Tíminn - 09.03.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.03.1952, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, sunnudaginn 9. marz 1952. 57. blað, Jón Dúason: Orðið er frjálst Byrjum Grænlandsveiðarnar strax Hefðum við ekki átt bæjar- útgerðir, mundi enginn ísl. botnvörpungur hafa farið til Grænlands s. 1. sumar. Bæjar útgerðirnar sendu fyrstu tog- arana þangað og sá um, að á þeim væru skipstjórar með mannshjarta en ekki merar. Þannig var þessi Grænlands- is brotinn. Þannig var þessi múr eða hindrun, er aðskildi oss frá Grænlandsmiðum, rofin. Einkaframtakið sigldi svo í kjölfar bæjarútgerð- anna.En einstöku botnvörpu- eigendur, sárafáir þó — voru svo fjandsamlega sinnaðir í Grænlandsmálinu og gegn rétti og hagsmunum þjóðar vorrar þar, að þeir vildu ekki hirða gullið á Grænlandsmið- um. Ég þarf ekki að nefna þá með nafni, því þeir hafa sjálf ir markað sér slíka afstöðu að ekki verður á þeim villzt. Síðan fiskiveiðar hófust við Grænland, hafa menn haft hinar furðulegustu hugmynd ir um fiskigöngur þar. Menn hafa jafnvel haldið, að það stæði á sama, hvenær veiði- skipin kæmu til Grænlands; þau þyrftu ekki annað en kasta línunni eða vörpunni, þá væri skipið fullt. Nýlega sagði t. d. jafn ágætur maður og Óskar Halldórsson, sem bæði hefir sjálfur gert út við Grænland og eflaust fylgst mjög vel með því, sem þar hefir gerst, frá því í blaða- grein að þorskurinn gengi að landinu (Grænlandi) i maí. Þetta er að vissu leyti satt, en ef það væri meira en brot úr sannleikanum, þá væri það bæði glæpska og ósvinna af mér, að eggja menn á það, að draga það nú ekki lengur, aö senda skip sín á veiðar við Grænland. Það, sem satt er í staðhæf- ingu Óskars, er það, að inni í fjörðum með köldum botn- sjó kemur þorskurinn í ljós alveg upp við land í maí. Hann er þar að éta loðnu og hrygna, og hrygnir alveg upp við klappirnar, þar sem sjórinn volgnar mest frá landinu. Og allt sumarið vill þorskur á þessum slóðum vera mjög nærri landinu vegna yls frá landinu. Og á Grænlandi stunda bátlausir, fullorðnir menn töluverða útgerð á þann hátt, að þeir setjast á stein og kasta færi sínu eða dorga í sjóinn frá einhverri klöpp. Við vitum ekki, hvernig þorskurinn gengur inn i þessa firði í maí. Á grunnunum ei þá enginn fiskur, og hvergi i Pólstraumssjónum er hitinn við botn þá nægilega hár fyr- ir fisk. Líklega hefir þessi þorskur því gengið inn að landinu frá djúpmiðunum eft ir yfirborði sjávarins, sem er þá farið að hlýna af sólskin- inu. í fjörðum með heitum Gólfsstraumssjó við botn, svo sem t. d. Ragnafirði eða Lýsu- firði í Vestribyggð, eða Eiríks- firði eða Siglufirði í Eystri- byggð, byrjar þorskurinn að hrygna í apríl. En í þeim fjörð um liggur þorskurinn allan veturinn, eins og í volga botnsjónum á djúpmiðum Grænlands. Um þessa fiskigengd uppi við fjörur á Grænlandi varð- ar oss íslendinga ekki beint, meðan við megum ekki koma nálægt þessu landi voru. Og það er ekki nema sáralítið brot af Grænlandsfiskinum, sem fer inn að landi. Oss fslendinga varðar 'um fiskið á grunnunum og á djúp miðunum, eða þar sem við megum veiða. Pólstraumurinn er 100 faðma djúpt sjávarlag, ósalt- ara og kaldara, og því léttara en Góifstraumssjór. Á 100 faðma dýpi flýtur því volgur saltur og þungur Gólfstraums sjór undir Pólstrauminn. Þetta er undirstaðan undir því að fiskar geta lifað í sjónum við Grænland, en lofthitabreytingar siðari ára ráða þar litlu eða engu um. Að vetrinum verður Pól- straumssjórinn svo kaldur. að allur fiskur flýr úr hon- um ofan í volga botnsjóinn. Úr öllum fjörðum, sem ekki hafa volgan sjó í botni, og af öllu grunnsævi, sem er grynnra en 130 faðmar, flýr allur fiskur