Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1952, Blaðsíða 4
4 Jólablað TIMANS 1952 Þáttur af Kjartani Gíslasyni Eftir Kristleif Þorsteinsson Kjartan var af borgfirzkum bændaættum, sem ekki ver'öa þó raktar hér. Poreldrar hans hétu Jórunn Jónsdóttir og Gísli Kjart- ansson! Þau bjuggu fyrst á Kópa-- reykjum í Reykholtsdal og siöar á Rauðsgili í Hálsasveit. Gísli var tal- inn friösemdarmaður og greindur í oetra lagi. Hann kunni m. a. að íkrifa, sem var ekki allra á þeim árum, því aö lítill kostur var þá á ritföngum. Æft hafði hann þá list að hafa ekki fleiri orð en nauðsyn krafði, hvort sem hann talaði eða ritaði. Eitt sinn í lestaferð til Reykja- víkur týndi Gísli tjaldi sínu þar á itaðnum. Þá voru hér engin dag- blöö til þess að birta auglýsingar eftir týndum munum. Gísli tekur því það ráö að fá sér ritföng og skrifa ,auglýsingu, sem hann festi ■svo upp á þeim stað, þar sem helzt voru líkur til, að hún yrði lesin. Auglýsingin hljóðaði á þessa leið: ,Tjald með dyrum, bláum, brydd- om, kross yfir dyrum, band um bundið, fornfálegt, flekkótt, týnd- ist á Reykjavikurplássi, nálægt holti því, sem mór er á fluttur.“ Þótt auglýsing þessi væri aðeins í einni útgáfu, var hún lesin og lærð vegna þess, hvernig á efni var haldið. Gísli var góður lesari. Rækti hann og vel þann góða og gamla heimilissið að lesa hina svo kölluðu húslestra í vökulokin. Þau hjón áttu bæði Stúrmshugvekjur og Ger- hardshugvekjur. Ekki voru þau á einu máli um, hvor þeirra væri betri. Þótti Gísla Stúrmshugvekjur 'oetri og las í þeim, þvert á móti vilja konu sinnar. Svo bar til eitt kvöld, þegar Gísli var að lesa hús- lesturinn, að lýsislampinn gaf frá sér svo daufa birtu, að hann varð að færa sig undir lampann til þess að sjá á bókina. En við þá hreyfings féll lampinn niður á bókina, Ijósið slökknaði og bókin féll úr höndum Gísla. Ekki lét hann sér bregða, en sagði um leið og bókin féll úr hönd- im hans: „Þar fékkstu viljann þinn, Jórunn.“ Lauk hann svo lestri þessum með því að hafa yfir faðir- vorið, eins og ekkert hefði í skorizt. Þessi saga barst frá manni til manns og þótti góð skemmtan, þeg- ar fátt bar til tíðinda. Voru þessi orð Gísla: „Þar fékkstu viljann þinn, Jórunn“ lengi höfð að orðtaki hér um slóðir. Kjartani, syni Gísla, voru þessi vökulok i barnsminni. Átti hann bókina, sem lampinn féll á, og sýndi lýsisbletturinn, hvaða hugvekja það var, sem faðir hans var að lesa, þegar þetta skeði. Þau Rauðsgilshjón, Gísli og Jór- unn, áttu tvö börn, sem til aldurs ; komustl Kjartan og Ragnheiði. — ' Kjartan giftist ungur og reisti bú á Búrfelli í Hálsasveit. Kona hans hét ' Ingibjörg Loftsdóttir, ættuð úr Þing ’ eyj arsýslu. Kom hún að norðan með ; Finnboga Guðmundssyni (afa Guð- mundar landsbókavarðar), þegar hann flutti að Skáney í Reykholts- dal. Ingibjörg var þá orðin nokkuð roskin og var 16 árum eldri en Kjartan. Hafði hún á sér bezta orð, og var bæði greind og vel verki far- in. Hjónaband þeirra var alla tíð gott, og mat Kjartan mikils kosti [ hennar og var henni trúr eiginmað- ur, þrátt fyrir mikinn aldursmun. Búskapur þeirra varð miklu betri en vænta rnátti. Var hvort tveggja, að