Alþýðublaðið - 19.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ jalþý©dblabið| 5 kemur út á hverjum virkum degi. ; } Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við i < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► 3 til kl. 7 siðd. ► | Skrifstofa á sama stað opin kl. ► } 9>/s —101/,, árd. og kl. 8 — 9 síðd. { ♦ Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► J (skrifstofan). í < Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► J mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 i ; hver mm. eindálka. { Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (í sama húsi, sömu simar). { Sfðtekin iðrnn. í síðasta ,,Verði“ er stutt grein um kosningaúrslitin, eins og pau eru rétt áður en blaðið kom út. Verður greinarhöfundi starsýnt á hlutfallið milli atkvæðatölu og tulltrúétölu flokkanna og bendir á, að þá hafi íhaldsflokkurinn feng- ið 11 þingmenn, „Framsóknar"- menn 10 og jafnaðarmenn 4, en atkvæðatala íhaldsmanna sé á 12. púsundi, jafnaðarmanna á 6. og „Framsóknar" nokkuð minna. „Gallar hinnar úreltu kjördæma- skipunar koma glögt í ljós vió jtessar kosningar", bætir blaðið við. „Mgbl.“ í dag ritar á líkan hátt samkvæmt nýrri tölum. Það telur íhaldið hafa fengið 13 200 atkvæði og 12 þingmenn, „Framsókn" 7600 atkvæði og 15 þingmenn og jafnaðarmenn 5800 atkvæði og 4 pingmenn. Síðan bætir pað við: „Er hér augljóst ranglæti, er staf- ar frá gamaTli og úreltri kjör- dæmaskipun." Alpýðublaðið hefir ekki að svo stöddu gert upp atkvæðatölur flokkanna, en eftir pessum tölum er pegar Ijóst, hversu afskapiegt ranglæti hin úrelta kjördæmaskip- un skapar flokkunum, eins og Al- þýðuflokkurinn og blöð hans hafa margsinnis sýnt fram á og kraf- ist lögunar á án þess, að yfir- ráðaflokkarnir hafi sýnt nokkurn lit á því. íhaldsblöðin hafa gáð seint að reiðast. Það stappar nærri ósvífni, að þau kvarta undan ranglætinu, þegar flokkur þeirra hefir haft völdin í undan farin fjögur ár og hann ekki hreyft sig hið minsta í þá átt að bæta úr ranglætinu. íhaldsflokkurinn hefir haft tök á að laga kjördæmaskipunina, en vanrækt það, og nú er sjálfsköp- úð xefsingin komin yfir hann. Auðvitað þarf ekki djúpt að grafa eftir ástæðum íhaldsins fyr- ir vanrækslunni. Hún er alveg í samræmi við alt eðli slíks flokks, að „halda í“ ait gamalt, hversu ótækt sem j>a'ð er. Auk þess hef- ir flokkurinn annars vegar óttast — og sjálfsagt me'ð réttu —, að umbót á kjördæmaskipuninni feijgi! Alþýðuflokknum vind í segl- in, en hins vegar hefir flokkurinn ætlað sér að græða sjálfur full- trúa á ranglætinu. Það hefir nú fariö, eins og vant er, þegar „litiir karlar“ ætla að verða slungnir, snúist í höndunum á flokknum, og nú er „of seint að iðrast eft- ir dauðann". Iðrun íhaldsblaðanna er nú helzti síðtekin. Stefimriiar tvær. ---- (Nl.) III. Báðar þessar stefnur eru nú alls staðar boöaðar einhiiða mjög með hinni mestu frekju, ofstæki og óbilgirni yfirleitt, eins og eng- in takmörk þurfi þar til greina að korna önnur en þaa, sem for- ingjum þeirra kann að þóknast að ákveða þá og þá til þess að tryggja sjáifum sér eða sínuni flokki sem frjálsast og öruggast alræðið yfir lífi, lögum og eign- um fólksins. Þær stefnur eru því nú báðar í framkvæmdinni hinar freklegustu stríðs- og öfga-steþi- ur, er heimta skilgrðislaust traust almennings til hvers sem vera s/iid, — og fá það því miður — og meðal annars til þess að veita foringjunum völdin