Tíminn - 29.08.1953, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.08.1953, Blaðsíða 5
194. blað. TÍMINN, laugardaginn 29. ágúst 1953. Laugard. 29. ágúst. Er flotholt komm- únista sokkið Það er ákaflega kátbros- legt, þegar blað kommúnista mannar sig upp og fer að skrifa um upplausn annarra flokka. Ósjálfrátt dettur mönnum í hug snara í hengds manns húsi, því að úrslit kosninganna síðustu voru óumdeilanlega þau, að væri hægt aö tala um npp- lausn eða fylgishrun nokkurs flokks í landinu við þær kosn ingar, þá er það kommúnista flokkurinn, sem tapaði um tvö þúsund atkvæðum og hlutfallslega langmest allra flokka. í herbúðum kommúnista var líka litið á úrslitin sem fylgishrun, og viðbrögð flokksins eftir kosningar voru í samræmi við það. Brynjólfur æðstiprestur kall- aði liðið saman á fund og ræddi kosningaúrslitin. Boð- skapur hans var sá, að mikil hætta væri á ferðum. Komm únistar hefðu beðið mikið af- hroð,' og héldi svo fram mundu þeir innan skamms þurrkaðir út úr íslenzkum stjórnmálum. Hann fullyrti, að flókkurinn þyldi ekki kosn i’ngar fyrst um sinn aftur. nú þyrfti hann að fá frið til að skipuleggja starfsemi sína innan frá, treysta flokksag- ann og finna ný ráð til að rétta bátinn við aftur, ef hon um ætti ekki alveg að hvolfa. Nú heimtaði hann lífróður af flokksmönnum sínum, meiri áróður, skefjalausari blekk- ingar, ný falsboð. Það var augljóst, að dómi Brynjólfs Bjarnasonar, að úr slit kosninganna að því er snerti kommúnista var ekki hægt að kalla það, sem komm únistablaðið viðhefur um Framsóknarflokkinn, að úr- slitin væru hættumerki. Þau voru kommúnistum opnar dyr gínandi tortímingar, og það var sjálfum þeim bezt ljóst. Björgunarbeltið, sem Brynj ólfur greip fyrst til, var dá- lítið gamalt og trosnað, ,og flotmáttur þess ekki orðinn mikill, þótt einu sinni hefði það dugað vel. Þetta flotholt var sameiningartilboð við AI- þýðuflokkinn. Á þeim sel hafði kommúnistaflokkurlnn eitt sinn fleytt sér á land með þeim glæsibrag, að ekki vökn aði lafið. í krafti þeirrar land töku hafa kommúnistar síð- an farið eyðandi eldi um landið. Nú var gripið til þessa flot- holts á ný. Brynjólfur lét Þjóðviljann flytja stórletrað gylliboð til Alþýðuflokksins um sameiningu í stjórnmála- baráttunni. Nú skyldi samein azt til stórfelldra átaka í verkalýðsbaráttunni. Orða- lagið og svipmótið var hér um bil það sama og fyrir fimmtán árum. Tilgangurinn var hinn sami og þá að safna hrekklausu fólki undir rof- inn skjöld kommúnista til nýrrar eyðingarferðar um landið. En hvort sem kommúnist- um hefir eitthvað fipazt í grallaralestrinum að þessu ERLENT YFIRLIT: Rússar slá út trompum í kosninga- kráttunni í Vestur-Þýzkalandi ]\Tý loforð til Austnr-I»ýzkalfínds elga að skapa Rtíssuin sarnúð I V.