hann var oft lengi að heiman, og hins vegar gaf hann sér lengri tíma til lesturs bóka en talið var á þeim árum, að bændur mættu leyfa sér. En Kjartan var snyrtimaður í öllu verkiagi og hirti fénað sinn vel, svo að af bar. Var mælt, aö enginn bóndi sveitarinnar hefði átt jafn- vel fóðraðan fénað sem hann og að aldrei hefði sézt horað hross á búi hans. Komst hann þó af me'ð ó- venjulítið fóður, og sannaðist þar, að „hirðing er á við hálfa gjöf“. Enginn borgfirzkur bóndi á 19. öld varð jafnvíðförull og Kjartan Gíslason. Ekki hafði hann lengi bú- iö þegar hann tók sig upp einn og lausríðandi litlu fyrir slátt og hélt alla leið norður í Þingeyjarsýslu. Mun hann þá hafa átt það eina er- indi aö kynnast ættfólki Ingibjarg- ar, konu sinnar. Fór hann að engu óðslega, því að hvorki vildi hann mæða hesta sína né meiða. Einnig vildi hann fræðast um marga hluti, og til þess heimsótti m. a. ýmsa merkispresta, þar á meðal Ólaf Þorvaldsson á Hjaltastöðum, séra Arnljót Ólafsson og séra Þorstein Pálsson á Hálsi. Allir fundu þeir, að Kjartan var greindur og gætinn. Á þessum árum var reiðhestakyn Gests bónda á Varmalæk útbreitt um Bæjarsveit og neðsta hluta Reykholtsdals, og voru urvalsgæð- ingar nafnkenndir af því hestakyni. í þessari fyrstu norðurferð Kjart- ans fóru nokkrir hestamenn í Þing- eyjarsýslu að biðja hann að útvega nokkra gæðinga af hestakyni Gests. Varð það að samningum, að Kjart- an kæmi þangaö norður næsta vor með nokkur hestsefni. Ekki lét Kjartan standa við orðin ein. Smal- aði hann nokkrum folum og reið með þá noröur rétt fyrir sláttar- byrjun. Til fylgdar við sig valdi Kjartan lausingja nokkurn úr Lundarreykjadal, Torfa að nafni. Þingeyingar tóku Kjartani og hest- um hans tveim höndum og fengu þá færri en vildu. Gekk þetta svo í nokkur ár, að Kjartan færði Þing- eyingum hóp reiðhesta ár hvert, og komst hann i þeim ferðum aíla leið norður á Langanes. Kjartan var enginn hestabrask- ari og reyndist trúr og sannorður í öllum viðskiptum. Eignaðist hann því marga góða kunningja við þessi hestakaup. Var hann flestum mönn um glöggskyggnari á allt, sem bar fyrir augu hans og eyru. Og svo vel sagði hann frá, að lýsingar hans var gott að muna. Þau hjón, Kjartan og Ingibjörg, bjuggu tuttugu ár á Búrfelli, en fluttu þaðan að Refsstöðum og bjuggu þar í sex ár. Var búskapur þeirra þá orðinn í smáum stíl og vinnuþol Ingibjargar að þrotum komiö. En á henni hvíldi búskap- urinn jafnan þyngra. Lifði hún fá ár eftir að þau brugðu búi, en það var 1867. Þau eignuðust eina dótt- ur barna, Sigríði að nafni. Komst hún til fullorðins ára, en dó ógift og barnlaus, svo að engin ætt er frá þeim hjónum komin. Fáum árum eftir að Kjartan missti konu sína, för hann að Úlfs- stöðum í Hálsasveit til Helgu Jóns- dóttur frá Deildartungu, sem þar bjó ekkja eftir Jón Þorvaldsson frá Stóra-Kroppi, Helga var glæsileg kona og svo vel verki farin, að af bar. En fátæk var hún og hlaöin ómegð. Felldu þau hugi saman, Kjartan og Helga, og eignuðust eina dóttur, er Ragnheiður var lát- in heita. Tóku þau Uppsalahjón, Guðríður Þorgrímsdóttir og Jón Einarsson, Ragnheiði til fósturs. Kjartan lifði fyrst í þeirri