Tíminn - 31.10.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.10.1951, Blaðsíða 7
:%>>M j: fc o i-1.»r 1 246. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 31. október 1951. 7. Kvikmynd frá Lofti, er vekja mun athygli ® L.itkvikmyndin TViðurisctiiiiig'iii*iiiii, cr gcrð var í Hækingsdal, frumsýud á laug'ardag'iiin Loftur var í góðu skapi eins og venjulega í gær, er hann sýndi blaöamönnum hina nýju kvikmynd sína, Niðursetn- inginn, sem frumsýnd verður hér í Nýja bíó á laugardaginn kemur. Hvort sem þessi mynd mín þykir vel eða illa gerð, eða einhvers staðar þar á milli, þá er ég sannfærður um,1 að kvikmyndagerðin hér á framtíð fyrir sér, sagði Lofíur Guðmundsson ennfremur í gær, en þetta verður síðasta fjallinu beggja megin heiðar. afrek mitt á þessu sviði, bætti hann viö. ------------------------- Fjarðarheiði greiðfær Frá fréttaritara Tímans í Seyðisfirði. Vegurinn yfir Fjarðará liefir ekki teppzt að neinu ráði á þessu hausti, enda hefir haust tíð verið góð að undanteknum nokkrum dögum og loks í sum ar lokið við upphækkaðan veg j á heiðinni sjálfri. Má telja víst, l að fært verði yfir heiðina fram an af vetri í venjulegum árum. Éftir er þó að gera nokkuð í Fullhugi í kvikmyndagerð. Loftur Guðmundsson er sannkallaður fullhugi í braut ryðjandastarfi sínu um ís- lenzka kvikmyndagerð. Hann hefir hiklaust lagt út í kvik- myndatökur við hin erfiðustu skilyrði og með ófullkomin tæki þegar sá mælikvarði er notaöur, sem miðað er við, við fullkomna kvikmyndagerð eftir handritum, þar sem tal og leikur nýtur sín. Sumt hef ir tekizt vel hjá honum og annað miður eins og gengur. En framtak Lofts og forusta hefir hleypt fjöri í kvikmynda gerðina og vakið áhuga, sem ef til vill fæðir það af sér í þessu efni hér á landi, er koma skal: Kvikmyndaver með fullkomnum tækjum og raunverulegum fagmönnvim, þar sem hæfileikarnir eru prófsteinninn. Hin nýja kvikmynd Lofts, Niðursetningurinn, er athygl- isverð fyrir margra hluta sak- ir. Efni myndarinnar er saga eftir Loft sjálfan. Frá bók- menntalegu sjónarmiöi má vel vera, að saga þessi sé ekki mikilfengleg. En efni mynd- arinnár er ramíslenzkt. Það fjallar um eitt af vinsælustu efnunum í þjóðsögum okkar — söguna gamalkunnu um niðursetning, eða öllu held- ur niðursetningana, öskubusk una í ævintýrinu, sem finn- ur elskhuga sinn og hamingj- una í sögulok. Góð skenimtun, þrátt fyrir smágalla. Að vísu má segja, að marg- ir tæknilegir gallar séu á kvik myndinni og fyrri helming- ur hennar sé full laus í reip- unum og samhengislaus. En flestir gallanna eru þannig, að hinn almenni kvikmynda- hússgestur getur vel notið myndarinnar og það þarf eng um að leiðast, sem á hana horfir. Síðari hlutj myndarinnar er betri og atburðarásin þar fjör ugri. Sá hluti myndarinnar heföi þó getað verið ennþá betri og alveg á takmörkum þess að vera ágætur, ef oftar hefðj verið skipt um mynd- svið, til að auka fjölbreytni myndarinnar. Kvikmyndastjörnur og kviltmyndaver . Samtals unnu um 25 manns að kvikmyndatökunni í Hæk- ingsdal, þar sem kvikmynda- ver Lofts var í sumar. Kvik- myndað var svo til á hverju sem gekk í ríki náttúrunnar, og ber myndin þvi miöur að nokkru þess merki. Leikstjóri og einn af aðal- leikendum er Brynjólfur Jó- hannesson, en auk hans Bryn dís Pétursdóttir, sem