Tíminn - 14.04.1953, Side 4

Tíminn - 14.04.1953, Side 4
«. TÍMINN, þrigjudaginn 14, april 1953. 83. blað. Hannes Jónssson, félagsfræhingur: Áætlunarbúskapur I. Frumstig áætlunarbúskapar Undanfarið hefir nokkuð borið á tilhneigingu manna til þess að flokka áætlunar- búskap með sósíalisma og sumir ganga svo langt að telja áætlunarbúskap eitt af sérkennum sósíalismans og eitt höfuðatriðið, sem grein- ir hann frá öörum þjóöfé- lagsstefnum. Þessi meðferð á hugtakinu áætlunarbúskapur er vægast sagt mjög villandi og næsta furðulegt að einstaka fræði- maður skuli halda slíku fram. Hugtakið áætlunarbúskap- ur í víðari merkingu þýðir ekkert annað en það, að sett eru ákveðin efnahagsleg tak- mörk, sem markvisst er unn- ið að náist eftir fyrirfram ákveðnum leiðum. Af þessu leiðir, að áætlun- arbúskap má framkvæma í mörgum stigum og þýðir. ekki fylgi við eitt stig hans, ekki nauðsynlega fylgi við, annað. — Eða eins og hinn frægi brezki sósíalisti og hag- fræðingur, Barbara Wootton, orðaði það í bók sinni „Free- dom under Planning“ (bls. 9): „Stigmunur er á fram-, kvæmd áætlunarbúskapar. —' Hann er hvergi algerlega úti- lokaður, og hvergi nær hann yfir 100% efnahagslífsins.“ Fimm stig áætlunarbúskapar. Til glöggvunar má greina a. m. k. fimm stig áætlunar- búskapar. Fyrst er það, sem kalla mætti „áætlunarbú- skap“ eða áætlunarrekstur einstaklinga og heimila. Næst „áætlunarbúskapur“ eða á- ætlunarrekstur fyrirtækja. í þriðja lagi takmarkaður op- inber áætlunarbúskapur. í fjórða lagi takmarkaður á- ætlunarbúskapur einstakra greina. Og í fimmta lagi það, sem kalla mætti algjöran á- ætlunarbúskap. Um fjögur fyrst töldu stig áætlunarbúskapar er það að segja, að þau eru framkvæmd að meira eða minna leyti í velflestum lýðræðislöndum vestrænnar menningar hvaða flokkar, sem fai’a þar með völd. En fimmta stigið hefir verið framkvæmt í Sovét- Rússlandi og leppríkjum þess svo og í Þýzkalandi nazism- ans bæði á friðar- og stríðs- tímum, og að verulegu leyti bæði 5 Bretlandi og Banda- ríkjunum á stríðstímum. i _ «i iifik „Áætlunarbúskapur" einstaklinga. Segja má, að hvert einasta heimili geti í vissum skiln- ingi framkvæmt vissa tegund áætlunarbúskapar. Þegar húsbóndinn kemur heim með viku- eða mánaðarlaunin og- skiptir þeim á milli fastra útgjalda, svo sem húsaleigu, ljóss og hita, til greiðslu á sköttum og tryggingum, eld- húspeningar til húsmóður- innar, til skemmtana og spari fjársöfnunar, o. s. frv., er hann í raun og veru að fram kvæma sinn eigin áætlunar- búskap. Á sama hátt má segja að húsmóðirin geti framkvæmt eins konar heimilisáætlunar- búskap, þegar hún sér um rekstur heimilisins. Kaup- geta hennar takmarkast ann ars vegar af eldhúspeningum hennar, en hins vegar af verði varanna, sem á boð- j stólum eru. Hún sér því svo ( um, að kaupa fyrst og fremst það, sem nauðsynlegast er, en því, sem eftir er, eyðir! hún í annað ónauðsynlegra.'! eftir því sem verðiö og óskir' hennar og fjölskyldunnar; gera ráð fyrir. Vanti dóttur- j ina lcápu eða drenginn skóla-! föt, þarf * hún e. t\v. um i nckkra hríð að draga við sig j útgjöld við matarkaupin,1 fresta að endurnýja eigin föt, \ láta viðgerð á straujárnij bíða eða eitthvað þess hátt- ar. í upphafi hafði hún feng- J ið ákveðna peningaupphæð i til eyðslu í ákveðnum til- gangi. Útgjöld sín þarf hún að miða við það, að endarnir nái saman. „Áætlunarbúskapur“ af þessari tegund kemur hvar- vetna fyrir