Alþýðublaðið - 12.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIB kemur út á hverjum virkum degi. í Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við J Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. 2 til kl. 7 síðd. J Skrifstofa á sama staö opin kl. 2 9 >/a—10V* úrd. og kl. 8—9 síðd. j Simar: 988 (aígreiðslan) og 1294 2 (skrifstofan). j Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á 2 mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 J hver mm. eindálka. 2 Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan J (í sama húsi, sömu simar). Kosninflin i Rejfhjavik. Alkvæöatailningunni í Reykjavík var fyJgt með fádæma athygli. Þegar búið var að telja atkvæði úr þrernur kjördeildum, leit svo út, sem C-listinn myndi koma manni að. En upp úr hádeginu fór annar maður á A-lista fram úr fyrsta manni á C- og príðja á B- lista, og hélzt f>að úr því. En * oft munaði ekki miklu. Stóðu toenn í stórum hópum fyrir fram- an gluggana, þar sem atkvæða- tölurnar voru sýndar og ræddu horfurnar fyrir þessum þrem frambjóðendum og gizkuðu á, hver þeirra myndi bera sigur úr býtum. Með þeirri ráðstöfun sinni að hafa kjördaginn um hásumarið, ætlaði íhaldsflokkurinn að ríða slig á Alþýðuflokkinn. Allir vita, að þessi óhentugi kjördagur er ákveðinn með þetta eitt 'fyrir aug- um. Þó að þetta komi sér baga- lega i öllum kaupstöðum og kauptúnum, þá eru þó mestir fólksflutn^pgar úr kaupstöðunum á Suðurlandi (Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og Reykjavík). En þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir það, þótt hér væri x kjöri listi frá svo kölluðum „frjálslyndum" flokki, þá hélt Alþýðuflbkkurinn þvi nær somu atkvæðatölu og hann fékk við aukakosninguna siðast liðið haust. Ef kosningin hefði farið fram nú í haust, svo sem lög standa til, þá er áreiðan- lega víst, að atkvæðatala Alþýðu- flokksins hefði * orðið til mikilla muna hœrri. Fjöldi manna var farinn úr bænum, áður en fram- boðsfrestur var útrunninn, og margir verkamenn og sjómenn verða að fara burt í sumarvinnu sína fyrirvaralaust og hafa oft ekki tima til þess að skila at- kvæði sínu. Kjördags-brella íhaldsins hefir þó ekki heppnast því. Kosningin í Reykjavík er þriðji stórsigur Alþýðuflokksins við jressar kosningar og er alþýðunni i. Reykjavik til hins mesta sóma. Með Sigurjóni Á. ólafssyni hef- ir enn bæzt við góður liðsmaður í hóp Alþýðuflokksins á þingi. Afmæli. Björn Blöndal Jónsson er 46 ára í dag. Frá útlöndum. (Kaupmannahafnarbréf.) Laun enskra verkamanna. Eins og svo víða annars staðar kvarta blöð hins svo nefnda borg- araflokks á Englandi undan því, hve örðugt iðnaðurinn eigi að- stöðuað keppa við erlendan iðn- að. Og vitanlega verður þá or- sökin til þess hér sú, sem annars staðar, hin , gífurlegu“ laun verka- manna. Blöð þessi skora því á verkamenn í nafni þjóðarheildar- innnar, að draga saman seglin, hvað launakröfur snertir. Ég tii- færi hér nokkrar tölur, er sýna bezt hin ,gífurlegu“ laun verka- manna. Laun verkamanna hafa að vísu síðan 1914 hækkað um 45 —75o/o, en verðhækkunin er á sama tírna 800/0. í járniðnaði eru laun verkamanna frá 56 shill. og 6 p. til 60 shill. og 11 p. Iðnlærð- ir verkamenn í skipaiðnaðinum hafa í vikulaun ÍTá 55—57 shill. Árið 1873 höfðu verkamenn í kolanámum 25—30 shill. á viku; á 20 árum hækkuðu laun þeirra upp í 35—40 shill. á viku, og 1923 höfðu þeir 59 shili. (í Wales). Á þessu tímabili hafa þeir fengið styttri vinnutíina, svo nú vinna þeir 7 tíma á dag við daunilt og drepandi loft. Og hér á að liggja öll orsökin til örðugleika .kolaiðn- aðarins að sögn námueigenda. Líturn svo á laun verzlunar- fólks. 