ofan í volga botnsjóinn og hittist ekki of- ar en á 130—140 föðmum. Á því dýpi stendur hann (og dýpra), er fiskiskipin koma til Grænlands í maí — og þá er aflað. — Þótt Pólstraums- sjórinn og Gólfstraumssjór- inn blandist ekki mikið sam- an, kælir Pólstraumssjórinn þó niður frá sér. í þessum volga botnsjó djúp miðanna hryggnir þorskur- inn í apríl, og byrjar það þar, máske í marz. Nú farið þið að skilja, hvers vegna ríður á því, að veiði- skipin komi sem allra fyrst á árinu til Grænlands. Það ríður á því, að þau komi strax og fiskurinn hefir þjappast saman á litlum sjávarsvæðum, djúpmiðunum. 0. J. Olsen 'talar í Aðventskirkjunni, !;unnudaginn 9. marz kl. 8,30 píðdegis, um eftirfarandi ;3íni: Hamingja, hið æðsta tak- mark lífsms. Hvernig verð- ur maðurinn hamingjusam- ur : Allir velkomnir. Aðventsöfnuður. Hér við land ríður á því, að fiskiskipin séu til taks er þorskur af miklum hafsvæð- um hefir safnast saman á tiltölulega litið svæði til að hrygna við Suðvesturland. Á miðum vorum við Grænland | ríður á að fiskiskipin séu kom! in á miðin þar strax og vetr- | arkuldi Pólstraumssjávarins hefir smalað ölí’um Græn- [ landsfiskinum ofan á djúp-1 miðin. Á 140 faðma dýpi 'og. meira er þá vís mokafli. Nú í febrúár, er eflaust langt liðiö síðan sjávarkuld- inn var búinn að hrekja all- an fisk af grunnsævinu ofan á djúpmiðin. Þar bíður hann nú þess, að ísl. botnvörpung- arnir gangi á hann með vörp um og moki honum upp. Út af Góðrarvonarhéraði og Sykurtoppshéraði eru nú og hafa undanfarið verið langt- um betri sjóveður en hér við land. Þar er íslaus sjór, aldr- ei hafís, aldrei lagís. Þar er auðvelt að leita í landvar, ef veður breytist og íslendingar munu hafa reynslu í að sigla inn í tvö afdrep þarna, Fær- eyingahöfn og Stóru-Hrafns- ey, — og við skulum vona fleiri. í júní gengur fiskurinn upp úr djúpinu í kring upp á grunnin út af Vestribyggð. í júlí gengur hann upp á grunn in út af Holsteinsborg og um líkt leyti hefst einnig ganga þorsk norður með landinu, norður á grunnin út af Hol- steinsborg og enn lengra norð ur. Þegar svona er orðið áliðið sumars, er fiskurinn orðinn dreifður um allan sjó og miklu erfiðara að fá mikinn afla en meðan honum er þjappað saman á hinum ör- litlu svæðum djúpmiðanna að vetrinum og snemma vors. Skilyrði fyrir því, að þorsk urinn gangi upp á grunnin er rúmlega 2,5° hiti á C. við botn. Febrúar var útsiglingar- tími brezkra hvalveiðara í fyrri tlð til Vestur-Græn- lands eða til Strat Davis sem það var kallað þá. Þess voru dæmi, að skip sigldu út frá Bretlandi í janúar. En Hol- lendingar sigldu lítið fyr en í marz. Þá sem nú var fyrsta skilyrðið fyrir því, að fá mik inn afla, það, að komast sem fyrst á veiðisvæðið.. Þeir sem fyrstir komu fyltu sig í skyndi. Þessir hvalveiðarar voru segl- skip, er veiddu á bátum út áj opnu hafi. Milli þess, sem verið var að veiðum, voru bát arnir hafðir á þilfari. Byrð- ingurinn á þeim var aðeins þumlungi á þykkt. Þessir menn höfðu ekkert, er nú gætu kallast sjókort, og sigl- ingatæki þeirra voru lítið á móti því, sem menn hafa nú. Þó urðu mjög sjaldan slys- farir fyrir vestan Grænland, en miklar í ísnum við Austur Grænland fyrir sunnan ís- land. Það, sem af er þessu ári hafa menn sótt sjó hér við land í ófærum sjó og ófær- um veðrum í fullkomnu afla- leysi. Hversu lengi skal svo, án þess að reyna nokkuð ann að? Hví ekki gera tilraun til veiða þar, sem menn vita að veðrin eru góð og menn vita líka af vísum mokafla? Norðlenzkur bóndi, sem dvalið hefir hér í bænum, hefir sent mér bréf um forsetakjörið: „Þessa dagana er fátt algeng- ara umtalsefni, a.m.k. hér í höf uðstaðnum, en hver muni verða valin