Alþýðublaðið - 18.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.07.1927, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBLAÐIÐ 3 u feTmMÖLSEHÍC Höfum fyrirliggjandi: Colmai’s Unsterkjn. Colian's Sliiep vðrnr eru heimsfræuar. eyna með óhiljóðum, börðu menn, særðu og drápu. Smöluðu þeir eyna gersamlega og ráku fólkið saman að dönsku verzlunarhúsun- um og handtóku þar 242 menn, en brendu síðan húsin og það fólk með, er örvasa var. Þar misti og séxa Jón Þorsteinsson lífið með þeim hætti, er frá hefir verið greint. Rændu þeir svo eyjamar öllu fémætu, lögðu eld í Landa- kirkju og héldu á brott. Voru fangarnir fluttir til Algier og seld- ir mansali. Dóu flestir fljótt, en sumir tóku Múhameðstrú. Um lið- sinni við fólkið fór svo, að Dana- konungur keypti út eina 37, en að eins 13 komust hingað heim heilu og höldnu. Hrun Jeríkómúranna. Lengi hiefir mörgum verið for- róðin gáta, hvemig á því hafi staðið, að múrarnir umihverfis Je- ríkóborg hrundu á dögum Jósúu. Ætluðu nokkrir, að hljómfallið og fótaþramm Gyðinga hafi valdið svo miklum titringi, að það hafi orðið múrunum að hruni. Sú til- góta er þó næsta .ólíkieg. Nú hafa þeir fallið öðru sinni, og orsökin er kunn, — jarðskjálftar. Er ekki ósennilegt, að hrun fomu múranna hafi verið af sömu orsökum. Veðrið. Hiti 15—9 stig. Viðast hægt og þurt veður. Loftvægishæð fyrir vestan land. Otlit: Hæg, noxðlæg átt. Þurt veður. I nótt verðux þoka til hafsins á Norðurlandi og Vestfjörðum. Fertugur er í dag Helgi Jónsson verka- maður, Nýlendugötu 22. Áheit til Elliheimilisins frá G. S., af- hent Alþbl., kr. 10,00. Páll Jónsson Vídalín lögmaður. 18. júlí 1727. — 18. júli 1927. Það er ártíðardagur þessa merkai manns í dag, hdnn 200. Það mun að vísu svo, þó að nafn mannsins lifi. að fæstir vita hverja þýðingu hann hafði. Menn mun reyndar marga ráma í þras þeirra Odds lögmanns og hans; flestir munu og kannast við vísuna: Forlög koma ofan að, örlög kring um sveima, álögin úr ýmsum stað; en ólög fæðast heima. Hvort menn vita, að hún sé eftir Pál, er öðru máli að gegna, en svo er þó, og eins er um marga húsganga, sem hvert mannsbarnið kann. Það eru vafalaust hinar smellnu vísur Páls, sem 'hafa geymt nafn hans með alþýðu, því að bagna- smíðir verða langlífir hér í landi. En þö er sú starfsemi hans ekki hálfdrættingur við önnur störf fians að gagnsemi, og má af því marka ágæti hans. Merkasta starf hans er Jarða- bókin, sú, er kend er við Árna Maanússon. bví að bó svo sé, ér hún verk beirra beggja. Er hún eitt hið ágætasta heimildarrit um búnaðaihag! landsins um mót 17. og 18. aldar og um margt fleira. í ritstörfum sínum er Páll ekki frekar en þeirrar tíðar menn við eina fjöl feldur. Hann ritar um hagfræði, lögfræði, sögu og bók- mentasögu og málfræði jöfnum höndum, og er það auðvitað ekki ait gjaldgengt nú lengur. Möig af ritunum haía þann fróðleik að geyma, að þau eru og verða merk- ís heimildir að ýmsu, er sögu lán’dsins snertár. En sum 'þeirra feru enn í svo að kaila fullu gildi, til dænris „Skýringar yfir forn- yrði lögbókar". Af ritum Páls hef- ir verið prentað þetta rit, „Deo, aægi, patriæ“, rit um hag og fram- fariT íslands, en þó að eins í út- drætti, „Aldarfarsbók" hans, svo og safn af kveðskap hans („Vísna- kver“). Rit Páls eru að vísu að möigu með annmörkum þeirrar tíðar, en skýrar gáfur hans hafa sett á þau gildismörk, sem tíðar- andinn hefir ekki fengið hulið. Páll var dóttursonur séra Arn- grims lærða Jónssonar á Mel og fjórði maður frá Guðbrandi bisk- íupi Þorlákssyni, svo að ekki átti hann langt að sækja gáfurnar, en þeir voru sysQtinasynir, 'jön þiskup Vídalín og Páll. Þó að Páll kæmist til vegs og valda, var hann engu aÖ síður lítill gæfumaður og olli því lund- erni. Átti hann í sífeldu mála- stappi og þrasi og hafði oft litla gleði af. Mannsæfin sýnist úr fjarska slétt og feld, en sé hún nærskoðuð, er hún lík á öllum öldum. IIssb daginn og vegiosa. Næturlæknir er í nótt Konráð R. Konráðsson, Þingholtsstræti 21, sími 575. Þenna dag árið 1374 andaðisV italska stór- skáldið Francesco Petrarca, einn af brautryðjendum fornmentastefn- unar og endurreisnartímabilsins, sem hóf fyrir lok miðalda. Frá stofnun Kalmarsambandsins voru i gær 530 ár, en auðvitað ekki 350 ár, eins og rangprentaðist í siðastablaði. