Tíminn - 25.03.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.03.1952, Blaðsíða 3
70. blað. TÍMINN, þríðjudaginn 25. marz 1952. S. / síendingajpættir Dánarminning: Kristinn Stefánsson Landnámabók nafngreinir nær þrem tylftum landnáms- manna í Rangárþingi — og ekki fleiri í neinni sýslu ann- arri. — Þar af festu tíu byggð í þeirri sveit, sem nú er kölluð Rangárvellir. — 1 engri sveit á íslandi er jafnmargra landnáms manna getið sem á Rangárvöll- um. — Vera má, að nokkru valdi þar um langminni og ætt- arsagnir Oddaverja. Líklegra er það þó, að landkostirnir leiddu þangað meiri fjölda merkra manna en dæmi voru til um aðra íslenzka sveit í þann tíð. Sveitin hefir snemma orðið mannmörg, enda var hún víð- lend og einkar kostasæl. Tveir óvinir herjuðu þó Rang árvelli löngum: Hekla spjó yfir þá ösku og vikri, einu sinni og oftar á hverri öld. En landnyrð ingurinn kom oft á ári, beina braut — norðanhallt við Heklu, langt innan af öræfum, með sand og ösku á undan sér — og svarf að öllu lífi. — Þannig lögð- ust þegar aldir liðu, fjögur lönd í flag og blómleg byggð í auðn. Enda eru eyðibýli á Rangárvöll- um haldin- vera hálfu fleiri en hin byggðu býli. Til marks um eyðinguna mætti telja bæjaröð, sem fyrr lá upp eftir miðri sveit utanvert við Hróarslæk. — Fremstur stóð þar Litli-Oddi, fram á móts við Selalæk, — far inn fyrir langalöngu í auðn. Næst honum var Gröf, þá Graf arbakki, Hellisnes, Ketilhúshagi, Kornbrekkur, Brekkur og Gunn- arsholtshverfi, en nokkru ofar Steinkross og Víðingslækur. — Öll var þessi byggð komin í auðn, þegar Gunnlaugur heitinn sandgræðslustjóri gerði Gunn- arsholt fyrir aldarfjórðungi að höfuðstöðvum sandgræðslunnar á íslandi. Tæpum áratug síðar hófst roskinn Rangárvellingur handa, keypti eyðibýlið Ketlu og reisti sér þar nýbýli með tilstyrk land námssjóðslaganna, er þá voru að kalla ný af nálinni. Þá hófst endurlandnám Rangárvalla. Síð an hafa nokkur býli bætzt í þennan hóp. Kristinn Stefánsson hét hinn fyrsti landnámsbóndi nýs siðar á Rangárvöllunum. Fæddur var hann í Varmadal 31. júlí 1885. Sonur Stefáns Filippussonar b'ónda þar og Bergljótar konu hans. Kristinn missti móður sína kornungur, fór þá heiman frá föður sínum og ólst upp eftir j það á Stakkalæk. Síðan var hann lengi vinnu- og lausamað ur. Stundaði hann bústörf á I sumrum en sjó á vetrum, og þótti löngum liðtækur verkmað ur. Lengstum var hann viðloð- andi í sinni fóstursveit — þó var hann nokkra hríð í Noregi. Nærri fimmtugur að aldri byrj aði hann búskapinn í Ketlu, og bjó þar kring um hálfan annan áratug. Húsaði hann bæ sinn heldur laglega, ræktaði að nýju allstórt tún og reisti dýra raf-, stöð, sem því miður veldur þó nokkrum vonbrigðum. Á síðast- liðnu vori seldi hann jörð sína á hálft annað hundrað þúsund krónur, sem þótti er á allt var litið ekki mikið verð. Má af þessu marka, að ekki hafi oft verið setið auðum höndum á búskapar árum Kristins bónda í Ketlu. Kristinn var kvæntur Guðrúnu Guðbrandsdóttur bónda í Skálm holti Tómassonar, — afburða duglegri konu, sem eflaust átti ærið gildan þátt í afköstum og búsafkomu bónda síns. Kristinn í Ketlu var snotur maður á að líta, — svarthærður og móeygður og óvanalega dökk ur glampi í augunum. Léttur í spori og snar í öllum snúnmgum. Hann mun hafa verið meðallagi greindur. En hann var flestum Rangárvellingum fyrri aö sjá og skilja, að sveitabóndi getur ekki kosið með íhaldsflokki, nema bíða við það tjón á búi sínu og ámæli eftirkomendanna löngu eftir endadægur sitt. Vegna þessa varð hann Framsóknar • maður. — Hann lézt 14 okt. s. 1. á 67. aldursári. Helgi Hannesson. Smásagnakeppni Nýlega er lokið alþjóðlegri smásagnasamkeppni, sem am- j eríska blaðið New York Herald , Tribune efndi til. Alls bárust (um 100 þús. smásögur frá 23 löndum. Úrslitin urðu þau, að fyrstu verðlaunum var skipt milli fjög urra rithöfunda. Rithöfundar