Alþýðublaðið - 25.07.1927, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.07.1927, Síða 3
ALÞÝÖUBLAÐÍÐ 3 Sparar tfma og erflði ekki alveg eins réttmætt að kalla faana fröken?" , Ju-u-ú,“ svaraði maðurinn og dró seiminn. Og pað er einmitt svo, að marg- ir menn, sem álíta, að æðsta kurt- eisi sé föigin í tilgerðarlegu orða- vali og látbragða', eru farnir að nefna allar ógiftar konur „frök- en“. Aðrir, sem að eins viija sýna hefðarmun með þessum titli, nota hann einungis um konu, ef hún gengur prúðbúin hversdagslega eða á aðstandendur í góðum áln- um eða er kunn að pví að vera sjáif efnuð eða býr í góðum húsa- kynnum með dýrum húsgögnum eða — ef ekkert af pessum ein- kennum liggur fyrir — ef hún lít- ur ekki svo út, sem hún stundi algenga erfiðisvinnu. — Þetta hefðarhugtak byggist í pessu falli (sem svo mörgum öðrum) á dýrk- un peninganna og fyrirlitningu fyrir ærlegri vinnu. Sem hefðartitill á pví „fröken" gngan rétt á sér. Sem almennur titill er orðið óparft. Um hina sönnunina get ég ver- ið fáorður. Ég get ekki séð, að „ungfrú“ sé meira hefðarorð mælt á pýzku: „fröken“, heldur en pó pað sé mælt á íslenzku. Og ég sé ekki heldur, að orðið sé meiri hefðartitiil, mælt á mið- aldapýzku, heldur en ef það er mælt á nútíðarpýzku „fraulein". Og ef svo er, aö pýzka hafi slíka yfirburði yflr íslenzku, að held- ur beri að nota pýzk orð en ís- 'lenzk sömu merkingar, pegar menn vilja vera kurteisir, pá koma sjálfsagt fleiri orð til greina en þetta. Annars grunar mig, að það sé ekki af virðingu fyrir pýzkri tungu, að menn nota þetta orð. Allur porri manna, sem pað notar, veit vissulega ekki, að orðið er þýzkt, en heldur, að það sé danskt. Og pá fer virðingin fyrir því að verða skiljanlegri. Dönsku- dýrkunin á hér enn djúpar ræt- ur, og þeir rnenn eru víst fleiri með þessari pjóð en alment er álitið, sem „eru kúgaðir komnir í heim og kaghýddir fangt fram i ætt.“ Orðið „fröken" hefir breiðst út um akur íslenzkunnar á síðari ár- um með miklum hraða, eins og títt er um illgresi. En hvaða menn eru hú pað, sem aðsælnastir eru að sá því og við- halda? Því er fljótsvarað. Það eru verzlunarmenn og skólamenn. Þetta er nú ekki tiltökumál um verzlunarmenn. En skóiamennirnir œttu að vera mentamenn, og þeim er mest . láandi, ef þeir spilla tungu og göðum síðum. Mér verður að spyrja: Er þetta kent í skólunum? Eða eru skól- arnir afskiftalausir um þessi efni? Eða eru skólarnir ómáttugir pess, að hafa áhrif á málfar nemenda sinna? En hvernig sem því nú væri réttast svarað, pá ættu allir sann- ir mentamenn að vinna að útrým- ing pessa afkáralega orðs úr málinu. p. Utfii dagÍHn og vetpmas, Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Vonarstræti 12, simi 1561 (í stað Árna Péturssonar). Iþróttamennirnir átta, sem fóru héðan á alþjóðaí- próttamót K. F. U. M. í Dan- mörku, komu aftur í gærkveldi með „Alexandrínu drottningu" og láta hið bezta yfir förinni. Tryggvi Þórhallsson er nú á góðum batavegi. Hafnarfjarðarhiaupið. Keppendur voru 7. Fyrstur varð Magnús Guðbjömsson Jjí „K. R.“) á 48 mín. 15V2 sek., annar Stefán Runólfsson (í ,,Ármanni“) á 48 mín. 52,6 sek. og Sigurbjöm Björnsson (í ,,Árm.“) á 49 mín. 431/2 sek. Sá keppandinn, er síð- astur varð, var 55 mín. Stinnings- kaldi var á móti, en veðrið gott og þægilegt að öðru leyti. Met- ið, sem Magnús Guðbjömsson setti áður í sams konar hlaupi, er 45 mín. 34 sek. Atkvæðin í Snður-Þ ingeyja.rsýshi hafa enn ékki verið telin. Veðrið. Hiti 15—9 stig. Norðlæg og eustlæg átt, viðast hæg. Regn á Isafirði. Þurt annars staðar. Grunn loftvægislægð fyrir suðaustan land. Útlit: Norðanátt hér um slóðir. Þurt veður, nema þokusúld með ströndum fram á Vestur- og Norður-landi. „Frá Vestfjörðum til Vestribyggð- ar“. Miðheftið af bók Ólafs Frið- rikssonar um ferð Friðþjófs Nac sens yfir