“, þá langar mig til að minnast á sum af ummælum „Dags“ í sambandi við hana, mig larrgar til þess vegna lesenda hér sunnan .lands, sem flestir lesa hvorugt blaðið („Dag“ eða „Verka- manninn"). „Dagur“ heldur því fram, að blöð „Framsóknar“-flokksins hafi bent á ráð til þess, að koma í veg fyrir hættu þá, sem allur al- menningur er nú orðið á einu máli um, að þjóðinni stafi af stór- útgerðinni eins og hún er rekin. Sem stendur má heita svo, að stór- útgerðin sé ekki rekin nema með togurum. Togararnir eru flestir eða allir eign hlutafélaga. Alþýðu- flokkurinn vill að sú útgerð sé þjóðnýtt, „Framsóknar“-flokkurinn vill að hún sé rekin með sam- vinnusniði. I samræmi við þennan vilja „Framsóknar“-flokksins er ráðið, sem „Framsóknar“-blöðin hafa bent á. Sem stendur er togaraútvegur- inn hættulegasti keppinautur land- búnaðarins, vegna þess, að hann á drýgstan þáttimi í því að draga fólkið úr sveitunum að sjónum. Haraldur Guðmundsson kaupfé- iagsstjóTÍ hefir talið, að hver tog- ari myndi þurfa fult hundrað vinn- andi manna bæði á sjó og landi. Hvertskip, sem við bætist, tekur Ijennan hóp úa sveitimum, en það tekur líka meira. Það er sem sé othugandi, að fólkið, sem ier tíl sjávarins, er að langmestu leyti ungt fólk, og það keraur ekki aftur. Við sjóinn staðfesti6t það, þar stofnar það heimili og þar alast börn þess upp. Hundráð manna hópur, sem fer úr sveit- unum á þessu ári, verður e. t. v. eftir 10—15 ár orðinn að þrem hundruðum, og hefði eins orðið það, þótt hann hefði verið kyrr í sveitinni. Að vísu er útgerðin ekki að aukast, sem stendur, en stöðv- unin stafar ekki af því, að það sé talið skaðvænlegt fyrir þjóðar- neildina, að hún vaxi til muna. Það stafar af kreppu, fjármála- kreppu. Hve nær sem togaraút- gerðin fær góðæri, má búast við því, að hún vaxi, því meira sem gróðinn verður meiri. Landbúnað- urinn má því búast við nýrri blóð- töku í næsta góðæri, því stærri sem betur árar fyrir útgerðinni. Alþýðuflokkurinn hefir fyrir löngu séð ,að hér er voði á ferð- um og ráð hans er að þjóðnýta togaraútgerðina. Þegar það er gert, er unt að ákveða það með hag þjóðarheildarrnnar fyrir aug- um, hvað stórvaxin útgerðin skuli vera; þá fyrst er unt að haga öllum rekstrinum þannig, að íyrst og fremst sé spurt um þjóðar- haginn. En það er vitanlega unt að reka útgerðina með samvinnusniði. Það vilja „Framsóknar“-menn. Vel má vera, að það fyrirkomulag yrði til einhverra bóta. Samt er nú hætt við, að skipin lægju bundin við og við vegna þess, að út- gerðin þætti ekki bera sig, svo að fyrir verkamenn, þá, sem ekki væru beinlínis meðeigendur í fyr- lirtækjunum, yrðí hagnaðurinn vafasamur. Fyrir landbúnaðinn er heldur ekki víst að breytingin yrði tiJ bóta. Eftir sem áður myndi verða mikið um útgerð hlutafé- laga og einstaklinga, þvi að ekki geri ég ráð fyrir, að samvinnuút- gerð yrði veitt einkaleyfi til út- gerðar. Eftir sem áður myndi út- gerðin vaxa, ef vel gengi, og þá vitanlega heimta fólk úr sveitun- um til sjávarins. Það hefir verið svo, að samvinnufé'lög bændanna hafa fært út kvíarnar, þegar þau hafa getað; vitanJega er það ekki nema sjálfsagt, að þau geri það; er þá ekki nema sennilegt og í samræmi við reynsluna, að sam- vinnufélag, sem stórútgerð ræki, gerði hið sama, og gerði það vegna hagsmuna félaga sinna. Stórútgerðin er eitthvert stærsta vandamálið, sem þessi þjóð hefir nú til úrlausnar. Fyrir landbún- aðinn og framtíð lians veltur ef til vill á mestu, hvernig um út- gerðina fer í framtíðinni. Skamm- sýni íhaldsflokksins og „Fram- sóknar“-flokksins getur orðið til þess að landbúnaðurinn leggist í rústir. Mér er sem ég sjái fyrir mér harðvítuga samkeppni um út- gerðina milli íhaldsmanna og sam- vinnumanna. Hvorir tveggja vinna að því eftir megni að draga sem mest fjármagn og fólk til sinnar útgerðar. Bændurnir geta gert sér í hugarlund, á hverra kostnað sú keppni verður gerð. Ég veit, að blöð þeirra ,.Fraimsóknar“-flokks- manna munu tei'je þennan spádóm . fjarstæðu eina, en það er hægt að benda á samvinnufyrirtæki, sem þurfa á lánsfé að halda, og því rneiru sem þau eiga við örðugri samkeppni að etja. vÞetta er ekki sagt samvinnunni til hnjóðs; öðru nær. Hafi þar verið um ókost að ræða, þá hefir orðið að grípa tíl hans til þess að ráða bót á öðru, sem verra var. Annars mega þeir, forkólfar ,’Framsóknar“-flokksins gæta þess, að augu bændanna eru opin fyrir jrví, hvaða atvinnuvegur er Jand- búnaðinum hættulegastur keppi- nautur, og augu þeirra eru líka