Alþýðublaðið - 21.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ jALÞÝBUBLABKB [ < kemur út ú hverjum virkum degi. f J Afgreiðsia i Alpýðuhusinu við { \ Hverfisgötu 8 opin irá kl. 9 árd. ► \ til kl. 7 síðd. ► < Skrifstofa á sama stað opin kl. ► i 9Vg —101/* árd. og kl. 8 —9 siðd. { < Slmar: 988 (aigreiðslari) og 1294 ► i (skriístoían). í * Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > j hver mm. eindálka. { j Prenísmiðja: Alpýðuprentsmiðjan \ ; (í sama húsi, sömu simar). J i ______ ► Auðvaldsþróunin. Undan farin ár hefir íhalds- stjórn setið að völdum. HiVn hefir að mestu leyti ríkt af náð hinna flokkanna og haft Iítinn eða eng- an flokks-meirihluta að baki sér. Eins og allir vita, er íhaldsfiojik- urinn stéttarflokkur auðvaldsins íslenzka, og það hefir þess vegna einkent allar framkvæmdir stjórn- nrinnar. Þeir, sem mest hafa borið úr býtum frá borði hennar, eru stóratvinnurekendur. . í togaraútgerðina hefir verið ausið ógrynni fjár, og stórkaup- menn og aðrir, sem lifa af arði, hafa haft óbilandi lántraust hjá bönkunum. Bankarnir hafa gefið einstökum mönnum upp skuldir þeirra, svo að milljónum nemur. Þjóðin hefir gengið hokin undir skattabyrðinni. Tollarnir hafa ver- ið giiuTlegir og auðvitað komið þyngst niður á fátækustu stétt- unum. Þjóðin gat ekki þolað slíkt leng- ur. 9. júlí síðást liðinn. var svo upp kveðinn dómurinn yfir þessu ráð- lagi , heldri" stéttanna. Fréttirnar, sem hafa borist af kosningunum úr ýmsum kjördæm- um, hafa sýnt öllum garhugulum mönnum, að stórbreyting hefir farið fram. Það eru straumhvörf með þjóð vorri. Næstum í hverju kjördæmi tap- ar íhaldið að einhverju leyti. Róttækasti andstöðuflokkur í- haldsins, Alþýðuflokkurinn, vinn- ur þrjú þingsæti. í sveitum landsins, bændakjör- dæmunum, eru straumhvörfin ekki miiiwi. Bændaf lokkurinn vinnur al'ls staðar á. Sum kjördæmin vinn- ur hann aiveg af íhaldinu, en í öðrum eykur hann mjög við sína fyrri atkvæðatölu. Þjóðin er að vakna. Hún er að kasta af sér hinum afturhalds- sama aldaranda, sem grúft hefir yfir henni undan farin ár. Tregð- an er að hverfa úr hugum þjóð- arinnar, en í staðinn fær hún trú á framfarirnar og traust á fram- tíðinni. Þeíta er sannarlegí gleðiefní öll- um framfara- og frelsis-vinum. Hin langþráða stund er að koma, þegar íslenzka þjóðin vakn- ar af dvalanum, finnur sjálfstæð- isblóðið renna í æðum sínum og gengur með upplyftu höfði að verkinu, að byggja og græða landið, þroska sjálfa sig og trúa á sjálfa sig, en hættir að hafja ser mókandi upp að óþjóðlegu og fýldu ihaldi. Vinnandi stéttirnar eru að vakna. Verkalýðurinn til sjávarins, sem af eðlilegum ástæðum er kom- inn lengra í stéttabaráttunni, fylk- ir sér undir fána jafnaðarmanna, stéttarflokks þeirra. Bændurnir fyikja sér utan um „Framsóknar“-flokkinn. Þróunin heldur áfram. Tímabil , Framsóknar“-flokksins er að koma. En það má íslenzka þjóðin vita, að það verður ekki langt. „Framsóknar“-flokkurinn er saman settur af svo miklum and- stæðum, að úr honum hlýtur að springa stór hluti, — fátækari bændur. ÖLl stjórnmálabarátta er stétta- barátta. Hagsmunir stórbænda og smá- bænda fara ekki saman. Samvinnan hefir sameinað þá. En þegar flokkurinn er orðiun ráðandi