Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 1
Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skriístofur í Edduhúsl i Fréttasímar: 81302 og 81303 | Afgreiðslusími 2323 | Auglýsingasími 81300 2 Prentsmiðjan Edda 2 36. árgangur. Reykjavík, föstudaginn 8. febrúar 1952. 31. blaðo Maður særist í hroðalegum slags- málurn í Bankastr. Fólk, sem var á ferli í Bankastræti á þriðja tíman- um í fyrrinótt, varð sjónar- vottar að hroðalegum at- burði. Tveir menn, skipverji af vélbát í Reykjavík og Hali mann Tómasson, til heimil- is að Digranesvegi 60, áttu þar í illindum. Lyktaði við- ureigninni með því, að and- stæðingur Hallmanns spark aði í hann milli fótanna, og féli hann við það í götuna, þar sem hann engdist sund- ur og saman, veinandi af kvölum, unz leið yfir hann. Lögreglan kom á vettvang og flutti hinn særða mann til læknis, en tók hinn mann inn fastan. Rannsókn mun ekki enn liafa farið fram í málinu, og blaðinu er ókunnugt um, hversu mikla áverka Hall- mann hlaut. Var súrefnisnotkun orsök slyssins á Rvíkurflugvelli? í gær var haldið áfram rannsókn á orsökum slyssins í verkstæði Olíufélagsins á Reykjavíkurflugvelli í fyrra dag. Hefir komið í ljós, að þeir vinnufélagar, sem fyrir slysinu urðu, notuðu súrefni úr geymi í sambandi við gas suðutæki til þess að hreinsa andrúmsloftið í olíugeymi bifreiðarinnar, þar sem þeir voru að vinna. Ekki er þó fyllilega úr því skorið, hvort slík súrefnis- notkun hefir getað valdið slysinu, þar eð kunnáttu- menn greinir á um það, en úrskurðar sérfróðra manna verður leitað. Á hinn bóginn er einnig hugsanlegt, að fyrir mistök hafi gas lekið út frá tækj- unum, en afleiðingar þess liggja í augum uppi. Fundi Atlanzhafs- ráðsins frestað • - Ákveðið hefir verið að fresta fundi Atlanzhafsráðs- ins, sem hefjast átti í Lissa- bon 14. þ.m. Er þetta gert vegna þess að búizt er við að útför G-eorgs Bretakonungs verði um það leyti. Fundurinn mun hefjast nokkrum dögum eftir útförina. Lange, utan- rikisráðherra Norðmanna kom til London I gær til við- ræðna við brezka stjórnmála- menn um undirbúning ráð- stefnunnar. Gert er ráð fyr- ir, að hann verði kosinn for- seti ráðstefnunnar. Hér eru þeir við nám Þessi mynd er af íþróttaskóla Knattspyrnusambands Rín- arlanda í Koblenz, þar sem nú dveljast fjórir ungir knatt- spyrnumenn úr knattspyrnufélaginu Fram í boði Þjóðverja. Aftska stormur á Aust- fjörðum í fyrrakvöld Fjölskyldur isrðu að flýja Issss síss á Reyð- arflrði. — Þök fssku á Norðfirði í fyrrakvöld gerði aftaka hvassviðri á Austfjörðum. Urðu talsverðar skemnnlir af veðrinu. Þök fuku af húsum og íbúar tveggja húsa á Reyðarfirði urðu að yfirgefa hús sín meðan mest gekk á. Á Norðfirði hvessti skyndilega síðari hluta dags. Strandferða- skipið Hekla hafði farið þar frá bryggju um kl. 5,30 og mátti ekki tæpara standa, því að skömmu síðar jók storminn um allan helming. Á Norðfirði urðu þær skemmd ir helztar, að þak fauk alveg af nýbyggðu húsi, en auk þess fuku járnplötur fleiri eða færri af mörgum húsum og skúrum niður við sjóinn. Báta sakaði hins vegar ekki, enda flestir farnir suður til vertíðar. Mesti veðurhamurinn stóð til kl. 8—9 um kvöldið og fór þá heldur að lægja. Er þetta eitt (Framh. á 7. síðu). Borgarstjóri krafinn sagna um Kvíabryggju Á bæjarstjórnarfundi í gær, lagði Þórður Björnsson bæj- arfulltrúi Framsóknarflokksins fram nokkrar fyrirspurnir varðandi kaup bæjarins á Kvíabryggju og spurðist ennfrem- ur fyrir um, hvað liði staðarvali ráðhússins, skipulagningi'. miðbæjarins og fleíra, scm nefndir eru um Iangt skeið bún- ar að vinna að. Hvað hefir orðið þeirra starf? Þórður benti á, að fyrir meira en ári síðan hefði ver- ið lagt fyrir umferðanefnd að gera tillögur um lagfær- ingar á görðum og girðing- um, sem mestri umferðar- hættu valda í bænum. Einnig áttu nefndir að gera tillögur um skipulagningu miöbæjar- ins og staðsetningu ráðhúss- ins, sem Reykjavikurbæjar- stjórn virðist ekki hafa haft mikinn áhuga fyrir að byggja. Þórður ítrekaði svo fyrri fyrirspurnir um Faxaverk- smiðjuna, en mikil og djúp þögn ríkir um það leyndar- mál bæjarstjórnarmeirihlut- ans. — Krafinn sagna um Kvíabryggju. En svo var það Kvíabryggja sem borgarstjóri hefir nú ný- lega loks upplýst á fundi, aö hann sé húinn að kaupa í nafni Reykvíkinga. Þóröur lagði fram eftirfarandi spurn ingar varðandi þetta unga og efnilega fóstur bæjarstjórn- armeirihlutans: 1. Hvert var kaupverð Kvia- bryggju? 