farin að opnast fyrir því, að það er ekki nóg til þess að ráða bót á yfirvofandi hættu að bolla- leggja hitt og þetta, en hreyfa svo hvorki hönd né fót til þess að gera neitt til þess að koma bollaleggingunum í framkvæmd. Almenningur veit, að hve nær sem Alþýðuflokkurinn fær því ráðið, þá verður togaraútgerðin þjóðnýtt og um leið stigið stórt spor til verndar sveitunum. Hins vegar hefir vist enginn heyrt þess getið enn þá, að einn einasti samvinnu- maður hafi gert neitt tíl þess, að stofna samvinnufélag til út- gerðar; ekki heldur að neinn þeirra hafi nokkuð til þess gert að útgerðin, sem fyrir er, verði rekin á samvinnugrundvelli. Þeir mega því ekki heldur furða sig neitt á því, þott smátt og smátt snúist bændur úr „Framsóknar"- flokknum og yfir í Alþýðuflokk- inn; það er ekki nema eðlilegt, að svo verði, vegna þess, að Alþýðu- flokkurinn er einhuga um svo miklu róttækari og afkastameiri umbætur bæði i þessu efni og öðrum. Svettakarl. Fáuamál i Suöur-flfriku. Brezka ríkið hefir í mörg horn að lita um þessar mundir. Heima fyxir harðnar stöðugt barátta auð- valdsins gegn vaxandi gengi verk- lýðssamtakanna (sbr. frumvarp stjörnarinnar um verkföll, sem þingið hefir nú til meðferðar). Svo er þjarkið í Kina og óvinátt- an við Rússland. Á alt þetta er naumast bætandi, en það sannasí nú á Bretum, að þegar ein báran rís, þá er önnur vís. Nú er á uppsiglingu nýtt vandræðamál í Suður-Afríku. Eftir aldamótin síðustu tókst það furðufljótt að korna á ró og friði þar syðra. Verður ekki ann- áð sagt, en að þar kom brezk stjórnkænska fram í sinni beztu mynd. Var þá steypt saman í eitt ríki hinum gömlu nýlendum Breta þar syðra og Búa-Iýðveldunum tveimur, er fram að þeim tíma höfðu verið sjálfum sér ráðandi. Riki þetta er — eins og margar aðrar af nýlendum Breta — íraun og veru sjálfstætt, þótt það eö nafninu lúti Bretakonungi. Það hefir sína eigin erindreka úti um heim og eigin fulltrúa á xundum Þ jó ðab a n d a 1 ag sí n s. ♦ Samt hefir *það gengið erfiðlega að gera þetta ríki að samstæðrl og samstiltri heild. Þjóðflokkarn- ir, sem mynda það, eru of sund- urleitir og eindrægninni er mjög svo ábótavant. Hugarþelið til „móðurlandsins“ er heldur ekki einskær kærleikur og trúnaðar- traust. Til þess er minningin um afstaðnar erjur enn þá of fersk, sárin ekki gróin að fullu. Búaþjóðin, sem að uppruna og málfari er hollenzk, áttí um lang- an aldur í erjum við Breta. Þessi harðgerða og nægjusama bænda- þjóð vildi vera frjáls og búa að sínu. En frjálsræðisins áttu Bretar bágt með að unna þeim, og hefir sá veikleiki holdsins löngum fylgt þeirri þjóð. Detta manni í hug í þessu sambandi hin snjöllu visu- orð, sem Guðmundur á Sandi skrifaði um Breta hér fyrir einá tíð: „Hundinginn, sem hausi veltix hvar sem bráð á jörð hann Htur.“ Ef til vill hefðu þó Búalýðveld- in tvö — Transwaal og Orania — fengið að vera í friði enn um stund, hefði ekki þá ógæfu borið «íö ðöndum, að í löndum Búa fundust bæði gull og demantar í jörðu. Þegar þar var komið, var Bretum, eins og gefur að skilja, öllum lokið. Og eftir þriggja ára blóðugt stríð milli kotþjóðarinn- ar og voldugasta stórveldisins í heimi urðu loks Búar að lúta £ lægra haldi og játast undir brezk yfirráð. Gull- og demanta-nám- unum var bjargað. Eftir að fullur sigur var unn- inn, þóttust Breter hafa ráð á að sýna hinum sigruðu höfðinglyndi. Ýmsar frjálslyndar ráðstafanir voru gerðar, sem miðað gátu að því, að um heilt greri. Það var full alvara og einlægni í sótta- viðleitninni, einnig af Búa hálfu. Margir þeirra urðu trúir þegnar Bretakonungs, eins og t. d. Botha, h'uxn mikli hershöfðingi frá Búa- stríðinu, sem með öllu móti hefir leitast við að jafna misfellurnar. 1 brjóstum annara aftur á móti. hefir Iiatursglóðin aldrei kulnað. Hollendingar eru þrautseigir og ekki fljótir til að gleyma. Þegar heimsstyrjöldin skall á, hófu tveir hershöfðingjar í Búa- löndum uppreist gegn Bretum, Það voru þeir Hertzog og De Wet, sá, er frægastur varð í Búa- stríðinu. Uppreistin var bæld nið- ur, en með allri hægð og varkámi. Stjórnin varaðist það vel að gera mótstöðumenn sína að píslarvott- um. Hún vissi, að með því einu móti var hægt að hindm, að gaml- ar hatursglæður æstust upp á ný og yrðu að björtu báli. Um nokkurra ára skeið var Smuts hershöfðingi, sem er ein- dreginn Bretasiuni, voldugasti maður í Suður-Afríku og fór þax með völd. En fyrir nokkru hrökl- aðist hann úr hásætfnu, og Hert-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.