Tíminn - 08.10.1953, Qupperneq 8

Tíminn - 08.10.1953, Qupperneq 8
ERLENT YFIRLIT I BAG Asíuför Nixons 37. árgangur. Reykjavík, 227. blaff. Mynd þessi er af hinu nýja sláturhúsi Sláturfélags Suður- lands við Laxárbrú í Skilmannahreppi. Húsið er miðað við nútímaaðstæður og sláturféð rekið beint af bílpallinum | inn um hækkaðar dyr. Næstum allt sláturféð kemur á bílum. (Ljósm. Guðni Þórðarson) Fullkomið siáturhús við Laxá í Skilmannahr. Við Laxárabrú í Skilmannahreppi er í haust slátrað sauð fé í nýju og fullkomnu sláturhúsi, sem Sláturfélag Suður- lands hefir byggt þar. Er það meðal fullkomnustu slátur- húsa í landinu. Þetta er fyrsta fullkomna sláturhúsið, sem byggt er utan Skarðsheiðar og er að því mikil bót fyrir bændur, sem rekið hafa fé sitt til slátrunar við ófullkomin skil yrði á Akranes. En þar hefir mörg undanfarin ár fariö fram slátrun á vegum Slátur félags Suðurlands í gömlum fiskhúsum, sem nú eru raunar brunnin. En þangað hafa til þessa rekið til slátrunar að undan iörnu allir þeir í Borgarfirði, sem farga hjá Sláturfélag- inu. Eru það bændur í Innri- Akraneshreppi, Skilmanna- hreppi, Strandahreppi, Leir- ár- og Melasveit og af neðri bæjum Skorradals. Þegar umferð óx á þjóðveg unum og hætt var að reka fjörurnar hefir það oft ver- ið tafsamt og örðugt að reka út á Skaga. Það er því gleðiefni sauð- fjáreigendum á þessum slóð- um, að þetta myndarlega sláturhús er risið af grunni og tekið til starfa. Byrjað var á byggingum í júní, og eru þær nú að heita má full gerðar. Verkinu stjórnaði Jón Guðmundsson, bygging- armeistari á Akranesi, sem er kunrtur dugnaðarmaður. Var hægt að hefja slátrun í húsinu á tilsettum tíma og þar slátrað nokkuð á annað þúsund fjár. í sláturhúsinu eru færi- bönd og sjálfvirkar vogir og kjötgeymsla fyrir um 1000 föll. Kjötinu er ekið til Reykjavíkur daginn eftir slátrun. Landlega hjá Kefla- víkurbátum Prá fréttaritara Tiraans £ Keflavík. Landlega hefir verið hér í tvo daga hjá síldarbátunum. Veður hefir verið slæmt, hvassviðri og talsverður sjór. Herðubreið er hér að taka vörur til Hornafjarðar á veg- um setuliðsins. Er þetta í fyrsta skipti sem skipið kem ur hingað til Keflavíkur. Bretar sprengja atómsprengju í Ástralíu Við atomsprengjutilraun- ina, sem Bretar ætla að gera í Ástralíueyðimörkinni, verð- ur notað mjög nákvæmt mæl ingakerfi. Verður m. a. kom- ið fyrir mæli undir miðdepli sprengjunnar, sem ætlað er að mæla þann gífurlega hita, sem verður, þegar sprengjan springur. Við síðustu sprengjutilraun Breta voru lík mælingatæki notuð. Brezkir og ástralskir vísinda- menn bíða þess nú aðeins að hagstætt veður gefi, svo að tilraunin geti farið fram. Það er mikið atriði, að vind- áttin verði hagstæð, þegar tilraunin fer fram, svo geisla virkana gæti ekki í byggð- um og eimurinn af sprengj- unni berist lengri inn yfir eyðimörkina. Nokkrir sjálf- boðaliðar hafa gefið sig fram til að vera staddir í 65 km. fjarlægð allt í kringum sprengjusvæðið, til að vinna að nánari athugunum. Þessir sjálfboðaliðar munu verða klæddir góðum einangrunar- klæðum, til varnar fyrstu og sterkustu útgeislunum frá sprengingunni. Fimm férust í skriðu- föilum jrið NBT, Osló, 7. okt. T'irrim