Alþýðublaðið - 25.07.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1927, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ g ' Nýkomlð cn wa I i BB i •Mikið úrval aí sumar- og morgunkjóla-efnum, sængur- vera- og rekkjuvoða-efnum, telpukjólar og svuntur o. m. fl. Vörurnar hvergi betri, verðið hvergi lægra. laíthildur BJomsdóttir, Laugavegi 23. BB I ilEi I Sl il E2^g!S3 S S skömmu eftir að slysið vildi tii og fékk þegar hjálp frá bænum Elfros." („Lögb.“, 23. júní.) f „Heimskringiu" er skýrt nán- ara frá slysinu. Er hvirfilbylur- inn skall á í Saskatchewan, voru átta manneskjur í húsinu. Mrs. Guðmundsson lézt eftir klukku- stund. Það varð manni hennar tll lífs, að hann lá í rúmi sínu og hvolfdi pví yfir sig. Aðalbjörg, dóttir þeirra hjóna, hafði meiðst mest, Djúpt sár var vinstra megin á hvirflt. Hálsinn fyrir neðan og aftan vinstra eyra marinn og húð- flettur, djúpt stungusár á hægri kálfa og auk þess smá-brunasár, rispur og holdmar hér og þar um líkamann. Hún var jzó talin að mestu úr hættu, er síðast fréttist. Gullbrúðkaup áttu þau nýlega Eiríkur Björns- son og Aðalbjörg iónsdóttir frá Lýtingsstöðum í Vopnafirði. Af því tilefni var þeim haldið sam- sæti í Winnipeg, og tóku þátt í því yfir 100 manns. Dr. Þorbergur Thorwaldson,. prófessor í efnafræði við háskól ann í Saskatoon, sat nýlega á þingi efnafræðinga í Montreal og flutti þar fyrirlestra um efna- fræðilegar rannsóknir sínar, en við þær hefir hann fengist um mörg ár. Fylkiskosningarnar i Manitoba. Samkvæmt „Heimskringlu“ frá 29. júní er talið víst, að úrslit kosninganna verði þau, að Brack- en-stjórnin sitji áfram við völd. Þegar þetta eintak ,,Heimskringlu“ fór í prentun, stððu flokkarnir þannig: Bracken-flokkurinn 28 sæti „Conservatívir" 11 — „Liberalar" 4 — Verkamenn og óháðir 3 — Blaðið telur víst, að a. m. k. tveir íslendingar hafi verið kosiul', ’þeir Ingi Ingjaldsson í’Gimli-kjördæmi og Skúli Sigfússon í St. George kjördæmi. Sextiu ára afmæli Cai ada. „Lögberg“, er út kom 30. júní, og „Heimskringla“, er út kom 29. júní, eru helguð afmælisbátíðinni. Er hennar ítarlega minst i báðum þlöðunum og fjöldi mynda í þeim. „Lögbergs“-eintakið er í skraut- legri, litprentaðri kápu. Afmæ'lishátíðin hófst í Winni- peg föstudaginn 1. júlí kl. 9. með stuttri guðsþjónustu og boðskap frá konungi við þinghús fylkisins í borginni. AÖ því loknu var söngur, þá skrúðganga. Kl. 2 e. h. áttu hátíðahöld að hefjast í Assi- niboine-skemtigarði í Winnipeg, og var hverjum þjóðflokki mark- aður reitur fyrir sig undir íána þjóðarfnnar. Á íslenzka svæðinu áttu þeir að halda ræður dr. B.- B. Jónsson og séra Ragnar E. Kvaran, en „The Icelandic Choral Sodety“ að syngja. Þá alls konar íþróttir. Loks áttu að fara fram á opnu okar, þrælsterkir, nýkomnir, kosta að eins 4,65. Athugið þá áður en þér festið kaup annars- staðar. Bið|id uxn Smára* smjörlíkið, pví að pað er efnisbetra en alt annað smjörlíki. Mjólk fæst allan daginn í Al- þýðubrauðgerðinni. svæði, í nokkurs konar almenn- ingi, samfylking allra þjóðflokk- anna. Gert var ráð fyrir því, að hver fiokkur gengi inn á almenn- inginn í þjóðbúningi ættþjóðar sinnar og undir hennar fána, en svo áttu all/r flokkarnir að skipa sér undir merki Canada. injög fallegt úrval, nýkomið. Bankastræti 14. Sokkai* — Soklsas* — Sokkar frá prjónastofunni Malin eru ís- lenzkir, endingarbeztir, hlýjastir. Veggmi/ndir, failegar og ódýr- ar, Freyjugðtu II. Innrömmun á sama stað. I 'err/ið nfíS Vikar/ ÞnT) vordiir notadrí/gst Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræt! 18, prentar smekklegast og ódýr- ast kransaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Oddur Sigurgeirsson rithöfund- ur kom með „Goðafossi“ í gær úr ferð sinni norður um land, og biður þessa arna getið: „Ég fór til að seija bók mína, „Rauð- kembing". Gekk það sæmilega, en ágóðinn fór allur í ferðákostnað- inn. Þeir tóku illa á móti mér í- haldsmenn þar nyrðra, voru hræddir við mig og siguðu á mig krökkum sínum, sem eru illa upp aldir, þó verst á Isafirði. f Hnífsdal kom ég, og tók fólkið vel á móti mér þar, enda var Bjálfdan þá í tugthúsinu. Blaðið mitt, „Oddur“, kemur nú z næstu íríánuð, grimmur og skemtilegur með ferðasögu og kosningaleið- ara.