virðist geta orðið hin ákjósanlegasta kvikmyndastjarna. Aðrir leik endur, sem koma mikið við sögu eru Jón Aðils, Anna Guð- mundsdóttir, Jón Leós, Rúrik Haraldsson og Valur Gísla- son. Söguefni myndarinnar er prentað í leikskrá, sem látið verður ókeypis með aðgöngu- miðum. Er nauösynlegt fyrir sýningargesti að lesa þaö til að skilja til fuíls gang mynd- arinnar og samhengi fram- an af, þar sem kvikmyndin nær ekki að fullu efni sög- unnar. SniIIdarbragð á tóntöku. Hin góða tón- og talupp- taka gefur þessari íslenzku kvikmynd talsvert gildi fram yíir það, sem maður á að venjast í íslenzkum kvikmynd um. Mun óhætt að segja, að með þeim ófullkomnu tækj- um, sem notuð hafa veriö, hefir hér prýöilega tekizt í höndum Valdimars Jónsson- ar. En hann er snjall og vel menntaður á þessu sviði. Hef ir hann unnið að samsetn- ingu myndarinnar og endur- bætingu hljómsins erlendis um nokkurt skeið. Benti Loftur réttilega á, að þar er hæíileikamaður á ferð, sem getur orðið íslenzkri kvik myndagerö að góðu liði, ef hún þá á framtíð fyrir sér, en það skulum við vona. Hin nýja kvikmynd Lofts er all- góður áfangi og betur af stað farið en heima setið. Fiskaflinn þriðjungi meiri en í fyrra Samkvæmt upplýsingum Fisld félag íslands var fiskaflinn í september 1951 22.528 smál., þar af síld 10.418 smál., en til sam anburöar má geta þess að í september 1950 var fiskaflinn 20.463 smál., þar af síld 11.966 smál. Fiskaflinn frá 1. janúar til 30. september 1951 varö alls 329.678 smál., þar af síld 82.007 smál., en á sama tíma 1950 var fisk- aflinn 257.723 smál., þar af síld 46.474 smál. og 1949 var aflinn 287.176 smál., þar af síld 64.286 smál. Hagnýting þessa afla var sem hér segir: (til samanburöar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): ísvarinn fiskur 30.338 (26.802) smálestir. Til frystingar 83.120 (47.113) smál. Til söltunar 57. 870 (96.526) smál. Til herzlu 6.440 (475) smál. í fiskimjöls- verksmiðjur 67.313 (38.658) smál. Annað 2.590 (1.675) smál. Síld til söltunar 19.450 (17.116) smál. Síld til frystingar 3.792 (4.949) smál. Síld til bræðslu 58.765 (24.409) smál. Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að und anskilinni síld og þeim fiski, sem fór til fiskimjölsvinnslu, en hann er óslægður. Undanliald jöklanna í norðlægum löndum i Ahlman prófessor, sem ís- lendingum er að góðu kunn- ur, hefir skýrt frá því í út- varpserindi, að Kebnekajse- jökullinn i Sviþjóð hafi minnk að um ellefu milljónir ten- ingsmetra síöustu sjö árin. — . Þótt ýmsum hafi þótt sum- 1 arið ómilt, sagðist hann full- yröa, að það þýddi ekki neina breytingu á því, að jöklar á Norðurlöndum minnkuðu. í þessum sama útvarps- þætti skýrðj Leo Lysgaard veð urfræðingur frá því, að hiti þriggja sumarmánaðanna hefði í rauninni verið' í með- allagi, en því fyndist fólki veðurfariö hafa verið erfitt, að votviðrj hefðu verið meira að staðaldri eh fólk á að venj- ast, þótt • úrkomumagn hafi líka verið svipað og oft áður. j Á þessu ári sagði Ahlman, að Kebnekajse-jökullinn hefði minnkað um tvær millj. teningsmetra, sem er meira en nokkurt annað' sumar. | Bengt Strömgren prófessor kom enn fram í þessum sama . útvarpsþætti og ræddi hann um það, hva'ð ylli þeirri veð- uríarsbreytingu, sem óumdeil anlega hefði átt sér stað síö- ustu