Alþýðublaðið - 13.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Usm daglMsi ©@ vegiiiís. Næturlæknir er í' nótt Jön Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Afmæli. t Kristín Sigfúsdóttir skáidkona 51 árs í dag. Tunglfylling er á morgun 22 mínútum eftir miöaftan. Sextugsafmæli. Ekkjan Guðfinna Gísladóttir, Lindargötu 8 B, átti sextugsaf- mæli í gær. Nýr doktor. Háskólinn í Osló hefir tekið giida doktorsritgerð Jóns Dúa- sonar um réttarstöðu Grænlands; á Jón að verja hana í haust. Jarðarfarir Bjarna sál. Ólafssonar og Sig- •uröar heitins Jönssonar, sem dóu af slysunum, fóru fram í gær frá dómkirkjunni að viðstöddum allmikium mannfjölda. Skóla- bræður Bjarna sál. báru kistuna |nn í kirkju og ýmsir vinir fjöl- Skyldunnár út úr kirkjunni. Tii grafar 'báru kistuna formaður og varaformaður Sjóm.félagsins og nokkrir vinir hins látna. Skips- félagar Sigur'ðar sál. báru kistu hans inn í kirkjuna, en stjórn Sjómannafélagsins o. fl. út. Skips- féíagar hans báru kistuna til grafar. Þórður Stefánsson kafari, sem fyrir meiðslunum varð við sprenginguna, er nú kominn á fætur, en dvelur enn J Landakotssjúkrahúsi- Alþbl. hafði tal af honum í morgun í síma. Nefið er bráðum gróið, sagði bann, og vinstra augað er í Iagi, en látúnsflís situr föst í hægra auganu, og er sjónin á því döpur. H|arta*ás sm|«rlíkið Eggert Stefánsson er bezt. söngvari frestaði söngskemtun sinni, er hann ætlaði að halda í gær i frikirkjunni. Ensk leikkona er komin hingað til borgarinnar og ætlar að sýna hér ýms leik- hlutverk. Verður fyrsta sýning hennar annað kvöld, og býður hún upp á skáldskap Euripidesar ðins forngríska. Nafnkunnir gestir íslenzkir eru nýkomnir hingað, þeir Finnur Jónsson prófessor og Pétur Jónsson leiksöngvari. Ásgarður. Rjómi fæst allan daginn í AI- þýðubrauðgerðinn. Skipafréttir. „ísland“ fór norður í jperkveldi. „Esja“ er væntanleg að austan i kvöld kl. 10—11. „Botnía“ fer héð- an kl. 8 í kvöld til Leith og „Lyra“ annað kvöld kl. '6 til Nor- egs. Enskur togari kom hingað í gæc, auk þess, sem getið var um i blaðinu í gær. Til sildveiða fójr í gær togarinn „Jón forseti". Aörir togarar, sem til síldveiða hafa farið, eru: „Skallagrímur", „Þórólfur“, „Snorri goði“, „Egill Skallagrímsson“, „Arinbjörn hers- ir“, „Kári Sölmundarson1,, „Austri“, „Gylfi" og „Njörður“ og „Sindri“, „Ýmir“ og „Rán“ frá Hafnarfirði. „Mgbl.“ „hríðfer framu. Dagblað burgeisanna dregur ekki dulir á íslenzku-kunnáttu rit- snillinga sinna í dag. Þegar fyr- ir neðan auglýsinguna um, hverj- ir séu ritstjórar m. m. stinga þeir þessari fagurbláu Valtýs-„fjólu“: „íslendingar verða sér til frægð- ar erlendis.“ Blaðinu „hríðfer fram“. Fyrir bragðið hefir það í dag ráð á því að vera siðlegra en eila um langan tíma, sæmilega sannsögult og nokkurn veginn hógvært, reynir t. d. ekki að breiða yfir Hnifsdalshneykslið, enda minnist það raunar ekki á það. Hárgr eið slustof a ný og eftir nýjustu tízku var jppnuð í 'glær í Agalstræti 10. For- stöðultona hennar heitir J. A. Hobbs. Veðrið. Hiti 17—10 stig^Hægviðri, bema snarpur vindur á Þingvöllum. Regn í morgun hér og í Vest- •íaannáeyjum. Þurt annars staðar. Útlit: Súðlæg átt um alt land. Hér á Súðvesturiandi þokuloft og regn sums staðar í dag, regn og lennilega allhvöss suðaustanátt í nótt. Skúrir víða um iand. Loft- Veggmyndir, failegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sama stað. VerzlVb vid Vikar! Þad verdur notadrýgst. Drengir og stúlkur, sem vilja selja Alpýðublað- ið á götunum, komi í afgreiðsJuna kl. 4 daglega. yægislægð fyrir suðvestan land á norðurleið. Oengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.... . kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . - 121,97 100 kr. sænskar . . . . - 122,28 100 kr. norskar . , . . - 118,01 Dollar . - 4,563/4 100 frankar franskir. . . - 18,05 100 gyllini hollenzk . . - 183,14 100 gullmörk pýzk . . . — 108.43 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. „Nei, er það satt? Þér borgið þá farseði! til New-York?