flokkur, verða hagsmunir stórbændanna ofan á pg hagsmun- ir smábænda undir. Enn fremur sjá smábændur, þegar þróunin kemst á hærra stig, að kjör þeirra er ekki hœgt að bœta með kaup- félagsskapnum, heldur parf til pess pjóðnýtingu, því að þjóðfé- lagsmeinin er ekki bægt að af- nema með samvinnu x verzlun. Tímabil jafnaðarmanna er ekki komið að fullu enn þá. En það er að koma. Áuðvaldsþróunin útl í heimi er að komast á hæsta stig. Úrslitahríðin milli vinnulýðsins til sjávar og sveita og auðvalds- ins stendur fyrir dyrum. Höfuð- vigi auðvaldsins í EvTópu, Breta- veldi, er að liðast í sundur (sbr. íbyltinguna í Kina pg öejröimar í öðrum nýlendum Breta). ' Þróunin er ekki komin eins langt hér heinia. Hér verður breytingin að eins þingræðisleg. íhaldið er fallið frá stjórnarsetu að fullu og öllu. Milliflokkurinn, „Framsókn", er að taka við völdum. Dag'sbrún jafnaðarstefnunnar er að kasta fyrstu geislum sínum yfir land vort. Innilegt pakklæti viljum vjð færa öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vin- áttu við fráfail okkar ástkæra eig- inmanns og sona, er drukknuðu þann 5. april s. 1. Sérstaklega vilj- um við minnast verkalýðsfélags- ins „Báran“, sem heiðraði minn- ingu hinna látnu með því að gefa silfurskjöld í kirkjuna með áletr- uðum nöfnum þeirra. Eyrarbakka í júlímán. 1927. Aðstandendur hinna látnu. TitlaF. 1. Herra. Almennast er þetta orð notað í álritunum á bréfum og öðrunx sendingum framan við nöfn allra karlmanna/' Mætti því í fljótu bragði ætla, að þetta væri mjög mikilsvert orð og skaði skeður, ef það vantaði. Orð eru teikn hugsana og ekki til annars ætluð en tákna hugsanir. Ef orð er not- að, senx enga hugsun táknar, þá er það ekki að eins óþarft, held- ur skaðlegt. Það tekur tíma að letra orð, og það er heimsku- merki að nota orð, sem ekkert merkja. Orðið ,herra“ í áritun táknar, að mínu viti, enga hugs- un að jafnaði eða er að minsta kosti notað í hugsunarleysi — af vana og eftirhermuskap. Það er notað um alla karlmenu og gerir því engan greinarmun um aldur, eiginleika eða afstöðu til arinara manna (stétt eða því um líkt). Að vísu eimir eitthvað eftir af þeim sið, sem aigengur var fyr- ir nokkrum tugum ára, að „herra“ var ekki notað um böm eða ung- linga, heidur yngispiltur, yngis- sveinn o. fl. En upp á við náði 'greinarmunurinn ekki. „Herra“ var (og er) jafnt notað um tvítugan mann og níræðan.- Ef til vill mætti segja, að „herra“ væri hugsunar- tákn í þessu falli, væri sömu merkingar og „karlmaður“. En jafnvel þó svo sé litið á, þá er orðið með öllu óþarft í íslenzku máli, því merkingin „karlmaður" tferður þá tvítekin í árituninni. Ég man ekki í syrpinn eftir neinu persónuheiti íslenzku, sem ekki ber með sér, hvort það er heldur karLmannsheiti eða kvenmanns- heiti. Og þó eínhver slík heiri kunni að vera til, þá sker eftir- nafnið úr um 'þetta, ef um ísl. nöfn er að ræða, ,,-son“ eða ,,-dóttir“. Ég. sé ekki betur en full grein sé gerð fyrir kynferðinu með því að skrifa „Karl Karlsson" og því alveg óþarft að skrifa: „Karl- maður Karl KarIsson“. Nei, þessi kyriferðistitill í árit- un er vissulega ekkert annað en blind. eftirherma eftir öðrum þjóð- um í Vestur-Evrópu. En þess er ekki gætt, að hjá þeirn þjóðum er þessi kynferðistitiil hélgaður af nauðsyn. Ber tvent til þess. í fyrsta lagi eru skírnarnöfn viðast hvar svo blönduð milli bjóða og tungna, að margoft hefir aTmenn- ingur ekki hugmynd um, hvort nafn er karlmanns heiti eða kven- manns. 