2. Hvernig var kaupverðið greitt? 32 ær veikjast og 20 drepast af ormalyfsinngjöf í Hörgslandshr. 3. Hverjir mátu Kvíabryggju til verðs? 4. Hver valdi matsmenninaV 5. Hver er ráðgerður breyt- ingarkostnaður Kvía- bryggju? 6. Hver á að greiða breyting- arkostnaðinn. 7. Hvað verður rúm fyrii; marga vistmenn í einu i, Kvíabryggju? 8. Hvenær er ráðgert að Kvía. bryggjuhælið taki tii starfa? Sama þögnin um Faxaverksmiðjuna. Borgarstjóri lofaði að svara þessum spurningum, væntar;. lega á næsta fundi og sagðist skyldu spyrja nefndirnar sín- ar um það, hvað- þær hefðu gert til að velja ráðhúsi bæi- (Framh. á 7. síðu). Fundur Framsóknar fél. kvenna í kvöld Framsóknarfélag kvennsr. í Reykjavík heldur félags- fund í Aðalstræti 12 í kvölcl kl. 8,30. Umræður verða un stjón'nmálaviðhorfið og munu mæta á fundinun Hermann Jónasson, ráðherra og alþingismcnnirnir Rann- veig Þorsteinsdóttir og Skúl Guömundsson. Félagskonui mætið vel og komið mei nýja félaga. Ærssar ssrðu lystarlausar og fcngu loks krampaflog. Tallð stafa af efnavöntuii Einkafrétt til Tímans frá Kirkjubæjarklaustri. Á bænum Þverá í Hörgslandshreppi, hjá Ólafi Vigfús- syni bónda þar, hafa drepizt 21 kind af ormalyfsinngjöf í þessari viku og alls 32 veikst. Enn eru 4 mjög veikar en eng- in ný tilfelli hafa komið síðustu tvo sólarhringana. Olafur Vigfússon á Þverá hef ir hátt á annað hundrað ær. Hann ákvað að gefa fénu inn ormalyf um síðustu helgi, og byrgði það inni gjaflaust eins og reglur mæla fyrir á sunnudag inn var. Var féð svelt í sólar- hring, síðan gefið lyfið og síðan svelt annan sólarhring. Veikinnar verður vart. Lyfið var gefið inn á mánu daginn, en á þriðjudagsmorg uninn, er komið var í fjárhús in, lágu átta ær dauðar en 20 kindur voru mjög sjúkar. Lýsti sjúklcikinn sér í því, að kind- urnar voru alveg lystarlausar og snertu ekki hey, en að öðru leyti sá lítið á þeim. Þegar þeim hnignaði, fengu þær áköf krampaflog og drápust snögg- lega. Læknisráð reynd. Ormalyf það, sem gefið var, var taliö ágætt og alls ekki gamalt og reyndist að efnainni- haldi rétt gert. Var leitað til héraðslæknisins, því að enginn dýralæknir er í nágrenni. Skoð aði hann hinar sjúku kindur og mældi þær, en þær fengu engan hita, svo að ekki gat verið um lungnabólgu að ræða. ! Reyndi læknirinn siðan að dæla kalkblöndu í hinar sjúku kindur, en það virtist mjög lítinn árang ur bera til bata. Lifrin blásvört. Á kjöti eða innyflum kinda þeirra, sem drápust, sáust eng- in teljandi sjúkdómsmerki, nema á lifrinni. Hún var blá- svört og hnökrótt. 21 drepast. Næsta sólarhring héldu kind- ur áfram að veikjast, eða alls 32, og í gær voru 21 dauð, en engin ný tilfelli höfðu þá bætzt við siðustu tvo sólarhringana. Fjórar eða fimm kindur voru þá enn mjög sjúkar. Er um efnavöntun að ræða? Mönnum er ekki fullljóst af hverju fár þetta stafar, en rann ; sóknarstöðin á Keldum og lækn ar telja líklegast, að um efna- röskun og efnavöntun, til dæmis vöntun á kalkefni í fénu sé að ræða, og stafi það af fóðri þess. Hafi þetta þau áhrif, að féð þoli ekki lyfið, sem var venju- legt ormalyf frá rannsóknar- stofu háskólans. Innyfli kinda verða send að Keldum til rann sóknar svo fljótt sem auðið er, 1 en samgöngutregða hefir enn tafið það. Hefir Ólafur orðið fyr ir tilfinnanlegu fjártjóni af þess um sökum. Framsóknarvist á Akranesi Framsóknarfélag Akranes;; heldur skemmtun í Templara húsinu á Akranesi á sunnu dagskvöldið og hefst kl. 8,30. Byrjað verður á því að spih Framsóknarvist en síðan verð ur dansað. Skemmtanir félag; ins á Akranesi njóta hinni mestu vinsælda og eru vel sótt- ar. Erlendar getgátur nm íorseta íslands Erlend blöð eru þegar far- in að geta sér til um það, hver verða muni forseti ís- lands. Danska blaðið Poli- tiken hefir nefnt þrjá menn, sem það telur líklegt, að tif greina komi við forsetavaL Menn þessir eru Ásgeir Ásgeirsson bankastjóri, Thor Thors sendiherra og Sigurö- ur Nordal sendiherra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.