Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.02.1952, Blaðsíða 8
„ERIÆNT YFIRUT“ I Stjórnmálin í Ef/yptalandi 3S. árgangur. Reykjavík, 8. febrúar 1^52. 31. blað. Elísabet II. korain heim til Bretlands Elisabet drottning II. og Mountbatten maður hennar komu til Lodon með flugvél kl. 3,30 í gær. Aðeins um 200 manns var þar saman komið til að taka á móti henni, enda var fólk beðið að fjölmenna ekki þangað. Viðstaddir voru m.a. Churchill, Eden, Attlee og Clement Davies. Elísabet dorttning ók með fylgdarliði sínu til Clarenthouse. Þar söfnuðust saman síðdegis um 2000 manns og stóð mann- fjöldinn alllengi þögull og kyrr. Þau hjónin dvöldu í fjalla- húsi í Kenýju, er fregnin um andlát konungsins barst. Það var maður hennar, sem fyrst fékk tíðindin, og sagði þau síðan konu sinni. Tók hún þeim rólega og æðrulaust. Fyrsta skeytið, sem hún sendi, var til móður hennar og hið næsta til Mary ekkjudrottn- ingar. Churchill flutti ræðu um hinn dána konung í útvarp kl. átta í gærkvöldi. Lík kon- ungs verður nú flutt til Lon- don og mun standa uppi í Westminsterhöllinni, eins og siður er. — Jarðarför kon- ungs verður ákveðin í dag. I dag mun hin nýja drottn- ing vinna valdatökueið sinn, en síðar munu kallarar til- kynna valdatökuna um land- ið þvert og endilangt aö göml um sið. Fjórtán bifreiða- árekstrar í fyrrad. í fyrradág urðu fjórtán bifreiðaárekstrar í Reykjavík, og urðu margar bifreiðanna fyrir miklum skemmdum, en meiðsli urðu engin á mönn- um. Orsök þessara mörgu á- rekstra telur rannsóknarlög- reglan vera hin djúpu hjól- för i klakanum á götunum og yfirleitt örðugt færi. Það er full ástæða til þess að vara fólk við hálkunni, bæði bílstjóra og gangandi fólk. í gær skýrði einn bil- stjóri blaðínu til dæmis frá því, að stúlka hefði skollið á hnakkann rétt fyrir framan bifreið hans, og fékk hún svo mikið högg á höfuðið, að hún missti meðvitund og raknaði ekki við aftur, fyrr en búið var að stumra yfir henni góða stund. Þrír bátar mimu stunda róðra frá Hólmavík Frá fréttaritara Tímans á Hólmavík. Ekkert er róið héðan um þess ar mundir og hefir ekki verið siðan um áramót, aðallega vegna gæftaleysis. Hér eru þó þrír bát ar, sem ætla að stunda róðra á vetrarvertíð. Lítill snjór er hér, en veðrátta hefir verið mjög umhleypingasöm að unda nfömu. 718 manns skráðir at- vinnuiausir í Reykjavík Iliimi lögboliim skráseíninga ber ekki sam- an við lappSýsiiigar verkalýðsfélagaiBiBa Á bæjarstiórnarfundi í gærkveldi komu atvinnumálin á dag- skrá. í þeim umræðum upplýsti borgarstjóri, að samkvæmt við- bótaratvinnuleysisskráningu, sem fram fór í gær væru nú rösk- lega 100 manns skráðir atvinnulausir umfram það, sem í ljós kom við skráninguna í byrjun janúar. Ilin heimsfræga skautadrottning Barbara Ann Scott er ein af helztu stjömunum, sem nú koma fram í mjög vinsælli skauta- revýu í Hollywood. Geigvænlegt fj ástand ■ Færeyjum sjéviiBiiiibankiiBn á heljarþröm og iíígerð- in að stöðvast vegna lánsf járskorts Sjóvinnubankinn færeyski, sem lenti í fjárhagsvandræð- um síðastliðið ár, er nú talinn riða á barmi gjaldþrotsins. Allt hiutafé hans, sem í fyrra var aukið úr 300 þúsund fær- eyskum krónum í hálfa aðra milljón, er talið tapað, og, sennilega ein milljón króna að auki. Þetta tilkynnti færeysk sendinefnd, sem verið hefir í Kaupmannahöfn, dönsku