Tíminn - 10.07.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.07.1951, Blaðsíða 4
c. TÍMINN, þríðjudaginn 10. júlí 1951. 152. blað. „Ef þér trúiö eigi, munið þér eigi fá sfaðist” Niðurlag Nú kynnu einhverjir meðal tilheyrenda minna að segja, allar þessar hugleiðingar væru alveg út í hött, þar sem íslenzkt þjóðerni væri ekkj í neinni hættu, engin styrjöld væri farin að geysa ennþá í Evrópu og mikil von um það enn, að þjóðunum takist að semja um deilumál sín og gera út um þau á friðsamlegan hátt. Segjum svo, að þetta reynist rétt. Ekki efast ég um, að allur almenningur 1 öllum löndum þrái frið, og sjálfsagt eru íslendingar ein- huga í þeirri ósk, að vér get- um haldið áfram að halda 17. júní hátíðlegan sem frjáls þjóð og sjálfstæð, um aldir fram. En ekki megum vér samt láta oss sjást yfir þá staðreynd, að hér í landi mun erlendur her hafa bækistöð sína um ófyrirsjáanlegan tlma. Það skiptir engu máli í þessu sambandi, þó að hér sé um vinveitta þjóð að ræða, né heldur að íslenzka ríkið eigi sjálft hlut að þessum ráðstöf unum. Staðreyndin er sú, að þó að vér eigum landið einir, þá erum vér ekki lengur ein- ir i landinu. Á stríðsárunum höfðum vér af þvi nokkura reynslu, að aðrar þjóðir byggju með oss i landinu, svo að vér þurfum ekki að verða neitt undrandi yfir því, þó að sömu vandamálin, er vér þá áttum við að stríða eða önnur svipuð, kunni að gera vart við sig enn á ný. Slíkt sambýli sem þetta hefir í för með sér sterkari erlend áhrif ekki aðeins á smekk og hugs- unarhátt, heldur og á siði og hætti, viðskiptalíf, samkvæm islíf og menningu landsins yf- irleitt. Þegar fram líða stund ir, er ekki ólíklegt, að vér kunnum að komast í svípaða aðstöðu og Vestur-íslending- ar, að þurfa að eyða orku sinni í að verjast of sterkum áhrifum frá vinveittu um- hverfi. Stöðugt samneyti við stóra erlenda þjóð getur hæg lega orðið til þess, að vér för- um að miða allt vort þjóðlíf við það, sem kemur sér bezt í viðskiptum við hana, eins og til voru meðal Vestur-ís- lendinga monn, sem vörpuðu tungu sinni cg þjóðerni fyrir borð, löngu áður en slikt var ólijákvæmilegt, aðeins af því, að það var að sumu leyti þægi iegra og borgaði sig stund- um betur í efnalegu tiiliti að láta sem mest undan síga. Það er að vbu ólíku saman að jafna, þar sem ein af minnstu þjóðum heimsins hafð'i svo að segja faflið sem iítili dropi í haf þjóðanna i hinni nýju heimsálfu, en á hinn bóginn verður það ekki véfengt, að hinir erlendu her-menn, sem kunna að komast í nánastar tengdir við oss íslendinga, verða ekki ís‘lendingar. Það verða þeir, sem draga land- ann inn í sitt þjóölíf, sína menningu, sinn hugarheim, — svo framarlega sem ekkj er vakandi þjóðernistilfinning hjá oss sjálfum. Ég veit, að þeir menn eru til, sem láta sér ekki til hugar koma, að þessi hætta sé tll. Ég veit líka, að til eru iiicnn, sem sjá þessa hættu, en eru ekki íslenzkari I anda en svo, að þeim finnst hin rétta lausn málsins vera sú, að vér kom- Prédikun um þjóðernismál Islenilinga, cftir séra lakofe Jónsson, flutt 17. jnní s.l. umst sem fyrst í pólitískt og menningarlegt samband við annað stórveldi, — vörpum frá oss hugsjónum lýðræðis- ins og afsölum oss hinum al- mennu mannrétt'ndum, sem fylgja almennum kosninga- rétti. Og enn eru þeir til, sem virðast álíta, að allt muni fást' með því að hatast við allt og alla, — eð'a^ þá hitt, að æsa þjóðina upp í blint of- stæki á báða bóga, þangað til menn fara að líta á það sem lífsköllun sjálfra sín og þjóðar sinnar að ganga stríðs guðinum á hönd. Þannig sjá um vér þvi stundum hampað sem eftirsóknarverðu hlut- verki íslendingsins að ganga í erlendan her, taka sverðið í stað plógjárnsins og byssuna i staðinn fyrir pál og reku. — Og hvað er þá orðið úr þeim hugsunarhætti, sem vér könn uðumst við í æsku vorri, þeg- ar oss fannst bað íegursta atriði fslandssögunnar, að vér höfðum lagt niður martnvígin og kosið oss það nlutskipti að rækta jörðina og stunda sjó- irn .Vér vonuðum þá