þessir voru Johan Borgen, Nor., Anne Paton, Frakklandi, Pierre Basson, Frakklandf og Twuli Reijonen, Finnlþndi. Indverj- inn Pzlagummi Palmzaju fékk önnur verðlaun. Buxnasaumar Þannig munu margir á líta, að ekki sé það nú merkis-efni útaf að leggja, — eða um að skrifa, með hvernig saufngarni verkamannautanhafnarflíkur eru saumaðar. En svo fór það nú j með mig, eftir óralanga bið og vöntun á vinnufatnaði, að þeg ar loks slíkur varningur var á boðstólnum, í búðum hér á Blönduósi, — sem annars stað- [ ar, sneri ég frú búðarborði, án j buxnakaupa, og svo kann fleir- , um farið hafa. Ég vildi heldur klæðast á- fram snoturlega bættu buxun- um mínum, þar til betur úr rætt! ist með buxnakaupin, en klæð-1 ast dökkbláum buxum, með skjallhvítum saumum. Og þar' sem ég nú stóð þarna í búðinni buxnasnauður og vonsvikinn, fastréð ég það með sjálfum mér, að reyna að gera þeim aðvart,1 þótt seinna yrði, um þessa van- ( þóknun mína, þessum reykvísku buxnasköpurum. Ég skil ekkert í þvi tillitsleysi og rangsmekks þeirra manna,1 sem framleiða vinnufatnað, að þeir skuli ekki sjá og skilja, hví líkur afkáraskapur í fatagerð það er, þótt bara um vinnufatn- að sé að ræða, að sauma dökk föt með skyrhvítum tvinna, því ólíklegt er að ekki sé jafn auð- fenginn svartur tvinni og hvít- ur. Nei, það er hit't, sem vill henda suma þá menn, sem eig- inlega alltaf klæðast „spariföt- um“, með tilheyrandi hálsbún- aði, menn, sem aldrei klæðast svokölluðum vinnufötum, aldrei snerta á slorhníf, mykjukvísl eða moldarskóflu, að þeir halda, að við, sem eiginlega alla árs- ins daga erum íklæddir vinnu- fatnaði, — eigum helzt ekki nema ein spariföt, — að okkur gildi það einu, hvernig hvers- dagsklæði okkar eru til höfð frá fyrstu hendi. — En þetta er röng ályktun, því hinn snotur- Iega hugsandi verkamaður við sjó og í sveit, á sína hneigð til snyrtilegs búnaðar, þótt misþrifa leg séu verkin, sem að er geng- ið. Satt að segja, finnst mér vinnufataframleiðendur sumir oflítið af því gera að láta frá sér fara ögn snyrtilegar sniðinn og snotrari vinnufatnað en þeir gjöra, — því vægast sagt er mikið af þeim klæðnaði snið- laust og úlpulegt, — að ó- gleymdu því endemi að sauma svört eða dökkblá föt með bál- hvítum tvinna. Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði. flucflíjAii í Tíntahum Samgöngur á Ströndum Svar til Jóhanncsar Jónssonar Herra ritstjóri. í Tímanum 11. marz s.l. er birt grein: Samgöngur á Ströndum, eftir Jóhannes Jónsson. Þar sem prentsvert- an í dag er notuð sem Sturl- ungaaldarvopn og atgeirnum er beitt að ferðum okkar á m.s. Oddi, kemst ég ekki hjá því, að,tala við lesendur blaðs ins og útskýra fyrir þeim í stuttu máli þá hlið, er að ferð- um okkar snýr. Greinin er ofstækisfull og lýsir bezt sjálfs elsku viðkomanda. Varðandi ferðir okkar segir Jóhannes eftirfarandi; „Um sama leyti og Herðu-' breið strandar á Ásbúðarrifi, er hér á ferð á flóanum flutn- ingabáturinn Oddur. Þessi bát ur tekur að sér, að okkur er sagt, að halda áfram ferð Herðubreiðar, og tekur vör- urnar úr Herðubreið á Skaga- strönd til að dreifa þeim á hafnirnar á flóann. Ég veit ekki hvernig skipstjórinn á Oddi hefir leyst það af hendi að austanverðu við flóann, en þegar úl Hólmavíkur kom,' fékk hann slæmt kast, og lét setja allar vörur og póst til Drangsness og Kaldrananess upp á bryggjuna á Hólmavík,1 og neitaði að koma við á þess- um stöðum. þrátt fyrir áætl- un og gefið loforð útgerðar ríkisskipa um viðkomu á báð- ' ar þessar hafnir.