skilyrðislaust og ábyrgðarlaust og þar með rétt- indi til peninganna upp á það, að fólkið láti sér n ægja eins og venjulega að hafa að eins skyld- urnar og útgjöldin. Vegna pessu eru báðar þær meginstefnur þjóðmálanna í raun og veru stórháskalegar, og því með öllu óforsvam'nlegar og rétt- jlausar í framkvæmd, eins og pœr birtast nú, — á meðan vanrækt er að fræða fólkið og hvetja til afskifta og eftirlits um þjóðmálin, — hversu ágætar sem þær væru annars eða gætu veríð, rétfilega tnkmarkaðar með nógu öruggum skorðum og skilyrðum. Samanber ástandið, eins og það er í dag hér og viðast, — og það, hvernig það hefir myndast, — og sjá, að það og „þingræðissþillingin" (sem nú þykir finna orð en þjóðniálaspill- ing eða valdhafaspilling), sem er hinn fyrsti „fíni“ ávöxtur af öfg- um hánnar ráðandi stefnu, eða hins ótakmarkaða, ábyrgðorlausa valds valdhafanna samfara sjálfstæðás- og samkeppnis-öfgunum. — En enginn skyldi hugsa svo heimsku- lega eða æruiaust að ætla, að þar sé ávöxtur háns almenna kosn- ingarréttar. Þvílíkra ávaxtaogafleiðingaeða I enn verri er sannarlega að vænta um allar ókomnar altlir (eins og hingáð til) af ábyrgðarlausum og skilyrðislausum völdum, hvaca „stefim“ eða flokkur sem öndveg- íð skipar, — á meðan fólkið læt- ur sig fljóta sofandi að feigðar- ósi með j>ví að láta nota sig til fylgis við flokkana eins og óvita, svo skilyrðislaust, skynlaust og kærulaust sem hingað tii. Hversu sem sameigna rstefnan kynni því að xeynast, svo alfrjáls og ótakmörkúð sem hún er boðuð hér, þá sætir hún nú hinni megn- ustu andúð og tortryggná hjá sumu því fólki, þó fátækt sé, sem ekki miðar alt við eigin hag, en vildi annars mjög gjarnan geta — áhættulaust fyrir sig og sína — fyigt þeirri stefnu, þó það á- ræði ekki að gera það, á meðan ekkert er látið uppi um j>að, hvað forsvarsmenn þeirrar stefnu ætl- ast fyrir um takmarkanir pess m’kla, ábyrgðarlausa valds, er peir œtlast til að sér sé trúað fyrir, — þess valds, er valdhafar vorir nú bafa. Slík alræðisstefna alfrjáls gæti reynst vel í höndum göðra manna, en hún gæti líka reynst stórvoðaleg í höndum lítt vand- aðra manna eða Iélegra alræðis- stjórna og jafnvel í höndum allra, er auður og völd gætu freistað. „Jafnaðarmenn" ættu því sem fyrst — sér til gengis — að opinbera öll áform sín hér að lútandi. Eftir þessu eru báðar þessar andstæðu stefnur óforsvaranlegir gallagripir og óhæfar til fram- kvæmda, eins og þær eru nú boð- aðar, en gætu þó báðar verið í fylsta gildi áð öfgunum og fjand- skapnum undan skildum. Báóar hafa þessar stefnur flest — éða öll — skilyrði til þess — ef vel og réttilega væri á haldið og þeim væru rétt takmörk sett — að vera hinar ákjósantegustu, — sem og til pess að fallast í faðma og mynda eina heilbrigða og algilda pjóðmálastefnu eftir fyrirmynd lýðvarnarstefnunnar og undir um- sjón og vernd lýðvarnarféiagsins — eða félaga eftir þess fyrirmynd, — er væru skipuð svo manndómslega þroskuðum kjósendum (þó fáfróð- ir væru, er þeir gengju í félagið), að þeix í raun og veru vildu sér og öðrum vel af nokkurri hugsun og viti og nentu — ótilknúðir af valdi harðstjórans eða hungursInB — að gexa skyldu sína á því sviði, á meðan það er ekki með öllu um seinan. Til þess þarf ekki mikið, — varla f jöður af fati þeirra aumustu eða örlítið brot þess, sam þeir eru nú rændir sí og æ, eða þess, er þeir nú eyða daglega að óþörfu. — Þar þarf aö eins svolítið af