-Þýzkalandi Austur-þýzka stjórnarnefndin, sem í voru 15 menn, hélt heim- leiðis frá Moskvu um síðustu helgi eftir fjögurra daga vðræður og samninga, eins og Pravda kallar það. Nefndin hafði verið dýrlega haldin í opinberum veizlum og sýnt hvers konar dálæti og í heimferð arnesti fékk hún skjalabunka með rússneskum loforðum um fríðindi til handa Austur-Þýzkalandi og iétti á hernámstökunum. Lcforð þessi fela að msetu í sér hið sama og orðsending Rússa til vesturveld anna um aðgerðir í öllu Þýzka- landi, yrði það sameinað. ; * Hinir austur-þýzku kommúnistar þóttust hafa gert góða för og töldu sig mundu koma heim sem þjóðhetjur og ættu vísa aðdáun fjöldans og vináttu Þjóðverja til handa Rússum. Láta sér fátt um finnast. Talið er, að Grotewohl og félag- ar hans hafi ekki fengið eins hjart anlegar viðtökur og þeir væntu við heimkomuna, margir hafi meira að segja látið sér fátt um finnast og bent á, að þessi loforð fælu lítið annað í sér en það, sem vesturveld in hefðu verið búin að láta Vestur- Þýzkalandi í té fyrir löngu, svo sem uppgjöf stríðsskaðabóta og afhend ingu verksmiðja í þungaiðnaðinum. Einnig er á það bent, að loforð þessi séu ekki annað en tromp i sam- bandi við vestur-þýzku kosningarn ar. Einnig beri loforð þessi með sér, aö Rússar hugsi sér ekki að fara brott úr Þýzkalandi á næstu árum, heldur búa um sig til lang- frama, og vanti tilfinnanlega lof- orð af þeirra hálfu um brottför. „Sameinað, friðelskandi o? lýðfrjálst Austur-Þýzkaland. í glæsilegri kveðjuveizlu, sem sendinefndinni var haldin, flutti Malenkov ræðu, og sagði, að Sovét- ríkin litu á það sem skyldu sína að veita Austur-Þýzkalandi alla þá hjálp, Sem þau gætu, svo að það gæti gegnt forustuhlutverki sínu í sköpun „sameinaðs, friðelskandi og iýðfrjáls Þýzkalands". Malenkov vék beint að vestur- þýzku kosningunum 6. september og sagði, að Þýzkaland stæði nú á örlagaríkum krossgötum í sögu sinni. Vesturveldin stefndu með aðstoð Bonn-stjórnarinnar tilveru Þýzkalands sem óháðs og sjálfstæðs ríkis í beina hættu. Þetta samsæri beindist einnig gegn friðnum í allri Evrópu. Þýzkaland gæti orðð hvort heldur sem væri miðstöð nýrrar árásarstyrjaldar eða kjölfesta frið ar og öryggis. Nefnd þessari var hátíðlega boð- íð til Moskvu 17. ágúst og var hlut- verk hennar þannig brðað í boði Rússa: „Að ræða um þýðingarmikil mál í sambandi við samband Rúss- lands og þýzka lýðveldisins og önn ur vandamál er snerta Þýzkalands málin". Loforð Rússa. Loforðaskjal það, sem nefndin fékk lieim með sér, er í fimm lið- um og eru þeir þessir: 1. Skaðabótakröfur verða ekki gerðar á hendur Austur-Þjóðverj- um eftir 1. janúar 1954. 2. Rússar afhenda Þjóðverjum 33 verksmiðjur, sem Rússar hafa haft til eigin nota. 3. Að minnka gjöld Austur-Þýzka lands til rússneska hernámsliðsns, svo aö þau útgjcld fari ekki fram úr fimm af hundraöi af ríkistekjun um. 4. Að gefa Austur-Þýzkalandi eft ir eftirstríðsskuldir við Rússland og veita því lán til kaupa á matvör- um, málmum og öðrum nauðsynja vörum. 