Alþýðublaðið - 14.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.07.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝtiUBijAijíí) 3 VtA yi 1 Höfum fyrirliggjandi: loiman’s Lfnsterkju. Colman’sSinnep vörnr ern «rn hluta af þeim drykkjumönn- um, sem vér u'ð undanfömu höf- um eytt svo miklu af starfsorku vorri fyrir, og vér verðum að leggja áherzlu á, að Já inn 1 fé- lög vor og stúkur hugsandi og dugandi fólk, sem vér þar getum gert að sannfærðu bannfólki. Og svo verðum vér að gera þó skoðun aimenna, að vér ekki veif- um neinum, sem er mótstöðumað- ar bindindis, pólitískan stuðning. Vér verðum, ef svo ber undir, að fórna þeim stjómmálaflokki, sem vér annars fylgjum, fyrir útrým- ingu áfengisnautnar þjóðarinnar. Orrustan verður hörð. Hún get- ur orðið löng. En herópið er: Al- gert áfengisbann. Baráttan er byr juð! (Frh.) Reykjavík, 8. júní ,1927. Felix Gudmundsson. Óvitris* ihaidsmenn. tJt af grein, er stóð í Alþýðu- blaðinu kosningadaginn, 9. þ. m., með ofan ritaðri fyrirsögn Oldi ég biðja yður, herra ritstjóri! fyrir 'litla athugasemd í næsta bláði yðar. Greinarhöfundur talar um um- bætur, er gerðar hafi verið í Hafn- •arfirði siðan jafnaðramenn urðu í meiri hluta bæjarstjórnar þar, eftir að Hafnfirðingum hafði tek- ist að bola ,',rotplöntum ihalds- ins“ þaðan, og nefnír sínu máli til stuðnings að eins eitt dæmi: byggingu barnaskólans. Dæmið er óheppilega valið, því að árið 1925, meðan íhaldsmenn skipuðu 6 sæti bæjarstjórnarinnar mótí 3 sætum jafnaðarmanna, var samþykt að reisa skyldi bamaskóla, og á f jár- hagsáætlun þeirri, er þá var sam- in um veturinn, var aætluð upp- hæð til byggingarinnar. Pað, sem því jafnaðarmannastjómin á þakk- ir skilið fyrir, er, að hún svo á næsta vori lét byrja ó þessari byggingu, sem ihaldsstjómin hafði lagt gxundvöllinn undir, og sam- þykti á næstu fjárhagsáætlun jafnmikla upphæð til byggingax- innar og áður hafði verið sam- þykt og sýndi með því jafn~„góð- an hug til góðrar alþýðufræðslu og andlegs heilbrigðis alþýðunn- ax“ og íhaldsbæjarstjórnin hafði sýnt. 9. júlí 1927. Bjarni Snœbjömsson. Bjarni Snæbjömsson hefir fund- ið ástæbu til þess að gera athuga- ;semd við dæmi, sem ég nefndi til sönnunar um framkvæmdir jafn- aðarmannabæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði. Hann segir, að bæj- rstjórnin hafi, áður en jafnað- armenn komust í meiri hluta, samþykt að veita fé 'til nýs bama- skóla. Þetta kann að vera rétt. En þegax þess er gætt, að bæjar- stjórnin samþykti þessa fjárveit- ingu einmitt á þeim itima, þá er þorri bæjarbúa var orðinn óá- nægður með aðgerðáleysi bæjar- stjómarinnar í framfaramálum bæjarins, þá verst ég eigi þeirri hugsun, að hún hafi með þvi að samþykkja fjárveitingu til skóla- byggingar gert síðustu tilraunina til þess að helga sig í augum í- búanna. Við bæjarstjómarkosning- arnar, sem fóru fram 1920, sýndi það sig, að bæjarmenn treystu ekki íhaldinu að framkvæma um- bæturnar og kusu því jafnaðar- menn til þess. Eftir það komst fyrst ó skriður á sviði umbótanna. Bamaskólinn var byggður. Jafn- aðarmanna-bæjarstjómin í Hafn- arfirði á því ein þakkir skilið fyrir framkvæmd byggingarinnar, 0g við það áfti ég i grem minni. Hefir þvi athugasemd Bj. Sn. engu haggað í henni. Á. SeBidilierra i»Jóð verja í Kaupmannahöfn, von Hassel, hefir verið á ferð hér á 'landi und- an farið ásamt konu sinni. Fóm þau meðal annars landveg af Ak- ureyri hingað ti! Reykjavikur og hreptu hið bezta veður. í gær hafði sendaherrann beðið blaða- menn bæjarins að ganga á fund sinn. Áttu sendiherrann og frú hans ekki nóg orð til að lýsa feg- urð landsins og gestrisni íslend- inga. Kvað sendiherrann árásir þær, er íslendingar hefðu fyrir skemstu orðið fyrir í einu þýzku tímariti, vera ómaklegar, enda