“ Oddur Sigurgeirsson, Sel- búðum no. 1. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórsson. Alþýðuprentsmiðjan. Siegerkranz: Æfintýri herskipaforingjans. lét sér hvergi bregða, þótt hinn virðulegi ábóti léti seðlaknippi í lófa hans. Delarnzes hélt áfranz leiðar sinnar til stöövarinnar og sá að minsta kosti tíu njósnara, sem at- huguðu gaumgæfilega ferðafólkið. Hann hló með sjálfum sér. Er hann var að ná sér í farseðil, vék fóikið hvarvetna úr vegi fyrir hinum virðulega munki, sem hafði nú kast- að grímunni og bar horngleraugu og var með þykka bænabók i hendi sér. Hann keypti farmiða á 2. farrými og fór síðan upp í lestina. Þegar þangað var komið, tók hann sér stöðu við gluggann og sá, hvar Adéle fór upp í næsta klefa. Skömmu seinna var lagt af stað og eftir hálftíma nam lestin staðar í Cannes. Dubourchand og Paterson leituðu árang- urslaust að Adéle á gilmudanzleiknum. Paterson var hamsiaus af reiði og afbrýði, en samt tókst Dubourchand að sefa hann. Hann var sem sé orðinn vanur slíkum dutl- ungum Adéle. Þeir settust aftur og Dubourchand bað um vín. Delarmes komst aftur á dagskrá. „Hann er sá aumasti þrjótur, sem ég nokkru sinni hefi hitt,“ sagði Paterson. „Já, mannfjandinn!“ sagði Dubourchand. „Ég var lengi á íþróttaskóla hans; — hann nefði getað gert út af við migj við vorum oft tveir einir. Þér verðið nú að gera lög- reglunni aðvart um, hver olli þessu öllu, og megið engan tíma missa, ef þér viljið ná i ])orparann 1“ „Lögreglan!" Paterson ypti öxlum og strauk öskuna burt af vindlinum. „Lögregl- , an er sannarlega ekki betri hér en í New York, og Delarmes er áreiðanlega stunginn af! Nei; nú ætla ég sjálfur að vera lög- regluþjónn og ná í þrjótinn, — þótt það kosti mig helming alls, sem ég á. Ég ætla að síma til Parísar og fá frí í nokkra daga. — En hvar í þremlinum er Adéle?“ „Hún kemur bráðum,“ sagði Dubourchand. „Skál!“ Tvö glös voru tæmd í botn. Dubourchand þerraði af sér svitann. „En hvað er heitt,“ sagði hann. „Já, þér ætlið að reyna að ná í þrjótinn. Til ham- ingju, Paterson! Ef ég á nokkurn hátt ,get orðið til hjálpar, þá gerið mér að eins boð. Eftir nokkra daga fer ég til Bordeaux; — konan mín þráir mig afskaplega.“ Hann h!ó um leið og hann sagði þetta. „Lofið þér mér að skrifa, hvernig gengur; — hér er nafn- spjaldið mitt; — ég skal leggja yður fé. — Ha, ha, ha! Þetta verður æfintýraiegt, en h^nn er reginbófi, svo að þetta verður erfitt." Paterson brosti. Nú kom rnaður í borgarabúningi til þeirra. ».Er þetta Paterson sjóliðsforingi?" sþurði áann og hneppti frá sér frakkanum. Þá kom í ljós lögreglHspjald. ,,Já,“ svaraði Paterson undrandi. Njósnarinn laut niður að Jzeirn og sagði: „Nú höfum við hendur í hári þjófsins." „Hver rækallinn!“ hrópuðu Dubourchand og Paterson einum munni og spruttu á fætur. „Hafið þið gjripið hann? Það er auðvitað Delarmes ?“ „Hvér? — Nei; það er náungi, sem heitir Samúel; hann er undirforingi á herskipi yðar.“ „Samúel! — Samúel!! — Eruð þér með öflu viti, maður? Hann er sá ráðvandastt maðzzr á guðs grænni jörð,“ sagði Paterson reiður. Njósnarinn strauk skeggið. „Hm, hm. Eruð þér viss um það, lautinant?“ „Já; víst er ég viss. En hvað hafið jzið gerj af honum?“ „Sett hann inn auðvitað."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.