5. Að taka til athugunar að láta lausa nokkra þeirra Þjóðverja, sem nú er haldið í Rússlandi sem striðs glæpamönnum, en þó er undanskil ið þessari athugun fólk, sem „hefir framið mjög svivirðilega glæpi gegn friðarhugsjóninni og mannúðarhug sjóninrii". Krafa um sameiginlega stjórn. Greinargerð sú, sem gefin var út að þessum viðræðum loknum endar á pólitískum boðskap, þar sem segir, að binda verði endi á skiptingu landsins og leysa það úr álögum þeirrar togstreitu, sem af henni skapist. Þá segir, að kalla verði saman sem íyrst friðarráðstefnu og þátt- taka Þýzkalands í þeirri ráðstefnu verði að vera tryggð. | Koma verði á sameiginlegri stjórn fyrir allt Þýzkaland með beinum samningum milli Austur- ! og Vestur-Þýzkalands, og höfuð- verkefni slikrar stjórnar verði að undirbúa frjálsar kosningar í land inu öllu. Misjöfn rekneía- veiði fyrir Austur- landi Frá fréttaritara Tímans á Seyðisfirði. Reknetaveiði bátanna hér fyrir Austurlandi var heldur | minni í fyrrinótt en nóttina þar áður og mjög misjöfn. Valþór frá Seyðisfirði fékk 50—60 tunnur á miðvikudags nóttina og saltaði þær um borð, og í fyrrinótt fékk hann 20—30 tunnur. Nokkur síldveiði mun vera Otto Grotewohl, forsætisráð j Mýrabugnum hjá Hornji- herra Austur-Þýzkalands, j fjarðarbátnum Helga og sem undirritaði samkomu- J fleiri bátUm, sem þangað eru Iagið^ í Moskvu á dögunum komnir. Hvanney frá Horna- ' ’ ' löföi-ð' firöi er að fara til rekneta og fór heirn með Rússa baráttunni séu þau haldhtil. Lof- orðið um „aö taka til athugunar" að láta lausa þýzka stríðsfanga þykir töluvert kaldhæðnislegt og er á það minnt í því sambandi af íull trúum vestur-þýzku stjórnarinnar, að enn séu um 300 þús. Þjóðverj- ar fangar Rússa, og af þeim hafa menn nafnaskrár yfir 83 þús. Rúss- neska stjórnin hefir hins vegar full yrt, að það séu aðeins 9717 þýzkir dæmdir fangar og 3815 fangar, sem ekki hafa verið dæmdir, en mál þeirra eru til rannsóknar. Búizt er við, að nokkur þúsund fangar verði látnir lausir samkvæmt þessu lof- orði Rússa. En þrátt fyrir það verð ur enn ósvaraö þeirri spurningu: Hvað hefir orðið um 280—290 þús. þýzkra fanga f Rússlandi? A frægum afmælisdegi. Það hefir vakið nokkra athygli, að boðskapur þessi er útgefinn á allfrægum afmælisdegi, sem sé rétt um 14 árum eftir að ekki-árásar- samningurinn milli hins nazistiska Þýzkalands og Rússlands var und- irritaður 23. ágúst 1939. Rússnesku loforöin koma einmitt á þeim tíma, er spurningin um sam einingu Þýzkalands er orðið brenn- andi vandamál og deiluefni milli stjórnarflokkanna í Vestur-Þýzka- landi og jafnaöarmanna. Með því að veita Austur-Þýzkalandi fríð- indi og þó einkum með því að lofa að láta lausa þýzka stríðsfanga, vonar rússneska stjórnin að henni takist að skapa sér samúð í Vest- ur-Þýzkalandi og afla tillögum sínum um sameiningu landsins íylgjenda. Veik loforð. Almennt er þó svo litið á í Þýzka landi, að loforð þessi nái harla skammt og sem tromp í kosninga- Málverkasýning í vændum Listvinasaluriim er í þann veginn aö hefja vetrarstarf- semi sína. Á laugardaginn verður opnuö þar málverka- sýning, þar sem sýnd verSa ný málverk eftir Svavar Guönason málara. Hann hef ir ekki haldiö sýningu hér á landi í mörg ár en oft