Alþýðublaðið - 25.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLABIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9 r/2 —10 V9 árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðian (í sama húsi, sömu símar). Þegar ég varð lafnaðapmaðsir. Það er ekki alt af af sömu á- stæðu, að mönnnum opnast útsýni yfir hið sama. Eins er um pað, að það eru ekki allir menn, sem verða af sömu ástæðu jafnaðarmenn. Þetta er líka vel skiljanlegt, pegar það er athugað, að ekki eru allir menn eins. Mætir pú til dæmis ekki á hverjum degi mönnum á götunni, sem pér finst likjast einmana steindröngum uppi á öræfum? Stórir hörkudrættir hafa myndast kringum munninn. Augu þeirra eru köld og líta með sjálfsvaldi á hvern, sem heir mæta. Hefir pér ekki fundist, eins og eitthvað kalt andi frá þessum mönnum, eitt- hvað óþjált, sem kæli þig upp? Hefir þú ekki mætt öðrum, sem horla rannsakandi á þig, eins og augu þeirra vilji lesa eitthvað út úr augnaráði þínu, — eins og þau vilji kanna sálarlíf þitt og biðja um leyndarmál þín, — augu, sem eru full af tilfinningu. Þetta eru tveir fJokkar manna. En það var í raun og veru ekki þetta, sem ég ætlaði að segja frá, — ekki heimspekilegar hugleið- ingar, heldur sagan um það, hvernig augu mín opnuðust fyrir því, að lítilmagni væri lítilmagni og valdhafi væri valdhaíi, sagan um það, þegar ég leit ofan í djúpið, sem er milli þessara tveggja stétta. — Litla þorpið okkar var þakið sólskini. Húsaþökin brunnu í sólarhitanum, og jur.tirnar í görð- unum uxu í grózkunrii. Það var strjálbygt, þorpið okk- ar. Ibúarnir voru um eitt þúsund. Yfirgnæfandi meiri hluti þeirra var bláfátækux. Það voru örfáir menn, sem áttu þorpið, og það kom oft fyrir, að í harðbakka sló miíli leiguliðanna og eigend- anna. Matjurtagarðarnir og sjór- inn voru einu lífsskilyrði þorps- búanna. Hvorugt stunduðu eig- endur þorpsins. Þeir höfðu hlut- deild í aflanum fyrir lendingar- staðinn og ferígu þriðja hluta af úppskerunni sem leígugjald fyrir garðana. Löðargjald fyrir hús- stæðið átti að gr&iðast í pen- ingum. Það gerðu þorpsbúar oft- «st, þegar þeir höfðu selt ver- tíðaraflann. Söluna höfðu kaup- menn þorpsins með höndum, en oft bar á megnri tortryggni út nf þeim viðskiftum. Kaupmenn- imir lánuðu í flestum tilfellum þorpsbúum á vertíðinni, og átti það svo að greiðast af verði afl- ans, og hirtu þeir alt af sitt, eins og gefur að skilja. Það vildi því oft fara svo fyrir þeim, sem fá- tækastir voru meðal þorpsbúa, að litið \mrð eftir, og gátu þeir þá ekki greitt lóðagjöldin, sem í flestum tilfellum voru 100—150 krónur á ári. En það voru miklir peningar i þann tíð. Alt af, þegar lóðargjaldið var ekki greitt á réttum gjalddaga, föru þorpseig- endur á stjá. Heimsóttu þeir þá kotin með pappírsblað upp á vas- ann, þar sem íbúunum var skipað út úr kotunum og teknir af þeim garðarnir frá þessum og þessum degi. Ýmsir hlýddu, en þó man ég eftir körlum og kerlingum, sem (höfðu í sér svo mikið af byltinga- sinnuðum anda að virða burg- eisalögin að vettugi og skella hurðinni á nef okraranna. Ég vaknaði stundum á morgnana við háreystina fyrir utan gluggann á kotinu mínu. Stóð þá yfir eitt- hvert útbyggingarþrasið, og til- svörin