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ung- frú Ólöf Ólafsdóttir frá Þorkötlu- stöðum í Grindavík og Sigurður Þorsteinsson skólastjóri á Minni Borg í Grímsnesi. Komu þau með Æsju« i s. 1. viku úr ferðalagi austan^af Fljótsdalshéraði, æsku- stöðvum Sigurðar, og fóru í gær héðan austur í Grimsnes. Guðmundur Brynjölfsson, sem meiddist við slysið mikla á höfninni, er nú orðinn hress, en meiðslið á kinninni er þó enn ekki gróið að fullu. Nákvæmnivandlætingablaðsins „Varðar", má nokkuð marka á því, að það birti atkvæðatölurnar við kosningarnar upp úr „Mgbl.“ án leiðréttinga, þótt kunnugt sé, að sumar þeirra eru rangar. Fall Þórarins og Eggerts Ókunnnga undraði á því i fyrstu, að Þörarinn á Hjaltabakka skyldi hrökklast að óreyndu úr kjördæmi þvi, erhann var þingmalhr frá, úr þvi að hann samt sem áður reyndi til að komast aftur á þing. J5u skýring hefir verið gefin á þvi, að Eggert Leví hafi Jþótt hann vera í vegi fyrir sér og hótað að bjóða sig fram jafnt hvort sem Þórarinn yrði líka i kjöri í Vest- úr-Húnavatnssýslu eða eigi. Hafi hann á þann hátt kúgað Þórarinn úr Jeiknum i því kjördæmi og breytt þannig trúlega eftir sam- keppnisboðorði íhaldsflokksins og þannig tryggt fall beggja, Þór- arins og sjálfs sin. Féllu þeir báð- ir í samkeppnisgryfju Eggerts, og sannaðist þar á íhaldinu, eins og víðar, að „sér grefur gröf, þótt grafi“. f - ' I ! “Litli KIeppur“ hefir nú verið rifinn, svo að kjallararústirnar einar eru eftir. Reipdráttur milli Austur- og Vestur-bæinga. Næsta fimtudagskvöld eiga bæj- arbúar von á góðri útiskemtun. ' f ráði er, að 2 beztu flokkarnir úr Knattspyrnufél. Reykjavíkur, A- og B-lið, beyi kappleik. Enn fremur stendur til, að reiptog milli Aust- ur- og Vestur-bæinga fari fram. Gaman verður að sjá, hvor bæjar- jhlutinn á knárri karla. Hvorugir munu vilja láta sinn hlut. Vest- urbæingar voru Iöngum sigursæl- ir hér áður fyrr, þegar erjurnar milli þeirra og Austurbæinga stóðu sem hæst, en ekki er gott að segja, hvorir skjöldinn bera í þessari viðureign. Gert er ráð fyrir, að margir hraustir menn úr báðum bæjarhlutum vilji gjarnan gefa sig fram i þennan karlmannlega leik og geri sitt til, að sá bæjarhluti, sem þeir eru úr, beri sigur af hólmi. Kept verður í 8 manna sveitum. Þeir, sem vilja vera með í reiptoginu, gefi sig fram við Guðmund Ólafsson, Vesturgötu 24. Fagnaðarsamkomu heldur Jafnaðarmannafélag Is- lands annað kvöld kl. 81/2 í Hótel Skjaldbreið. Verða þar efalaust margir félagar saman komnir, sig- urreifir úr kosningabardaganum. Þingmenn flokksíns, sem hér eru, verða þar. Haraldur Guðmunds- son kom að vestan í morgun, og ætlar hann að segja fréttir það- að. Aðgöngumiðar fást nú þegar í afgr. blaðsins og í kaupfélaginu, Laugavegi 43. Skipafréttir. „Island“ kom í mojjgun úr Ak- ureyrarför. Það fer héðan á inið- viltudagskvöldið kl. 8 til Kaup- mannahafnar. „Villemoes" kom í morgun frá Englandi með olíu- farm. Er nú verið að losa úr hon- um, en I kvöld fer hann aftur vestur og norður um Iand. Tyrkjaránsins minst. Séra Bjarni Jónsson míntist þess ©g séra Jóns Þorsteinsjsonar píslarvotts í gær í dómkirkjunni. 1 Vestmannaeyjum var ránsins lér- staklega minst. Var fyrst gengið í kirkju, og var kirkjan tjölduð svörtu. Presturinn, séra Sigurjón Árnason, lagði út af ráninu, og er sagt, að ræða hans hafi verið rót> tæk um rán bæöi fyrrum og nú í fjárplógi. Síðan var farið í skrúð- göngu út í kirkjugarðinn og lagður sveigur á léiði séra Ólafs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.