Tíminn - 08.04.1952, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1952, Blaðsíða 3
83. blaS. TíMINN, þriðjudaginn 8. apríl 1952." S. njwvwvvvwwviwtfwwuwwwwvww^ww^ /s/encíífigajbæífzr Dánarminning: Friðrik Hansen, kennari f upphafi þessarar aldar og allt fram að hinni fyrri heims styrjöld uxu hér upp í landi furðumargir dugandismenn, heil kynslóð, efld af þrótti, ættj arðarást og þekkingar- þorsta 19. aldarinnar, en ekki lostin svartsýni hinnar 20. — Þeir unnu sögu, Ijóðum og söng, öllu, sem íslenzkt var. — Veraldarefnin voru lítil á vorra tíma vísu, en þó höfðu þeir efni á því að eiga sér hugsjónir, sem þeir hlúðu að líkt og árgróða, en héldu ekki við barm sinn sem blóðsug- um, er drykkju bjartsýni þeirra og góðvild. Ef til vill gættust þeir eigi ætíð um svo vel, sem skyldi, en trúþeirra var hrein, og störf þeirra urðu til góðs. Friðrik Hansen var fæddur að Sauðá í Skagafirði 17. jan. 1891. Faðir hans, Christian Hansen, var danskur maður, beykir að iðn. Pluttist hann til Sauðárkróks árið 1878, í- lentist þar og kvæntist skag- firzkri konu, Björgu Jóhann- esdóttur, bónda að Garði í Hegranesi. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap að Sauðá og varð auðið margra mann- vænlegra barna. Priörik Han- sen óx upp með foreldrum sínum, og kom brátt í ljós, að hacnn hafði mikið þegið til lífcama og sálar. Margt var þá gjörvilegra manna 'uth Skagá' fjörð á sama reki, ekki síður en annars -staðar, en ekki mun það leika á tveim tung- um, að Friðrik Hansen hafi vérið einn hinna fremstu þeirra í meðal. Hann var gild- ur meðalmaður á hæð, þrek- inn um herðar, enda sterkur að afli og vel á sig kominn. Andlitið var frítt, hárið dökkt, heldur fölieitur, augun mó- leit og skutu glömpum, þegar áhugamál voru á baugi, svip- urinn góðmannlegur, nokkuð íhugandi. Snemma hneigðist hann til skáldskapar, enda var hann djúphygginn og fegurðarskyggn. Urðu ljóð hans brátt héraðsfleyg, og hugðu margir, að hann ætti fyrir sér mikinn frama á því sviði. En Friðrik Hansen drakk í sig hugsjónir samtíð- ar sinnar og áhugamál. Þeim vildi hann þoka fram. Fór þá svo, sem verða vill, að mikil störf hlóðust á hann bg sett- ust í fyrirrúmið, en skáld- skapurinn varð að víkja um se-t. Hann lauk kennaraprófi í Reykjavík árið 1915, gerðist síðan kennari við barnaskól- ann á Sauðárkróki og hélt þeim starfa til æviloka, 36 ár. Á þessum tíma lét hann til sín taka fiest félagsmál norð- ur þar, enda hlaut svo að fara, þó að hann hefði viljað annað sjálfur. Hann var glæsilegur maður, gáfaður og fjölhæfur, en viðmótið allt svö • aðalaðandi, að hyggjur manna hlutu að hníga til hans. Hann laðaði menn ó- sjálfrátt til fylgis við málstað sinn, beitti aldrei hai-ðræði, skilningsgóður á kjór manna, einkum þeirra, er ekki máttu sín mikils. Vegna þessa var hann jafnan einn helzti for- ustumaður á Sauðárkróki. — Hann átti lengi sæti í hrepps- nefnd Sauðárkróks, var odd- viti hennar um 12 ára skeið og var nú síðast einn af bæj- • arfulltrúum síns unga kaup- staðar. En auk starfanna! heima fyrir vann hann á 'sumrum hjá Vegagerð ríkis- ins og hafði þar verkstjórn á hendi í 24 ár, tíðast i Vestur- Húnavatnssýslu. Þurfti hann 'þess með, enda þótt vera kurmi, að hugurinn hafi stað- ið til annars fremur, því að. , kennaralaunin vóru rýr, en börnin urðu mörg. | Friðrik Hansen var tvi- . kvæntur. Fyrri konu sína, Jósefínu Erlendsdóttur frá Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu, gekk hann að eiga árið 1919, og varð þéim 8 barna auðið. Hún andáðist árið 1937 fyrir aldur fram. Árið 1942 kvænt- ist Friðrik siðari konu sinni, Sigríði Eiríksdóttur frá Djúpadal í Blönduhlíð, og eignuðust þau 4 börn. Kunnugir þóttust finna nokkur þreytumerki í fari Friðriks hin síðari ár, og þarf það engan að undra, en bjart- sýni sinni, mannheill og góð- fýsi hélt hann til dauðadags. Á síðasta hausti kenndi hann þess meins, er dró hann til dauða. Hann andaðist á Landsspítalanum í Reykjavík fimmtudaginn 27. marz. En í dag verður hann 'til moidar borinn í kirkjugarðinum á Sauðárkróki. Þaðan getur hið næsta að líta það land, sem honum var hugstæðast, þar sem hann átti æsku sína og ævistarf. En til beggja handa breiðist Skagafj örður. Pálmi Hannesson. Elskulegi vinur minn! Á þyngstu raunastundum okkar beggja bundum við vin áttu okkar, sem aldrei síðan bar skugga á. — Ógleyman- legar og hugljúfar eru mér allar samverustuhdir okkar og dýrmætar og bjartar eru þær minningar allar. — Nú ertu horfinn sjónum minum, og eftir er minningin og þökk in. — Já, kæra þökk. þökk fyrir að fá að blanda geði við þig — fyrir hlýja og trausta handtakið — fyrir sérkenni- lega brosið — fyrir trygga og einlæga vináttu. — Geymi þig nú vel hin mjúka og miída mold okkar kæra Skagafjarð- ar. Guð varðveiti þig. Friðrik frá Höfða. • MTiiralisMiiiil í N.....NiiB* Antflýsið f Tíniaiinni. • iiiiTiiiiiifaoilVlpa iNiiiiNa ¦ PASKA þúsuiidatali ji Fjölbreytt Skrautleg i Verð við tdlra hiefi: 1,80, 2,60, 3,70, 5,40, 7,75, 9,00, 10,60, 12,00, 12,75, 13,60, 15,00, 16,20, 17.50, 18.60, 19,50, 20,20, 25,50, 27,00, 30,60, 40,50, 75,00, 90.00. Allskonar páskavarningur ! í Bara hriiigja, svo kemiu* |ia»! WinUmdi, /vwwvyy^wwuwwwihiwúw^ HANSA-SÓLGLUGGATJÖLD Góða veðrið og sólskinið er komið og þess vegna er full ástæða til að vernda vör- ur og húsgógn gegn uppiitun. — Hansa gluggatjöldin sjá um það. WJmboðsmenn: VESTMANNAEYJUM: Heildverzlunin Óðinn. AKRANESI: Axel Sveinbjörnsson. AKUREYRI: Þórður V. Sveinsson, Brekkugötu 9. SELFOSSI: Kaupfélag Árnesinga. HANSA H.F. SIMI 81 525 OG 5852.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.