aö rninnsta kosti, að vér gætum þjónað köllun vorri án þess að vega aðra menn. Og hvað sem í skerst, biðjum vár guð að forða oss frá þeim hugsunar- hætti að íslenzkur æskulýður íari nokkurntíma að telja það eftirsóknarvert hlut- skipti í lífinu að taka þátt í mannvígum og blóðsúthell- ingum. Vér höfum margt a.nn að að vinna, sem heimurinn hefir meiri og sterkar þörf fyrir, eins og nú er ástatt. Ekkert af þessu verður þjóð erni voru til varnar. En því betur sem ég hugsa um þetta mál, því sannfærðari er ég um það, að hin fornu aðvör- unarorð spámannsins eiga fremur erindi til vor en r.okk- ur annar boðskapur á þess- nm viðsjárverðu tímum. „Ef þér trúið eigi, munuð þér eigi fá staðizt“. Vér höfum reynslu undanfarinna ára fyrir því, að það, sem raunverulega varð oss helzt til falls, var trú leysi og siðleysi sjálfra vor, — því að það hlýtur að fara saman, að þjóðin glati krist- inni trú, og að siðferðileg laus ung, rótlaus skapgerð, virð- ingarleysi fyrir sjálfum sér og lítilsvirðing á andlegum verð mætum grafi undan lífsraeiði þjóðarinnar. Hvernig á þjóð- in að veita viðnám gagnvart lausung í kynferðismálum, ef virðingin fyrir gildi heimilis ins er ekki meiri en svo, áð fjöldi fólks vinnur að því að afnema hjúskapinn og hin helgu vé heimilanna eru ekki metin meir en svo, að trú- mennska í ástum sé aðhláfc- urseíni, en varla líði svo dag úr, að 'ekkj hrynji eitt eða fleiri heimili i rúst? — Hvern ig eigum vér að geta unnið gegn óhollum áhrifum á við- skipta- og áthafnalíf, ef oss íslendingum stendur á sama hvort peningurinn er stolinn eða unnið fyrir honum á heið arlegan hátt, og virðingin fyr ir vinnunni er ekki meiri en svo, að menn líta á svarta- markað og smygl í stórum stíl eins og einhverja lífshugsjóu þeirra, sem vilja komast á- fram í heiminum. — Og þurí um vér að búast við því, að sú þjóð reynist sterk, þegar til samkvæmislífsins kemur, sem verndar og viðheldur hinum svonefndu „barnaknæpum“, sem helzt virðast hafa það hlutverk að búa hálfþroskaða unglinga úndir námið í há- borgum drykkjuskaparins, eins og unglingaskólunum er ætlað að búa undir æðri skóla? Ég minni aðeins á þetta til þess að oss sé það Ijóst, að það verða vor eigin boðorðabrot, sem verða oss hættulegust, alveg eins og Gyðingum á dögum spámann anna. Það er stundum talað um fimmtu-herdeildir, og vita allir, við hvað er átt. En hvað eigum vér að nefna þá fimmtu-herdeild, sem grefur undan trú og siðferði þjóð- arinnar, til þess að þoka henni af guðs ríkis brautf Ef til vill hefir yður fundizt þessi ræða nokkuð neikvæð, en ég hefi talið það skyldu mína að minna á það á þess- um degi, íslenzkt þjóðerni er ekki gefinn hlutur, sem er var anlegt í sjálfu sér, heldur lif- ir eða deyr, eftir því, sem vér sjálfir reynumst. Ef vér eigi fáum rönd við reist, ættum vér að minnsta kosti að gefa þeim þjóðum, sem eftir oss koma, þann arf, sem vér bezt an fengum í kristinni trú og siðgæði. En vér megum held- ur ekki leggjast I kör um ald ur fram. Einmitt á þessum vitjunartíma er eíns og kallað sé til vor að duga sem bezt, og sýna nú í verkinu þá trú, sem vér og forfeður vorir hafa játað. Hið nána sam- neyti við aðrar þjóðir gefur oss tækifæri, sem vér höfum aldrei haft fyrr, til þess að sýna, að hin kristna menn- ing hafi náð einhverjum tök- um á íslenzkri þjóðarsál. Svo að ég vitni aftur í Vestur íslendinga, þykist ég þeim nógu vel kunnugur til þess að geta fullyrt, að burðarás- inn í minningu þeirra var hin kristna trú, endurnærð af kristinni kirkju. Sálmar Hall gríms og húslestrarbækurnar voru þeim meira virði en þungir fjársjóðir. Þess vegna varð tilfinningin fyrir ís- lenzku þjóðerni samofin þeirri sjálfsvirðingu, sem birtist í ströngum heiðarleik, sjálfs- fórn og iðjusemi. Og það er af þessum rótum runnið, allt hið góða, sem íslendingum hef ir auðnazt að leggja fram til menningarinnar þeim meg- in hafsins. — Látum þeirra dæmi hvetja oss til að leggja rækt við trú vora, kristilegt siðferði og