20 ára gamall verzlunar- þjónn hefir að launum 20 shill. á viku og 24 ára gamalf hefir hann náð að hækka upp í 25 shill. á viku. 22 ára gömul stúlka, gjald- keri, hefir í vikulaun 18 shill. á viku, og stúlka í tóbaksbúð (21 —24 ára) 26 shill. á viku. Stórt verzlunarhús í Plymouth, er hefir 4—5 útibú, greiðir af- greiðslustúlkum sínum 1 pd. Sterl. á viku, og hafa þær að jafnaði 12 stunda vinnu á dag. Verzlunar- og og skrifstofu-fólk er á Englandi, eins og víðast hvar annars stað- ar, mjög illa launað, enda hefir það lítinn eða engan félagsskap með sér. Þetta eru hin háu laun verka- fólks í Englandi, sem iðnaður og verzlun naumast risa undir; það er því vert í þessu sambandi að draga fram nokkrar tölur, er sýna tekjur ríkisheildarinnar og ein- stakra stóreignamanna. Árið 1913 —14 voru samanlagðar nettótekj- ur Englands 911 millj. pd. sterl. Árið 1921—22 voru þær komnar iupp í 2011 millj. Gróði stóreigna- manna af iðnaðarfyrirtækjum var 1918—19 35 595 millj. pd. sterl. og 1924—25 62 680 millj. Hækkunin nam þannig 76 0/0 ■ Stóreignamenn kvarta yfir þungum sköttum, sem rýri mjög samansparað fé þeirra og dragi úr veltufé til iðnfyrir- tækja. Nú fer mikill hluti af tekj- um Englands til rentu af lánum, sem tekin eru innanlands, og fara Ixannig aftur í hendur landsmanna (stóreignam.), og þrátt fyrir þess- ar stunur auðvaldsins yfir háum sköttum voru tekjur ríkisins af arfi árið 1918—19 30 266 millj. pd. sterl. og 1924—25 voru þessar tekjur rikisins 59 450 millj. Það virðist því ekki vera komið að tómum kofunum, hvað fjármagn snertir, þrátt fyrir skatta og skyldur þessara fátæku iðnrek- enda. Þorf. Kr. Læknafélag íslands. Aðalfundur þess var haldinn hér í Reykjavík þrjá síðustu daga júnimánaðar. Þingið sóttu alls 26 læknar, þar af að eins 7 embætt- islæknar, þar eð þeim er oft erf- itt að fara burtu úr héruðum sín- um. Mest var rætt um heilbrigðis- löggjöfina og berklavarnalögin og nokkuð um sullaveikina. Var sam- þykt áskorun á heilbrigðisstjórn- ina unx að láta endurskoða heil- brigðislöggjöfina og fá þeim á- kvæðum hennar brevtt. sem nú eru úrelt orðin. Nokkrar umræð- ur urðu um lögin um varnir gegn kynsjúkdómum og ágalla, sem eru á framkvæmd þeirra í sumum greinum, einkum hve erfitt er að eiga við sjiiklinga, sem hirða ekki um að Ieita sér lækninga og gera það, sem þeir geta, jtil að smjúga úr höndum læknanna, en halda einlægt áfram að sýkja frá sér. Var samþykt að skora á heilbrigð- isstjórnina að hlutast til um, að hentug varnartæki yrðu útveguð öflum íslenzkum skipum, sem sigla milli landa, svo að hásetar qg farþegar eigi greiðan aðgang að þeim til að verja sig kynsjúk- dómum. — Um berklavarnamálió var samþykt: „Fundurinn telur berklavarnarlögin frá 1921 hafa þegar komið að talsverðum not- um, en álítur, að enn þurfi meiri reynslu til þess að fullnaðardóm- ur' verði lagður á gagnsemi þeirra. Jafnframt vfll fundurinn láta það álit sitt í Ijósi, að þær breytingar, sem stjórn og alþingi þegar hefir gert á téðum lögum séu tvímæla- laust til hins verra og skorar á stjórn Læknafélags Islands að gera sitt til, að ekki verði gerðar breytingar á því lagasmíði, án þess að læknastéttin eða formæl- endur hennar hafi áður gert til- lögur sínar.