Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 6
TÍMINN, föstudaginn 8. febrúar 1951. 31. bíað. Maðurinn frá Colorado Stórbrotin, amerísk mynd í eðlilegum litum. Mynd þessi | hefir verið borin saman við i hina frægu mynd „Gone with : the wind". Glen Ford, Ellen Drew. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓ| I ' Elshu Maja (For the Love of Mary) * | Bráðskemmtileg ný amerísk | músíkmynd. f Aðalhlutverk: Deanna Durbin, Don Taylor, Edmond O'Brian. Sýnd kl. 9. .______________________________________s Auðugi húrehinn l Hin skemmtilega kúreka- j mynd með kappanum: i George O'Brian. | Sýnd kl. 5 og 7. : l BÆJARBÍOJ - HAFNARFIRÐI - I I „Við viljum eignast harn" Ný, dönsk stórmynd, er vakið ] hefir fádæma athygli og f jall | ar um hættur fóstureyðinga, | og sýnir m. a. barnsfæðing- 1 una. L'éikin af úrvals dönsk- § um leikurum. — Myndin er 1 stranglega bönnuð ungling- | um. | Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. HAFNARBÍÓ! I Rau&á (Red River). | Hin afar spennandi og við-§ burðaríka ameríska stórmynd § með | John Wayne, Montgomery Clift, ; Sýnd kl. 9. I Abott og Costello í lífshœttu (Meet the Killer). i i i Ein' af hinum óviðjafnanlega | skemmtilegu skopmyndum. | Sýnd kl. 5 og* 7. Otvarps viðgerðir! Radievinnustofan LAUGAVFG l«t. linillllllllIlllllllllllllllllllllllllIlllllllUKIIIIUUlUUIIUU' 1 Austurbæjarbíó i | Tvífari fjárhœttu- spilarans (Hit Parade of 1951). Skemmtileg og f jörug, ný, I amerísk dans- I mynd. og songva-£ John Carroll, ; Marie McDonald. | Firehouse five plus two | | hljómsveitin og rumbahljóm | | sveit Bobby Ramos leika. | ¦ Sýnd kl. 5, 7 og 9. \ TJARNARBfÓ Fœr í flestan s§ó (Fancy Pants) Bráðskemmtileg ný amerísk gamanmynd í eðlilegum lit- um. Aðalhlutverk: Lucille Ball og hinn óviðjafnlegl Bob Hope. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ MóSurást (Blossom in the Dust). Greer Garson, Walter Pidgeon. Sýnd kl.9. ______Siðasta sinn._______ Arisona-happar Ný cowboy-mynd með Tim Holt, Jack Holl. Sýnd kl. 5. , Síðasta sinn. Söngskemmtun kl. 7,15. TRIP0LI-3ÍÓ Hart á móti hörðu (Short- Grass) Ný, afarspennandi, skemmti- leg og hasafengin amerísk mynd, gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir Tom W. Black burn. Rod Cameron, Cathy Downs, Johnny Mac Brown. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. Auglýsingasíml TÍMANS er 81 38&. I ELDURINN I gerir ekkl boð á andan sér. | Þeir, sem ern hyggnix, tryggja strax h]ft | Samvirmutt yggíngum éi I Bergur Jdnssoo Hálaflutnlnfsskrlfstofa Í Laugaveg 05. Blmi 5833 Helma: Vitaítig 14 Erlent yfiriit (Framhald af 5. siðu.) því, er hún kom til valda, að fyrsta verkefni hennar væri að koma á lögum og reglu, en að öðru leyti myndi hún fylgja svipaðri stefnu i utanríkismál- um og stjórn Nahas Pasha. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu er hún talin líklegri til samninga en stjórn Nahas Pasha og nokkuð er það, að sambúð Breta og Egypta hefir batnað á Súez- eiðinu síðan hún kom til valda. Það álit, að sæmilega horfi nú um samkomulag milli Breta og Egypta, er einkum byggt á því, áð Farouk og leiðtogar stjóm- málaflokkanna óttist almenna uppreisn, ef deilan heldur á- fram, og það hvetji þá einkum til samninga. Bretar eru og tald ir samningafúsir. Ýmsir leið- togar annarra Arabaríkja, eins og Ibn Saud, hvetja og eindreg- ið til samkomulags. Líklegasta lausn deilunnar er talin sú, að fyrirhuguðu varnarbandalagi við austanvert Miðjarðarhaf verði falin vörn Súezskurðarins, og að Farouk verði viðurkennd- ur konungur Sudans, en íbúarn ir þar fái víðtæka sjálfstjórn. Það var talið líklegt, að Nahas Pasha myndi snúast gegn stjórn Ali Mahers eftir þá hrak- legu meðferð, sem Farouk beitti hana. Svo hefir þó ekki orðið, heldur hefir flokkur hans gerzt þátttakandi í sérstöku þjóðráði, sem á að vera stjórn Ali Ma- hers til ráðuneytis. Ástæða þess er talin sú, að Nahas Pasha telji byltingarhættuna svo verulega, að hinir gömlu stjórnmálaflokk ar séu því tilneyddir að standa saman a.m.k. fyrst um sinn. KJELD VAAG: ~T HETJAN ÓSIGRANDI .....