þjóðlega menningu í voru eigin föðurlandi. Þegar Jesaja flutti sínar spámannlegu ræður fyrir þjóð sinni, var ekkert útlit á því, að einmitt frá þeirri þjóð mundi koma það ljós, er vís- aði mannkyninu á friðarveg. Þegar Jón Sigurðsson fædd ist hinn 17. júní 1911, voru engar eðlilegar líkur til þess, að íslenzkt þjóðerni yrði jafn sterkt og það hefir orðið né tFramhald á 6. siSu.l Nú heldur Refur bóndi áfram, þar sem frá var horfið seinast: „Á Lýsuhóli í Staðarsveit var fyrir stuttu síðan byggð sund- laug úr torfi með það fyrir aug- um fyrst og fremst að æfa sund og synda þar síðan 200 metra sundið. Laug þessi er að því leyti merkileg, að hún er mátu- lega heitt ölkelduvatn og mun hún ef til vill vera eina sund- laugin á landinu, sem hefir slíkt vatn að bjóða. Máske er ( þarna fundin heilsulind. Hver veit? Ég synti nokkrum sinnum í laug þessari, og reyndi jafn- framt að hvetja aðra til dáða. í lauginni varð þessi staka til: Þrek ég hlýt á þessum stað — þrot á heilsuböli. Finnst mér líka frumlegt að fá sér bað í — öli. Þegar ég kom í mína gömlu og fögru sveit átti ég vinum að mæta og þá kvað ég: Ef að hér ég er á ferð enginn mig að heiti spyr. Út ég rekinn eigi verð eða þarf að berja á dyr. Einn dag var ég veðurteptur hjá einum vini mínum og kvað þá: Margt vill tíðum munann þjá meira en nokkurn gruni. Veðurteptur vinum hjá vel ég lífi uni. Ég kom til Stykkishólms og gisti þar hjá gömlum vini mín- um og nágranna. Þá urðu eftir- farandi stökur til: Verði brestur einhver á ýmsum mínum vonum, þá er gott að gista hjá gömlu kunningjunum. Gott mér fannst að gista hér gleymdist hryggðin svarta. Endurminning ein og hver ornaði mínu hjarta. Ég kom einnig til Ólafsvíkur og hafði eigi komið þar í 8 ár. Höfðu þar orðið á því tíma- bili miklar framfarir. í Ólafsvík er sumarfagurt, og fögur útsýn yfir Breiðafjörð í björtu veðri. Þar urðu eftir- farandi stökur til: Ólafsvík er orðin breytt — allt er það til bóta. Framfarirnar ganga greitt, gott er þeirra að njóta. Sótt þar fast af seggjum var sævar út á slóðir. Hlutu vist í myrkum mar margir drengir góðir. Gróa í týnum grösin fríð gyliir sunna viði, en, Ennið verður alla tíð Ólafsvíkur prýði. Siðasta stakan, sem ég kem með að þessu sinni, er svohljóð- andi: Stattu nú á stöku skil Starkaður minn ljúfi. Beztu kveðju og þökk ég þyl Þórarni á Skúfi. Að endingu kem ég hér með stutt kvæði, sem ég kvað í þessu ferðalagi mínu og ég kalla: Á fornum slóðum: Hér lifað hef ég lífs míns flesta daga, í Ijósi og skuggum, gleði og hryggðar notið, og margar æðstu unaðsstundir hlotið, er ungur lék ég mér um tún og haga. Nú skó af fótum skylt er mér að draga, er skoða ég aftur mínar kæru byggðir, sem við ég æskuástar festi tryggðir, er endast þar til lífs míns þrýtur saga. Og þakkað get ég aldrei eins - og ber hve á ég hérna marga góða vini, er brugðust ei þótt yrðu kjör mín hörð. Með kærleiksalúð allir fagna mér, sem endurheimtum lengi þráð- um syni. í mínum augum hér er heilög jörð. 1 guðs friði.“ Ég þakka Refi bónda fyrir kveðskapinn fyrir hönd okk- ar allra í baðstofunni. Starkaður. .y/.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.’.v.v/.v.v.v.v.y, ji Athygli þeirra, sera sjá um innheimtuj; blaðgjalda fyrir blaðið skal vakin[' j: á þvi :j £ að 1. ágúst næstkomandi verður birt í blaðinuíj •: fyrsta skýrsia um skil blaögjalda ársins 1951.Í* jí Þessj skýrsla verður með þeim hætti að birt veröa J |í nöfn þeirra héraða, sem hafa skilað 50% áætlaðra blaðgjalda og meira. Getið verður prósentutölu íj :■ og þeirra hreppa, er náð hafa 100% áætlaðra í; :• blaðgjalda. t !Í i ■. Ath.: Þann 15. júlí n. k. verður þeirra 5 héraða getið, er þá hafa náð beztum skilum, án þess að geta prósentutöiu. Þetta eru viðkomandi aðilar beðnir um að at- huga og gera sitt til að árangurinn verði sem beztur. Innheimta Tímans f.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.*.V.V.V.V.V.V.V.VW.%Vl Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.