Grænlandsjökla er kom- ið út með mörgum skýrum myndum. Á Borgfirðingamótinu i gær skemtu menn sér hið bezta í veðurblíðunni við fegurð náttúrunnar og listir þeirra, er þær sýndu. „Suðurlandið“ kom hingað aftur með þá, er héðan voru á mótinu, klukkan að ganga þrjú í nótt. Skipafréttir. „Botnia“ kom hingað í gærdag og „Goðafoss" og „Alexandrína rdrottning" í gærkveldi. „GulIfoss“ fer kl. 6 e. m. á miðvikudaginn vestur og norður um land í skemtiferðina. Fjöldi fólks för í burtu úr bænum i gærdag. Mátti lika sjá pað á því, hversu göturnar voru övanalega mannfá- iar í gær. í gærkveldi voru bif- reiðarnar að koma víðs vogar að, úr Þrastarskógi, austan frá Ölfus- á, frá Þingvöllum og víðar að. fullar af syngjandi æskulýð. Ásgrímur málari er nú kominn austur á Homa- fjörð, sem er einn af þeim stöð- um, sem málurum þykir fegurst- ur hér á landi. Dvelur hann þar út ágústmánuð. —' Væntanlega 'langar marga til að eignast máj- verk eftir Ásgrím eða kaupa þau- til tækifærisgjafa. Þeir geta átt kost á að skoða þau, þótt hann sé ekki heima, með því að hringja upp í húsinu, þar sem hann býr, á Óðinsgötu 17 B, sími 1674 (á nafni Bjargar Guðnadótt- ur). Bifreið ók á aðra biíreið í gærkveldi á 11. stundinni. Sú, sem á var ekið, stóð kyrr rétt ,hjá Uppsölum. Ónýttist aursláin á henni, og er hún talin um 100 kr. virði. Auk þess var bifreið sú, er rendi á hina, öfugu megin á götunni. Hjónaefni. Trúlofun sína hafa opinberað í Halle á Þýzkalandi ungfrú ( Sa- lóme Þorleifsdóttir (póstmeistara Jónssonar) og dr. Erick Nagel. skólakennari. Eru hjónaefnin væntanleg hingað heim með „Is- landi" næst. Svidið verður í hegningarhúsinu eins og undanfarin ár. Tilbúnarhrífur fást á sama stað. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin sam- an í hjónaband af séra Friðriki Hallgrímssyni Sigríður Jónsdóttir, Njálsgötu 54, og Ólafur Þórarins- son, sama stað. Eru þau áhuga- söm mjög um framgang jafnaðar- stefnunnar, og óskar Alþýðublað- ið þeim til hamingju i hjónaband- inu. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund kr. 22,15 100 kr. danskar . . . . — 122,04 100 kr. sænskar . . . . — 122 28 100 kr. norskar . . . . — 117,95 Dollar — 4,57 100 frankar Sranskir. . — 18,06 100 gyllini hollenzk . . — 183,18 100 gullmörk pýzk. . . — 108,61 Vitar. I ráði er, að breytingar verði gerðar í haust á Æðarsteins-, Hvanneyjar- og Gerðatanga-vitum. Eiga tveir hinir fyrr nefndu eftir það að sýna hvíta, rauða og græna blossa á 5 sekúndna bili, og vari blossinn í «/s sekúndu þar af í senn. Gerðatangavitinn á að sýna hvíta og rauða blossa í hálfa sekúndu í senn með tveggja og sjö sekúndna millibili á víxl. Ljósmagn Æðarsteins- og Hvann- eyjar-vitanna verður 10, sjómílur fyrir hvítt ljós, 71/2 sjómíla fyxir rautt og 7 sjómílur fyrir grænt Ijós. Ljósmagn Gerðatangavitans verður hið sama og hinna fyrir hvitt ljós og rautt. Vestur-ísSenzkar fréttir. FB, 23. júlí. íslenzk kona bíður bana. Sex aðrir meiðast. „Laugardaginn í fyrri viku fór ofsaveður yfir nokkurn hluta Sas- katchewan-fylkis og feykti um i- veruhúsi Friðriks bónda Guð- mundssonar í grend við Mozart, og kviknaði í því um leið. Hús- móðirin, Mrs. Guðmundsson, lét þegar líf sitt, en alt hitt heimilis- fólkið meiddist meira og minna, sumt hættulega, nema Friðrik Guðmundsson sjálfur, sem er ómeiddur. Þeir, sem meiddust, voru þrjú böm þeirra hjóna og vinnumaður, S. Kristjánsson að nafni. Von var um, að alt fólkið lifði af og næði sér aftur. Ingi Guðmundsson meiddist mikið á fæti, en tókst þó að bjarga hinu fólkinu úr rústunum. Slysið vildi til kl. 1, er fólkið sat að mið- degisverði, og er haldið, að það hafi ekki orðið vart við óveðrið fyrr en það skall á og tók þakið af húsinu og braut það alt niðux. Nágrannafólk kom að

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.