voru stundum nokkuð ó- hefluð, sem þeir gáfu, burgeis- arnir. Eg man það, að ég hataði þessa „yfir“-menn. Ég var kornungur, þegar ég fann, að þetta var ekki rétt, sem þeir voru að gera, en ég hugsaði aldrei lengra. Steinsnar frá kotinu, sem for- eldrar mínir bjuggu í, var stórt og fallegt, hvítmálað hús. Stórt tún var umhverfis húsið. Maður- inn, sem átti það, var einn af betri þorpurum bæjarins; — mér varð mismæli —; einn af betri borgurum Imrpsins, ætlaði ég að segja. Ég man það, að .þegar okk- ur börnunum, sem áttum heima í fátæklegu kotunum umhverfis hvíta húsið, dreymdi eitthvað fallegt, — þá var hvíta, fallega húsið í draumunum. Þáð var oft á sumrin, að við stóðum í hópi á götunni fyrir framan kotin okkar og horfðum löngunaraugum yfir á fallega, græna túnið. Okkur langaði til að klifra yfir stóran grjótgarð, sem einangraði það frá götunni, og til að leika okkur á túninu. En það máttum við ekki. Túnið var að eins fyrir börn hinna efnuðu. Það var einn sólbjartan sumar- dag Túnin voru hvanngræn o,g nýslegin og mjög lokkandi fyrir okkur, sem lékum okkur alt af á mölinni og sandinum niðri við sjóinn. Ég var á þrettánda árinu. Ég var inni í kotinu rnínu og lá úti í gluggakytrunni. Ég sá, að hópur barna stáð við grjöt- garðinn við íallega húsið, svo að ég fJýtti mér þangað. Á miðju túninu var breiddur stór og hvítur dúkur. Umhverfis hann sátu „betri“ borgarar og böm þeirra; — súklculaði, kaffi og góð- ar kökur, brjóstsykur o. ík var fram borið. Þetta var afmælisháÞ. tíð eins drengsins. Það var hlátur og gleði á túninu, en grjótgarð- urinn var landamærin. Við garðinn stóðu mörg börn; þau voru töturlega klædd, og ég sé það núna, eftir svo mörg ár, að fátæktin skein út úr andlitum þeirra. Sum þeirra reyndu að klifra upp á garðinn; önnur stóðu með fingurna uppi í litlu munn- unura, og enn önnur lágu á garðinum. 1 augum þeirra allra mátti lesa sömu bænina, um að mega fara yfir garðinn og vera með. En eins og sól guðs skín eigi á giugga fátækrahverfanna, eins máttu fátæklingarnir þessir ekki vera með. Börnin gerðust meira nærgöng- ul. Við og við leit fólkið af tún- inu.á hópinn. Einhver sagði eitt- hvað skemtilegt — og — hlegið. Að lokum voru börnin orðin of nærgöngul. Þau voru komin upp á grjótgarðinn og sátu þar flöt- - um beinum. Þetta var að saurga helgidóminn, fanst „betri“ borg- urunum. Börn þeirra hlupu til og fóru að ýta hinum börnunum niður af garðinum. Hrindingar byrjuðu. Flest flýðu af garðinum. Sum duttu. Ein lítil stúlka með hyrnu bundna yfir herðamar hafði verið komin upp á garðinn. Hún var ekki meira en sex ára. Hún var mjög veikbyggð og lítil og átti vont með að komast niður aftur. En henni var hjálpað til. Einn stærsti drengurinn af tún- inu hrinti henni nokkuð harka- lega. Steinn losnaði um leið og litla telpan féll og datt ofan á fót hennar. Hún lá þar og grét. Mér varð litið vestur götuna. Þá sá ég móður hennar koma fyrir húshom, bogna, með stóran eldi- viðarpoka á bakinu. Ég krepti litlu hnefana í (buxna- vösunum, hljóp heim í kotið mitt, kastaði mér upp í rúmið og lamdi það með hnefunum, um leið og ég grét með saman bitn- ar tennur. Agnar. Tltlar. II. Fröken. Valdsmenn og auðmenn