Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 7
31. blað. TÍMINN, föstudaginn 8. febrúar 1951. r~T>- 7. Frá hafi til rieiba Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell fór frá Gdynia í fyrrakvöld áleiðis til Páskrúðs- fjarðar. Ms. Amarfell fór frá Akureyri í gær til London. Ms. Jökulfell fer væntanlega frá Leith í kvöld áleiðis til Reykja- víkur. Ríkisskip: ! Hekla er á leið frá Austfjörð um til Reykjavíkur. Þyrill er í Faxaflóa. Oddur fór frá Rvík í gær til Húnaflóa. , Eimskip: i Brúarfoss kom til Rotterdam 6. 2. og fer þaðan 9. 2. til Hull og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Hull 6. 2. til Álaborgar, Gauta- borgar og Reykjavíkur. Goðafoss fer frá Reykjavík kl. 1,00 í nótt 8. 2. til New York. Gullfoss kom til Leith í morgun 7. 2. og fer þaðan á morgun 8. 2. til Reykja víkur. Lagarfoss fór frá Ant- verpen 3. 2. og er væntanlegur til Reykjavíkur aðra nótt eða laugardagsmorgun 9. 2. Reykja foss fer frá Reykjavík kl. .23 í kvöld 7. 2. til Hull, Antverpen og Hamborgar. Selfoss fer frá Gautaborg í dag 7. 2. til Siglu- fjarðar og Reykjavíkur. Trölla- foss fór frá New York 2. 2. tilij Reykjavíkur. Úr ýmsum áttum Forseti sameinaðs þings ' sendi í fyrradag forseta brezka þingsins samúðarskeyti vegna fráfalls Bretakonungs. Háppdrætti Háskóla íslands. Á mánudaginn verður dregið í' 2. flokki happdrættisins um 550 vinninga og 2 aukavinninga, samtals 255700 kr. Fjölgun happ drættismiðanna um síðustu ára mót var svo vel tekið, að nú er ekki nema fátt eitt óselt af hinum nýju heilmiðum og hálf miðum. — Siðasti söludagur er á morgun. Náttúrulækningafélag Rvikur hefir skemmtun í félagsheim ili verzlunarmanna, Vonarstræti 4, föstudaginn 8. febrúar kl. 8,30. Félagsvist, skemmtiatriði, dans. Skíðaferðir Ferðaskrifstofunnar Farnar verða tvær skíðaferðir á vegum Ferðaskrifstofunnar á sunnudaginn, ef veður og færi leyfa. Hefst önnur kl. 10,00, en hin kl. 13,30. — Bílar FerSaskrif stofunnar verða á eftirgreind- um stöðum: Kl. 9,30 á vegamótum Nesveg ar og Kaplaskjóls, við Sunnutorg og vegamót Lönguhlíðar og Miklubrautar. Kl. 9,40 á vega- mótum Hofsvallagötu og Hring brautar, vegamótum Sundlauga vegar og Laugarnesvegar og Hlemmitorgi (Litla bilastööin). Glímuráðið. Aðalfundur glímuráðs Reykja víkur verður haldinn í Vonar- stræti 4, sunnudaginn 10. febrú ar og hefst klukkan átta síð- degis, en ekki klukkan tvö eins og áður var tilkynnt. Fundar- efni: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir glímumenn velkomnir. — Stjórnin. Rannsókn ránsins í Kolasundi þokar áfram Rannsóknarlögreglan vann enn í gær aö rannsókn á á- rásinni og ránínu, sem Óli Anton Þórarinsson varð fyrir | í Kolasundi. Fullkomin .i átn-' ing liggur ekki enn fyrir að öllu leyti, en líklegt, að rann- sókn Ijúki fljótlega. Óiæti í og utan ingMssins í Bonn Þegar Adenauer forsætis ráðherra V.-Þýzkalands hóf framsöguræðu sína í tveggja j daga umræðum í vesturþýzka j sambandsþinginu í gær um iandvaxnarmálin, urðu nokk- j ur ólæti og háreysti bæði inni í þinghúsinu og utan þess,! þar sem allmargt ungra i manna hafði safnazt saman' í mótmælaskyni viö endur- hervæðingu. Adenauer sagði, að Vestur- Þýzkalandi stæði 'hætta af hinum mikla vigtaúnaði Rússa í Austur-Þýzkalandi. Þar stæðu nú vígbúin 30 her fylki, reiSubúin að halda til vesturs. Af þessum sökum yrði Bonnstjórnin að krefjast að- ildar að Evrópuher og upp- töku í Atlanzhafsbandalagið til að treysta öryggi landsins. Hann neitaði því hins vegar, að hann hefði sett ákveðin skilyrði fyrir hlutdeild að Evrónuhernum. KJARTAN GUÐBRANDSSON andaðist ad heimili sínu Hjallaveg 7, hinn 6. febrúar 1952. m Eiginkona og foreldrar: Eydís Hansdóttir, Matthildur Kjartansdóttir, Guðbrandur Magnússon. Ný sendinefnd al- þjóðabankans til Persiu Alþjóðabankinn hefir ákvéðið að senda innan skamms nýja samninganefnd til Persíu til að , hefja samninga við stjórn lands , in um það,- að bankinn taki að sér sölu olíu landsins. Formað- ur nefndarinnar er varaforseti alþj óðabankans. Storviðri á Aiistf j. (Framhald af 1. síðu.) með allra sterkustu veðrum, er komið hafa á Norðfirði um langt skeið. Á Reyðarfirði hvessti nokkru síðar og gerði fljótlega hið mesta illviðri með stormi og snjókomu. Raflínur