von aö verða maður Iielgu. En þegar á átti að herða, treysti hún sér ekki til að afhenda Kjartani bú sitt og börn, enda bauðst henni þá annar yngri maður. Þessi vonbrigði féllu Kjart- ani þungt. En hann gladdist þó við það að eiga unga og fríða dóttur, sem þroskaöist vel ár frá ári. Eftir þetta jukust fei'öalög Kjart- ans um allan helming. Svo var hann trúr og skilvís, að allir treystu hon- um til þess að leysa hvert erindi vel af hendi. M. a. fengu vanheilir menn Kjartan til þess að fylgja sér á fund þeirra, er sýsluðu við lækn- ingar. En þeir voru til bæði fyrir norðan og vestan. Af þessum lækn- ingamönnum má m. a. nefna séra Þorstein Pálsson á Hálsi i Fnjóska- dal, Þorleif hinn fjarskyggna í Bjarnarhöfn og frú Elinborgu, konu séra Jónasar á Staðarhrauni. Allir fundu fljótt, að Kjartan var maður skýr og skemmtinn og var því alls staðar aufúsugestur. Þorleif í Bjarn arhöfn taldi Kjartan í hópi þeirra manna, er hann hafði mikla skemmtun af að heimsækja. Eftir því sem aldur færðist yfir Kjartan urðu ferðalög hans tíöari, og. vildu j afnvel sumir telj a hann í flokki förumanna. En það var ekki rétt, því að jafnan hafði hann er- indum að sinna fyrir einn og ann- an. Og þótt hann væri snauður maöur, kunni hann ekki að betla. Á elliárunum varð Kjartan nafn- kenndastur fyrir flutning á kúm fyrir þá, sem keyptu þær úr fjar- lægum sveitum eða fluttu sig bú- ferlum. Þegar séra Bjarni Sigvalda- son flutti frá Lundi í Lundarreykja- dal að Stað í Steingrímsíirði, tók Kjartan að sér að reka kýrnar vest- ur. Ekki var þess getiö, hve lengi Kj artan var á leiðinni. En þegar vestur í Steingrimsfjörð kom, skil- aði Kjartan af sér kúnum, hreinum og kembdum svo vel, að hvorki sást úfið hár né óhreinn blettur. En mest þótti þó um það vert og ótrú- legast, aö kýrnar voru í sömu nyt, þegar vestur kom, og þegar feröin hófst. í þessum ferðum valdi Kjart- an sér góöa gististaði, þar sem nægtir voru góðrar töðu, og lét kýrnar hvílast eftir þörfum. í slík- um erindum varð Kjartan víða kunnugur og hafði frá mörgu að segja. Meöal gistivina hans voru þeir Guðbrandur Sturlaugsson í Hvítadal (móðurfaöir Haralds Böðvarssonar á Akranesi) og Egg- ert Bjarnason á Kleifum. Voru þeir báðir nafnkenndir menn á sinni tíð. Eitt sinn voru þeir samnátta á Kleifum, Kjartan og Helgi Árnason, sem kallaður var hinn fróði. Ekki höfðu þeir kynnzt fyrr, en varð skrafdrjúgt þessa nótt. Aö morgni kvaddi Helgi Kjartan með þessar stöku: Kjartan mætur mildingur miðlar gæðum drengjum öllum svo sem kraki siklingur sáði gulli á Fýrisvöllum. Eins og þessi vísa ber með sér, hefir honum fundizt nokkuð til um Kjartan, þar sem ekki voru allir stórir í augum hans. Fleira var það en kýr og hestar, sem Kjartani var trúað fyrir að hafa til umsjár. Oft sást hann me$ rokk á baki eða aðra þá muni, seEíj ekki þótti vandalaust að koma ó- skemmdum manna á milli. Grímur Thomsen á Bessastöðum og Þorsteinn Árnason á Hofsstöð- um í Hálsasveit urðu góðir kunr\ ingjar. Stóð það i sambandi ví þingmennsku Gríms fyrir Borg firöinga. Grímur hafði frétt að Þor- steinn væri smiður góður og vildi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.