“ — Samþykt var til- laga frá Gunnlaugi Claessen þess efnis, að læknamir skoruðu á dóms- og kirkjumála-ráðuneytið, að láta rannsaka, með ráði lækna- deildar háskólans, „hve algengur sullaveikibandoihiurinn er í hund- um hér á landi, og að hverju gagni hundalækningar koma með þeim lyfjum, sem til þess eru notuð.“ — Margir læknar hafa ill- an bifur á hundahreinsuninni og halda, að hún komi ekki að til- ætluðum notum. Þótt hundarnir séu hreinsaðir, er ekki þar með víst, að þeir séu hættuLausir. Svo mikið er víst, að mikið er enn um sullaveiki hér á landi, þótt hún ætti að vera ajgertega úr sögunni, og til þess þurfi það eitt, að enginn hundur nái nokkru sinni í sull. Það þurfa menn vel að festa sér í huga. Hvort unt er að útrýma veikinni eða ekki, er algerlega undir því komið, hve vel almenmngur stendur þar á verði. — Meðal annara mála, er rædd voru, var framhaldsmentun læknaefna og tillaga, er Davfð Sch. Thorsteinsson flutti, um aukna kenslu í heilsufræði handa almenningi. Hins vegar sýndi fundurinn íull- komið skilningsleysi á nauðsyn aðflutningsbanns á áfengi, enda var hann fámennur, svo sem áður segir, og vantaði margá góða lækna. Verður því ekki með sann- girni sagt, að álit hans um það mál sé álit Iæknastéttar landsins alment. Formaður félagsins var kosinn Guðmundur próf. Hannesson, en Gunnlaugur Claessen qg Níels P. Dungal meðstjórnendur og vara- maður Ólafur Finsen á Akranesi. Fegnrð íslenzkrar tuagu. Ritháttur embættismanna. Mér undirrituðum vildi af ó- viðráðanlegum ástæðum það slys til um daginn, að víxill, sem ég var samþykkjandi að, var afsagð- ur. Bakaði það mér aukaútgjöld, sem námu 7 kr„ og dauðsá ég eftir þeim peningum, er þar fóru í súginn. Þegar ég var búinn að koma víxlinum í lag, var mér í bankanum afhent afrit af afsagn- argerðinni. Var það prentað eyðu- blað útfylt með bleki, og hafði ég; það mikið gaman af hinu háskrúf- aða 18. aldar orðalagi, prentvill- um þess, greinarmerkjavöntun og annari slíkri prýði, að ég þóttist sjaldan hafa komist jafn-ódýrt aö svo hressandi hlátri sem þeim, er ég rak upp við lesturinn. Skjalið hljóðar svo orð- og staf-rétt, að sleptum nöfnum, sem bætt var í eyðurnar; Afsögn; Ár 19 . . dag . . . mánaðar fel. 5 e. h. hefi iég undirritaður N. N. fulltrúi notarii publicii (skyldi ekki neegja eitt i í enda þessa orðs?) í Reykjavík hefi (það er í annað sinn, sem sögnin kemur í þessari setningu) eftir kröfu N- banka í Reykjavík sýnt frumrit ofanskráðs víxils í afgreiðslustofu bankans og krafist borgunar á bonum, en samþykkjandi var þar ekki staddur eða neinn er vfldi innleysa (þvi ekki greiða?) víxil- inn. Fyrir því afsagði ég fyrir bönd1 gjörðarbeiðainda eins og ég hér með í embættisnafni (já, já!) af- segi með öllu víxil þennan (manni dettur í hug kerlingin itvídrepna, svo meistaraleg er orðaröðin) fyrir (skyldi þetta ekki vera létt- úðug útlegging úr dönsku?) greiðslu höfustóls (svo stendur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.