heilbrigðri hugsun og viti, og svolítið af kærusemi eða einlæg- úm ve 1 viIdarhvötum, kristilegum, réttlátum vilja til þess að láta gott af sér leiða sér sjálfum og öilum til heilla. Hér er í boði nýtt — og merki- legt — keppikefli fyxir stjórn- málaherrana að fást við, sem vissulegra er miklu sigurvænlegra fyrir þá en allur j)eirra valdastríðs- fjandskapur (bara, að þeir vildu •nú vita það) og um leið göfugra, fegurra, réttara og sæmilegra öll- um og þá helzt f>eim, er öðrum þýkjast meiri. Sá flokkurinn, sem nú verður fyrstur til að bjóða fram lófann í stað hnefans með þvi að gerast merkisberi týðvarncirstefmmnar, og berjast opinberlega og dyggiiega fyrir þvi að fá ábyrgðarlausa al- ræðisvaldinu sett réttlát, nauðsyn- leg takmörk og skilyrði samkvæmt framanskrifuðu.hverjir sem stjórna á hverjum tíma, — sem auðvitað er það, sem allir ærlegir menn og konur með fullu viti ættu fyrst og fremst að keppa að í stjóm- málum, hvað sem flokkaskiftum til valdanna líður, — hann lýtur á- reiðanlega að eiga sigurinn vísan (eða Vfsari en annars, í það minstaV því að áreiðanlegt mun það, að það er sú stsfna og sú eina stefna — lýðvarnarstefnan, — og ég held hin eina sannkaliaða jafnaðar- stefna, — s?m fólk.ð yfirleitt a Öltum flokkum práir af öllu hjarta og mest af öllu að komist til framkvæmda og I>aÖ sem allra fyrst, sem og eðliiegt er. Á lægrr menningarstigi en j>að er almenn- ingur þessa lands þó tæplega, þó hann hafi ekki rænu e'ða lag á eða vit og djörfung til að krefj- ast svo mikilsverðra réttarbóta af fyrirliðum flokkanna né heldur til 'þess að skipa sér (án þeirra leyf- is) svo aLment og eindregið sem skyldi um lýðvamarstefnuna, sem þó er vissulega eina lífakkerið, sem til greina getur komið al- menningi til bjargar í hafróti þjóðmálavoðans. Ritað í maí 1927. Stefán B. Jónsson. Athugasemd. Greinarhöfund bagar í þessum kafla eins og í hinum næsta á undan ónóg þekk- ing á jafnaðarstefnunni. Urn „á- byrgðarlaus og skilyrðislaus" völdi jafnaðarmanna er ekki að ræða samkvæmt kenningum þeirra.- Jafnaðarmenn leitast við að vinna fylgi fjöldans með fræðslu um samfélagið, ástand þess og um- hótamiálefni og taka við yfirráð- únum í samfélaginu, þegar fjöld- inn hefir öðlast þekkingu til að skilja, að framgangur jafnaðar-- ' stefnunnar er meiri hluta þjóðar- innar og raunar henni allri fyrir beztu. Síðan hyggjast jafnaðar- menn að stjóríw pjóðfélaginu í samrœmi við vilja meiri hlutans, undir fullkomnu, opinberu eftirlifí. fjöldans og með ábyrgð gagnoart honum eða — með öðrum orðum — á víðtœkum fólkstjórnargrund- velli. Þessi er hvarvetna hugs- un jafnaðarmanna; meira að segja á Rússlandi, þar sem alment er taiið alræðisvald, er lýðveldi þeirra, sem þegnréttar njóta, eða allra, sem afla sér lífsuppeldis. með vinnu, svo ótakmarkað, að kosinn fulltrúi verður að leggja. niður umboð sitt jafnskjótt sem meiri hluti kjósenda hans ályktar að taka það af honum. Hér á landi gat Jón Kjartansson farið með umboð Vestur-Skaftfellinga lengi. eftir það, að meiri hluti kjósenda hafði afsagt hann. Jafnaðarstefnan er þannig fullkomin lýðstjómcir- stefna, enda er meginregla lýð- valdsins ráðandi í öllum félags- skap og samtökum jafnaðarmnna (sbr. „Rök jafnaðarstefnunnar"). Það er því engin þörf á öðrum „IýðvarnaTfélögum“ en alþýðu- samtökunum, heldur geta allir, sem lýðfrelsishugsjónum unna, ör-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.