Tíminn - 16.09.1953, Qupperneq 2
z
TÍMINN, miSvikudaginn 16. september 1953.
HúsasmiÖ vantar til að reisa þaksperrur og ganga
írá þaki. — Upplýsingar í sima 222 og 243 Ytri-Njarð'vik
Frá hafi
til heiha
Brezkur óperusöngvari syngur hér
ÚtvQTpÍð
ÚtvarpiS í dag :
Pastir liSir eins og venjulega.
19.30 Tónleikiar: Óperulög (plötur)
20.30 Útvarpssagan: „Plóðið mikia“
eí'tiri Lcuis Bromíieid;
XXIII (Loítur Guðmundsson
rithcfundur).
21.00 Kórsöngur: Karlkórinn „Fin
lar.dia“ syngur (plöíui).
21.20 Samtalsþáttur: Jón Þórarins
son ræöir við áttræðan
nótnsafnara og fræöaþul
Þorstein Konráösson frá
Eyjclfsstöðum í Vatnsdl.
21.45 Tónleikar (plötur): Sinfónísk
ir dansar op. 64 eftir Grieg
(Hljómsveit ríkisóperunnar i
Berlín leikiur; Weiissmnn
stjórnar).
22.10 Dans- og öægurlög; George
Shearing kviintetliinn leik-
ur (plötur).
22.30 Dagskrárlok.
ÚtvarpiS á morgun:
Pástir liðir eins og venjulega.
26.20 íslenzk tónlist: Lcg eftir Sig
valda Kaldalóns (plötur).
20,40 Erindi: Hátíð í Herjélfsdal
(Ási í Bæ).
21,05 Tónleikar (plötur).
21.20 Frá útlöndum (Axel Thor-
steinsson).
21,35 Siníónískir tón’.eikar <pl.).
22,00 Préttir og veöurfregnir.
22.10 Framhald sinfónisku tcn'eik-
anna.
22.45 Dagskrárlok.
Árnab heilla
Áttræðnr
er í dag Þorsteinn Konráðsson
írá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, nú
til heimilis að Bergstaðastræti 64.
75 ára.
Þann níunda þessa mánaðar varð
Bogi Jóhannesson á Minni-Þverá í
Pljótum sjötíu og íimm ára.
i
Hvar eru. skipin
Sambandsskip:
Hvassafell fer frá Keflavík i dag
áleiðís til Ólafsfiarðar. Lestar sild.
Arnarfell fór frá Kotka 14. þ. m.
áleiðis til Reyðarfjarðar. Jökulfell
íór írá Gdynia í gær áleiðis til
Hamborgar, vænta'nlegt þangað í
kvöld. Dísarfell losar tunnur í Rvík.
Bláfell fór frá Kotka 11. þ. m. áleið
is til íslands.
Rikisskip:
Hekla er í Rvík. Esja er á Vest
fjörðum á suðurleið. Herðubreið er
í Rvík. Skjaldbreið er á Húnaflóa á
vesturleið. Þyrill er í Hvalíirði.
Skaftfellin; ur fór frá Rvik í gær
kveldi til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss er á Akranesi og fer
þaðan til Hafnarfjarðar. Dettifoss
íór frá Rvík 14. 9. til Hamborgar
og Leningrad. Goðafoss kom til
Rvíkur 15. 9. frá Hull. Gullfoss fer
frá Leith í dag 15. 9. til Kaupmanna
haínar. Lagarfoss fór frá New York
10. 9. til Rvíkur. Reykjafoss kom
til Antverpen 14. 9. Per þaðan í
kvöld 15. 9. til Rotterdam, Hamborg
ar og Gautaborgar. Selfoss er vænt
anlegur til Reykjavíkur um kl. 14
í dag 15. 9. frá Hull. Tröllaíoss kom
til New York 11. 9. írá Rvík.
Úr ýmsum áttum
SæDskur styrkur.
Menntamá'aráðuneytið hefir Jagt
til, að Guðmundur Pálmason
stúdent hljóti styrk þann s. kr. 3.500,
er sænska ríkisstjórnin veitir ís-
lendingi til háskólanáms í Svíþjóð
á vetri komanda.
Guðmundur nemur eðlisfi-æði við
Kgl. Tekniska Högskolan í Stokk-
hélmi.
(Prá menntamálaráðuneytinu).
ÓPERUSÖNGVARINN
RONALD LEWIS
fvrsíi bariténn „Covent Garden Óperunnar” í London
S öngskemmtun
í Garala Bíói, á rnereun H. 7 e. h.
YiS hljó'ö'færið; FRJTZ WE5SS5IAPPEL
Aþ'göngumiðar seldir í HljóSíærahíssinu og Hljóðfæra
verzlun Sigríðar Helgaúóttur.
í dag kemur hingað til
landsins óperusöngvarinn
Ronald Lewis, sem í nokkur
undanfarin ár hefir verið
söngvari við Covent Garden
óperuna í London. Lewis er
eir.n af fremstu óperusöngv-
urum Bretlands og hefir
hann á gíðastliðnum sex ár-
um sungið í þrjátíu óperum
hjá Covent Garden. Enn-
fremur hefir hann komið
víða fram annars staðar. —
Hingað kemur Lewis frá
Ródesíu. Lewis mun væntan-
lega halda tvenna hljómleika
í Reykjavik og syngja síðan
úti á landi ef þvi verður við
komið. Fritz Weisshappel
mun annast undirleik á hljóm
leikunum. Fyrstu hljómleik- Y
arnir verða annað kvöld í ■
Gamla bíói, klukkan 7 e. h.
og eru aðgönguniiðar seldir
í KJjóðfærahúsinu og hljóð-
íæraverzlun Si&ríðar Belga-
dóttur.