kom- ið fram á sýningum erlendis. Starfsemi Listvinasalarins verður væntanlega meö svip uðu sniöi i vetur og að und- anförnu. Þá er líklegt að i septem- ber verði opnuð málverka- sýning í Listamannaskálan- um, sem að þessu sinni verð ur líklega kölluð haustsýn- ing þar sem þeir málarar, sem stóðu að septembersýn- ingunni hafa myndaö með sér tvenn félög. þangað ásamt fleirum. Fisks varí inn í Hrútafirði í sumar hefir lítils háttar orðið vart við fisk í utanverð- um Hrútafirði, en fisklaust með öllu hefir verið í firðin- um síðustu 6-—7 árin, en fyrr á árum var oft töluverð fisk- gengd þar. Þakka menn það, að fisks hefir nú aftur orðið vart, hinni nýju friðun grunn miðanna. Undanfarna tvo daga hefir verið allgóður þurrkur hér og eru það fyrstu þurrkdagar eftir rúmlega hálfsmánaðar óþurrka og bæta þessi þurrk dagar mjög úr. Margir Vestmanna- eyjabátar komnir á reknetaveiðar Margir Vestmannaeyj abát ar eru komnir á reknetaveið ar og afla þeir all vel en nokkuö misjafnt. Nokkrir bátarnir fara til veiða í Faxaflóa. Aðrir láta reka á nærliggjandi miðum við Eyjar. Er síldin á heimamiðum aðeins stærri en í Faxaflóa, en þó ekki það væn aö til- tækilegt þyki að salta hana. Mestur afli hjá Eyjabátum hefir orðið 150 tunnur úr lög inni, en almennt er afli þeirra 30—80 tunnur í lögn. NÚ ER 1 sinni eða aðrar orsakir koma til, þá varð enginn maður svo vitað sé til þess að anza þessu boöi, hvað þá þiggja j það. Svo dýr og óumdeilanleg hefir reynslan orðið af fyrri samskiptum við kommúnista I Kommúnistablaðið flutti gylliboð sín nokkra daga, Jtalaði fagurt, en allir vissu, að hyggjan var flá. Svo var hætt að minnast á þetta, og það virðist vera úr sögunni. Það flotholt kommúnista virðist nú vera með öllu sokk ið, og kommúnistar hafa 'borizt lengra inn í brimgarð ' tortímingar, sem úrslit kosn inganna boðuðu þeim. Þeir hafa ekki sett neinn fleka á Iflot síðan, og enginn veit, hvað Brynjólfur hugsar sér helzt til halds. En meöan nýrra bragða er leitað i ör- | væntingu, snúa kommúnista leiðtogarnir sér undan 'hættunni eins og heygla er ! háttur og hrópa um upp- lausn og hrun annarra flokka. En íslenzka þjóðin sér gerla hvert stefnir fyrir kommúnistaleiðtogunum. Fjöldi þeirra liðsmanna, sem hafa af hrekkleysi trúað þeim og fylgt að málum und anfarin ár, gera meira en snúa sér undan hættunni. Þeir snúa við, segja skilið við kommúnista og skipa sér í sveitir íslenzkra flokka, því að þeir sjá, að örlög kommúnista eru ráðin. Þeir eiga enga landtöku. Menn bíða og sjá hvað set ur. Fyrsta flotholt kommún- ista er sokkið. Hvað reyna þeir næst? i síðasta tækifærið til að heimsækja gistihúsið að Laugarvatni. Við lokum 1. september og viljum um leið þakka öllum okkar mörgu viðskiptavinum fyrir komuna. (jiAtikúAih Xaugœn'athi VANA matreiðslukonu og stúlku til að baka, vantar 1. okt. — Umsóknir send- ist sem fyrst til heimavistar Laugarvatnsskólans. Uppl. gefur Eysteinn Jóhannesson, Laugarvatni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.