Alþýðublaðið - 30.03.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.03.1920, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Aukalög Há.setafél. Isíiröinga. I. gr. Enginn háseti má ráða sig á skip með lakari kjörum en hér segir, og skal ráðningarsamuingur hans innfærður í skipshafnarskrá og skrásetningarbók hans. ' II. gr. a. Á skipum, sem ganga á fiski- veiðar með lóðir, slcal afla skiit til helminga milli skipshafnar og út- gerðarmanna, að matsvein undan- > sldidum. Útgerðin borgar formanni. b. Háseti hefir 1 hlut, auk þess premíu, 50 aura af hverjum 250 kgr. af fiski upp úr salti. c. Sé vélarmaður ráðinn upp á hlut, fær hann sama og háseti og auk þess 50 kr. á mánuði íyrir vélgæzlu, og þess utan, ef vól er tekin úr skipi að nokkru eða öllu leyti til viðgerðar, kr. 1,50 um hverja klukkustund er hann vinnur við það. d. Áður en afia er skift skal dregið frá: allar olíur, beita, aalt og ís, eftir róttum reikningi. e. Skipverjar fæði sig sjálfir, en útgerðin leggur til matsvein og eldsneyti, matsuðuáhöld og Ijós við vinnu um borð, hásetum að kostnaðarlausu. III. gr. Sé maður ráðinn fyrir ákveðið mánaðarkaup á þorskveiðar, skal lágmarkskaup vera 300 kr. og auk þess premía, er só minst kr. 1,50 af hverjum 250 kgr. af fiski upp úr salti, ennfremur frítt fæði og matreiðslu. IV. gr. Só háseti í'áðinn á skip, sem er stærra en 10 tons brutto, á fisk- veiðar með handfæri, skal afla hásetans skift í 3 jafna parta, hásetinn skal hafa %, en skipið lfs. Hásetinn leggur sér til veiðarfæri. Frádrag, svo sem olíur, salt og beitu og það sem henni kann að fylgja, svo sem ís og frysting, borgist þannig, að hásetinn greiði 2/s en skipið V3* Öll ofantalin eyðsla skal vera undir umsjón stýrimanns og af honum athugað- ur og yfirvegaður frádragsreikn- ingurinn. Hásetar beri allan kostn- að af fæði sínu, að undanskildu matsveinskaupgjaldi. V. gr. Skip, sem stunda síldveiði með hringnót. Þegar 2 skip ganga til síldveiða í fólagi, með eina vörpu og eina skipshöfn, skulu hásetar fá 30°/o af brúttó aflá skipanna, en sé aðeins eitt skip á veiðum, skulu hásetar fá 40°/o af brúttó afla skipsins. Hásetar fæða sig, en útgerðin leggur til matsvein og eldsneyti, hásetum að kostnaðar- lausu. Skipverjar eiga allan þann fisk er þeir draga og fá frítt salt í hann. VI. gr. a. Só maður ráðinn á hringnóta- veiði, skal mánaðarkaup vera minst 300 kr. og auk þess premía, er sé minst 20 au'rar af hverri tunnu, miðað við fyrstu söltun á „plani“, einnig frítt fæði, eða 90 krónur í fæðispeninga á mánuði, og frí matreiðsla og eldsneyti. b. Á reknetaveiðum sé premía minst 30 aurar af hverri tunnu, miðað við fyrstu söltun á „plani“. Aðrir ráðniugaskilmálar eins og á hringnótaveiðum, sem tekið er fram í staflíð a í VI. gr. VII. gr. Síldveiði með reknetum. Hásetar skulu hafa 45% af brúttó afla skipsins og skiftist það milli skip- verja, aÖ matsveini undanteknum. Skipverjar borga að hálfu olíur; en útgerðin leggur til matsvein og eldsneyti, skipverjum að kostn- aðarlausu. Skipverjar eiga allan þann fisk er þeir draga, og fá frítt salt í hann. VIII. gr. Forstjórár útgerðarmanna hafa fult vald til að ráðstafa aflanum og koma honum i peninga, eins og þeir bezt geta. Þó nær þetta ákvæði ekki til þeirra forstjóra, sem jafnframt eru fiskikaupmenn. IX. gr. Enginn félagsmaður má láta skrásetja sig á togara með lakari kjörum en aukalög Sjómannafólags Reykjavíkur ákveða. O X. gr. Það eru tilmæli félagsins,, að enginn háseti ráði sig á mótorbáta upp á lakari kjör en að framan er greint, án tillits til hvort hann er fólagsmaður eða ekki. Lög þessi öðlast gildi 4. apríl 1920. Fyrir höud Hásstafélags ísfirðinga. ísafirði, 9. jan. 1920. Olafur Ásgeirsson formaður. Um daginn og vegin. , Hið íslenzka prentarafélag hélt aðalfuud sina í gærkvöldi. í stjórn félagsins voru kosnir þeir: Emar Herinannsson lormaður, Kristján Agústsson ntari og Sveinn Helgason gjaldkeri. „Coline“ enskur togari kom frá Englandi t gær, seni á að stunda fiskiveiðar hér með íslenzkri skips- höfn. Fiskiskipstjóri verður Guð- mundur Sveinsson. í fyrrÍnóttTWom hingað þýzkt flutningaskip hlaðið sálti, er heitir „Cavalla“. Fartr.urinn mun eiga að losast í land í Hafnarfirði. Kutter „Sigríður“ kom inn í nóít með agætan afla, 12V« þús. Bréf frá borgarstjóra til rit- stjóra Alþbi. kom of seint til þess að hægt væri að birta það í dag. Hljóileilar 5 mauna, á liverju kvöldi. Qqfd *3Fjallfíonan. ' einfaldar og tvöfaldar. Agætar tvöfaldar munn- hörpur fást í Æjjóðfœrafíúsinu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.