manns fórust í morgun í mestu skriðuföllum, sem orðið hafa svo vitað sé í nágrenni Osló. Um 150 metrar af Moss-veginum og um 100 metrar járn- brautarlínunnar v^Ö Bekkelaget austan Oslóar-f jarðar lenti undir skriðum. , _ . ^ ^ 'nokkur hús neðan við veg- Sknðurnar sviptm.með ser inn og er taliö> að eitt fimm bílum og einum áætl- tveggja hæða ibúðarhús unarvagni. i vagniaum voru hafi alve eyðilaggst. Öll um fjórir farþegar, og all ferð milli Osló og Svíþjóðar ir. Ennfremur fékk farþegi varð að fara fram um Char- emn í járnbrautarl^t, sem, lottenberg j gær. varð að stöðva meðjneyðar- j _____________ hemlum mjög snögglega, svo . ' mikið taugaáfall, áð hann! lézt skömmu síðar. Allmargir meiddust nokk-! uð. Járnbrautin og v.egurinn liggja þarna í mikluiþ hliðar halla, og er vegurinn 15 metr um neðar. Álitið er, aji undir staða vegarins hafi brostið fram, en undirstaða járn- i brautarlínunnar síðá'n fylgt á eftir og mikill jarðvegur ofan úr hlíðinni. Snýr Churchill sér beint til Malenkovs? Hús laskast. Jarðvegsskriðan féll á London, 7. okt. — Meðal stjórnmálamanna í London er því nú haldið fram, að Churchill muni snúa sér beint til Malenkoffs for- sætisráðherra Rússa, ef til- laga hans um fjórveldafund nær ekki fram að ganga á öðrum vettvangi. Muni hann þá stinga upp á því, að Malenkov komi til fund- ar við hann, ásamt Eisen- hower og Laniel, forsætis- ráðherra Frakka. Spumlngum um andieg máð svarað á fundi í ffaiigr.kgrkju í kvöld mun verða efnt til samkomu í Hallgrímskirkju í Reykjavík, og verður þar tekin upp sú nýbreytni, að svara spurningum safnaðarfólks um andleg mál. Kirkjufundir hafa verið haldnir í Hallgrímskirkju undanfarna vetur, en þetta verður nýbreytni á slíkum fundum, að því er séra Jakob Jónsson sagði í stuttu viðtali við blaðið í gær. — Það hefir stundum ver- ið á það minnzt, að samband- ið milli sóknarpresta og safn- aðarfólks væri ekki nógu ná- ið, sagði séra Jakob. Að taka upp svör við spurningum um andleg mál á slíkum fundum ætti að vera spor í áttina til meiri og gagnkvæmari skiln- ings, og með slíkum spurn- ingum yrði prestunum betur ljóst, hvaða andleg áhugamál það eru, sem helzt vaka fyrir sóknarfólki og gætu miðað ræður sínar meira við þau mál. Bréflegar spurningar. Sá háttur er oftast á þessu haíður, að safnaðarfólk send ir presti sínum spurningarn- ar bréflega, og hann reynir síðan að svara þeim á slíkum kirkjufundum eða í stólræð- um. Slík svör á kirkjufund- um hafa tíðkazt allmjög í Noregi og Danmörku og þótt gefa góða raun og efla drjúg um skilning milli safnaðar og prests. Ég er mjög ánægð- ur með þær spurningar, sem mér hafa borizt frá safnaðar- fólki og hygg gott til þess- arar nýbreytni. * Ohugnanlegt barns- rán framið í Kansas í Bandaríkjunnm Fyrir tíu dögum síðan var j sex ára gömlum dreng ræntj í Kansas í Banadríkjunum og ' krafizt tíu milljóna króna í lausnargjald fyrir hann. Drengurinn er nú fundinn. Höfðu ránsmennirnir skotið hann, eftir að þeim hafði ver ið greidd sú upphæö, sem þeir kröfðust fyrir að láta dreng- j inn lausan. Þrennt hefir verið handtekið fyrir þátt- töku í þessu ráni. Fyrrver- andi fangi, rauðhærð kona og maður, sem er talinn lít- illega viðriðinn