áratugi hér í norðlægum löndum. Minntist hann með- al annars á þá tilgátu, að' sól- in stafaði frá sér meiri hita en áður. Um það sagði hann þó, að ekkert yrði fullyrt að j svo stöddu. En þegar þeir j tímar kæmu, að’ hægt væri aö skjóta nógu langt út í geiminn flaugum með mæli- tækjum, er mældu últra-fjólu bláa geisla sólarinnar, væri hægt að svara spurningu þess ari með fullu öryggi. Þess get- um viö ef til vill vænzt eftir I tíu ár, sagð'i Strömgren. J En meðan við' bíöum þeirr- ar stundar, getum við' glatt okkur við það, að horfur eru á h’.ýnandi veðurfari í hinum norðlægu löndum, jökulhett- urnar minnka, kornyrkjan þokast norður á bóginn, og , fuglar, dýr og fiskar leita í i sömu átt. .s. Hugrún verður hér eftir í stöðugum ferðum milli Reykjavíkur og Vestfjarð'a. Skógafoss annast ferðir milli Reykjavík- ur og Vestmannaeyja. Vörumóttaka daglega. Sími 6420 og 80 366. AFGREIÐSL A L A X F O S S TENQILL H.F. SelSi rið K1«ppsref Siml 86 694 annaat hversKonar raflagn Ir og vlðgerðir svo sem: Verl wnlðjulagnlr, búsalagmr skipalagnlr ásamt viðgerðum og uppsetnlngu á mófcrum i röntgentækj um r>g beimlli*- frélum Gerist áskrifendur að n ~.ji Rafgeymar 6 volta, 84 — 100 — 114 Amp. 12 —64 — 72 — 100 Amp. fyrirliggjandi. — Sendum gegn eftirkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin, Bankastræti 10. Símj 6456 Tryggvagötu 23. Sími 81279. ALLSKONAR pípulagningavinna Nokkurt cfni fyrirliggjandi. Guðmilndur Friðfinnsson, Kjartansgötu 5. Sími 6103. Sýningar kl. 5 og 9, með þátttöku fjögurra ljóna. Fastar ferðir til Cirkusins hefjast klukkutíma fyrir hverja sýningu frá Búnaðar- félagshúsinu og Sunnutorgi viö Langholtsveg. S. í. B. S. Kaupum - Seljum Allskonar notuð húsgögn. Staðgreiðsla. PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 — Sími 4663 ELSKU MUT Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngu miðasala í dag frá kl. 4—7 og á morgun eftir kl. 2. Sími 3191. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Siml 7753 Lögfræðistörf og elgnaum- •íala STÚDENTAFÉLAG REYKJAVIKUR: e-< I ★ aðalfundur! félagsins verður haldinn í Listamannaskálanum fimmtudaginn 1. nóvember og hefst kl. 8,30 e. h. DAGSKRÁ: a Aðalfundarstörf. 1. Skýrsla stjórnarinnar. 2. Stjórnarkosning. b Gylfi Þ. Gíslason flytur erindi um skatta málin og er fundarmönnum heimilt að leggja fyrir hann fyrirspurnir. Félagar eru áminntir um að sýna félagsskýrteini við innganginn. — Nýir félagar geta fengið skýrteini eftir kl. 8 við innganginn á fudarstað. Stjórnin. ! tmaacsnnnnii « ji ;nnnniironiiWgM il :: • ♦ • ♦ :: 1 • ♦ :: Sníðaskólinn Sníðanámskeið hefst fimmtudaginn 1. nóvember. — Kennt veröur eins og aö undanförnu að sníða eftir máli alla dömu- og barnafatnað. Jafnframt hefst saumanámskeið í kjólasaumi og alls konar barnafatnaði. BERGLJÓT ÓLAFSDÓTTIR, Laugarnesveg 62 — Sími 80730 imanum Áskrlttr.rslml 2323 H ♦ ♦ ! t t t ATHUGIÐ! VIÐ HOFUM FLUTT MALARAVINNUSTOFU OKK- AR ÚR VELTUSUNDI 1, í MÁVAHLÍÐ 29 Sprautum allskonar hluti úr tré, gleri og málmi. Sprautum skó (alla liti). Hrærivélar, þvottapotta, barnavagna og lterrur, gibsmyndir, dúkkur. Kökukassa o.fl. — málum húsgögn gömul og ný. MÁLARAVINNUSTOFA Hörður & Kjartan h. f. Mávahlíð 29. — Sími 80945 ♦ ♦ !

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.