hafa á öllum öldum leitast við að ó- I líkjast alþýðu manna í öllum greinum. Má sérstakiega nefna þar tii klæðaburð, húsakynni, tfiiataræði, nafnafar og titla. En allar þær tilraunir hafa orðið ó- nýtar til frambúðar vejgna stæl- ingar. Þegar einhver hirðin tók upp sérstakan klæðaburð, leið skamt til þess, að aöalsmenn tækju hann eftir, svo helztu auð- menn, embættismenn, kaupmenn, efnamenn og loks öll aiþýða manna. Þá var upphaflegi tilgang- urinn orðinn að enga, og hirðin varð að taka upp annan klæða- burð til þess að vera ekki eins til fara og fólk fíest. Það fór á sömu leið, og þannig hefir gengið koM hf kolii. Svona hefir farið um aðra siði, og svona hefir farið «m titlana. Eitt sinn var titillinn ,,herra“ að eins notaður um bisk- upana hér á landi. Nú er hann notaður um alla karlmenn. Einn af útlendu titlunum er „fröken". Á 16. og fram á 17. öld var þessi titill einungis notaður um kon- ungadætur í Þýzkalandi og á Norðurlöndum. Nú er hann horf- inn úr rnálinu á Þýzkalandi, frum- heimkynni sínu. En á Norður- löndum er hann notaður um allar ógefnar konur. ísland er það langt á eftir í eftirhermuskapnum, að nú er verið að rótfesta hann sem hefðartitil. En á sama hátt og annars staðar er hann um leið að verða almennur titill. Orðið „fröken“ er komið úr lág- þýzku (eða mið-lágþýzku, sem töJuð var á 13.—16. öld) og var ritað þar vrouken eða vröuken. En það orð er sett saman úr vrou- we, sem þýðir frú, og -ken, sem er smækkunarending í lágþýzku, og þýðir vrauken því ekki annað en. lítil frú, smáfrú = ungfrú. Önn- ur smækkunarending í Iágþýzku var -lin, notað við vrauwe = vrau- (we)lin, sem úr varð nútíðarorðið fraulein í þýzku = ungfrú. Vrou- ken var svo í Norðurlandam^I- um ritað eftir framburði fröken. Fröken er því ekkert annað en íslenzka orðið ungfrú, og virð- ist harla afkáralegt að taka þýzku orðmyndina fram yfir þá ísienzku hér á landi. Það væri sama og engu verra að leggja niður orðið kettlingur og taka upp þess í istað þýzka orðið Katzchen. Auðvitað koma málfræðilegar ástæður ekki til greina í þessu falli, heldur er hér um .að ræða blinda og hieimskulega eftirhermu eftir útlendum sið. Menn eru að reyna að koma hér upp hefðartitli fyrir ógiftar konur. En þetta er ekki annað en viðbjóðslegasta heimska, hvernig sem á er litið. Skulu hér að eins nefndar tvær sannanir af mörgum. Hefðartitlar eiga því að eins rétt á sér að ,,hefðin“ sé afmarkað hugtak, sem menn alment villast ekki á. En því er ekki til að dTeifa. Hefðin sú er ekki annað en álitamál, sem hver einstak- /ingur skapar sér eftir eigin geð- þótta. Væri þessi titill hugsaður sem stéttartitill, þá væri þó hóti auðveldara að ákveða, hvar hann. ætti við og hvar ekki. Prestarnir hér á landi hafa stéttartitil svo ákveðinn, að það veldur skopi, ef óprestvígður maður er nefndur „séra“ eða „síra“. En hefðartitlarnir verða ekki markaðir svona. Ég var ái leið heim að húsi auð- ugs embættismanns. — „Ef við hittum fyrir heimasætuna, á ég pá að nefna hana fröken?" spurði ég ungan kaffihúsariddara, sem með mér var. ^Auðvitað," svar- aði maðurinn. „En ef ég skyddi rrú hitta fyrjr vinnukonuna, er þá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.