Alþýðublaðið - 29.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1927, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 2 i A'LÞÝBUBLABI'B [ 1 Keniur út á hverjum virkum degi. í 5 Afgreiðsla í Alþýðuhúsinu við t j Hverfisgötu 8 opin Erá kl. 9 árd. ► ; til kl. 7 síðd. t J Skrifstofa á sama stað opin kl. j Í 9»/s—lOVa árd. og kl. 8-9 síðd. j j Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 » 5 (skrifstoian). t j Verðlág: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► j mánuði. Augfýsingaverð kr. 0,15 t ] hver mm, eindálka. \ i PrertísmiSja: Aiþýðuprentsmiðjan t j (í sama husi, sömu símar). ► SaMIWÍMMIlfélH® I Sirfpféilo Khöfn, í júlí. ,,Kooperative Förbundet" sænska hefir aðalbækistöð sína í Stokk- hólmi; hús peirra — 9 hæðir — gnæfir við himin ekki langt frá höfninni í Stokkhólmi. 'Hér er mið- stöð samvinnufélaganna sænsku; þeim má skifta í fjórar deildir: 1. iðnaðardeiklina, er nær yfir hin ýmsu iðnfyrirtæki, er sam- bandið rekur, 2. vörudeild, 3. fjárhirzlu og reikningsfærslu, sem auk sambandsins hefir eftirlit með. xekstri og reikningsfærslu allra deilda innan sambandsins, alls staðar á landinu, og 4. útbreiðslu- deíid. Það Ieiðir af sjálfu sér, að þrjár hinar fyrstu deildir eru sjálfsagðar, en hin fjórða mun þó engu síður nauðsynleg fyrir vöxt félagsskaparins. Sambandið er stofnað fyrir 28 árum með 30 félögum, er í voru 5 600 félagdr. Stofnfé sambands- ins var 345 kr. 10 árum síðar var tala fékiga innan sambandsins 394 með 66 500 félögum, og i lok árs- ins 1925 var tala félaga 883 og 316 000 félagar; þar af höfðu ekki færri en 23 500 gengið í félögin árið 1925. Tölur þessar sýna ljós'ega vöxt félagsins, en til nánari skýringar má geta þess, að á efstu hæð hyggingar sambandsins sitja ekki færri en 23 byggingameistarar, sem hafa það eítt með höndum að gera teikningar að nýjum hús- um, er félögin láta reisa víðs veg- ;ar á landinu; þeir hafa einnig með höndum allar teikningar að innanstokksmunum í húsum fé- laganna; þau vírðast þannig ekki "byggð af handahóli, heldur að vei hugsuðu ráði og í föstum stíl. Verzlunarvelta félaga þeirra, er heyra undir sambandiði, var árið 1925 357 360 775 kr. eða 39534 775 kr. meiri en árið 1924. Þessi aukn- íng á árinu var meir en öll velta félaganna fyrir 15 árum. Tekjuaf- gangur var árið 1925 14 112 838 kr. Þó að þessar tölur virðist næg- ar til þess að sýna stærð og velmegun félagsins, eru þær þó eldri állur sannleikurinn, því að eignir sambandsins og sambands- féiaganna voru í peningum árið 1925 50 753548 kr. Hér í eru þó ekki taldar 24 millj. kr., sem tryggingarfélög innan sambands- ins eiga. Sambandið ræður auðsjáanlega yfir miklu fé, og því er skiljanlegt, að því mun hafa verið leikur að koma upp hinum mörgu spari- sjóðum, er það ræður yfir og hefir komið á fót. Sparisjóðir sambandsins ráða ,yfir 33g.,mil]j. króna. Innan félagsskapar s.m þessa, sem hefir svo mörg félög innan sinna vébanda á ýmsum stöðum í landinu, er ekkert eðlilegra en það, að fyrir einhverju félaganna sé svo ástatt, að það beri sig illa eða ekki. Ástæðurnar til þess geta verið margar, skilningsleysi al- þýðu á samvinnufélagsskapnum, ill stjórn deildarinnar, fjárþröng o. s. frv. Svo öflugur og full- kominn félagsskapur sem sam- vinnufélögin sænsku hara lika vitanlí ga gert ráð fyrir, að slík óhöpp