“ „Já, með mestu ánægju!" „Það er ágætt, herra Blanche! En á hvaða farrými ?“ „Ja, eiginléga segir 7. grein í samþykt okkar, að félaus spilamaður geti ekki gert kröfur til meira en 3. farrýmis. En þér eruð nú liðsforingi og fáið auðvitað 2. far- rými; ég mun skrifa með yður.“ „Þér eruð göfugmenni, herra JBlanche! En segið mér, hve mikið fæ ég til þess að iifa á?“ „250 franka! Eða við skulum segjS 300 franka'!“ „Göfuglyndi yðar er ótrúlegt. Annað far- rými og 300 franka. Það er ágætt.“ „Já; vér erum orðlagðir fyrir rnannúð vora.“ Delarmes dró aftur skammbyssuna upp úr vasanum og lék sér með hana. „Herra Blanche! Kæri herra Blanche! Ég er einnig orðlagður fyrir manngæzku, og henni eigið þér það Jíka að þakka, aö ég felustaði á hinn fyndna fyrirlestur yöar án þess svo mikið sem að depta auganu! Elsk- aði forstjóri! Hlustið nú á það, sem ég ætla að segja yður! Amerískur sjóliðsforingi fer ekki á öðru farrými og getur ekki lifað á 300 frönkum á viku. ,Ég álít það líka vel- viljað spaug. Kröfur rnínar eru nú þessar: Bezta farrými fyrir mig og vinkonu mína með baðherbergi. Fyrsta farrými fyrir þjón minn og herbergisþernu vinkonu minnar! Fyrsta farrými fyrir unnusta herbergisþern- unnar, það er að segja bifreiðarstjóra minn, og annað farrými fyrir kjöltuhund þernunn- ar; hann er sannarlega betur siðaður en rakk- inn yðar! Þar að auki 100 000 franka út í hönd; það er upphæðin, sem ég hefi mist hér. Þakkið þér svo guði fyrir, að %g er í yndislegu skapi í dag og læt mér því nægja með þessa smámuni.“ Forstjórinn fölnaði og þerraði svitann af enni sér. Delarmes hélt áfram að leika sér með byssuna og horfði með vingjarniegri hlut- tekningu á herra Blanche. „En ef ég nú neita að uppfylla kröfur y'ðar —? Mér er þetta ómögulegt —; ég hefi enga peninga hér á skrifstofu minni." Hann leit skelfdur á Delarmes. „Þér ætlið þó ekki að myrða mig?“ „Góði, bezti herra Blanche! Hvers vegna notið þér svona ruddalegt orð? Verið þér bara rólegur! Þarna háfið þér síma í horn- inu. Ég þarf auðvitað ekki að vekja eftirtekt yðar á því, hve vel er hægt að framkvæma þetta alt að eins í síma. Þér eruð eins og spurningarmerki á svipinn! Ég skal hjálpa yður.“ Delarmes flutti símann á skrifborðið fyrir framan forstjórann. Hann leit á úrið. Klukk- una vantaði fjórar mínútur í níu. „Hvað viljið þér, að ég geri?“ „Þér eigið bara að síma til féhirðis spila- bankans og skipa að senda yður strax 100 000 franka hingað. Þetta fé fáið þér mér strax, og svo skiljum við í sátt og samlyndi. Hálfum mánuði siðar fáið þér kveðju frá mér og vinkonu minni. Við verðum þá komin til Filadelfiu eða New-York. Vinkona mín er frönsk, af háum ættum; það gleymdi ég að segja yður! Þér skuluð ía mynd af okkur báðum, þegar við drekkum skál vinar okkar, herra Camille Blanches, í Knickerbockers- hóteli .i New-York.“ „En ef ég nú neita að hringja?" Delarmes spenti hanann á byssunni. „Ef þér skjótið, mun skotið heyrast, og þér verðið tekinn fastur." „Þá sker ég yður á háis með pennahnífn- um.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.