stjórninni í fyrri viku. 55% af eigin fé bankans hefir ver- ið lánað formanni bankaráðs- ins, og bankastjórinn sjálf- ur hafði einnig tekið mikil lán í bankanum, og þegar þetta varð uppskátt sögðu báðir af sér starfi, og banka- stjórinn, Thorstein Petersen, foringi Fólkaflokksins í Fær- eyjum, hefir að miklu leyti dregið sig til baka í stjórn- málum landsins, þar sem hann hefir verið mjög áhrifa mikill maður um langt skeið og munaði minnstu, að gerði Færeyjar að sjálfstæðu ríki, eftir að meirihluti færeyskra kjósenda hafði greitt atkvæði með sambandsslitum við Danmörku. Skipin vantar rekstrarlán. Ein afleiðingin af fjár- hagsvandræðum Sjóvinnu-i bankans er sú, að útgerðar-! menn geta ekki fengið venju- 1 leg rekstrarlán til skipa sinna, svo að þau komist út á veið- ar. Bitnar þetta ástand þann- ig þunglega á atvinnulífinu og afkomuvonum Færeyinga. Þessi banki hefir aðallega jlagt til fé til fiskveiðileið- ' angra til Grænlands, í Hvíta- 'haf og á önrpir fjarlæg mið. Fé frá þjóðbankanum danska. Þess rnun hafa verið farið á leit, að þjóðbankinn danski leggði fram fé í þessu skyni, og mun hafa verið rætt um fjórar milljónir danskra j kióna frá honum fyrst um \ sinn. Jafnframt er um það tal i ö.u, au x' cjca eyingcii xái 7—3| milijónir króna af Marshall- hjálpinni. Taka aðeins við sleginni mynt og geyraa hana í brunnum Tvær flugvélar hlaðnar peningum flugu nú um helg ina frá Lundúnum til Nígeríu, þar sem peningunum verður sökkt í djúpa brunna, samtals nær tveim milljónum shill- inga. Peninga þessa hyggst stjórnin i Nígeríu að nota til greiðslu á jarðhnetum, sem hún kaupir af bændum og liefir þegar selt Englending- um fyrirfram. Nígeríubúar hafa litla trú á bönkum og kjósa fremur að % eyma peninga sína í djúp- um bruiinum, sem þeir eru síðan dregnir upp úr, þegar þarf að nota þá. Seðlar og verðbréf taka hins vegar illa geymslunni í slíkum f járliirzl um, og þess vegna verða Eng lendingar að bcrga jarðhnet urnar nieð sleginni mynt, þólt allmikill aukakostnaður sé að k oma slíkri greiðslu til Xigeríu. Kveiktí í gliigga- íÍöIdiBimm ííseð kertí Laust fyrir kl. 15 í gær var slökkviliðiö kvatt að húsinu Höfðaborg 103. Þar ahfði lítið bam verið að leika sér með log andi kerti og kveikt í glugga- tjöldum. Móðirin var ekki við, en kom þó heim áður en slökkvi IlJiJ kom og var búin að slökkva eldinn. Skemmdir urðu ekki telj andi. Þegar atvinnuleysisskráning fór fram þrjá daga 4.-6. janúar, hefðu 551 karlmaður og 45 kon ur látið skrá sig. Síðar í mánuð inum gerðist svo það, að full- trúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavik lét fara fram athug un á atvinnuleysinu og kom þá i ljós, samkvæmt þeirri athug un, að 1500 mans væri atvinnu- lausir. Fullyrtu þeir, sem ber/ þóttust til þekkja, áð atvinnu- leysi væri miklu meira og senni lega væri tala atvinnulausra ekki undir 2500. Vegna þessa og tilmæla frá fulltrúaráði verkalýðsfélaganna var látin fara fram viðbótarat- vinnuleysisskráning ,1 gær. Þeg- ar bæjarstjórnarfundur hófst kl. 5 höfðu 669 karlmenn og 49 kon ur látið skrá sig. Munur á tölum. Er hér mikill munur á hinni opinberu og lögboðnu skrásetn- ingu og þeim tölum, sem verka lýðsfélögin hafa. Er vitað að alltaf eru allmargir, er ekki láta skrá sig og ennfremur hafa ein hverjir látio skrá sig eftir kl. 5 í gær. En borgarstjóri