hefðu stjórnarvöldin þýzku girt fyrir að slíkt orðbragð yrði haft þar oftar. Rekistefnu þá, sem orð- ið hefði út af sektum þýzkra tog- ara fyrir landhelgisveiðar hér, kvað hann mundu bjaðna niður, þó áð ekki væri því máli lokiö enn, og hefði stjórnin meðal ann- ars sent hingað ræðismann tál að rannsaka það mál.. Talið .barst lítils háttar að stjórnmálum, og kvað sendiherrann sig vera and- vígan verndartollastefnunm en fylgjandi samvinnustefnunni. — Sendiherrahjóniín fapa ntan ,á „Lyru“ í kvöld. Jafnaðarmenn á Færeyj- um. Fyrir örfáum árum var stofnað- ur jafnaðarmannaflokkur á Fær- eyjum, og hefir hann síðan — eins og jafnaðarmannaflokkar alls staðar gera — sótt í sig veðrið og dafnar vel. Við síðustu ríkis- þingskosningar á Færeyjum höfðu jafnaðarmenn þingmannsefni í ooði og hlaut hann álitlega at- kvæðatölu, þó ekki kæmist hann að. Nú er flokkurinn búinn að koma sér upp myndarlegu viku- blaði, og er ritstjóri blaðsins M. S. Viðstein, sem var þingmanns- efni flokksins \ið kosningarnar. Hafa vonir flokksins um að ná yfirráðum aukist með blaðinu, pg er vonandi, að fnamgangur bræðr- anna á Færeyjum verði mikill í fmmtiðinni. Fávlzkís M@tné. Þann 9. júlí sá ég dreng á hjóli. Á hjólinu hafði hann hv;ían bréfborða, sem ég las á: B-list- inn. Drengurinn var um fíu ára. Fáir munu geta sannað, að svo unjgur drengur hafi þekkingu á stjórnmálum. Ekki hefi ég heldur heyrt þess getið, að hann væri undrabarn, en hefði hann verið það, hefði getað komið íil mála, að hann væri stjórnmálamaðux. En nú er hann það ekki og hefir þar af teiðandi ekki vit á, bvað hann gerir með listanum, og úr því að hann hefir ekki haft vit á þvi, er auðsætt, að honum hef'ir verið fenginn listinn, en að nota sér fávizku annars sér í hag, beíir hingað til ekki verið talinn kostur. Sá, sem fékk drengnum Iistann, hefir sennilega verið í- haldsmaður, en hann hefir 'flekað fávita barnssál til þess að auka fylgi flokks síns með jlla völdum ráðum. Þarna er ihaldið komið bráðlifandi. Þama er innræti þess, — eða vili nokkur neita því, að Kjartan, sem er kjósendasmali í- haldsins, sé ekki sannur spegili þess? Dulur. 4. heimsþing. Alpjóðasambands verkalýðsfélaganna verður haldið í París dagana 1. til 6. ágúst i sumar. Á dagskrá þingsins eru auk starfsskýrslu stjórnarinnar og fjármálaskýTsIu m. a. skipulag samtakanna innan Alþjóðasam- bands verkaLýðsfélaganna, að- staða starfsmanna ýmiss konar og embættismanna í alþjóðasamtök- unum, alþjóðahjálp i kaupdeilum, alþjóðabaráttan fyrir átta-stunda- deginum, atvinnu- og fjárhags- ástand heimsins, afvopnunarmál- in og baráttan gegn stríðum og. hervaldi, lagabreytingar, svör við ýmsum erindum og kosningar á- hrærandi Stjórn sambandsins o. fk. Ðm tlaglnia og vegkn. Næturlæknir er í nótt Matthías Einarsson,, líirkjustræti 10, sími 139, heima- sxmi í Höfða 1339. Leiðrétting í kvæðinu „I Helvíti“, sem birt- ást í hlaðinu í gær, stendur: „Ógm- þrungnar, tryltar á mannlífsins hafinu breiða“; á að vera: ógn- þrungnar, grimmar á mannlífsins hafinu breiða. Jarðarfðr Benedikts heitins Sveinssonar,, sem dó af slysinu mikla á höfn- inni, fór fram í gær áð viðstöddu allmiklu fjölmenni. Veðrið. Hiti 13—-11 stig. Kyrrlátt veðúr.. Víðast þurt. Loftvægislægð fyrir norðvestan land. Útlit: Víðast suð- vestlæg átt. Skúrir sums staðar. Hjónaband. 7. þ. m. voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ágústa G. Ág- ústsdóttir heilbxigðisfulltrúa Jós- efssonar, og Arinbjörn Þorkels- son trésmiður. Daginn eftir fóru þau í hálfsmánaðarferðalag aust- ur í Skaftafellssýslur. Skipsstrand. Norskt kolaskip, „Algo", kom nýlega til Eyrarbakka. Eftir áð skipað hafði verið upp kolunum, ættaði það að fara þaðan í gær-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.