Alþýðublaðið - 13.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.07.1927, Blaðsíða 3
ALP ÝÐUBLAÐIÐ 3 di i) jN [UjjE nli M Höfum fyrirliggjandi: Goiman’s Linsterkju. f ífif ern heimslræoaF. Tilboð óskast í að aka grjóti og leggja það í veg við Skerja- fjörð. Allar upplýsingar fást á skrifstofu H. Benedikts- * son & Co., og par verða tilboðin opnuð 16. þ. m. kl. 3 e. h. i«WH— Viðgerðir á alls konar raftækjum framkvæmdar fljótt og vel |M[ hjá Jnliusi Bjðrassyil, Ei mskipafélagshúsinu. Sími 837. Sænska flatbrauðið (Knáckebröd) skemmist ekki við langa geymslu. Sænska flatlsrauðið (Knáckebröd) er jafn-ódýrt og annað brauð. Sokkar — Sokkar — Sokkar- frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir.. Kanplð AlpýDnblaðiðt I Helvfti. Orkt í Ameriku. (Lengi deildi fáfrótt mannkynið um ])að. hvar Helvíti væri. Það er nú fullsannað, að Helvíti er landflæmi mikið á milli Atlants- hafs og Kyrrahafs og Mexico og Alaska í Norður-Ameriku.) I. Eitraðar hræsninnar eldtungur spúa öfgum og lygum, sem flestir menn trúa. Ágætismaðurinn — oft má hamn heyja einmana sannleikans stríð til að — deyja. Kirkjunnar, auðvaldsins kúgarar halda knébeygðum lýðnum í fjötrum, sem valda ar.dlegum meinum með aflstola sýki, í örhirgðar-svartmyrkva fávizku-dýki. Alsaklaus böxn verða andlaus; þau kúga afturhaldsseggir, er hræsna og Ijúga; kennarar verða að kenna eftir nótum; þeir krafsa sér brauð nið’r í samkeppnis- gjótum. Ungmennin verða að' berjast og bítast; á bardagavellinum sundur þau slítast; fxamsóknarþráin og neyðin þau nístir, náköldu spjóti í hjörtu sem þrýstir. Hreinskilnin betlandi hnigur í Valinn; hennar er gimsteinn í sbrpinu failinn; samvizkan hxekst út í svörtustu skotin; sannleikans vigi’ eru rifin og brotin. Til bliðar er látin sönn þjóðrækt og þekking; þýlyndi, rógur og lygi pg blekking hefpr upp ,,praktiska“ í hásæti valda. Hjátrúarinnar má alþýðan gjalda! Prestunum Jíkar mjög hieimska og hógværð; hatandi starfsfólksins þekking og 'óværð ístru þeir safna, en alþýðan lifir í örbirgb og skorti, sem þeir blessa yfir. Fáeinar blóðsugur auðmagnið eiga; alsælugnægðir þeir svelgja og íeyga, en fjöldans er eymdin og sorgin og §árin, að sveitast æ blóðinu og vonsviknu tárin. Stórþjófar ,,gefa“ „slumpa“ og njóta stórra nafnbóta; þeir ,,doktors“-tign hljóta, og líka sem „riddarar" hátt þeir sér hreykja, sem hundar af ánægju trýrn sín sleikja. 9 Dómsvald og lögregla tvímenna tíðum á tjóðruðum rangsleitnis-jálki ófríðum; illverk fá maigs konar umbun að launum, / en eymdina dygðin með Lazaruss-kaunum. \ Kvenfóikið, málað og sálarlaust, selur sjúkt hold; — þess spillingu ilmvatnið felur: Hjá skækjunum „pólití" flöskuna fylla; svo fá þeir sér koss og mikið fieim dilla. Höggormskynjað og hrekkjótt og svikult, hjartaiaust, ósjálfstætt. fésjúkt og kvikult er kvenfólk; — það að eins elskar til dauða „inndæla" dollara-gullið bið rauða. Milljónir öreiga einmana reika með augu, sem stara, með kinnina bleika, máttvana af hungri, hor og kvölum; — þeir hafa ekki neitt af „almáttkum dölum". Hvergi er athvarf og hvergi vinna, hvergi líkn eða mannúð að finna, * sultar-helstríðið sundur þá teygir og síðast að jörðu í dauða beygir. II. Bylgjurnar æstar og tryltar æðandi freyða, ógnþrungnar, tryltar á mannlifsins hafinu breiða, miskunnarlausar sem morðvargar svika og lygó er myrða hið bezta frá hræsninnar örugga vígi. Skjálfandi Stend ég og stari á ólguna þungu; stirðnuð hver hugsun, og orðin mér vefjast um tungu; á bak við er göknuður, fram undan hryggð; mér í huga i er harmur og kvöl, sem að líf mitt vill merja og buga. Sannleikann elska ég; Ejátrúna og falsið ég hata, hégiljur alda, sem presta og trúboða mata; á fáfræði blindri vill lýðurinn láta sig teyma; um Ijósið og frelsið ei mannkynið þorir að dreyma. Ást mín á raunspeki’ og göfgi úr húsum mig hrekur; hreinskilni mín að eins iortryggni og mis- skilning vekur. Blóðhundar rógsins með blóðuga kjafta mig elta; brestur mig þægindi; önd min og líkami svelta. AmeríkaJ Þú ert Andskotans land hér á jörðu; öfl sjálfs Djöfulsins vinna þin spillvirkin hörðu. Helvíti ertu, því eldurinn stórglæpa logar. Þig óðfluga spillingin niður í kviksyndið togar! * Jóhannes Stefánsson. ikept í ýmsum íþróttum og mikið um skemtanir. Bifreiðar og vélar- bátar verða í gangi frá Borgar- nesi. Skáli hefir verið byggður á mótsvæðinu til þæginda fyrir mótsgestina. Aðalræðuna flytur íþróttakappinn Jóhannes Jósefs- son. Hundadagar byrjuðu með þessum degi. Erlend sanaskeyíi. Khöfn, FB., 12. júlí. Hefndarmorð? Frá Duhlin er símað: ’Ætlun maigra manna er, að morðið á Kevin O’ Higgins, dómsmálaráð- herra írska fríríkisins, sé hefnd- arverk lýðveldissinna. Hafði hann fyrrum látið lifláta ýmsa lýðveld- 'ismenn. Morðingiim er ófundinn. Vigbúnaðarleikspilið. Frá Lundúnum er símað: Bret- ar eru fúsir til þess að fallast á, að Bandaríkin hafi jafn-öflugan flota og Biptaveldi, en íelja sig verða að krefjast þess, að þeim sé heimilt að hafa fimm hundruð þúsund smálesta beitiskipaflota vegpa viðáttu Bretaveldis. Banda- rikin leggja hdns vegar til, að ekkert stórveldanna megi hafa stærri beitiskipaflota en fjögur hundruð þúsund smálesta. Von- ir manna um, að Samkomulag ná- ist á Genf-fundinum eru næsta Jitlar, en stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands eiga nú í samning- um um málið. FB, átti að standa við Vestur-ís- lenzkar fréttir í blaðinu í gær.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.