-------- - -. 49. DAGUR ~>......—^^ Iiinf lutningur . . . (Framhald af 5. siðu) þurfa bændur hverrar sveitar, að gæta þess að nota sem mest sömu tegund véla. Það virðist líka vera sjálfsögð búmennska, með tilliti til varastykkja og við gerða, að hvert hérað noti sem mest sömu tegund. Með því móti geta bændur vænzt þess, að á verzlunarstað viðkomandi héraðs verði alltaf nokkrar birgðir varastykkja og meira ör yggi í aðgerðum, en ef ótal teg- undir véla eru í sömu sveit. Það er dýrt gaman að hafa heimilisdráttarvélina óstarf- hæfa þegar mest liggur á. Þess vegna mun það skipta miklu máli, að sem bezt trygging sé fyrir því, að varahlutir náist með sem minnstum fyrirvara. Væri æskilegt, að bændur at- huguðu vel þá hlið málsins, áð- ur en þeir festa kaup á jafn dýrum hlut og dráttarvél er." Áhugi bænda fyrir kaupum á jeppum er mjög mikill. Full- víst er, að innflutningur þeirra verður ekki gefinn frjáls á þessu ári, Qg e.t.v. verður þess langt að bíða. Ef einhver innflutning- ur jeppa verður leyfður á þessu ári, mun hann aldrei verða meiri en svo, að hann fullnægi 5—10% af eftirspurninni. Þeir, sem telja sig hafa mikla þörf fyrir vélknúið tæki, ættu því mjög að skoða hug sinn um þaö, hvort þeir ættu ekki heldur að fá sér dráttarvél, en bíða í mörg ár eftir jeppa. ' Að endingu bið ég hina mörgu bændur, er hafa skrifað mér eða Úthlutunarnefnd, afsökunar á því, að fæstum bréfum hefir ver ið svarað. Oftast er það svo, að ekki er hægt að gefa tæmandi svör og Úthlutunarnefnd hefir ekki viljað bera mikið í kostn- að. Hannes Pálsson, frá Undirfelli. Minningarspjöld Krabbameinsfélagsins fást í Verzluninni Remidia, Austur- stræti 7 og Skrifstofu Elli- heimilisins Grund. Fáni Vilhjálms af Óraníu blakti enn í golunni, en umhverfis hann var bardaginn harðastur. Þar sóttu Spánverjarnir fast að. En merkið skyldi aldrei falla þeim í hendur. Magnús sveifl- aði blóði drifnu sverði sínu og hrópaði: „Lifi Vilhjálmur prins af Óraníu! Drepum Spánverjana!" Þeir af víkingunum, sem ekki ráku flóttann, réðust nú á hinn íylkingararm Spánverjanna frá hlið. Jakob öskraði eins og villi- dýr, og Steinn Sehested fylgdi félögum sínum, .þótt hann riðaði á fótunum. En áður en hann kæmist til bardagans, hneig hann út af og valt niður sandbrekkuna. Þar stöðvaðist hann í hjólfari fallbyssuvagna og lá um stund með lokuð augu. En svo brölti hann aftur á fætur. Hann reyndi að skreiðast upp hallann, skrik- aði hvað eftir annað fótur, svo að hann datt á hnén. en gafst þó ekki upp. Víkingarnir skárust í leikinn á síðustu stundu. Leiguhermenn- irnir voru teknir að hörfa, en mannfall var enn mikið í beggja l.'ði. ísbrandt Jansen var fallinn, en einn undirforingjanna hafði tekið við stjórn. Það voru að minnsta kosti þrír Spánverjar á móti hverjum einum í landgönguliðinu. Fánaberinn hélt uppi merki Vilhjálms af Óraníu, en hann var bæði sár í andliti og læri. Hálfur fánavörðurinn var fallinn, en hinir börðust sem óðir væru, þótt halloka færu. Það var bók- staflega dyngja af föllnum mönnum umhverfis merkið. Magnús ruddist þegar inn í þvöguna, og á eftir honum fylgdu tólf eða þrettán víkingar. Allt var höggvið niður, sem fyrir þeim varð. Spánverjar veittu fyrst harðfengilegt viðnám, en svo greip óttnn þá. Var þetta djöfullinn sjálfur