Alþýðublaðið - 30.03.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.03.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ oftast gott til fiskifanga fyrir Aust- urlandi og seinni hluta maí fyrir ■Vesturlandi. Ekkert bendir á það, að þessar fiskistöðvar verði látnar ónotaðar um þennan tíma, nema síður sé. Reynzla undanfarinna ára hefir sýnt. manni það, að hlé á saltfiskiveiðunum verður fyrst seinni hluta júnímánaðar. Enn tremur er það vitanlegt, að í maí- mánuði er fjöldi af búsettum sjó- mönnum komnir í atvinnu út um land, til sjóróðra og á þilskip í úðrum kauptúnum. Af þessu er þegar ijóst að mikill fjöldi sjó- manna mundi verða úiilokaður frá að geta notið kosningarréttar síns, og væri sízt á það bætandi, að réttur annarar fjölmennustu stéttarinnar hér í bænum sé skert- ur meir en orðið er. Það mun flestum kunnugt, að nokkur hluti sjómanna hlýtur alt- af að vera fjarverandi á kjördegi. Úr þessu er að miklu leyti bætt við kosningar til Alþingis, þar sem mönnum er veittur kostur á að kjósa, áður en þeir fara að heiman. Öðru máli er að gegna, er til bæjarstjórnar- og borgar- stjórakosninga kemur1). Hér kem- ur fram hraparlegt misrétti gagn- vart heilii stétt, stétt, sem að allra dómi fyllilega ber hita og þunga dagsins, og á einna mest- an þátt í því að gera þennan bæ lífvænlega fyrir aðrar stéttir. Þó er þessum mönnum varnað, með úreltri afturhaldslöggjöf, að velja sér menn til að fara með opinber mál sín. Kosningarlögunum til bæjarstjórnar- og borgarstjórakosn- ingu er óumflýjanlegt að breyta í jafnfrjálslegt horf og lög til Al- þingiskosninga eru nú, annars er réttur sjómannastéttarinnar fyrir borð borinn að miklu leyti. Um þetta vonast eg til.að háttv. greinarhöf. í Mgbi. verði mér sam- mála; því þar sem okkur að sjálf- sögðu eru lagðar borgaralegar skyldur á herðar við bæjarfélagið, þá hljótum við að eiga fullan ihlutunarrétt um meðferð mála ' þess. En aftur á móti er janúarmán- uður heppilegur tími til kosninga, með það fyrir augum, að þá eru miklu fleiri sjómenn heima við, 1) Eftir hinni nýju reglugerð á borgarstjóri að vera kosinn eftir sömu lögum og til bæjarstjórnar. Höf. fáir úti á sjó, aðrir en þeir, sem veiðar stunda á togurum og far- mensku. Einnig er vert að geta þess, að um þann tíma árs er fyllilega x/s færri á hverju skipi, en þá er saltfiskiveiðar eru stund- aðar. En óneitanlega verður altaf talsverður fjöldi sjómanna útilok- aður frá að geta notið kosningar- réttarins, þar til kosningarlögun- um er breytt, eins og áður er á minst. Margt annað er í grein Mgbl., sem vert er að andmæla, en út í það skal samt ekki farið hér; mun þeim það skyldast, sem á er ráðist. Sjómaður. ðjögur skemtun. (Aðsent.) Eg gekk síðari hluta fimtudags- ins með kunningja mínum upp Bankastræti. Við hornið á skó- smíðabúð Lárusar Lúðvíkssonar sáum við all ófagra sjón. Maður einn hafði komið akandi upp strætið, en þó lítil umferð væri á götunni hafði hann þó eigi stýrt betur en svo — hann sat líka flötum beinum á sleðanum — að annar meiðinn lenti í göturæsinu og sat [þar fastur. Eigi myndaði karl sig þó til að standa á fætur, heldur hvatti hann jálkinn, gaml- an og slitinn, bæði með orðum og athæfi,v og glotti við er hest- urinn neytti allra krafta án þess að sleðinn hreyfðist. Hugsaði karl sér nú að hafa annað ráð; rykti hann í taumana og lét klárinn ganga aftur á bak — sjálfsagt var betra að losna úr bölvuðu ræsinu á þennan hátt. En þá strandaði sleðinn líka á staur. AUmargir höfðu nú safnast þarna í kring og hlógu dátt að, en þó einna bezt sjálfur ökumaður. Þá afréð hann það að lokum að stíga af sleðan- um og stýra honum með gætni upp úr ræsinu, svo sleðinn brotn- aði eigi og aktýgisræflarnir slitn- uðu ekki við árangurslaus umbrot vesalings skepnunnar. Það er annars furðulegt hve flestir menn eru algerlega skeyt- ingalausir og tiifinningalausir hvað viðvíkur dýrum, og þó sérstaklega hér í bæ. Og oftast er svo að manni virðist að dýraverndunar- félagið sé aðeins stofnað til að sefa. samvizku sumra manna með meðlimsnafninu einu. En þess ættu menn að minnast, og ekki sízt ökumenn, hvað mikið þeir eiga þessum þjónum sínum upp að uuna. Skúta. Veitið aihygli! Það mun eflaust mörgum flokks- mönnum og öðrum lesendurn þessa blaðs kunnugt, að hér var fyrir nokkru stofnað féiag til að fræða menn urn socialísmann (jaínaðar- stefnuna). Það hefir að vissu leyti, eins og íélagsmenn vita, áorkað taisverðu, þrátt fyrir fámenni, en samt sera- áður hefir það legið niðri undanfarna mánuði, en er nú í ráði að það taki alvarlega til starfa. En til þess að það geti orðið að nokkrum mun, þurfa sem flestir úrLflokknum, jafnt karl- ar sem konur, að taka þatt í því. Eftir því sem mér er frekast kunn- ugt, munu félagsmenn alþýðufé- laganna erlendis flestir vera í ein- hverjum samskonar iélögum jafn- hliða, og hefir það orðið til þessr að samstarf milli þeirra er betra en hér. Auk þessa var til þess ætlast, þegar félagið var stofnað, að í það gengju þeir sociaiistar, sem ekki eru í verklýðsfélögunum. Eg býzt við. því, að alþýða manna sjái hag sinn í þvi, að taka þöndum saman við okkur, sem höfum reynt að halda uppi þessu félagi, með því að ganga í það. Inntökuskilyrði eru aðeins þau, að menn saniþykki stefnuskrá Al- þýðuflokksins. Askriítalisti mun framvegis liggja frammi í brauð- sölunni á Vesturgötu 29. Það er því áskorun mín til allra þeirra, sem vilja koma í betra horf hag almennings og álíta að alþýða manna hafi jafnan rétt og aðrir menn, að þeir gangi í fé* lagið. Reykjavík, 15. marz, H. Siemsen- Ottósson (ritari Jafnaðarmannafélags Reykja- víkur.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.