forseti. Flestir eru á einu máli um það, að bezt færi á því, að for- setinn hefði ekki verið baráttu- maður neins flokks á undan- förnum árum. Þessi vilji almenn ings hefir við þau rök að styðj- ast, að „pólitískur" maður, sem sest í forsetastól nýtur aldrei fullkomins trausts andstæðing- anna, en mjög er það nauðsyn- legt, að hann njóti almenns trausts. Ýmsir menn eru tilnefndir bæði í blöðum og manna á milli. Sjálfsagt eru þetta allt prýði- legir menn og margt hægt gott um þá að segja, en misjafn er hinn „pólitíski“ ferill þeirra sumra. Þar sem Tíminn hefir gefið mönnum orðið frjálst í baðstofu sinni, þá langar mig til að leggja orð í belg og vekja athygli á þeim manni, er ég teldi fyrir allra hluta sakir sjálfsagðan í forsetastól. Maður þessi er Bjarni Ásgeirs son, núverandi sendiherra Is- lands í Noregi. Bjarni Ásgeirs- son hefir auðvitað kamið mjög við sögu íslenzkra stjórnmála á undanförnum árum, en rétt er að veita því athygli, að öll stjórn málabarátta Bjarna Ásgeirsson ar hefir verið svo hófsöm og drengileg, að engann óvin mun hann eiga í hópi þeirra manna, er hann hefir bárizt gegn. Bjarni Ásgeirsson hefir um langt skeið verið einn helzti for ustumaðux íslenzkra/r bænda- stéttar, og formaður Búnaðar- félags Islands að minnsta kosti í 12 ár. Fullyröa má það, að engum einum manni er það eins mikiö að þakka, að engin sundrung finnst nú innan íslenzkra bænda samtaka, þó menn skiptist þar í ýmsa landsmálaflokka. íslenzka þjóðin hefir verið bændaþjóð frá upphafi, þótt nú hafi nokkuð skipt sköpum. Bændur hafa oft deilt innbyrð- . is, sér og þjóð sinni til skaða. Þeim manni, sem mestan þátt hefir átt í því að sameina bænda stéttina, án tillits til pólitískra skoðana, er bezt treystandi til að sameina þjóðina. Forseti hins íslenzka lýðveldis þarf að vera sameiningartákn þjóðar- innar. Engum manni er betur trúandi til slíks en Bjarna Ás- geirssyni. fslenzkri bændastétt og hin- um mörgu afkomendum hennar í kaupstöðum okkar lands ætti að vera það metnaðarmál, að kalla nú heim þennan glæsi- lega leiðtoga sinn, til að hann settist að á forsetasetrinu á Bessastöðum, sem sameiningar tákn íslenzku þjóðarinnar." Þetta segir norðlenzki bónd- inn, og dreg ég ekki úr ummæl- um hans um Bjarna Ásgeirsson. Hann kemur flestum fremur til greina, ef fara á inn á þá braut, að setja fyrrverandi eða núver- andi stjórnmálamann í forseta- embættið, en persónulega er ég þvi mótfallinn, eins og áður hefir komið hér fram. Meðan forsetaembættið er í því formi, sem það er nú, á að velja í það embættismann eða fræðimann, sem ekki hefir tekið þátt í stjórn málabaráttumíi. Annars virðist enn ekki hafa gerzt neitt í þessum málum, er gefi nokkra vísbendingu um, hver næsti forseti verður. Það markveröasta, sem enn hefir gerzt, mun það,'að fylgi Gísla Sveinssonar fer vaxandi meðal ó háðari Sjáifstæðismanna. Starkaöur. '.'.V.VAVAV.V.V.V.V.W.WA'.V.V.V.V.V.'.W.V.V ? Rafmagnstakmörkun S igstakmörkun dagana 8. marz — 15. marz frá ■. 10,45 — 12,15: l Laugardag 8. marz 5. hluti. Sunnudag 9. marz 1. hluti. ■. Mánudag 10. marz 2. hluti. ■: Þriðjudag 11. marz 3. hluti. Miðvikudag 12. marz 4. híuti. í Fimmtudag 13. marz 5. hluti. :• Föstudag 14. marz 1. hluti. S Laugardag 15. marz 2. hluti. í ;! Straumuiinn verður rofinn skv. þessu þegar og !■ ;I að svo miklu leyti sem þörf krefur. !; !■ SOGSVIRKJUNIN. J ÍV.V.WAVAW.V.V.V.W.V.V'.'.V.’.V.V.V.V.V.V.'.V.V ÚTSÆÐISKARTÖFLUR ■ > <1 < • o o o Þeir, sem ætla að panta hjá oss útsæðiskartöflur 0 fyrir vorið, sendi oss pantanir fyrir 20. mar^ n.k. Höf- (i um aðallega tegundirnar, gullauga og rauðar íslenzkar. < i < i Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.