Alþýðublaðið - 21.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ látbragði. Hefir hún þaultamið vald yfir leikhæíileikum sínum. — Leiksýningar hennar hafa þó ver- íð fásóttari en vert væri, því að leikkona þessí flytur hingað í fá- sinnið merkileg kynni af enskri leiklist. „Gamla Bíó“ — hið nýja — er nú senn til- búið. Bygging þess hefir nú stað- ið yfir í meira en ár. Ætlast er til, að því verði lokið að fullu í fyrstu viku næsta mánaðar, og verður það þá opnað með sýningu einhverrar góðrar myndar. Lúðrasveit Reykjavikur lék á Austurvelli í gærkveldi. Fjöldi manns hlustaði á. Undan farið hafa verkamenn bæjarins unnið við að byggja holræsi fyrir læk- inn qg göturæsin. Verður hreytt um útrenslið, og rennur hvort tvæggja framvegis út í ytri höfn- ina frá eystri hafnargarðinum. — Við þessa vinnu hefir verið unn- ið nótt og dag með vökuskiftum. Jón biskup Helgason er í visitazíuferö um Mýrar og Borgarfjörð. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 5 mál eru á dagskrá. Gengi erlendra mynta í dag: Sterlingspund.........kr. 22,15 100 kr. danskar .... — 122,04 1C0 kr. sænskar .... — 122,28 100 kr. norskar .... — 117^95 Dollar...............- 4,57 100 frankar franskir. . . — 18,06 100 gyllini hollenzk . . — 183,18 100 gullmörk pýzk... — 108,61 Fræðslumálastjóra-embættið. Umsóknarfresturinn er útrunn- inn. Þ.essi hafa sótt um það: Ás- geir Ásgeirsson, settur fræðslu- málastjóri, séra Guðmundur Ein- ffiold-Dust þvottaefnl otf GoM-Pnst skúridaft hreinsa bezt. Brunatryggið hjá okkur. Við tökum bæði litlar og stórar tryggingar og gerum engan mun á, hvort viðskiftin eru stör eða litil: við gerum alla vei ánægða. H.í. Trolle & Roíhe, Eimskipafélagshúsinu. Afgreiðl allar skó- og gummí-viðgerðir bezt, fljótast og ódýrast. — Að eins handunnið. Sigurgísli Jónsson, Óðinsgötu 4. arsson á Þingvöllum, Halidóra Bjarnadóttir kenslukona, séra Magnús Bl. Jónsson, áður prest- ur í Vallanesi, og Vilhjálmur Þ. Gíslason meistari. Flateyjarbók. Féfag manna á Akureyri hefir ákveðið að gefa út Flateyjarbók í alþýðuútgáfu. Sé hún pöntuð fyr- ir fram, fæst hún þriðjungi ó- dýrari en ella. Bókin verður gefin út i þremur bindum. Húsasmiðir. Byggingarnefnd Reykjavikur hefir nýlega viðurkent þessa menn gikla til að standa fyrir húka- ^smíði í borginni: Ingvar Þorvarðs- Pilsner. Bezt. - Ódýrast. Innlent. 1 , Málnii ntan Siilss og iiman. Komið og semjið. Löguð málning fyrir pá, sem óska. Sigurður Kjartansson, Laugavegi20 B — Sími 830. son múrara, Hverfisg. 76 B, tré- smiðina Böðvar Gíslason, Óðins- götu 20, o g Sigurð ísleifsson, Bergþórugötu 15, og Magnús Th. S. Blöndahl útgerðarstjóra, Lækj- argötu 6B. vörurnar hjá okkur og at- hugið verðið. Miklar birgðir nýkomnar. Verðið mjög lágt. Allir, sem greiða við mót- töku, fá beztu kjör. Verzllð vld Vikar! Þafi oerður notndrígst. Hóiaprentsmiðjan, Hafnarstrætl 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Fasteignastofan, Vonarstræti 11 B, annast kaup og sölu fasteigna í Reykjavík og úti um land. Á- herzla lögð á hagfeld viðskifti beggja aðiija. Símar 327 og 1327. Jónas H. Jónsson. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks, Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 10—12 og 5—7. Brauð og kökur frá Alþýðu- brauðgerðinni fást á Framnesvegi 23. Verulega góða rúllupylsu seljum við fyrir að eins 1 kr. 'J/a kg. Einn- ig höfum við sérlega gott- nýtt ísl. smjör. Verzl. Örninn. Sími 871. Grettisgötu 2. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. svo sárt til peninganna, en honum þótti sárt að hafa álitið mann eins og De- larmes prúðmenni. Hann steinhætti við að klæðast mexikönskum ræningjabúningi; slíku var hann búinn að fá nóg af í svip. Hann klæddist að eins kjólfötum. Síðan hitti hann Adéle og Dubourchand i spilabankanum, og þau sögðu honum söguna af sjóliðsforingj- anum, sem þröngvaði forstjóranum. Þegar Dubourehand fór að segja frá, rann upp alveg nýtt Ijós fyrir Paterson. Hann rak upp kúldahlátur og barði hnefanum í borðið, svo glös og flöskur hoppuðu i loft upp og Adéie misti logandi vindling. „Hann er snillingur! Hann ætti að fá heið- urspening!" sagði hann. „Hver?“ ' ' „Delarmes auðvitaö! Þetta liggur í augum ■uppi. Skiljið þið ekki, að hann og enginn annar hefir leikið ameríska sjóliðsforingj- ann? — Ha, ha, ha,-----------— og jafuvel í etnkennisbúningi minum!“ — — Dubóurchand og Adéle litu hvort á annaö. „Mikið Iskratti er að heyra þetta,“ sagði Dubourchand. Rétt i þessum sviium kom grímuklæddur kaþólskur prestur með gullkross í festi, áem hann bar um hálsinn, og hneigði sig fyrir Adéle. „Má ég biðja yður um onestep ungfrú?" spurði hann. Adéle var guðsfegin að sleppa úr þess- ari samræðu og stóð upp. „Viljið þér danza, eða eigurn við að fara dálítið út á svalirnar?“ spurði hinn óþekti faðir. Adéle kiptist við og fölnaði þrátt fyrir allan farðann. ..Jacques!“ ,,Þey!“ sagði Delarmes og lagði, höndina á munninn. „Komdu út á svali:rnar!“ Delarmes tók traustataki um handlegg hennar og leiddi hana út á svalirnar, því að hann sá, að hún gat orðið sér til skammar þá og þegar. Þar setti hann hana í körfu- stól. „Vertu nú ekki eins og bjáni,“ hvíslaði hann. „Ég fer í kvöld nieö lestinni og þú ferð með.“ „Nei; ég fer aldrei.*' , „Hvað er nú að tarna! 'Hvaða ánægju getur þú haft af Paterson? Eða Dubour- Chand, þessum gamla okrara." Hann settist við hlið hennar, Adéle leit á hann.. „Hvað viltu eiginlega?" „Ég vil pig!u „Ég vil þig ekki! Sleptu mér, Jacques! I guðs bænum, sleptu mér! — Ég get það ekki; ég verð að losna við þig!“ Delarmes horfði fast á hana og greip hönd hennar. „Þú skalt!" sagði hann. „Ég eiska þig!“ Adéle skalf og reyndi að forðast að líta á hann. Hönd hennar hvíldi ísköld í hönd hans, og varir hennar skulfu. „Djöfull!" stundi hún. „Ég hefi andstyggð á þér. Hvað er það, sem gerir þig svo ólíkan öðrum mönnum? Þú lofaðir því, að alt skyldi vera úti okkar í milli--------.“ Delarmes tók um hálsinn á henni, beygði sig niður og þrýsti kossi á rauðan munn hennar. Adéle lokaði augunum. Roði færðist í kihin- ar henni og barmurinn hvelfdist. „Jæjá; loksins," tautaði Delarmes. „Hlust- aðiu nú á, góða mín! Ég er með 100 000 franka í vasabók minni. Þú átt að hjáipa mér til að tífalda þessa upphæð; ekki hér, heldur — í París! Þú veist, að ég hefi vald yfir þér, og þú skalt ekki ýðrast eftir að vera hjá mér; — við eigum svo vel

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.