fuku saman og varð mikill hluti kauptúnsins raf- magnslaust í fyrrinótt. Þak fauk af húsi og annað hús skemmdist mikið. Urðu fjöl skyldur þessara húsa að flýja úr þeim meðan veðurofsinn var sem mestur. Aðrar skemmdir urðu, en þær stórvægilegastar, sem taldar hafa verið. Ferð Heklu seinkaði um 12 tíma, þar sem skipið komst ekki frá bryggju í Eski- firði meðan hvassast var. Auglýsið í Tísuamnsi Lauk námi í raf- magnsverkfræði Við miðsvetraruppsögn Minnesota-háskóla útskxif- aðist meðal annarra nemenda einn íslendingur, Guðmund- I ur Friðriksson frá Borgar- nesi. Hafði hann haldið á- fram námi við háskólann eft- ir nokkurra herþjónustu í sjóliði Bandarlkjanna. Lauk '. hann námi í rafmagnsverk- 'fræði og tekur til starfa hjá i útvarpssambandi í New Jersey. I Þorvaldur, bróðir Guðmund i ar er í bandaríska hernum, og Edward mjólkurfræðingur, bróðir þeirra, er nú í Minnea- polis. Gimsteinasali hand- tekinn fyrir gullsmygl Nýlega var 39 ára gamall ísraelsbúi handtekinn á landamærum Kanada og Bandaríkjanna og ákærður fyrir tilraun til að smygla 25 þúsund dollara virði í gulli til Bandarikjanna. Maðurinn var gimsteinasali, sem taúinn var að dvelja í Kanada á er- lendu vegabréfi síðan 1950 og ætlaði að taka auðveldan gróða með smyglinu. Gullið hafði hann geymt meðal far angurs í tveimur ferðatösk- um. í sambandi við þessa hand- töku komst upp um meirihátt ar smyglstarfsemi, sem marg ir menn í Kanada voru við- riðnir. Keyptu þeir gull fyrir hálfvirði, sem stolið hafði verið úr gullnámum. Síðan hafði sumt af því gulli, sem smyglað var til Bandaríkj- anna, verið selt fyrir tvöfalt verð á svörtum markaði í Evrópulöndum. Lögreglan í Bandaríkjunum ihafði um nokkurt skeið haft auga með ferðum þessa Gyð- jings. Hafði hann farið fimm grunsamlegar ferðir til New York, áður en hann var hand tekinn. Kom þá í ljós að hann var einnig þátttakandi í öðru smyglmáli, er upplýst- jist, er lögreglan fann gull í sextán krukkum, í bíl einum við gangstétt í miðri New York-borg. Reyndist gull það, sem tekið var af Gyðingn- um, er hann var handtekinn, sömu tegundar og það, sem í þílnum fannst í byrjun jan- úar. SKIPAIITGCKO RIKISINS Skip fer til Arnarstapa, Stykkishólms og Flateyjar næstu daga. — Tekið á móti flutningi í dag. Ármann Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja daglega. FORD-VÖRUBÍLL módel 1942, með nýlegri vél, er til sölu á Hólsbúinu, sem fengið hefir leyfi fyrir nýj- um og hentugri bíl til hey- flutninga. Bíllinn er í góöu lagi og þrem nýjum dekkjum. Guðmundur Jónasson á Hólsbúinu í Siglufirði veitir upplýsingar og tekur á móti tilboðum. ÞJÓÐLEIKHÚSID AiViVA CHRISTIE Sýiiing laugardag kl. 20,00. Síðasta sinn. Börnum bannaður aðgangur. Sölnmuður deyr Sýning sunnudag kl. 20,00 „Sem yður þóUnast" Eftir W. Shakespeare. Þýðandi Helgi Hálfdánarson. Leikstjóri Lárus Pálsson. Hljómsv.stj. Róbert A. Ottóson. Frumsýning þriðjudag 12. febr. kl. 20,00. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15—20,00. Sími 80000. Öe5(FÉLA6! gmCJAVÍKUg PÍ-PA-KÍ (Söngur lútunnar.) Sýning í dag kl. 8. — Aðgöngu- miðasala eftir kl. 2. Sími 3191. Vængjadælur Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. II. Fínpúsningargerðin Simi 6909 Kvíafaryggja (Framhald af 1. síðu.) arins stað, um tillögur að 'skipulagi miðbæjarins og loks j hvort athugað hefði verið um aukið umferðaröryggi í sam- bandi við breytingar á götu- jhornum og girðingum. Um jFaxaverksmiðjuna ríkti hins vegar hin sama órjúfanlega .djúpa þögn. Gjöf Lárusar ISist (Framhald af 2. siðu.) margir þróunarmöguleikar fyr- ir ungt fólk á Akureyri og í Eyjafirði. Fordæmi Lárusar Rist og tryggð við hugsjónir og ættar- slóðir er þess virði, að gaumur sé gefinn, og vonandi verður vinnuskóli Akureyrarbœjar í Botni honum verðugur minnis- varði og vísir margs góðs fyrir hina fríðu byggð við Eyjafjörð. fer frá Kaupmannahöfn til Færeyja og Reykjavíkur 13. febrúar n. k. Flutningur ósk ast tilkynntur sem fyrst til skrifstofu Sameinaða í Kaup mannahöfn. — Frá Reykjavík til Færeyja og Káupmanna- hafnar 21. febrúar. Skipaafgreiðsra Jes Zimsen Erlendur rétursson *1 A S K.O (?©??????????^??????????????^'•^f'^^^^J' O-XJ'O ® CO00OO^4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.