1 öðru lagi er tíðast not- að eftirnafn eitt fullum stöfum, en eftirnafnið ættamafn og því eng- in leið að vita, hvort átt er við kaTÍ eða konu. Þar, sem svo er ástatt, er kynferðistitiLiinn blátt á- franx ómissandi. Nú mætti segja, að ættarnöfn, sem (illu heilli) eru komiii upp á Islandi, þarfnist kynferðistitils. En það er þó því að eins, að ættar- nafnið eitt sé ritað fullum stöf- um, en skírnarnafni slept eða það skammstafað. Og þó til kunni að vera fáeinar hræður tslenzkar, sem bera kynferðislaus skírnamöfn eða vilja dylja skírnarnafn sitt, þá er meir en yafasamt, hvort slikt á að verðlauna með því að brjóta sjálfsagða ísienzka reglu um á- ritanir, þá reglu að hafa engan kynferðistitil vegna þess, að hann er óþarfur eftir eðli nxálsins. Annað mál er það, að ekkert mælir á móti því að nota kyn- ferðistitil í áritun til útlendinga, sem hér eru staddir eða búsettir. Áritun á sendingar er gerð til þess að greina viðtakanda sem skýrast frá öðrum mönnum. „Herra“-titillinn hjálpar ekkert til þess. Stöðu eða atvinnu ætti aftur á móti að greina oftar en gert er. Ef ritað er: Herra Guð- mundur Guðmundsson, Eyrar- bakka, er alveg eins víst, að send- ingin lendi hjá manni, sem hún er ekki ætluð. Ef ritað er: Guð- íuundur Guðmundsson, trésmiður á Eyrarbakka (eða vinnumaður, bóndi, útgerðarmaður, gamálmenni o. s. frv.), er miklu vissara, að sendingin komist í réttar hend- ur. Mörgum er öl.júft að brjóta í bág við almenna venju, enda þótt' þeir finni, að hún er heimsku- leg, og má því ekki ætlast til, að „herra“-titillinn hverfi úr á- ritunum í einum rykk. En ef nokkrir menn hefjast handa og hafna ósiðinum í verki, pá slæð- ast fleiri og fleiri í þann hóp, unz ósiðurinn er horfinn. „Herra“ er enn fremur talsvert farið að nota við mannanöfn í umsögn, hæði í ræðu og riti (í riti venjulega skammstafað hr.). En einnig þetta er blind eftir- herma eftir útlendum sið og ætti að hverfa sem fyrst, ekki vegna ,þess, að það er útlendur siður, heldur vegna þess, að þetta er gersamlega óþarft. Vitanlega eiga menn ekki að velja siði eða hafna siðum eftir því, hvort þeir eru útlendir eða íslenzkir, heldxir eftir því, hvort þeir eru þarfir eða ó- þarfir. I daglegu tali er „herra“-titiilinn sjaldan notaður enn. En í ræðum á mannfundum gerir þessi ösiður alloft vart við sig. Jafnvel á fund- |um í verkamannafélögum er ekki mjög sjaldgæft að heyra menn nefna félagsbræður sína „herra“ í umsögn. Stöku sixmum heyrist „herra" í ávarpi, þegar maður tal- ar við mann, og þá helzt hér í Reykjavík. En einnig þessi ösiður virðist eiga erfitt uppdráttar enn, pg ætti að vera auðvelt að upp- ræta hann. Talsvert ber á þvi hér í Reykja- vík, einkum hjá verzlunarfólki, að orðið „herra“ sé notað í staðinn fyrir orðið „karlmaðxxr" að dönsk- um hætti. Eitt sinn kom ég í matsöluhús og falaði mat. Vinnukona, sem ég talaði við, hleypur inn og kallar: „Fröken! Það er herra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.