geti komið fyrir, og hafa því stofnað deild, „Svenska Hus- hállsforeningen“, er þegar tekur til málanna, sé um siíka „sjúk- dóma“ að ræða meðal einhverra deikla innan sambandsins. Þetta sést fljóít, því að nákvæmt eftir- lit er með fjárhag og reiknings- færslu hverrar deildar. Sé um slíkt að ræða, tekur sambandið að sér rekstur slíkrar deildar, en ski'ar henni þó af sér aftur í hendur stjórnaiinnar á staðnum, þegar búið er að rétta misféll- urnar við reksturinn. Þetta f\Tir- konmlag hefir reynst prýðilega, oftast orðið að fullu liði. Á, lítilli eyju á hafnarslóðinni í Stokkhólmi — Hastholmen heit- ir hún — lig'g'ur stór og mikil kornmylna. Þegar brauðgerðarhús samvinnufélaganna hóf starfsemi sína, keypti það korn í mylnu þessari. Kaupmanninum hefir víst ekki vhrið sérlega vel óið fyrir- tæki þetta, og brauðgerðarhúsið át i að greiða mjölið við móttöku. Eitt sinn stóð svo á, er mjöl- sending kom til brauðgerðarhúss- ins, að forstjóri þess var ekki við og því engir peningar til að greiða með mjölið. Kaupmaður krafðist því að fá það aftur. — Árið 1922 keypti sambandið eyju þessa með mylnu og öllu ti’heyr- andi. Mylna þessi var ein hin stærsta á Norðurlöndum og er það enn; og félagið færir stöð- ugt út kvíarnar. Korngeymslur mylnanra rúma 11 000 smálestir korns, og nú á að auka við rúmi fyrir 5 700 smálestir. Stór korn- flutningaskip leggjast að bólvirki við mylnurnar. Áhald, til þess lagað, sýgur korrið úr skipinu inn í geymslur mylnunnar; síðan taka við 50 kvarnir og mala mjölið, og enn fer það gegnum 30 sigti. Mylnan er að verki dag og nótt og hefir 130 manns a'ð vinnu; íramlf'iðslan er dag’.ega 23—2400 mjölsekkir. Það er ætlun sam- bandsins, þegar fram í sækir, að hafa hér miðstöð iðnfyrirtækja þess. Sambandið hefir einnig stóra kornmylnu í Gautaborg, sem ■er í miklum uppgangi. Sambandið á einnig smjöríikis-. verksmíðju í Nordköping. Tildrög verksmiðjunnar eru þassi: Árið 1908 ákváðu smjörlíkisverksmiðj- urnar eftir tillögum frá félögum kaupmanna áð selja ekkí smjör- líki til sambandsins og deilda þess. Sambandinu tókst þó að fá smjörlíki hjá lítiili verksmiðju, sem ekki var í fé’agi kaupmanna, og hætii öllum kaupum hjá með- limum smjörlíkishringsins. Þetta leiddi af sér harða baráttu milii hringsins og sambandsins, og nú keptust hvorir um sig við að lækka verð smjörlí'-is. Á þessu stóð ti! 1911, að smjörlíkishring- urinn klofnaði, og 1913 ákvað sambandið að stofna eigin verk- smiðju, en af völdum ófiýðarins komst verksmiðjan fyrst á fót 1921. Siðan h ;fir hún færst mjög í aukana og ei' nú ei.i af hinum stærstu í Svíþjóö. Verksmiðjan hefir kostað 4 miilj. kr. og fram- leiðir 10 millj. kg. smjörlíkis á ári. Ekkert hefir verið sparað tii þess að gera verksmiðjuna sem fullkomnasta úr garði að öilum tækjum. — Eftír að verksmiðjan var tekin til starfa, komu þús- undir manna úr öllum Iands- hlutum Svíþjóðar að skoða hana, — árangurlnn af fyrirskipunum ’ kaupmannafélaganna. Sambandið á einnig skófatnað- arverksmiðju, fjórlyft hús, 100 st. á lengd og 14 á breidd. Verk- smiðja þessi er á góðum vegi að verða hin stærsta i Svíþjóð. Það vinna þar 200 karlmenn og 100 stúlkur og framleiða daglega 1000 pör skóa og stígvéla, og allar vélar af nýjustu gerð; þannig er þar ein vél, er setur daglega 1200 hæ’a undir skó. Aðra verk- smiðju á samhandið