í mannsmynd, ljóshærður og ægilegur? Það brann eldur úr augum þessa manns og skein í hvítar tennurnar, og hann hjó svo títt, að mörg sverð sýndust á lofti. Þetta hlaut að minnsta kosti að vera sendiboði djöfuls- ins----- Heilaga jómfrú___ „Drepum Spánverjana!" „Heilaga, heilaga jómfrú___" Þegar Magnús og menn hans höfðu rutt svæðið umhverfis íánann, stóðu aðeins þrír uppi af fánaverðinum; sjálfur fána- berinn og tveir aðrir. Þeir voru allir sárir, og það var sýnilegt, að fánaberinn var aðframkominn. Nú snerist hópur Spánverja gegn Magnúsi. Tveir víkingar, sem ætluðu að verja hann, féllu, og Jakob fékk sár á öxlina. En það var engu líkara en Magnús biti ekki járn. Þegar hann sá menn sína falla, trylltist hann. Hann óð fram og hjó á báðar hendur, og menn hans fóru að dæmi hans. Hinir spænsku hermenn, sem árum saman höfðu legið í ófriði, höfðu aldrei komizt í slíka raun — ekki einu sinni i orrustunni við Heilagavatn. í þessari andrá féll fáni Vilhjálms af Óraníu yfir líkdyngj- urnar. Spænskur liðsforingi hafði komizt að fánaberanum og rekið sverð sitt í mjöðm honum. Aftur reiddi Spánverjinn sverð sitt og hjó síðasta manninn í fánaverðinum banahögg. En um leið og hann laut yfir stöngina og ætlaði að rífa merkið af henni, var Magnús kominn yfir hann og hjó höfuðið frá bolnum. Blóð- boginn dundi á sjálfum fánanum. Síðan hóf Magnús merkið á loft á ný. Landgönguliðið rak upp fagnaðaróp, er það sá merkið hefjast á ný. Spánverjar fylltust líka vígamóði og hópur þeirra gerði nýtt áhlaup. „Drepum Spánverjana!" öskraði Magnús með fánastöngina í vinstri hendi. 7 Enn tókst hin snarpasta orrusta. Fjórir snerust gegn Magn- úsi, sem þegar greiddi einum banahögg. En í sömu svipan fékk hann þungt högg á brjóstið. Honum fannst hann sjá unglegt, náfölt andlit. En svo sortnaði honum fyrir augum. Nokkrum mínútum síðar rankaði hann aftur við sér. Hann opn- aði augun og starði ringlaður upp í bláan himininn. Allt í kring- um hann var vopnagnýr. Öskrin kváðu við og sverðin glumdu___ Hvaða þungi var þetta á brjósti honum. Hann reyndi að hreyfa sig, en gat það ekki. Svo seig á hann undarlegt værðarmók. „Drepum Spánverjana!" Hann heyrði þetta kallað langt, langt í burtu. En það vakti hann samt, og augun opnuðust á ný. Aftur reyndi hann að hreyfa sig. Hann fálmaði fyrir sér með höndunum og reyndi að fjar- lægja það, sem hvíldi á brjósti honum. Og allt í einu áttaði hann sig. Hann svipti sér upp. Ofan á honum höfðu legið lík tveggja víkinga. Ofurlitla stund sat hann kyrr og strauk augun. Margir menn börðust skammt frá honum — og þarna lá sverð hans___ Og þarna stóð ungur maður með fánastöngina í vinstri hönd — Steinn Sehested.. . Hann seildist eftir sverðinu, og það var eins og honum ykist styrkur, er hann hafði náð til þess. Hann brölti á fætur, og í næstu andrá stóð hann vð hlið Steins Sehesteds, sem studdist náfölur við fánastöngina. „Skipstjóri----- ég get----- ekki meira", stundi hann um leið og hann hneig út af. Magnús greip stöngina, áður en hún féll og stakk henni niður í sandinn. Nú var bardaginn að fjara út. Spánverjarnr voru komn ir á undanhald, og víkingarnir æptu siguróp. Hann laut yfir Stein, sem lá á hjánum og fálmaði í kringum sig. „Þú hefir hlotið eldskírn, sem þú getur verið hreykinn af, Steinn Sehested", sagði hann. En Steinn heyrði ekki þessi orð. Magnús horfði á hann litla stund og hraðaði sér svo til bardagans. En vopnaviðskiptunum var lokið. Síðustu Spánverjarnir lögðu á flótta. Magnús Heinason, sem þeir höfðu séð falla, var aftur kominn með reitt sverðið___ „Heilaga, heilaga jómfrú, vernda þú oss — heilaga, heilaga___"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.