Tíminn - 08.04.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.04.1952, Blaðsíða 8
36. árgangur, imM Reykjavík, 8. apríl 1952. 82. blað, Prestkonan helzti bílstjórinn í vetrarferöum sveitarinnar Breiðdalur er blómleg og maiuimörg svcit en illa á vegi stödd með vegasamltand Það mun ekki vera algengt í íslenzkum sveitum, að menn hringi til prestkonunnar, þegar þeir þurfa að komast um sveitina í brýnum erindum, senda böggla, sem mikið liggur á, kannske koma lifi áleiðis til sjúklings eða flytja lækni og yfirsetukonu. En þannig hefir þetta samt verið í Breiðdaln- um í vetur, og frú Anna Þorsteinsdóttir kona séra Kristins Hósíassonar Heydölum hefir brugðið við og reynt að leysa vandann, ef þess hefir verið nokkur kostur. » Og þetta er meira að segja í sveit, þar sem nálega engir vegir eru nema ruðningar, ár og lækir eru óbrúuð og oft verður að aka utan vegar yfir móa og mela vegna snjóalaga. í þessar ferðir er engum bíl- um fært nema jeppa og Land- rover. Tíðindamaður blaðsins hafði heyrt á skotspónum um þessa óvenjulegu aðstoð, sem prestkonan veitir sveitungum sínum, og hringdi til hennar, þar sem hún er stödd hér í bænum um þessar mundir. En frú Anna vill fátt um þetta tala og telur það alls ekki um tals vert, en vill miklu frem- ur minnast á ýmislegt, sem til almennra tíðinda má telja í sveit hennar og framfaramál, sem hún ber fyrir brjósti. „Það er ekki í frásögur færandi". — Jú, það er rétt segir hún, að ég hef stundum skotizt bæjarleið fyrir sveit- unga í vetur, þegar á hefir ( legið, en slíkt er ekki í frá-' sögur færandi. Það eru fáir, bílar í dalnum og aðeins einn jeppi og tveir landrov- ! erbílar. Annar Iandroverbíll inn er hjá okkur, en hinn hefir 'ekki verið hafður í Kona í barnsnauð sótt til Hólmavíkur í gærmorgun var þess farið á j leit við Flugfélag Islands, að það sendi flugvél til Hólmavík- ur þeirra erinda að sækja þang að konu í barnsnauð. Var talin brýn nauðsyn á því að flytja hana í sjúkrahús í Reykjavík hið bráðasta. Enda þótt flugveður væri ekki hagstætt var brugðið skjótlega við og Katalína-flubátur sendur af stað vestur í þeirri von, að takast mætti að lenda á Hólma- vík, en þar var lágskýjað og að stæður til lendingar ekki sem á- kjósanlegastar. Ferðin gekk samt að óskum, og var komið vestur eftir um klukkutíma flug frá Reykjavík. Sjúklingnum var komið fyrir í flugvélinni í flýti, en að því búnu var flogið beint til Reykja víkur. Tók flugferðin alls röska tvo tíma. Á flugvellinum í Reykjavík beið sjúkrabifreið, er flutti sjúklinginn samstundis á fæðíngardeild Landspítalans. Flugstjóri Katalínu-flugbáts- ins í þessari ferð var Jón Jóns- son. akstri í vetur. Jeppinn er á bæ þar sem ekki er sími, svo ekki hefir verið eins auðvelt að grípa til hans. Maðurinn minn er ekki búirin að taka bílpróf, svo að ég hef reynt að verða að liði, þegar eitt- hvað hefir legið við. Ég hef þvl farið nokkrar ferðjr um sveitina, og reynt að liðsinna, þegar til okkar hefir verið leitað, og mér finst alveg undravert, hvað hægt er að komast á landrov- erbílnum. Þetta hefir allt sam an gengið vel. Lítið um nýbyggingar vega. Innan sveitar eru vegirnir mjög slæmir einkum að vetr- inum. Til skamms tíma hefir allt það fé, sem veitt hefir verið þar til vegagerða farið í viðhald að sumrinu. Nú er þó aðeins byrjað á upphlöðn- um vegi milli Heydala og Breiðdalsvíkur, en á þeirri leið er einna verstur vegur í allri sveitinni. Við þetta sam gönguleysi