og ekki sízt í frjálsu hagkerfi. Þetta kem- ur til af því, að þar sem hið opinbera rekur ekki áætlun- arbúskap reka allir neina fangar, betlarar og sjúkling- ar á vissan hátt sinn eiginn „áætlunarbúskap", sem mið- ast við það, að ekki sé eytt meira en aflað er. Hver og einn ákveður þá sjálfur, hvernig hann hagar eyðslu sinni, sparnaði og fjárfest- ingu. Hve mikið á að leggja upp til þess að geta gripið til í veikindum, atvinnuleysi eða elli? Hve mikið á að setja til hliðar svo að hægt sé aö stofna heimili, mæta aukn- um kostnaði vegna barneigna o. s. frv. — Margir þurfa líka að gera áætlun um fram- leiðsluna. Þeir ákveða hvað á að rækta, framleiða eða fiska og framkvæma síðan ákvörð- un sína með tilliti til sölu- möguleika og afkomu. í algjörum áætlunarbúskap gætir „áætlunarbúskapar" einstaklinga ekki eins mikils og i frjálsu hagkerfi, þar sem hin alvitru „áætlunarráð" taka þá að nokkru leyti ó- makið af( einstaklingunum með skömmtun, skyldusparn- aði, fjárfestingartakmörkun- um og yfirleitt með sinni föð urlegu forsjá í efnahagsmál- unum. Sextug: - Guðrún SigurðardóttSr Aætlxinarbúskapur fyrirtækja. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að öll vel rek- in fýfirtæki gera í ársbyrjun rekstraráætlun, sem síðan er reynt að framkvæma á nýja árinu. Fyrirtæki eins og t. d. General Motors, Ford, U S. Steel, Lever Brothers, svo nokkur stórfyrirtíæki séu nefnd, gera í byrjun hvers árs mjög ítarlegar reksturs- áætlanir, sem mjög strang- lega er gengið eftir að fram- kvæmdar séu. Hve mikið á að selja af þessari vöru eða hinni á árinu? Hve mikið efni, hve mikinn vinnukraft, hve mikla auglýsingastarf- semi þarf til þess? Hve mikla fjárfestingu þarf til að ná settu marki um aukna sölu, lækkaðan framleiðslukostn- að eða aukinn arð? Þetta eru liðir, sem forstjórar stærri fyrirtækja glíma við í byrj- un hvers árs, ásamt aðstoðar mönnum sínum, þegar þeir semja rekstursáætlunina. Jafnvel smáfyrirtæki, eins og litlar prentsmiðjur eða blöð og tímarit hér á íslandi gera slíkar rekstursáætlanir. Hve mikinn pappír þarf að kaupa, hverju má eyða í myndamót- eða aðkeypt efni? Hvað má hafa upp úr lausa- sölu, föstum áskrifendum, auglýsingum? Hvað þarf að gera til þess að endarnir nái saman? „Áætlunarbúskapur" af þessu tagi er framkvæmdur að meira eða minna leyti í öllum löndum heims. En hann á það sameiginlegt með „áætlunarbúskap“ einstakl- inga að hann nýtur sín ekki hvað sízt í frjálsu hagkerfi. — Enda er það svo, þegar sósíalistar ræða um áætlun- arbúskap, þá eiga þeir yfir- leitt ekki við þau tvö frum- stig hans, sem hér hafa ver- ið gerð að umtalsefni, heldur fyrst og fremst þau þrjú stig hans, sem rædd verða i tveim ur næstu greinum, og snerta meira heildarrekstur rikisins eða einstakra atvinnugreina. Sextug er í dag frú Guð- 1 rún Sigurðardóttir, Máva- hlíð 41. — Hún er fædd að Skarfhóli í Miðfirði 14. apríl 1893, dóttir hjónanna, er þá bjuggu þar, Kristínar Þor- steinsdóttur og Sigurðar Hall dórssonar hagyrðings, síðar: á Efri-Þverá í Vesturhópi. Stóðu aö þeim hjónum sterk- ar bændaættir, sem margt merkra manna er af komið, þótt ekki verði það rakið hér. Guðrún ólst upp hjá for- eldrum sínum til þess að hún giftist Karli Friðrikssyni brú arsmið frá Bakkakoti i Víði- dal. Bjuggu þau lengst á Hvammstanga, en síðan í Reykjavík en slitu þar sam- vistum. Sjö þörn eignuðust þau hjón, sem öll lifa, og eru merkir borgarar: Eva, frú