Flugsýning
j tPranihald af 1. síðu).
I Björns Pálssonar og merkt-
j ir um 150 staðir, sem hann
hefir lent á víðs vegar um
landið.
Saga flugsins á íslandi í
hlutabréfum og skeytum.
Á sýningunni er líka fróð-
leg deild, þar sem sýnd er
smíði módelflugvéla og mó-
delflugur á ýmsum stigum.
Þær eru byggðar úr léttum
balsvið og með þeim hægt að
ná hinni undraverðustu flug
tækni.
Síðast en ekki sízt má
nefna þá rteild sýnin<rarinn
ar, sem Flugfélag íslands
I stendur að. Þar er saga flugs
ins á íslandi rakin í bernsku
þess með símskeytum og
hlutabréfum og hluthafa-
skrám. Fyrsta flugfélagið
var stofnað á íslandi 1919 og
var þá eftt hinna fyrstu í
Evrópu. Hét það Flugfélag
íslands en er ekki það sama
og nú starfar með því nafni.
Góð uppskera
j 'Framha.d af 1. EÍðu).
! minni. Kartöflurnar undan
j þessu eina grasi vógu I kg.
i 600 gr. Mun konan hafa í
byg&ju að nota þessar fal-
legu kartöflur til útsæði® á
næsta vori. Ekki var um það
að ræða að kartöflur þess-
ar gætu verið undan f’íeiri
grösum, því að þetta var
eina grasið í garðinum af
þessari tegund.
íþrof íakcppui
(FTamhald al 8. slðu).
Jóhannsson eru báðir vel
þekktir hér. Þá keppir Einar
Gunnlaugsson einnig í hlaup
unura. Af öðrum má nefna
Sigurð Friðfinnsson, Vilhjálm
Einarsson, Skúla Thoraren-
sen, Hallgrím Jónsson og
Adolf Óskarsson.
Stigakeppni.
Á mótinu verður keppt í
öllum helztu iþróttagreinun-
um og verða átta greinar
hvorn dag. Mótið mun ganga
fljótt fyrir, þar sem aðeins
fjórir menn eru í hverri grein.
Stigakeppni er og fær fyrsti
maður 5 stig, annar þrjú o.
s. frv. Þess skal getið, að farið
er eftir heimilisfangi kepp-
enda við síðustu áramót og
keppir Þorsteinn Löve því fyr
ir Reykjavík, en Kristján Jó-
hannsson og Hallgrímur Jóns
son fyrir utanbæjarmenn
m. a.
| Náílúrulækningafélag Reykja- I
| víkur heldur É
| félagsfuíid I
| í Guðspekifélagshúsinu fimmtu :
i | da: inn 17. september 1953. f
I f Dagskrá:
I I Erindi: Gretar Ó. Pells rit- |
II höfundur. f
: I Pöntunarfélagið. f
f Vetrarstarfið: Böðvar Péturs f
. I scn kennari. f
f Önnur mál. |
Stjérnin. |
I r « ;
Far sem preRtxm nýrrar símaskrár er nú
hafin, verður ekki hægt að taka við fleiri
bieytingum í skrána.
RitstjÓFM símnsBskrári n nar
LÖG
i
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði v.erð'a lögtck látin fram fara án
frekari fyrirvara á kostnalí gjaldenda en ábyrgð' ríkis
sjcðs, aö átta dögum liðnum frá birtingu' þessarar
auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldunv. Tekjuskatti,
tekjuskatsviðauka, eignarskatti, stríðsgróðaskatti,
íasteignaskatti, slysatryggingariðgjaldi, námsbóka-
gjaldi og mjólkureftirlitsgjaldi, sem féllu í gjalddaga
á manntalsþingi 31. júlí 1953, skírteinisgjaldi og al-
rr.ennu tryggingasjóðsgjaldi, er féll í gjalddaga að
nokkru í janúar 1953 og að öðru leyti á manntalsþingi
sama ár, gjöldum til kirkju og háskóla og kirkjugarðs-
gjaldi fyrir árið 1953, svo og lestargjaldi fyrir árið
1953, áföllnum og ógreiddum veitingaskatti, skemmt-
anaskatti, gjaldi af innlendum tollvörum og matvæla
eftirlitsgjaldi. skipulagsgjaldi, rafmagnseftirlitsgjaldi,
vélaeftirlitsgjaldi, skipaskoðunargjaldi, útflutnings-
gjöldum, vitagjaldi, sóttvarnargjaldi og afgreiðslu-
gjaldi af skipum, svo og tryggingariögjöldum af lög-
skráðum sjómönnum.
BargarfúgétÍRn í Bvík., 14. sepi 1953
Kr. Krfstjjáiissoii
9
I
FuHtráaþing Landssambands
framhaldsskólakennara
hefst í Gagnfræðaskóla Austurbæjar föstudaginn 18.
september kl. 10 árdegis.
Viðfangsefni: — skólamál, Félagsmál, Laga-
breytingar um fjölgun stjórnar-
meðlima og breytingu þingárs.
Sambandsstjórnin.
208. blað.