ránið. Kon- an er ákærð fyrir að hafa lokkað drenginn með sér und ir því yfirskyni, að hún væri frænka hans. Fanginn hefir játað þátttöku sína í barns- ráninu, en hann var látinn laus úr fangelsi í Missouri í vor. Hin hjúin hafa bæði lent í höndum lögreglunnar áður, konan fyrir þjófnaði og maðurinn fyrir illa meðferð á börnum. Mál þetta hefir vakið engu minni athygli en þegar nokkui’ra mánaða göml um syni Charles Lindberg var rænt árið 1932. Riissiteskir lisía- menn í jijóðleikhtis- inu á suiiiiudaginn Næstkomandi sunnudag munu ballett og tónleikar listamanna frá Sovétlýðveld unum, fara fram í þjóðleik- húsinu, kl. 3.30 eftir hádegi. Sala aðgöngumiða hefst í dag kl. 1 í bókabúðum Lárus ar Blöndal, Sigfúsar Eym- undssonar, Kron og á skrif- stofu MÍR kl. 5—7. Snjóbílar í IVoregi NTB — Norska bifreiðafélag- ið í Hamerfest, hefir sent sam göngum.ráðuneytinu ; norska i-------------------------- þá orðsendingu, að- óhjá-1 kvæmilegt verði á komandi t. • . | i •-11J vetri, að nota snjóbíla, til að PlJlg DrGZKa lilSlQS- halda uppi samgöngum milli * « . « ( Repparfjarðar og nærliggj- tlQkkSlílS heiSI 1 03 andi neraoa. -■--? Simi lagður íjoro á Flaíeyri Frá fréttaritara Tímans á Flateyri. Undanfarið hefir véVið unn íð að því hér á Flateyri að leggja síma í jörð. Fjörutiu og fimm símanotendúí eru á Flateyri. Það voru ménn frá Landssímanum, sem uiinu að því að leggja símann' í jörð. London, 7. okt. — Þing brezka íhaldsflokksins mun hefjast í Margate í dag. Eitt af fyrstu dagskráratriðum þingsins verður ræða Salis- bury lávarðar um utanríkis- mál. Churchill mun sitja þingið öðru hverju og einnig Eden utanríkisráðherra. Tal- ið er að vinsældir brezku í- haldsstjórnarinnar fari nú töluvert þverrandi og hafi þing flokksins aldrei fengið til meðferðar eins mörg á- kærumál á hendur stjórn- inni af hálfu flokksmanna. Barnamúsikskóli Edel- steins iiifðg fjölsóttur Síarfar í veíur að flringbraiit 121 Dr. Edelstein, skólastjóri Barnamúsíkskólans, sem hóf starf í fyrrahaust, ræddi við fréttamenn í gær, skýrði skýrði frá árangri áf starfi skólans s. I. vetur og fyrirhug- uðu starfi á komandi vetri. I fyrra innrituðust: í skól- ann 1200 börn á aldrinum 8- 11 ára. Um 100 þeirra héldu námi áfram allan veturinn og tæp 70 þeirra náðu góð- um árangri að dómi skóla- stjórans. Dr. Edelstein sagði, að til- gangur skólans væri að efla músíkþroska barna og byggja á þeim grunni alþýð- lega músíkfræðslu með leik og söng. Virtist árangurinn spá góðu um framtíð þessa skólastarfs. Starfið í vetur. Starf skólans í vetur mun verða með svipuðu sniði og s. 1. vetur. Skólinn verður til húsa að Hringbraut 121 en innritun nemenda fer fram næstu daga kl. 5—7 í hljóm- listarskólanum. í vetur mun nemendum, sem góðum árangri náðu í fyrra verða gefinn kostur á að halda áfram í samkennslu og minni hópum. Verður kenndur nótnalestur og leik- ur á blokkflautu og slaghljóð færi. Einnig verður kennt á nýtt hljóðfæri, sem ekki hef ir þekkzt hér áður, en Edel- stejn kallar það gígju. Er það hljóðfæri gert í tveim stærðum með einni áttund á milli, og gefur það mikla möguleika bæði til samleiks og söngs.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.