á Brekku í Þingi, gift Þóri Magnússyni, Sigurður bíla-' smiður, giftur Sveinbjörgu Davíðsdóttur, Ingunn, gift Paul Bernburg hlióðfæraleik ara, Kristín, gift Axel Magn- ússyni forstjóra, Friðrik tré- smíðameistari, giftur Guð- rúnu Pétursdóttur, Baldur,1 verkam., giftur Vigfúsínu Danjíleusardóttur, Ólafur, prentari, giftur Rósu Guð- jónsdóttur. Öll í Reykjavík. hefir oft verið minnst sem þeirrar, er stærstum arfi hafi skilað til niðjanna. Frú Guð- rún er ein úr þeirri hljóðlátu fylkingu, sem með iðjusemi og fórnfýsi tryggði sigur fram þróunarinnar. — Móðirin, sem elur upp stóran barna- hóp í guðstrú og drengskap, leggur stærsta gullið í sjóð framtíðarinnar. Guðrún er einlæg trúkona, fróð og ljóðhneigð, sem hún á kyn til, prúð í framgöngu, glaðvær og félagslynd. sér vel spaugilegu hliðar lífsins, en leggur öllu gott til. Segir Aldamótakynslóðarinnar skemmtilega frá, enda minn- ug. Hún er vinsæl 6g vinföst, minnast margir skemmti- legra stunda í návist hennar. Þótt hún hafi ætið háft sitt eigið heimíli,'' skipár hún samt heiðurssætið á sjö heim ilum barna sinna:, enda bíða hennar þar 'alltáf 12' bafha- börn með ' eftirvæntihg'ú." — Mun ekki grunlatist áð þau liti á hana seiíl yfirKéhriára, er alltaf sé von' á'hýíúíh fýóð- leik frá, sögðum \ þánjijhátt, er þeim hentar bézti: '''' Frú Guðrú'n .Hygí.uý/.Vnú á heimili dóttur , sinnar,..,frú Kristínar óg ‘ 'téngdasphar Axels Magnússpnar.,J‘,j— Að sjálfsögðu má húast. ,við að mannmargt veýði á’ heimili þeirra mæðg.ha...á. .þpssum merkisdegi, því. ættingjar, vinir og kúnningjar munu ó- efað vilja réttp. fienhi Jj'lýja hönd, með þökk...iyriy, liðin kynni. . Hinir verða þó sjálfsagt fleiri, er aðstöðu vegna, eiga þess ekki kost, en Véíðá að láta sér nægja áðú;sehda henni hugskeyti úr fjarlægð, með beztu óskum ■ uiír'bjarta framtíð. — Lifðu He'ilPSS'-a: ......Kuntiingi. Góð bújörð til sölu' Jörðin Skipanes í Leirár- og Melasveit fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum að telja. Öll hús stein- steypt. Stórt tún, allt véltækt. Mikið land þurrkað og tilbúið til ræktunar. Mikil og góð skilyrði til Laxveiði. Sími á staðnum um Akranes. — Semja ber við ábú- anda og eiganda, sem gefur allar nánari upplýsingar. Stefán Gunnarsson. Fasteignaeigendafélag Reykjavíkur: Aðalfundur Fasteignaeigendafélags Reykjavíkur verður haldinn i Verzlunarmannaheimilinu í kvöld klukkan 8,30. DAGSKRA: Venjuleg aöalfundarstörf. Önnur mál. STJÓRNIN. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og ‘hjálp 'við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, , .,,, ÓLAFAR HALLDÓRSDÓTTUR, Vjh,, Butru, Fljótshlíð. Börn, tengdabörn og barnabörtp : Fundur verður haldinn í húsi félagsins þriðjudag- inn 14. þ. m. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: 1. Lagabreytingar, síðari umræða. 2. Bifreiðastjóraráðstefnan. 3. Önnur mál. Félagsmenn sýni skírteini við innganginn. Stjórnin. o o o AUGLYSING UM SÖLUSKATT Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavik skal vak- in á því, að frestur til að skila framtali til skattstof- unnar um söluskatt fyrir 1. ársfjórðung 1953 renn- ur út 15. þ. m. Fyrir sama tíma ber gjaldendum að skila skattin- um fyrir ársfjóröinginn til tollstjóraskrifstofunnar og afhenda henni afrit af framtali. Reykjavik, 11. april 1953, Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn í Reykjavík

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.