innan sveitar bæt' ist svo, að aðeins lítil skip geta' lagzt að bryggju á Breiðdals-' vík og því aðeins að gott sé í sjó. Samgöngurnar á sjó bæta því ekki úr eins og þyrfti. Breiðdalsheiðin ófær. Á sumrin á að heita, að við séum í sambandi við vega-1 kerfi landsins, en varla leng-! ur en tvo eða þrjá mánuði. I Breiðdalsheiðin er hár fjall- vegur og brattur, og aðeins ruddur vegur yfir hana. Er hún því einhver(versti fjall- vegur á Iandinu á allri Ieið- inni norður fyrir land. Og Breiðdalsheiðin er ófær vegna snjóa níu eða tíu mán uði ársins. Nú er verið að Ieggja veg inn fyrir Berufjörð og má búast við mjög aukinni um- ferð að sumrinu. Tíðin hefir verið svo góð, einkum seinni hluta vetrar, að jepppafært hefir verið um alla sveitina inn undir heiði, en farartálmi er að því, að brýr og ræsi vantar á smáár og læki. Flugvöllur að Heydölum. Að Heydölum hefir verið mælt fyrir flugvelli og vonum við að geta fljótlega gert hann svo úr garði, að auðvelt verði að lenda þar á litlum flugvélum. Flugvallarstæði er þarna gott á nokkuð víðáttu- miklum og sléttum melum. Sumarfagnaður Framsóknar- félaganna Fulltrúaráð Framsóknar- félaganna í Reykjavík mun efna til sumarfagnaðar í Tjarnarcafé föstudaginn fyrstan í sumri. Verður vel til hans vandað og ættu fé- lagsmenn að hugsa til hreyf ings þá. Skemmtiatriði og önnur tilhögun verður til- kynnt síðar. Seifyssingar sigruðu Hin árlega bridekeppni Sel' fyssinga og Hafnfirðinga fór fram að Selfossi s. 1. laugar- dag, og var keppt á fimm borð nm. Unnu Selfyssingar á 1., 2.,' 3. og 5 borði Hafnfirðingar t unnu á 4. borði. j Keppt var um kaupf élags- j bikarinn, sem vinnst til eignar { við fimm sigra í röð eða átta alls. Þetta var fjórða skiptið í röð, sem Selfyssingar vinna, en er fyrst var keppt sigruðu Hafnfirðingar. Leit aö tepptri bif- reið á Mosfellsheiöi Jónasi Magnússyni, bónda í Stardal, og heimafólki hans varð ekki næðissamt aðfaranótt sunnudagsins. Var tvívegis leitað þangað um aðstoð vegna bifreiða, er teppzt höfðu sök um ófærðar á leið yfir Mosfellsheiði. Siglf ir ðingar ætla að kaupa röntgentæki Frá fréttaritara Tím- ans í Siglufirði. Hafin er hér í Siglufirði fjár söfnun til kauoa á röntgen- tæki handa sjúkrahúsi bæjar ins. Gengur fjársöfnunin all- greiðlega. Fyrst kom þangað heim bif reiðarstjóri, sem ekið hafði út af veginum og tekið þann kost að skilja farþega sína eft ir í honum, en leita sjálfur að stoðar í Stardal. Var fólkinu síðan hjálpað heim að Star- dal, og dráttarbíll fenginn upp eftir, ef fleiri bifreiðir kynnu að vera fastar á heið- inni. Leitað að öðrum. Um nóttina var svo komið úr Reykjavík og beðið um hjálp til þess að leita að bif- reið, sem lagt hafði af stað austan úr Þingvallasveit, en ekki komið fram. Var dráttar bíllinn, sem einskis hafði orð ið var áður, fenginn til ferðar innar ásamt stórri jarðýtu, og á sunnudagsmorguninn var einnig sendur jeppi í leitina. Bifreiðin fannst hins vegar í gærmorgun vestan við Heiða- bæ, og var fólkið í líonum hið hressasta. — Konur munu hafa verið í þessum bifreið- um báðum, er tepptust á heið inni. Erfitt um félagsstarf. Vegna samgönguerfiðleik- anna er mjög erfitt að halda uppi hvers konar félagsskap í sveitinni, og er það ömurlegt fyrir unglingana, sem heima eru á veturna. 