einnig, sem aðallega vinnur að grófari skó- gerð og framleiðir daglega 300 pör. Skóhlífaverksmiðju á sam- bandið einnig. Auk þessa á sambandið stærri og minni sölubúðir að heita má í öllum kaupstöðum í Sviþjóð. Sambandsmenn hafa að ein- kunnarorðum: „Sliksom enighcten ger oss styrka, sá skulle sönd- ringen s'ánka oss i svaghet och vanmakt“ („Eins og einingin ger- ir oss sterka, eins myndi sundr- ungin sökkva oss í veikleika og vanmætti"). Saga þessa félagsskapar ‘ér enn litið dæmi þess, hvers samtökin og samvinnan mega sín. Þau öfí flytja fjöl!. Geíi það guð og góð- ar vættir, að íslenzk áljiýða megi læra af stéttarbræðrum sín- um erlendis á þessum sviðum, eins og svo mörgum öðrum, hverja þýðingu samvinna og sam- tök hafa fyrir viðreisn íslenzkrar alþýðu. Samtök og samvinna lifi! Þorf. Kr. „Mikil álagning.44 Heiðraði ritstjóri! Ég þakka hið vingjarnlega boð yðar, sem gef- ur mér leyfi til að leiðrétta mis- sagnir í samnefndri grein, sem ’birtist í blaði yðar s. 1. laugardag, undirritaðri af „Barnakar]i“. „Earnakarl" telur okkur kaup- menn selja hveiti með 50 'Vo á- lagningu og kartöflur með 300°/o álagningu, og á þetta eðliiega, ef rétt væri, að sýna okur okkar kaupmanna. Ég vil nú gefa ,,Barnakarli“ og öðrum lesendum Alþýðublaðsins skýrslu yfir innkaup mín og á- lagningu, og geri ráð fyrir, að aðrir kaupmenn hafi svipaða sögu að segja. Ég fékk fyrst á þessu sumri nýjar ítalskar kartöflur 26. júní s. 1. um Kaupmannahöfn, og kost- uðu þær frítt á höfn í Reykjavík danskar kr. 46,00 pr. 100 kg. Með gengismun verður þetta kr. 56,12 íslenzkar. Við þetta bætist: upp- skipun, hafnargjald, vörutollur, bankakostnaður og heimakstur, alls kr. 3,08 eða samtals kr. 59,20. Þessar kartöflur eru seldar í minni verzlun í pundavísi á kr. 0,70 kg., og ef tekin voru 5 kg. í einu, að eins á kr. 0,64, eða með öðrum orðum: röskri tveggja aura álagningu á pund. 10. júlí fékk ég hollenzkar kart- öflur. Þær kostuðu kr. 41,00 danskar frítt á höfn hér pr. 100 kg. Með gengismun og öðrum' kostnaði nam jretta kr. 52,27 kom- ið í hús. Þessar kartöflur seldi ég á 0,50 pr. kg. í pundavísi, og ef tekin voru 5 kg, á kr. 0,56 eða með tæpra tveggja aura álagn- ingu á pulnd. Nú með þessari ferð komu skozkar kartöflur, sem kostuðu 9/6: sh. pokinn, 50 kg„ frítt um borð á enska höfn. Með gengisniun .verður það í íslenzkum gjaldeyri kr. 10,65. Þar við bætist flutn- ingsgjald og annar kostnaður hér, kr. 4,01, samtals kr. 14,66 50 kg. Þessar kartöflur eru seldar í minni verzlun í pundavis á 0,40 kg. og í 5 kg. á 0,17 pr. i/2 hg. eða með röskri tveggja aura á- iagningu á pundið. Hveiti, bezta tegund, kostar nú í innkaupi ekki kr. 0,40, heldur kr. 0,47V2 pr. kg. Það er selt í verzlun miuni, ef tekin eru 5 kg. í einu, á kr. 0,52 kg. eða með um tveggja aura álagningu á pund. Ég hefi haft þann sið, eins og fleiri kaupmennn, að selja heldur ódýrara, ef tekin eru 5 líg. í einu, og tel ég mér ekkert meiri gróða: að því, að selja í pundavísi með hærra verðinu, en með lægra verðinu, ef tekin eru 5 kg„ sök- um rýmunar við útviktun, og býst ég við, að „Barnakarl" kæmist á sömu skoðun, ef hann væri kaupmaður. Ég veit ekki, hvar „Bamakarl“ kaupir vörur sínar, en slysinn finst mér hann vera, að gera svo slæm innkaup, þegar þau feng-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.