“ , Þann 24. janúar s.l. er m.s.' Oddur ráðinn hjá Skipaútgerð ríkisins til að fara með fóð- ! urvörur og annan varning til Húnaflóahafna. Skipið hafði enga áætlun nema þá, sem lá fyrir á hverjum tíma og mátti ekki taka farþega. Ferð, in gekk að venju eðlilega og engri prentsvertu var eytt. En vegna mikilla flutningaþarfa til Húnaflóahafna var ákveð- ið að skipið færi aðra ferð þangað með fullfermi. Á Blönduósi var mér tUkynnt, að við ættum að taka vörur úr m.s. Herðubreið, er þá lá á Skagaströnd, er var okkar útlosunarhöfn, til nokkurra staða á Húnaflóa. Hafði ég' tal af skipstjóranum og sagði hann mér meðal annars, að hann hefði mátt láta vörur til Kaldrananess upp á Hólma vík, þar sem innsiglingar- merkin þangað sæust ekki sem væru hvít, og féllu sam- an við snjóinn. Við tókum síð an vörurnar og dreifum þeim á innhafnir Húnaflóa. Er tU Hólmavikur kom, var austa-n strekkingur og eftir veðurspá og öllum líkum, uppgangsveð- Hvernig fá má betri rakstur Notið blaðið, sem er þríbrýnt. Bláu Gillette blöðin eru brýnd í vélum, sem búnar eru til að fyrirsögn Gillette-verksmiðjanna. Fyrst eru blöð- in grófbýnd, þá fínbrýnd og að iokum fáguð. Þessi þrjú framleiðslustig tryggja ekki aðeins fullkomið bit, heldur varðveita einnig styrkleika málmsins. Hin langa end- ing, samfara fullkomnu biti, tryggir fleiri kressandi rakstra og þar með ódýrari rakstra. a Gillette Dagurinn byrjar vel með Gillette ur. Með okkur var, sem um- sjónarmaður farmsins, einn heiðursmaðurinn af m.s. Skjaldbreið, Sigurður Thorar- ensen, og bar ég undh hann, hvað bezt væri að gera varð- andi losun á Drangsnesi og Kaldrananesi. Hér var úr vöndu að ráða. Afgreiðslu- maðurinn á Hólmavík, ásamt þekktum sjómanni þar, töldu engar líkur til þess að hægt væri að losna við vöruna á Drangsnesi, þar sem svo mfk- ill áhlaðningur væri inn á Hólmavik, sem þá var. Eftir ýtarlegar yfirveganir var svo ákveðið að láta vöruna í land á Hólmavík. Þeir, sem þekkja Steingrímsfjörð, vita, að það er ekki hægt að telja nema mönnum, er ekkert þekkja til staðhátta þar, trú um, að þeir þurfi að svelta heilu hungri á Drangsnesi, þótt vörur þeirra séu landsettar á Hólmavík. Hér kemur aðeins til greina aukakostnaður og seinkun á afgreiðslu, sem ég held, að í flestum tilfellum falli á Skipa útgerðina. — Þegar farið var fram hjá Drangsnesi á útleið, var rætt um möguleikana til að komast þar að bryggju og töldu allir það ókleift. Að vísu hafði hann dúrað svolítið með veðrið á meðan við fórum út fjörðinn, og skal ég því ekki fullyrða, að ekki hafi vertð hægt að komast að bryggj- unni, en tvísýnt var það. — Er við komum til Norður- fjarðar, var skollið á austan hvassviðri, er síðan gekk upp í norðaustanrok með snjó- komu. Komustum við um nótt ina inn á Ingólfsfjörð og bið- um betra veðurs. Jóhannes segir ennfremur: „Afgreiðslumaður ríkisskipa hér talaði strax við einhvern mektarfugl hjá útgerðinni og óskaði efth, að hann sæi um, að báturinn kæmi á fyrirskip- aða viðkomustaði. Þessi mekt- armaður bar því við, að það væri viðsjárvert, að láta bát- inn snúa við inn á Steingríms fjörð, því veðurspá væri svo slæm.“ Hér er sjáanlegt, að þessi mektarf ugl hj á útgerðinni, hefir til að bera meiri vizku en Jóhannes, þótt mikil sé. Því það er ekki heiglum hent að taka Steingrímsfjörð í norðaustan ofsa og snjókomu, enda þótt hann sé lífhöfn þegar inn er komið. Að öðru leyti finnst mér þessi skrif Jóhannesar svo öfgakennd, að þau svara sér bezt sjálf. En Jóhannes ætti að setja enn á ný ólgu í sig og Stranda- menn, svo að hann þyrfti ekki að endurprenta orð eins og þessi; „Úti fyrir Vestfjörðum sást mikill hafís eftir áramótin, og var þá svo ástatt hér í byggðarlögunum, að verzlanir voru vörulausar að kalla mátti. Við, sem erum orðnir miðaldra menn, munum sam- felld hafþök af hafís. og get- um því gert okkur ljósa grem fyrir þeim afleiðingum, er það myndi hafa sér norðan- lands og vestan, ef slíkt kæmi fyrir.“ Það er seint að fara að sækja skot í byssuna, þegar ísbjörninn er búinn að reiða upp hramminn. — Þessi skefjalausa tilætlunarsemi hjá mönnum yfirleitt, ef ríki eða ríkisfyrirtæki eiga í hlut, er slæm sýki fyrir þjóðarheild (Framh. á 7. síðu). '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.