vefengdi einnig tölur verkalýðsfélaganna og taldi sig hafa orðið varan við veilur í aðferðum þeim, sem þær byggðust á. Lítið um úrræði. Annars hefir af 'hálfu bæj- arins verið harla lítið um úr- ræði í atvinnumálunum, þótt sú staðreynd sé að verulegt at- vinnuleysi er um að ræða, hvort heldur að stuðzt ér við tölur hinnar opinberu skráningar eða upplýsingar verkalýðsfélaganna. Bærinn hefir ekíci séð sér fært að fjölga nema um 50 í bæjarvinnu, þótt eindregin til- mæli hafi komið frá verkalýðs samtökunum um 200 manna fjölgun sem lágmark. Togaraveiðamar. Þá hefir sú atvinnubót, er menn gerðu sér vonir um í sambandi við vinnslu á togara- fiski í landi brugðizt. En þegar brezki markaðurinn- féll í vetur og togaraegendur töldu hag- kvæmara að leggja aflann hér í land, fór mikil orka í bæjar- stjórn i deilur um það, hvorum það væri að þakka, kommúnist- um í Dagsbrún eða-Sjálfstæðis- mönnum í bæjarstjórn. Báðir vildu hafa orðið fyrri til að koma fram með tillögur í þessu efni. En þegar fiskurinn hækk aði í Bretlandi og togararnir fóru að sigla þangað, féllu þær umræður að sjálfsögðu niöur, enda var hér að mestu um eðli- | legt viðskiptalögmál að ræða, j eins og bezt sést á staðreyndum | þeim, sem nú eru komnar á | daginn, þótt enn geti orðið aft- ' ur á breyting sökum verðfalls í Bretlandi. Bæjartogarar þeir, sem allan tímann hafa lagt upp í Reykja- vík, hafa orðið fyrir tapi, enda stöðug illviðri og ónæðisamt á togaramiðunum. Sendiherra mót- raælir revýu Brezki sendiherrann í Kaup mannahöfn hefir séð sig til- neyddan að ganga á fund utan ríkisráðherra Dana og mótmæla vísu, sem sungin hefir verið þar í revýu af konu í gervi Churchill. Þykir vísan nokkuð gróf, og eru prinsessurnar Elísabet, nú drottning Englands, og Margaret Rose, sterklega orðaðar við Farúk Egyptalandskonung. Það varð úr, að bannað var að syngja vísuna, og féllust bæði höfundur og sá, sem fyrir sýn- ingunni stóð, á það. Ný vísa var ort, en þegar til átti áð taka, vildi söngkonan ekki sætta sig við nýju vísuna og söng liina gömlu eftir sem áður, þrátt fyr- ir bannið. Varð samkomulagi komið á með þeim hætti, að höf undurinn orti þriðju vísuna, sem söngkonan taldi sér sam- boðið að syngja. Kjartan Guðbrands- son látinn Kjartan Guðbrandsson (Magn ússonar forstjóra) lézt að heim- ili sinu í fyrrakvöld eftir lang- varandi vanheilsu. Barnabókura bætt við á bókasýninguna Bókasýningin í Listamanna skálanum hefir verið ágætlega sótt undanfarna daga, og þar hefir oftast mátt sjá fjölda fólks vera að skoða bækurn- ar á hinum löngu borðum. Allmikið hefir og selzt af bók um. Nýjar bækur hafa kom- ið þar fram á hverjum degi, svo að alltaf er eitthvað nýtt að athuga. Hafa því márgir komið þangað oftar en einu sinni. Sú breyting hefir orðið, að þessa síðustu daga fram á sunnudag, sem er síðasti dag- ur sýningarinnar, verður op- ið frá kl. 3 til 10 síðdegis. í gær bættu forlög þau, sem að sýningunni standa, við barnabókum á sérstökum borðum í miðjum salnum. — Eru þar hundruð barnabóka, sumar töluvert gamlar og fá- séðar á markaði síðustu ár- in. Eru þær sumar með niður- settu verði og mjög ódýrar. Um hina veglegu bókagjöf veröur dregið þegar að sýn- ingunni lokinni. Fær hver maður sem bækur kaupir, happdrættismiða með sér í bókapakkann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.