1 sveitinni munu alls vera um 250 íbúar: Fyrir nokkrum árum var byggt vand að samkomu- og íþróttahús að Heydölum. Einnig er byrjað þar á grunni að heimavistarbarna- skóla. I seinni tíð hefir þó dofnað yfir áhuganum á þessum fram- kvæmdum, og er það þó ekki vegna þess, að ekki sé full þörf á skólahúsi, því að starfræksla barnaskólans er eitt mesta vandamál okkar eins og nú er, heldur fremur af því, að á síð- ustu árum hefir myndazt dá- lítið þorp á Breiðdalsvík, og telja nú margir, að heppilegra væri að byggja skólann þar Lítil vinna á Breiðdalsvík. Á BreiSdalsvík er hraðfrysti- hús en vinna hefir engin verio við það í vetur. Þótt tveir vél- bátar séu á staðnum, hefir hvor ugur þeirra róið þaðan í vetur. Vélbáturinn Goðaborg er gerður út frá Homafirði. Lítið sækist. Þótt eitt og annað færist til betra horfs í 'sveitinni okkar, segir frú Anna að lokum, finnst okkur helzti lítið miða. Hver dag urínn er öðrum líkur, og kannske tekur maður ekki eftir því. Alltaf er þó eitthvað að breytast. Tregur afli í Faxaflóa Fréttaritarar Tímans á Akra nesi og í Keflavik, segja afla róðrabáta ákaflega tregan. Að- eins einn Akranesbátur var á sjó í gær, en allir reru í gær- kvöldi. Hins vegar _voru allir Keflavíkurbátar á sjó í gær og öfluðu illa, 6—10 skippund. Loðna veiðist ennþá í höfn- inni í Keflavík, og hefir nokk- uð verið fryst af henni til beitu til öryggis. Kerlingar- skarð ófært Frá fréttaritara Tímans í Stykkishólmii Kerlingarskarð er -nú ófært bifreiðum. Bifreið, sém' fór frá Stykkishólmi um hádegi i fyrra dag, komst ekki suðúr yfir fyrr en í fyrrinótt. Álfíírnar f Igigii á rafmagnsvíraita (Framhald af 1. síðu.) því að fljúga hratt á vira einkum í myrkri. Það er er líka algengt að sjá smá- fugla á vírunum og kemur það ekki að sök, þar sem þeir ná ekki milli strengjanna. Þar sem álftirnar hafa flogið á vírinn við Norðurá og valdið skammhlaupinu liggja strengirnir með fram ánni og yfir hana. Er þar oft mikið af álftum á ferð, einkum á þess um tima árs, þegar ísa er að leysa af ánni. Fljúga þær gjarnan í ljósaskiptunum og sjá því ekki rafmagnsstreng- ina í loftinu. Góð af lavika hjá Grindavíkurbátuni Síðasta vika var góð aflavika hjá Grindavíkurbátum. Öfluðu bátar þá yfiríeitt ágætlega, og voru þeir nær allir með línu. Netaveiðin var orðin ákaflega treg og hurfu því flestir að línu veiðunum aftur. 1 gær var hins vegar heldur minni afli há Grindavíkurbát- um. 50 lestir í vikunni Einn Akranesbátanna, Böðvar, eign Haraldar Böðvarssonar & Co., hefir undanfarið stundað netaveiðar í Faxaflóa og aflað sæmilega, miðað við afla línu- bátanna. Þannig fék hann til dæmis 50 lestir í siðustu viku, en þá var veiðiveður á degi hverjum. Litlar líkur til, að Skildi verði bjargað Frá fréttaritara Tím- ans í Siglufirði. Litlar líkur eru taldar til þess héðan af, að Skildi veröi bjargað af strandstaðnum, sem er fyrir opnu hafi. í norð angarðinum að undanförnu þykir einsýnt, að hann muni hafa brotnað svo, að um björgun sé ekki að ræða úr þessu. Koli til vinnslu á Þórshöfn Frá fréttaritara Tímans á Þórshöfn. Vélbáturinn Gullfaxi frá Nes- kaupstað kom hingað til Þórs- hafnar fyrir síðustu helgi með þrjár lestir af kola til vinnslu í hraðfrystihúsi Kaupfélags Langnesinga. Þrýstiloftsflugvél af stærri gerð hér í Atlanzhafsflugi Nýlega kom til Keflavíkur amerísk þrýstiloftsflugvél af gerðinni B 45. Kom hún frá Bretlandi og er á leiðinni vest ur um haf. Er þessi vél ein síns liðs á ferð yfir úthöfin, enda er hún miklu stærri en þær þrýstiloftsflugvélar af urustuvélagerð, sem hingað (Framh. á 7. 6iðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.